föstudagur, febrúar 28, 2003
Vert að skoða þetta!
Ég rakst á -- þessa-- síðu þegar ég var á rangli á netinu. Helvíti sniðugt dæmi, þeir kalla þetta "abandonware" og meina með því að þetta sé software sem sé hætt að selja út úr búð og að þess vegna sé ekkert ólöglegt við að dreifa þessu án greiðslu á netinu. Það er alveg hreint hrúga af leikjum inni á þessu, og er ég einmitt í þessum töluðu orðum að ná í Discworld....
Og vitið þið hvað er að því?????
Það er gaman að því!!!!!
Nettur og stuð
Ég sit hérna hjá Tola og það er stuð, vorum að blanda Jell-O staup sem vonandi tókst hehe komumst að því í kvöld.. og bara já.. við ákváðum að brjóta regluna hennar Ósk og djamma í kvöld, föstudagskvöld í stað lördagskveld....
í dag komst ég líka að því að Toli er með í einni leiðinlegustu síðu í heimi.. eða hvað?Góða helgi og nettur
Bensínleysi og bíó
Í gær var farið ókipiss í bíó en það var Toli að þessu sinni sem reddaði fríum miðum á sýninguna Punch drunk love, og ég verð að viðurkenna að þessi mynd er bara fín sko.. soldið mikið skrítin en samt góð, skemmtilegt hvað mar finnur mikið til með aðalleikaranum í gegnum tónlistina.. þið fattiði það þegar þið sjáið myndina..
En svo urðum við bensínlausir frá bíóinu, það er svo dýrt bensínið í ghettóinu.. hehe nei nei en Toli þurfti allavega hætta lífi sínu með að hlaupa yfor hraðbraut til að ná í bensín.. þetta var rosalegt..
um helgina er stefnan kannski bara skvetta smá... "má ég skevtta?" en það er einmitt ammlisveisla hjá Tola í Ghettoinu hans.. spurning bara hvort það sé í kveld eða á morgunn.. kemst að því í dag en ég fer einmitt í ríkið á eftir í fyrsta skiptið á þessu ári í rvk og það verður nú spennandi.. hvað ætli mar kaupi??
Headlines er alger snilld
Það sem mér finnst hvað fyndnast í Jay leno eru Headlines... og þær má sjá hér
fimmtudagur, febrúar 27, 2003
Ekki minn dagur
a) Kann ekki að laga þetta rugl á síðunni minni
b) druslan með símann er að gera mig geðveikann
c) Tökurnar í morgunn klikkuðu þannig að ég vaknaði kl 06:00 fyrir ekki neitt!!!
d) Andardráttsgaurinn er kominn aftur og situr aftur við tölvuna við hliðina á mér
e) Það er komin megn skítafýla af Andardráttsgaurnum
f) Beyglan í Sparisjóðnum var með hrotugheit og leiðindi þegar ég var að biðja um debetkortið mitt þannig að ég rauk út
g) ég er syfjaður
Símafólk frá helvíti
Hvað er að fólki sem stillir símana sína á hæstu stillingar og eða er með pirrandi leiðinlegar hringingar og eða leiðinlega háu (DIDIDI DI DI) sms pípið í nokia símanum?
Sérstaklega finnst mér þetta fólk óþolandi og leiðinlegt þegar það setur ekki á silent eða gerir eikkað í hljóðunum þegar það er á kaffihúsum, bókasöfnum, leikhúsum, bíóum og mange flere.. þetta er beinlínis dónaskapur og leiðindi... núna í þessum skrifuðum orðum er eikker píka á næstu tölvu að skrifa sms og er með hljóð á tökkunum á hæstu stillingu á nokia síma þannig það er sona (du, du , du , du ,du takkahljóð) og af og til kemur ógeðslega HÁ sms hringing!!!!! BÖGG
Óskiljanleg síða og Skítamóralsógeð
Já ég næ nú ekki að skilja mína eigin síðu því hún er á furðulegu tungumáli.. en það er nú bara gaman af því
Annað að þá er minn fyrsti spádómur búinn að rætast... en samkvæmt minni völvu þá sagði ég að Skítamórall myndi byrja saman aftur fyrir annaðhvort áramótaball síðast eða f. næstu áramót.. þeir eru bara þarna á milli og tóku fm-hnakka viðbjóðinn og svo aftur um páskana.. það breytir því ekki að þá mun minn spádómur rætast sem mér minnir að sé hérna á blogginu einhversstaðar.. að þá mun skítamórall verða vinsælasta hljómsveitin í sumar og verður alveg 98% hljómsveitin á Þjóðhátið... íslendingar eru fyrirsjánalegasta þjóð í heimi.. tja fyrir utan kanann kannski
Helvítis blogger drasl
Að mar nenni þessi kjaftæði.. núna nennir bloggerinn ekki að pósta því sem ég hef skrifað og er það alveg stórkostlega skemmtilegt... en samt grunar mig að hann muni pósta öllu núna
Hann Toli átti ammli í gær, til lukku með það... ég fór í kökupartý í Ghettóinu og smakkaði Ghettóköku fékk som'jús með því mjög góð veisla
miðvikudagur, febrúar 26, 2003
PÓSTAÐU DRULLU HÓRU BLOGGER
Ljón sem er í raun górilla
Í dag var ég í hljóðvinnslufyrirlestri sem fór nú aðallega samt meira í spjall og að glápa á kvikmyndir á dvd og hlusta eftir athyglisverðum hljóðum o.s.frv. mjög gaman....
En eitt nefndi Gunnar hljóðgaur sem var kennarinn að þessu sinni... allir vita hvaða ljón þetta er... færri vita þó að hljóðið sem ljónið gefur frá sér er ekki hljóð frá ljóni heldur hljóð frá górillu sem hefur bara verið fixað, dempað niður og sollis svo það hljómi eins og ljón... undarlegt nokk... svona er kvikmyndarheimurinn magnaður..
Annað sem ég hef verið að spá í.. það spurði mig maður hvort það að fara í kvikmyndaskóla myndi ekki eyðileggja ánægjuna og afreyingu af kvikmyndum.. að mar fari að dæma myndir eftir því hvernig þær væru gerðar og hvort lýsingin væri góð, hljóðvinnslan og svo framvegis.. og ég sagði bara nei.. því að það er eitt sem fólk vill oft gleyma með kvikmyndir, það er að þetta er ekkert annað en afþreying og það má alls ekki taka þetta meira alvarlegra en það, ef þér leiðist á mynd, þá er hún leiðinleg.. ef þú gleymir þér alveg og hún virðist fljóta hjá og skemmtir þér vel yfir myndinni þá er hún góð.. það þarf eillega ekki að gera betri mælikvarða en þetta...
Helvítis Blogger
Alveg er það óþolandi hvað þetta dettur út stundum...
En ég er hérna á bókasafninu og það er eikker gaur við hliðina sem er AÐ ANDA HÁTT Í GEGNUM NEFIÐ!!!!! vitiði hvað það er böggandi.. svo er það ekkert venjulegt and í gegnum nef heldur er þetta svona uppsafnað loft í smá stund og svo springur hann og hleypir öllu út.. álíka og lítil hóst með nefinu.... ógeð
ja, Helgi minn það var nú ástæða fyrir því að hann var þarna, og það er út af því að við erum (vorum allavega) ágætis kunningjar, sem byrjaði hérna árið 2000 þegar hann kom í körfuboltaleik og þeir urðu veðurteftir og það var einmitt papaball það kvöld. en hann er einmitt með þessa síðu líka og þarna finnuru myndirnar frá miðvikudeginum, en það sem er meira áríðandi er að hann er líka með þessa síðu, aldrei að vita hvað verður gert með það í sumar!
