Það er þessi tími og samkvæmt áskorunum þá hef ég ákveðið að endurlífga bloggið en þó aðeins fyrir þann tilgang að birta kvikmyndagetraun 2009... það verða vonandi margir ánægðir með það og geta þá einhverjir haldið jólin hátíðleg sem áttu kannski ekki von á því að fá sína jólagetraun...
En reglurnar eru hinar upprunalegu... vantar nafn á kvikmynd... ekki googla og ekki senda svör í kommentkerfið. Séu einhverjir með jafn mörg stig er sá ofar í röðinni sem sendir fyrst.
Svör sendist aðeins á borgthor@gmail.com fyrir 29.des kl23:59 og við reynum að krýna sigurvegara ársins á þessu ári!
Tilefni þess að í kvöld er fjórði fundur Bowie kórs Vestmannaeyjar en sá fundur er haldin þriðja hvert ár, ætla ég að spila eitt Bowie lag fyrir félagsmenn... og þá sérstaklega fyrir þá sem ekki geta mætt sem mér skilst að séu Andri Hugo, Einar Örn og Kolbeinn matsveinn...
Svo er spurning hvort maður ætti að sækja um í kvöld eða eftir þrjú ár?? hmmm
Ég nennti ekki að finna eitthvað eitt lag...svo þið fáið bara svona best of the 80's video ... það er líka betra því ef þið hlustið í gegn þá finnið þið kannski mörg hressandi lög sem þið verðið að finna til að skella á fóninn i kvöld yfir bjórnum...