Nettur!
þriðjudagur, febrúar 25, 2003
sælt fólk, sælt
ég hef nú ekki frá neinu balli að segja og ekki horfi ég á Jay Leno, en þó er ég með einni stelpu í stærðf´ræði sem að er ótrúlega lík Leno.
En ég veit að lag dagsins hefur ekki komið lengi þannig að hérna koma tvö, Daydream believer með the Monkees og síðan eitt fyrir félaga mína Þ. 'olafsson og Andra húgó og það er breathe með pink floyd og þetta lag er náttúrulega bara snilld.
Síðan hef ég ákveðið að koma með nýjan dagskrárlið sem heitir gagngrýnin og mun verða daglegur liður þar sem ég mun gagngrýna það sem brennur heitast á samfélaginu og taka á málefnum fólksins.
ég sá að það er verið að fara að sýna myndina Punch drunk love með Adam Sandler og ég er nú búinn að sjá hana og hún er bara nokkuð góð og mikið skrýtin, þannig að ef þú vilt sjá skrýtna mynd þá er þetta hún, en samt virkilega góð.
Ingibjörg Sólrún er hálfviti og ef að hún verður forsetisráðherra þá flyt ég aldrei aftur til íslands, því ísland á eftir að fara til Helvítis og ef þið eruð ósam´mála mér þá megið þið bara hoppa upp´um afturendann á ykkur.
annars veriði bara sæl að sinni.
NETTUR!
En hvað MTV sökkar
Í gærkveldi glápti ég eins og svo önnur kvöld á Jay Leno enda er það fínasti þáttur og maður er eillega alveg kominn yfir söknuð Letterman's sko.. en jamm í gær var Jaywalking sem er flottur dagskrárliður sem maður fær að sjá venjulegt fólk svara venjulegum spurningum eða sprella eikkað.. (einmitt eins og Haukur í horni stal)
Í gær var Jaywalking Grammy wannabe's og Jay fór einfaldlega í einhverja blokk, bankaði upp á og spurði fólk út í Grammy verðlaunin, hvort það ætli að glápa á þau og hvort þau eigi sér uppáhaldstónlistarmann þar, ef fólkið nefndi eikkern þá var það bara dressað upp sem viðkomandi söngvari/hljómsveit og látið syngja lag... þetta var mjög fyndið.. en fyndasta fannst mér að það var eikker svartur maður þarna sem nefndi Nelly og hann var klæddur upp eins og Nelly þá og fékk míkrófón og plástur undir augað og gaurinn náði Nelly ótrúlega vel og söng líka svipað.. Aha nú kemur pointið með sögunni.. Á MTV sjónvarpsstöðinni eru þættir sem heita eikkað Wannabe's blabla.. og þar eru trilljón mans sem sækja um að vera eikker stjarna og valið er 3 sem þykir hvað líkust stjörnunni.. ég sá þegar það var Nelly Wannabe og enginn var neitt lík stjörnunni... ekki einu sinni nálægt því, og Jay tekst að gera þetta með að labba inn í blokk og spurja ertu til í að vera Nelly við fyrsta svarta manninn sem hann fann....
Þarf ekki að gera mikið
mánudagur, febrúar 24, 2003
Besta ball ævi minnar!!!
Sem ég man eftir allanvega
Já já, ég fór á sennilega hið allra skemmtilegasta ball sem ég hef nokkru sinni farið á hér í Höllinni okkar Eyjaskeggja, þar sem ekki minni spámenn en Jet Black Joe spiluðu fyrir dansi. Þó svo að þetta sé að ákveðið "sell out" að verameð svona kombakk undir gamla nafnu þegar aðeins tveir úr upprunalegu grúppunni eru til staðar. En samt aðalmennirnir, og svo eru nú þeir Júníus bræður hörku góðir líka, þó þessi vitleysingur sem þeir dróg með sér til að spila á orgel hafi nú þurft að hafa alla tónlistina á pappírum fyrir framan sig. Enda (eins og maður segir á hörmulegri íslensku) "öpp steidsjaði" Þórir bróðir minn Ólafsson hann gjörsamlega, en hann sté einmitt á stokk þegar Páll Rósinkrans kallaði frænda sinn hann Óla Guðmunds (ekki þó pabba minn) upp á svið til að syngja Creep, og stóðu þeir félagaranir og málararnir sig bara helvíti vel þó Óla hafi kannski ekki alvega tekist að "öpp steidsja" Pál eins og Þóri þenna vitleysing á orgelinu. Það tóks Hafþóri sem kenndur er við smæð sína hinsvegar, því fyrst þegar Páll óskaði eftir söngvurum var Hafþór fljótur að grípa tækifærið og stökkva upp á svið, en átti vegna ölvunar frekar erfitt með að muna textann og sagði því bara eitt orð ítrekað í hljóðnemann, en það var einmitt orðið hóra. Svo þegar ballgestir voru farnir að púa á hann tók hann sig til og moon-aði á þá, við mismikla hrifningu þeirra. En myndir af því er einmitt hægt að sjá -- hérna--.
Heimildir
Nei ég er ekki að villa á mér heimildir..... VÓÓÓ
en við erum byrjaðir á heimildarmyndinni eða allavega skipulagning er hafin og tökur hefjast á morgunn.. ekkert nafn er ennþá komið en vonandi það rætist úr því.. teljum að myndin verði tilbúin eftir c.a 2 vikur... gaman af þessu
Brúnar stúlkur
Alltaf er nú gaman af brúnum stúlkum og eru þær bráðnausynlegar á Íslandi í dag
En ég ætla svosem lítið að tala um slíkt.. kannski ég nefni fyrst að ég er nýklipptur og menn bara orðnir stutthærðir.. held barasta að ég hafi ekki verið svona stutthærður síðan ég var 10 ára, gaman af því.
Á laugardagskveldið var ég nettur á því og fór á mitt fyrsta djamm í borginni.. ég byrjaði náttlega að elda mér steik sem var mjög góð og skrapp síðan til Gústa Jógúrthamstur sem flestir þekkja sem Gústaf, við töltum að hætti Helga forseta niðrá kaffibrennslu en þar er til heimsins mesta úrval af bjór.. eða sona næstum því.. og ég smakkaði nokkra þýska, danska ogjú íslenska bjóra og síðan töltum við á Astró.. og já og í Plebbapartý dauðans það var verið að opna nýtt módelfyrirtæki sem hann Gústaf er módel hjá og eigandi þess er Skjöldur og það var ekkert nema fallega og fræga fólkið þarna inni og ég að sjálfsögðu blanda af því.. en jámm samt aðal ástæða að ég sýndi nærveru mína þarna inni var að það var frítt áfengi.. ekki slæmt það skal ég segja ykkur.. í boði var Martini sem er piss en mar lætur sig hafa það....
Síðan eftir alltof mikið glamúr var ákveðið að skella sér í karlmennskuna eða á Grandrokk og þar var drukkið kaldan þýskan bjór á krana og þar hittum við Tola í ghettóinu Gretti the Grekó og Haffa Dan og það var skrallað.. síðan prófaði ég djammkortið mitt með því að skella mér yfir á Hverfisbarinn þar sem var röð upp til helvítis.. og ég labbaði beint inn haha Celeb mar!! en þar hitti ég Robert Townsend og tók í spaðana á honum..
Síðan var það glamúr og hommafílingur attur því við skelltum okkur á Spotlight sem var mjög hommalegt en frítt inn þannig mar lét sig hafa það.. þar kom að mér ung stúlka er heitir Kristjana og bað um að fá að senda eitt sms úr símanum mínum það leyfði ég henni og í stað fékk blautan koss.. skemmtilegt þetta kvennfólk hérna í Rvk, eftir smátíma þarna inni var svo bara rúllað sér heim, enda orðið frekar leiðinlegt þarna inni og áfengið farið að dvína af manni...
fínasta helgi og ágætis djamm fyrir 3500 krónur Nettur
jæja fólk þá er ég komin aftur og væntanlega við mikil fagnaðarlæti.
hérna eru hlutirnir að ske eins og fyrri daginn og ég er svona aðeins byrjaður að plana sumarið, kominn með vinnu og íbúð. Allavega samkvæmt henni móður minni þá er ég kominn með vinnu á caffi maría við að elda og síðan var ég að tala við gunnar már tuskuhár og ætlum við að leigja skemmtilega íbúð saman sem að við erum komnir með og aldrei að vita nema að okkur vanti þriðja aðilann, þannig að eitthver áhugasamur þá megiði hafa samband.
Annars fór ég í bíó í kvöld að sjá stórmyndina "Old School"sem að var geðveikt góð.
en verið bara hress og kát og stúlkur verið nú "brúnar!"
laugardagur, febrúar 22, 2003
Allt að gerast..
Hvet fólk til að kjósa.. kosningin er komin í flottan búning sem hún Erna danastelpa gerði fyrir mig... húrra fyrir henni
hérna getiði svo kosið.. og hana nú.. Besti leikari allra tíma
Klippingin
Það gæti verið að ég skelli mér í klippingu í dag... merkilegt nokk..
en annars ekkert mikið að ske, íbv pjásur eru að keppa til úrslita í bikarkeppninni í handbolta.. ætli þær vinni? veit ekki en ef svo verður þá er rosaball í höllinni í kvöld með Jet black Joe.. reyndar verður ballið hvort sem þær vinna eða ekki.. bara skemmtilegra ef þær vinna... og uh svo eru íbv fóbó pjásur líka að keppa í rvk veit samt ekki við hverjar...
og úff og meira úff og ennþá meira úff
föstudagur, febrúar 21, 2003
KOSNINGIN ER HAFIN
Jæja þá er kosningin hafin... allir að kíkja á listann á Kvikmyndasíðunni og kjósa með að senda mér mail
Bíó og heimsk skilti
Ég fór á Daredevil í gær með honum Tola í ghettóinu sem var bara fínt.. myndin var svosem ekkert sérstök eins og ég hafði búist við.. mjög kjánaleg reyndar en ég gaf henni séns þar sem myndin er byggð á comic book dæmi.. og á eflaust að vera kjánaleg....
Fyndið eitt sem ég tók eftir á leiðinni í bíó.. við fórum í smárabíó og þurfum að keyra upp á efra planið.. og það er sona mjög þröngur vegur þar upp í hálfhring.. málið er að áður en mar keyrir þarna upp er afar skemmtilegt skilti. en það stendur eikkað álíka 4t semsagt að það má ekki keyra bíl þangað sem er þyngri en 4 tonn.... soldið sérstakt.. því ekki margir bílar sem eru 4 tonn kæmust fyrir á þessum þrönga vegi í fyrsta lagi.. og í örðu lagi sé ég ekki fyrir mér að kall á vörubíl með tengivagn dytti það í hug að keyra þarna upp.. "æji nenni ekki að taka rúllustigann í bíó, skelli mér bara hingað upp"
svona getur lífið verið skemmtilegt ef mar pælir smá...
fimmtudagur, febrúar 20, 2003
Íslendingar eru Amatörar..
Undarlegt þykir manni í raun hversu miklir amatörar Íslendingar séu í kvikmyndargerðarlistinni.. allavega miðað við bókmenntir Íslendingar hefði maður haldið að við myndum taka þennan nýja miðill og gera eitthvað gott úr honum... en nei við erum algerlega að rétt að byrja í þessum rúmlega 100 ára gamla miðli.. og í raun kynntust Íslendingar ekki kvikmyndinni fyrr en 1903 en þá er talið er að sænskir menn hafi komið til landsins og sýnt á Ísafirði fyrstu kvikmyndinina.. þá 8 árum eftir að þetta var gert í fyrsta skipti.. Svo er elsta varðveitta íslenska kvikmyndin var slökkviliðsæfing hjá slökkviliðinu í Rvk gerð eftir Bíó Petersen sem opnaði gamla bíó sem nú er óperan.
Magnað alveg að fá sona sögukennslu finnst ykkur ekki?
Svona í lokinn þá langar mig að nefna að þó þið trúið þessu varla að þá kom fyrsta alíslenska heimildarmyndin út 1924 og var hún um 1 1/2 klst löng er í ótrúlega góðum gæðum og eru margir mjög ánægðir ennþá daginn í dag með þessa mynd því hún sé svo vel gerð og vel tekin. Myndin heitir Ísland í lifandi myndum og sýnir Ísland á þeim tíma, fiskveiðar, landbúnað og svo margt fleira, mjög skemmtilegt heimildarmynd. Hún er eftir ljósmyndarann Loft Guðmundsson.. þeir sem ekki vita hver það er.. prófiði að labba um húsið ykkar og athugið hvort þið sjáið ljósmyndir einhversstaðar... í horninu sjáiði vafalaust Loftur... en hann tók semsagt mikið af sona íslenskum landslagsmyndum....
þakka fyrir mig
Ókipiss Bíó
Eðallinn mar... ég er að fara á eikkerja spessíal forsýningu í kvöld á Daredevil með honum Ben Afflekk... sem held samt að sé alger crap mynd.. en alltí læ víst hún sé ókipiss.. á annan miða.. hefur eikker áhuga.. bjallið í mig..
Strætó Slangur...
Fylgdist með eikkerjum strætó köllum tjatta saman áðan.. annar var að keyra og hinn stóð við dyrnar og þeir voru náttlega að tala um vinnuna sína eins og mar gerir í vinnunni.. um hvað allt sé leiðinlegt og hvor á betri strætó... svo heyrðist mér koma fram smá strætó slangur.. sem er mjög gaman að heyra.. og gaman að vita að í öllum starfstéttum sé eikkað sona "tungumál" sem enginn annar kann...
dæmiið sem ég heyrði..."já þetta er bara alveg eins og við Lansann..." þar átti hann við Landspítalann.... Damm damm!! þannig næst þegar þið þurfið að fara þar fram hjá.. spurjiði strætó kallinn bara.. áttu leið fram hjá Lansanum??
miðvikudagur, febrúar 19, 2003
BOGGINN
Jæja þá er komið að því.... þar sem að Óskarinn er á leiðinni fara menn að pæla hver sé besti leikarinn og hvaða mynd er besta myndin og sona.. en gaman væri að vita hvaða leikari hefði sýnt mesta og besta leiksigur allra tíma!!... mér datt þetta í hug í gærkveldi er ég var að glápa á kvikmyndina The Shining á DVD útgáfu sem er alger snilld..og Jack Nicholson sýnir ótrúlegan leik.. enda klikkaður leikari...
°°°En hver er bestur..???? sendið mér tilnefningar á emilinn minn boggicool@hotmail.com Sendið nafn leikara og í þeirri mynd sem ykkur finnst hann hafa sýnt sig og sannað sem heimsins besti leikari... má vera leikari, leikkona, íslenskur, úglenskur... hvað sem er... bara EKKI senda eikkað bull og það er ekki talið með ef leikarinn er bara svo sætur... (stelpur takið þetta til ykkar)
Svo ætla ég að birta lista á föstudag sem þíð getið þá kosið og við fáum bráðlega að vita hver er "besti leikari allra tíma"
Skúbb
Þakka fyrir góða lífsreynslusögu Helgi minn.. hann Sigurður sagði mér þetta á Laugardaginn var og ég hló vel og lengi.. enda gerist svona lagað ekki á hverjum degi...
ég held þú sért góður kandídat í Getur varla gengið gengið....
En smá skúbb... ég hef þær óstaðfestu fréttir að einhvað óhapp/slys hafi orðið um borð í einni vél Flugleiða sjúkrabíll og fleiri sáust rjúka á staðinn í flýti.. þetta gerðist bara fyrir 10 mín síðan.. og mega menn bara speklúera hvað hafi gerst... e.t.v hryðjuverk??
þriðjudagur, febrúar 18, 2003
Rosaleg lífsreynsla!
Boggi var eitthvað að væla undan því að honum gengi illa að fá fólk til að senda sér frásagnir af merkilegum lífsreynslum sem það hafi upplifað. Svo ég ákvað að setjast niður og rita hér niður lýingu á lífsreynsu þeirri sem ég varð fyrir um helgina. Ég var einmitt staddur í sama teiti, heima hjá Mánabars prinsinum, sem og hann Borgþór minntist á hér að neðan og gekk sennilega full vasklega fram í drykkjunni, þar sem ég var ögn lúinn eftir langa vinnuviku. Og varð ég því, eins og ætla mætti, mjög ölvaður af þveim veigum sem ég neytti þar. Svo ákváðu menn þegar líða fór á nóttina að kalla til leigubíl og fá hann til að keyra okkur á hinn "sí vinsæla" pöbb Lundann. Þegar bifreiði svo staðnæmdist fyrir utan Lundann ætlaði ég að teygja mig í vasann á jakkanum mínum, eins og ég var vanur, og greyða manngarminum einhverja aura fyrir að hafa þurft að þola okkur alla leið úr Áshamrinum. Uppgötvaði ég þá, mér til mikillar skelfingar, að ekkert var ég með veskið. Vakti það vitanlega mikinn ugg í hjarta mínu, þar sem í þessu vaski voru tvenn kort (eitt krítar- og eitt debettkort). Og fyrr en varði var ég farinn að grandskoða allt umhverfi mitt í bílnum, en ekkert fann ég vaskið. Brá ég þá á það ráð að hringja í Tryggva, sem hafði orðið eftir heima hjá sér (þar sem hann þurfti að opna barinn morguninn eftir því til stóðað sýna knattspyrnuleik þar). Eftir að hafa úskrýrt fyrir Tryggva hvernig á málunum stæði, hófst hann handa við að umturna öllu í íbúðinni í leit að veski mínu, en þrátt fyrir það þá skilaði leitin engum árangri. Ég hugsaði samt með mér að veskið hlyti nú að vera þar inni, eða á leiðinni í bílinn, svo ég fékk leigubílstjórann til að skutla mér á ný heim til Tryggva, og fékk skrifað fyrir farinu, því jú aðvitað var ég veskis laus. Enn var niðustaðan sú sama, ekkert skilaði sér veskið, svo ég fékk Tryggva til að finna fyrir mig númerið í neyðarsíma Vísa, hringdi þangað inn og lét loka kortunum. Samkvæmt lýsingum Tryggva tók það símtal um tíu mínútur, en ég átti víst frekar erfitt, vegna ölvunar, að skilja og gera mig skiljanlegan, en vegna áður nefndrar ölvunar er minning mín af þessu frekar þokukennd. Tjáð ég því Tryggva því næst það að þar sem ég væri auralaus, þá ætlaði ég mér að leggjast til hvílu í stofusófanum fram á morgun, að það rynni af mér og ég gæti ekið heim.
Svo man ég ekkert í nokkurn tíma, eða þar til ég rík upp með miklum andfælum vegna óstjórnlegrar löngunar til að kasta upp (get ég mér þess til að þann tíma sem þarna vantar inn í minni mitt hafi ég sofið værum blundi). Eftir að hafa skilað öllum kvölmatnum og meiru til fannst mér skyndilega sem ég væri búinn að týna símanum mínum. Svo ég stakk hendinni í vasann og tró upp símann minn, og ákvað að nota hann til að hringja í símann minn, því ég var alveg vissum að ég hafi verið með símann minn þegar ég kominn, og beið því þess að heyra símann minn hringja. Allt í einu heyri ég " halló halló" í símanum mínum, legg ég hann þá að eyranu og upp hófust því næst eftirfarandi samræður (en þær voru að best mig minnir, og mér hefur verið sagt,svona):
((ATH! það sem er skáletrað hljómaði frekar þvoglukennt og var á tíðum frekar illskiljanlegt!))
Ég: Halló, ég er að leita að símanum mínum
Svarandi: Helgi minn, þú hringdir úr símanum þínum!
É: Ég er að leita að símanum mínum!!
S: Helgi þú hringdir úr honum!!!
É: Og hver ert þú???
S: Helgi minn. Þú hringdir. Heim til þín. Úr. Símanum. Þínum!!!!
Rann þá skyndilega upp fyrir mér ljós, þetta var móðir mín sem ég var að tala við, ég hélt á símnaum MÍNUM, og ég hafði aldrei farið með veskið að heiman þetta kvöld. Bara stungið smá peningi í vasann, því ég ætlaði að spara þetta kvöldið. Rauk ég því næst á dyr og hringdi á leigubíl, en meðan ég beið hans reyndi ég aftur að hringja í neyðarnúmer Vísa til að láta enduropna kortin mín, en var mér þá vinsamlegast tjáð að það væri ekki hægt í gegnum síma. Og vona ég að það hafi ekki lent á sömu aumingjans konunni að reyna að eiga við mig ofurölvi í bæði skiptin. Hoppaði ég þá upp í leigubílinn og fékk hann til að keyra mig rakleiðis heim, þar sem móðir mín beið og hló að mér vel og lengi!!!!
mánudagur, febrúar 17, 2003
Eyjarnar sóttar heim...
Þakka fyrir þetta innlegg Guðmundur.. já hann Jói kallinn hefur víst fengið slæma útreið hjá bloggurum sem tengjast eyjum.... enda stórorður maður... en tölum nú ekki meira um það..
Ég kíkti til Eyja um helgina og það var nú bara gaman.. kíktí partý til Tryggva Márs Mánabarseiganda með Eyru... og af sjálfsögðu var kíkt á Keisarann og það var snilld... uhm já svo sá mar bara Írisi hásu vinkona Ásu einmitt í Djúpu lauginni.. hún tapaði reyndar en stóð sig vel kellingin...
Síðan var Júgróvisjón.. og ég spyr nú bara.. why bother að hafa keppni? mar vissi þetta alveg að beyglan myndi taka þetta... meina kéllingin seldi 15 þús eintök af plötunni og þó svo að hún hefði farið upp á svið og prumpað í míkrófóninn þá hefði hún unnið.... ég var samt fúll vildi sjá Botnleðju taka þetta.. fínasti rokkslagari sem þeir tóku....
en núna er bara málið... hvað mun lagið heita á úglensku?? "Tell me everything?" ekki að gera sig...
fimmtudagur, febrúar 13, 2003
ok, almattgur!
Vill einhver gera mer thann greida ad lemja thennan halfvita!!
Nú er ég pirraður, helvítis heimabankinn er bilaður. Ég er vanur að setjast við tölvuna alltaf þegar ég kem heim úr vinnu á fimmtudögum, fara inn á heimabankann og borga reikninga og millifæra eitthvað á kortið til að eyða yfir helgin. En nú er eitthvað helvítis fokk í heimabankanum og ég get ekki millifært, ég sem var farinn að stefna á að kíkja á Mánabar í kvöld og hella í mig eins og einum öl. En þar sem ég er auralaus og reikningurinn farinn að verða óþægilega hár, þá virðast þau áform mín vera hrunin til grunna.
Maður getur þó glaðst við að hugsa til þess að maður sé nú á leið á árshátíð um helgina, hjá einmitt umræddum bar. Maður ætti kannski að fara að hugsa sín mál þegar bareigendur eru farnir að bjóða manni á árshátíð. En þetta er víst ótengt því hvað ég sé búinn að vera góður styrktaraðili hjá, heldur vegna þess að ég hjálpað til við að minnsta bjórhátíð í heimi yrði að veruleika síðast liðið haust.
Brjálaðar endurbætur
nei þið fáið ekki Endur bættar... haha
en núna getiði klikkað á 5 bestu og 5 verstu myndirnar.... og séð meira um þær =)
Nýr Bloggari kominn i stað letibloggara...
já menn keppast um sæti á blogglista mínum.. og þar sem Hr. Kjartansson er ekki duglegur að blogga þá hennti ég honum út.. og skellti inn stúlkukind sem er nokk sérstök.. afar skrítin og doldið fyndin... það er enginn önnur er hún Hjördís Yo eða Hjó eins og ég vill nú kalla hana
Stjórnmálarýnirinn góður
Mikið er það nú gott að Skaptinn skuli vera byrjaður að blogga um stjórnmálin.. maður er nú ekki ýkja góður að fylgjast með þeim málefnum.. kannski vegna leiðinda þeirra.. en það er allavega gaman að fylgjast með hjá Skapta.. reyndar er síðan soldið blá.. en meina er það ekki bara í lagi?
mikið er sammála Skaptanum í þessu....
Karlmenn eru hálfvitar..
Stundum skammast ég mín fyrir það að vera karlmaður en það lagast oft fljótlega þegar ég hugsa um hversu auðvelt það er að vera karlmaður í staðinn fyrir að þurfa að ganga í gegnum flækjur kvenna....Af hverju er ég að segja þetta? jú ég vildi prófa að sníkja lífsreynslusögur út úr almúganum og skellti því inn auglýsingu á private.is. Auglýsingin var afar einföld... ég setti inn að ég væri kona því að fólk nennir frekar að skoða þær.. og setti inn að mig langaði í lífsreynslu sögur.. og setti inn e-mailið í lífsreynsluhorninu minu... lifsreynsla@hotmail.com
Árángurinn:
Ég fékk 1 E-mail sem voru upplýsingar frá einhverjum kalli sem sem sendi líka mynd.. og var beisiklí að segja að hann væri tilbúinn í allt... ekki beint það sem ég bað um í auglýsingunni... þessi gaur sendi líka inn í skilaboðaskjóðuna inn á private.is spurninguna hvernig sögur ég vildi fá... og ég svaraði.. bara einhverja lífsreynslusögu um hvaða málefni sem er... ég fékk tilbaka:
Skilaboð:
Sæl ,
Takk fyrir fyrsta e-pósturinn idag...... verðum við bara að komast að því hversu vel okkur líkar við hvort annað! Það er ágætt skrifa fyrst og loks hittast....og tiltölulega nýflutt heim. Yndislegt að vera komin heim, verð ég að segja......er opin manneskja, hef gaman af lífinu og hef það takmark að láta drauma mína uppfyllast, í stað þess að dreyma bara um þá.
Áhugamál mín eru ferðalög,líkamsrækt,sund,tónlist,DVD film, listræn og áhugamálin eru mörg. Alltaf haft gaman að allskyns hönnun, vera í náttúrunni...í góðra vina hópi, rómantík, kertaljós og dekur...
Kanski þú vil vita um mig menntun/starfsreynsla:
Ég var eigandi heildverslun i Islandi fyrir 12 árum sem selur snyrtivörur Van Gils perfume, Nexxus og Dep húð og hársnyrtivörur:
Á árið 1989 fluttust ég til Svíþjóð til stofna stærra fyrirtæki með einkaumboð heimsþekktum vörumerki NeXXus og Dep. www.nexxus.com og www.dep.com fyrir Scandinavia marknaður.
Menntun:
Iðnskólinn i Reykjavík; Gull- og silfursmiðanám (meistarabréf )
Amu i Uppsala i Sviþjóð tungumálanám i sænsku,
Fyrirtækinámskeið i Sviþjóð
Tölvunám i Sviþjóð: ECDL (European Computer Driving Licence) tölvuskírteini.
Starfsreynsla:
Reiknistofa bankanna i Reykjavík, Dreifingastjóri
Pyramid Heildverslun i Reykjavík , Framkvæmdastjóri, (eigandi fyrirtæki)
Falcon Nordica Hb i Stockholm, Framkvæmdastjóri, eigandi fyrirtæki i Sviþjóð
Ég er alíslenskur fæddur i Reykjavík og uppalin í Reykjavík og bjó í Stockholm 12 ár + 3 ár (námskeið) = 15 ár
Ég er frekar rólegur týpa, þ.e. djamma ekki oft en stundum með vinum, vonandi með þig.
Mér finnst ekkert feimnismál að nota þennan vettvang til að leita eftir félagsskap, tel þetta ekkert verra en einhverja skemmtistaðaleit eða þess háttar.
Sjálfsagt að nýta sér tæknina á þessu sviði eins og hverju öðru.
Hefur farið víða um heiminn, nær alla Evrópu (austari hlutinn
eftir), Bandaríkjanna og Japan, líkaði mjög vel i Florida, oftast þar 6 sinnum og fyrir 2 ár síðan fór við bilferðina till Memphis sem Elvis Presley ”Graceland” átti heima þar svo tóku margar myndir, og nýlega i september 2002 fór langa bilferðalag frá San Franicso til Florida yfir 10.000 Km, kanski ein dag kemur þú heimsókn og sýnt þér myndina.
Vona það sé nóg upplýsinga og ef þig finnst áhugavert að kynnast betur ertu alltaf velkomin með spurningur. Mig langar endilega að kynnast þér og vonast til að heyra frá þér sem fyrst!!!
Kær kveðja..........Riddarinn á hvíta hestinum!
HÁLFVITI!!!
Kíkiði á auglýsinguna og segði mér.. hvernig í ósköpunum er hægt að misskilja þessa auglýsingu????
Frumsýning númeró tvú
Á morgunn er frumsýning númer 2.. og það er bara gaman.. myndirnar hjá mínum hóp eru svotil tilbúnar, bara eftir að laga smá í titlum og eikkað smotterí.. 2 þrjátíu sek. myndir sem´er búið að taka viku í að gera.. þetta eru fáránleg hlutföll hehe
svo var ég að spá jafnvel að kíkja á eyjuna björtu á morgunn... er það kannski málið?
Taugasjúklingur
Gat verið að eitthvað nýtt bætist í hópinn af fjöldamörgum göllum mínum.. í gær sá ég frétt um það að algengasti sjúkdómurinn á landinu og sem enginn veit af er "Fótaóeirð" sem ég er eflaust haldinn því öll einkenni koma heim og saman við lýsingarnar í fréttinni... ég get því sagt að ég sé haldinn taugasjúkdómi... er það kúl?
miðvikudagur, febrúar 12, 2003
jæja, þá er maður kominn í bloggið aftur og margt að ske að venju, er búinn að vera að reyna að fylla út umsókn mína í Duke University og svona að spá í leiðinni hvort maður eigi að vera að standa í þessu rugli, en reyndar þá las ég að meðal byrjunarlaun ef maður útskrifast með master þaðan, eeru $ 128,000 sem er um milljón á mánuði, þannig að maður reynir! vantar bara smá pening til að borga skólagjöld!
En síðan er líka gaman að segja frá því að það er að koma stríð, og líka gaman að segja frá því að það var afghani handtekinn í sömu götu pg ég á heima, sem var með svaka vopnasafn og var að fara að drepa eitthvern þingmann.
nenni ekki meiru, þannig að bara Lengi lifi VKB!
Snillingurinn Darren Aronofsky á ammli í dag... þeir sem ekki vita hver það er þá gerði hann meistaraverkið Requiem for a Dream og jú kvikmyndina Pí sem mér fannst nú bara góð líka.. en það þarf eilítið meiri þolinmæði í hana..
Af Óskari og litlu fólki
Jess jess... loksins loksins... Í gær sá ég Lord of the Rings, Two towers loksins.. og þrátt fyrir miklar væntingar varð ég alls ekki fyrir vonbrigðum.. þetta er eitt mesta augnakonfekt sem ég hef séð á minni ævi... og oft fékk ég gæsahúð.. ég held ég verði að sjá þessa ræmu aftur í bíó því þetta var rosalegt.... muy bien!!
En svo er það Óskarinn... búið að tilnefna.. og eins og svo oft áður eru tilnenfingarnar bull og mjög klíkukenndar... iss piss og pelamál... ég er mjög sammála Brian DePalma þegar hann sagði að Óskarsverðlaun eru bara bull, því að þetta er mjög þröngur hópur manna sem ákveða hvað sé gott og hvað ekki... hann tók dæmi þegar tilnefndar voru í flokki Special effects árið 1964 Cleopatra fyrir það að spegilmyndin af Taylor kæmi í einhveru vatni... og myndin The Birds fyrir augljósar ástæður..
og það var Cleopatra sem vann óskarinn... svona rugl gengur bara ekki upp
Strætó Skapti
Hitti ungan dreng í strætó áðan, hann er yfirleitt kallaður Skapti, við spjölluðum þar til að við komum að Lækjartorgi og þá fór ég út... gaman af þessu
Svo í bíó í gær hitti ég á HKarl, sem er líka gaman.. við spjölluðum meðan það var hlé á myndinni..... gaman af þessu
Rjétt Stavsettnnínnk
aF HVERJU ER EKKI Í LAGI AÐ HAFA ALLTAF HÁSTAFI? oG LITLA STAFI Í BYRJUN HVERRAR MÁLSGREINAR? mÉR FINNST ÞAÐ MEIRA TÖFF...
þriðjudagur, febrúar 11, 2003
Frábært framtak
Nýr linkur kominn upp sem gott er að fylgjast með ---------> Jarðgöng
Fagfólk eða óreyndir geðsjúklingar með skæri...
ég er kominn með úfið og sítt hár eins og versta lukkutröll... þegar ég fer í sturtu þá tekur það mig mjög langan tíma að þurrka það því ef ég þurrka það og hratt þá verður það ein stór flækjuklessa... og ég er ekki með neinn bursta þannig ég verð eins og lukkutröll¨!! svo þarf ég að klína einhverjum eiturefnum í hárið svo það haldist einhvernveginn rétt á kollinum á mér... ekki nógu gott.. ég fíla ekki að eyða löngum tíma í jafn fáránlegan hlut eins og hárið á mér.. svipað leiðinlegt og að eyða tíma í að lesa bæklinga með nýjum græjum og eða dóti.. eða stilla klukku á vídjótæki sem mér skilst sé ekki mikið mál þó...
Allavega þá er þörf á því að ég fari og láti klippa ´hárið á mér til og laga það eilítið, því að ég er t.d kominn með mullet.. og enginn vill vera með mullet árið 2003 ekki einu sinni white trailer trash lið... og er því nauðsynlegt að klippa þennan ófögnuð, en hver skal klippa? það er jú nokk dýrt að láta laga það til eins og nýjasta tíska kallar á.. ég get hinsvegar farið í Iðnskólann og látið klippa mig og fengið strípur fyrir þúsara, sem er ekki mikill penngur, á móti kemur er að maður þarf að gerast einhvert tilraunadýr fyrir ófaglært fólk sem eru kannski 17-18 ára ljóskur með húbba búbba tyggjó hlustandi á Christina Aguilera lög á vasadiskói, dansandi og syngjandi með því og vita ekkert hvert skærin stefna.. það hlakkar ekki mikið í mér að prófa það... enda gæti ég endað sem krúnurakaður gaur sem yrði eflaust ekki fyndið né töff...
Eftir einhverja umhugsun ætla ég ekki að lána Iðnskólanum hausinn á mér fyrir einhverjar úber skvísur í þröngum pilsum með húbba búbba tyggjó með skæri á lofti.. það gæti bara endað illa,svo ég hugsa að ég þrauki áfram með lukkutröllshausinn á mér í þeirri von um að ég eignist peninga í framtíðinni svo ég geti látið fagfólk um að laga hárið á mér... svo gæti þessi hárlubbi minn bara komið í tísku.. tja hver veit
Neðanjarðarlest
já ég fékk mér núna hva 3 daginn í röð eitt stk Subway... sem er hinn fínasti skyndibiti.. en þó getur leynst slæmur biti af og til.. eins og núna áðan.. ég fékk þennan vonda kjúklingabringubát sem var með alltof hörðu brauði.. sem er ekki sniðugt.. ég hef eillega komist að því að eini Söbbveii staðurinn sem klikkar ekki er upp í Árbæ eða þarna áður en mar fer út úr bænum.. veit ekkert hvað það svæði kallast, enda er ég ekki Reykvíkingur...Svo eru þeir reyndar góðir í að klikka ekki á Akureyri.. þar hef ég aldrei fengið slæman bát heldur... sniðugt..
"Hver á þá að halda á myndartökuvélinni?"
úr hvaða kvikmynd er þessi settning? og í hvaða tilgangi er hún sögð?
Júróvisíon
Gleð'-og friðarjól... gaman er að fylgjast með júróvisjón, en það verður úber keppni 15.febrúar í Háskólabíó.. ætti mar að skella sér?? spurning sko.. líka spurning um að kíkja til Eyja um helgina... svo margt hægt að gera, ég hef ekki heyrt öll júróvisjón lögin en ég hef heyrt brot úr Birgittu Haukdal laginu og Botnleðjulaginu.. þo svo þett sé fyndin tilraun Botnleðju held ég að þeir muni ekki keppa fyrir Íslands hönd.. ég held það verði Birgittan því að það hljómaði sona popplags-hetju-úber-feelgood lag eikkað... þannig ég held að það verði valið.... Svo er bara aðal keppnin í vor.. og þá er málið bara halda júróvisjónPartý!!
Strætó
Í gær var vonskuveður í Reykjavík og á sem flestum stöðum landsins, og í þeirri neyð þá fjárfesti ég í "gula kortinu" sem er strætókort sem virkar í 14 daga... já það er margt sem maður gerir í neyð, í er núna eitthvað búinn að ferðast með þessum gulu hlandblautu klessum um götur borgarinnar og finnst mér það mjög leiðinlegt.... en eitthvað verður maður að gera... svo hugsa ég að ég noti þetta ekki svo mikið því að ég fæ svo mikla hreyfingu úr því að labba á morgnanna sem er náttlega yndislegt
mánudagur, febrúar 10, 2003
Þeim finnst ég leiðinlegur
Ekki að ég haldi það eitthvað.. því ég er mjög skemmtilegur.. þó er mér farið að langa í félagsskap í þessarri stóru, ljótu og nú blautu borg.. og ekki væri það slæmt ef félagsskapurinn væri eitt stk dama...
Space-Bar
Skemmtilegt Tópic, ég gætio verið að fara ræða meira um geimmyndir, eða nýtt súkkulaði sem heitir Space-Bar... en neimm ég er ekki að fara út í þá sálma, heldur bara lyklaborðið sem ég er að vinna á hérna í Grófarhúsinu við Tryggvagötu... það er nebblega með ónýtan Spacebar takka sem er ekki gamana og ég hef lennt á 2 öðrum eins biðluðum lyklaborðum hérna... hvað er málið?? reyndar er ekki bara space takkinn ónýtur heldur líka nokkrir aðrir stafir og er ég því endalaust í því að stroka út og laga setningar sem ég er að skrifa hérna upp... ógeð!
en samt af hverju er ekki búið að gera súkkulaði sem heitir Space-Bar og er eins og space takkinn í laginu? Copyrægt sko
Nörd
Gerðist nörd á laugardaginn og fór á Star trek nemisis sem er bara hin ágætasta ræma sona fyrir gamlan star trek nörd eins og manns sjálfur... en samt þetta verður að vera síðasta myndin í þessari seríu því allir leikararnir eru orðnir óþægilega gamlir.. sem er ekki sniðugt.. það langar engum að sjá gamlingja í geim-hasarmynd... svo var eitt ógeðslega þoþolandi við myndina sem er reyndar ekki þeim úglendingunum sem gerðu hana að kenna heldur óþolandi fólkinu sem þýðir mynindina að kenna.... það er að allt var vitlasut þýtt í myndinni... sem er kannski ekki stór galli en er svo bjánalegt...
laugardagur, febrúar 08, 2003
Thelma sæta Tómasdóttir er að fara keppa í ungfrú Suðurland og að sjálfsögðu vinnur hún :)
Okkar Elvis
Já það er löngu orðið ljóst að við erum búin að eignast okkar frábæru samsæriskenningu.. þ.e Geirfinnsmálið... en helvíti var það leiðinlegt að maðurinn skuli ekki hafa verið frægur söngvari eða íslandsskáld eða eikkað...þá hefði þetta jafnvel getað orðið alheimsmál...
mér finnst málið eiga aðeins eftir að stefna í um hvort maðurinn sé dauður eða ekki?!? þá eru við kominn í hringi.. því mín skoðun er að Geirfinnur lifi góðu lífi í Ameríku og hefur dulbúist sem Bill gates... er einhver að kaupa þetta?
föstudagur, febrúar 07, 2003
Ég verð að hætta að fara svona sjaldan inn á netið eins og ég er farinn að gera. Ég fór fyrst í gær í einhverja 5-6 daga og það voru hvorki meira né minna en 34 ný skilaboð, þar af aðeins eitt sem gæti talist ruslpóstur, einhver auglýsing frá þessi hotmail-batterýi sjálfu.
Leiðindar týðindi í gær, Árni vinur minn Johnsen, verðandi heiðursmeðlimur no. 2 í röðum VKB, dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Ekki það að ég ætli að fara að verja gjörðir hans á nokkurn hátt, þá þykir mér þetta frekar þungur dómur miðað við brot og upphæðir. En manni þykir það vitnalega sárt þegar einhver sem maður þekkir, og er hlýtt til, fær á sig svona dóm, hvort sem hann getur talist sanngjarn eða ekki.
Að lokum vil ég svo vitna í söng texta eftir vin minn og verðandi tugthúslim Adda Johnsen sem var frumfluttur á síðustu goslokahátíð við mikinn fögnuð sumra viðstaddra, en hann hljómaði svo:
Lengi lifi VKB, lengi lifi VKB, lengi lifi VKB, lengi lifi VKB.
fimmtudagur, febrúar 06, 2003
Stórkostlegt framtak
Nú eru menn og konur í óða önn að búa til mótmæli og ekkert er vinsælt topic eins og kárahnjúkavirkjun eða stríð í Írak og það líður varla sá dagur sem ekki er einhver vitleysingurinn á túninu fyrir framan alþingishúsið með einhvern miða og plagat eða eikker köll og fúkyrði á alþingismenn... ég verð nú bara að hrósa þessu fólki, því að það kann svo sannarlega að eyða tímanum sínum í eitthvað annað en sjónvarpsgláp eða eikkað þannig þegar manni leiðist, eins og flestir geta verið sammála um er sjónvarpsgláp ekki mjög uppbyggjandi, ,aður ætti kannski að fara mótmæla einhverju þegar manni leiðist, hrópa á unglina sem eru að rusla til eða skamma fólk sem labbar yfir á rauðu ljósi... eða á maður frekar að geyma þetta þar til maður verður gamall og í raun neyðist til að finna upp á einhverju skemmtilegu?
Annað sem mér finsnt ákaflega skemmtilegt við mótmælendur er það að þetta fólk er náttlega ekkert að vinna, og eins og allir vita er gífurlegt atvinnuleysi á Reykjavíkursvæðinu og er þetta því alveg kjörið fyrir alla atvinnulausa að mótmæla í staðinn fyrir að bögga fyrirtækjaeigendurm, sníkjandi vinnu alltaf hreint...
Eitt í viðbót, við verðum að virða þetta fólk, því við vitum aldrei.. nú byggist þjóðtrú okkar Íslendinga á því að það kom einhver þýskur fugl og skeltli miða á kirkjuna í bænum og mótmælti, þannig við erum ekkert annað en mótmælendur.. magnað
Laugardagskvöld með Skapta
Þeir sem fatta titilinn taki það til sín, aðrir eru bara nördar... en já Skapti Örn er byrjaður að Blogga aftur.. það verður gaman að fylgjast með hans skrifum nú er líður á kosningar, enda er hann stjórnmálarýnir síðunnar hehe... en kíkiði á Skaptann...
Frumsýningin
Þá er minni fyrstu frumsýningu lokið, það var tilraunaverkefni eitt sem ég og 2 aðrir vaskir drengir erum búnir að vera vinna í síðan á þriðjudag og var notast við hugmynd Andy Worhole eins og hefur komið fram hér fyrir neðan, þetta var mjög magnað og má segja að ég var dálítið stressaður þó svo að þetta hafi verið sona einfalt verkefni, en það heppnaðist mjög vel og var mitt verkefni meðal þeirra 2 bestu verkefnanna... sem mér finnst bara góður árangur.. þeir sem hafa áhuga á að sjá þetta verk , verða bíða þar til í vor þegar ég hef gert "spóluna mína" sem mun innihalda þau verk sem ég vann í og er það vafalaust heiður fyrir hina nemendurna að fá að taka þátt í þeim verkefnum sem ég geri hehe... egóflipp
miðvikudagur, febrúar 05, 2003
Jæja, eftir áskorun frá Borgþóri um að gera nokkur ljóð, þá ákvað ég að skella nokkrum hér inn á ljóðasíðuna
...njótið
þriðjudagur, febrúar 04, 2003
Kvikmyndaelítan
Ég fór á mánudagsfund hjá kvikmyndafélaginu í gær á Grandrokk, það var mjög gaman.. fékk mér öl sem var vondur öl því að þetta var Holstein.. hefði ekki átt að fá mér vondan Holstein öl, því þetta var minn fyrsti öl síðan 6.jan...
Á þessum fundi sem er reyndar öllum opinn var sýnt úr þeim kvikmyndum, stuttmyndum og eða heimildamyndum sem kvikmyndagaurar eru að vinna í og í gær sá ég úr myndinni Nói albínói, sem mér lýst mjög vel á.. þetta gæti verið hin fínasta kvikmynd.. hún er búin að vinna bönns af verðlaunum á kvikmyndahátiðum... síðan sá ég úr heimildamynd sem 20 geitur eru að framleiða um uhh nú man ég ekki hvað kallinn heitir.. en hann er á móti því að vera í þjóðskránni og móti því að hafa verið skírður.. held að þetta verði góð mynd.. svo voru 2 dansimyndir sem voru flottar en ekkert spes.. uhh svo var sýnt úr nýrri mynd sem kemur brátt sem er í heimildarmyndarstíl um kall sem deitar konur aðeins til að geta sagt þeim upp og geta tekið mynd af svipnum á þeim þegar hann segir þeim upp, síðan stuttmynd frá sömu aðilum sem heitir karamella minnir mig, og sýndist sjá Jón Gnarr sem aðalhlutverk í afar bjánalegum henson galla...
en jamm.. gaman af þessu
Fjörfiskur!
Ég er búinn að vera með þennan fjörfisk í allan morgunn í hægra auganu, þetta er óþolandi ástand því að mér líður alltaf eins og hálfita þegar þetta gerist... en af hverju samt í ósköpunum ætli þetta sé kallað fjörfiskur? er eitthvað fjör hjá fiskum yfirleitt? þeir vita örugglega ekki einu sinni að þeir séu til.. ef þeir vita það þá eru þeir búnir að gleyma því .. eða allavega gullfiskar...
Frændi minn á ammli
Já frændi minn í milljónasta ættlið, hann Þorsteinn Guðmundsson á ammli í dag... Til hamingju með það
Sælir eru fátækir og feitir eru ríkir.. já feitir sem svín!!!
Í dag hófst alvaran í skólanum, það er komið að tilraunamyndum sem tja t.d Andy Worhole er hva þekktastur fyrir í kvikmyndaiðnaðinum.. og við einmitt áttum að taka fyrir eitt af hans verkum til fyrirmyndar í fyrstu tilraunamyndinni sem við eigum svo að frumsýna á fimmtudaginn. Verkið byggist á myndinni sem Andy gerði sem var einhvernveginn þannig....
Hann auglýsti að hann væri að fara gera stórkostlega kvikmynd og að honum vantaði leikara, hvern sem er þarf ekki að geta leikið, þarf bara að koma.. og það komu fullt af fólki, frægt fólk og almúgi.. síðan lét Andy taka á móti hverjum og einum eins og aðilinn væri stærsta stjarna í heiminum, alveg sama hver það var hann fékk konunglegar móttökur, svo var útskýrt fyrir "stjörnunni" að Andy vildi að "stjarnan" myndi standa fyrir framan myndavélina í 3 mín. þegar allt var klárt þá var byrjað að taka upp og allir í stúdíjónu hlupu út og það var enginn eftir nema "stjarnan" sem stóð ein eftir með myndavélina í gangi.. Alger SNILLD... Þetta heppnaðist víst stórkostlega og mér langar virkilega að sjá þessu mynd hjá honum, því að 3 mín er laaaangur tími ef þú þarft að standa fyrir framan myndavél og enginn til að segja þér neitt... því sem mér skilst að fólk hafi farið að sýna sitt rétta andlit í þessari mynd sem er mjög sniðugt...
Þetta höfðu við í leiðarljósi við tökurnar í dag og það var mjög gaman, þar á meðal náðu við að grípa í eitt celeb.. sem er sjálfur heilbrigðisráðherra... eina við það var að þessir ráðherrar eru alltaf í karakter og honum þotti það bara ekkert vandamál að standa þarna í 3mín... og breytti varla um svip...
mánudagur, febrúar 03, 2003
Gaman að fylgjast með honum þessum
Þess má til gamans geta að Blanda er komin aftur.. það muna allir eftir þessum drykk sem var í sona grænum kubbafernunum... ahhh blanda.. fínasti appelsínusafi..
en annars þá var ekki svo gaman í morgunn.. vorum ennþá að klippast með þetta stutta myndbrot sem við áttum síðan á fimmtudag og mér var farið að leiðast þetta, auk þess sem ég er með hausverk og veit ekki af hverju ég er með hann... gaman af því...
En ég fór inn á islendingabok.is áðan og komst að því að ég kann ekkert á ættfræði...
Gaman af þessu, Gvendur bara kominn á fulla ferð í bloggheiminum, eða kannski undirheimum bloggsins.. hefur einhver kannað það? ég spyr...
já, heyrðu hann sindri bendir á eina mjög skemmtilega mynd á síðunni sinni,frá akureyri sem mér fannst nett fyrst en síðan skoðaði maður bakgrunnin og viti menn, Dondelejo! þeir sem þekkja þetta þekkja þetta. svo var önnur, mjög gaman að þessu!
sunnudagur, febrúar 02, 2003
vhó. ég er ekki búinn enn...
sé að boggi er með lista yfir lélegar myndir hér til hliðar, en ef þið viljið sjá nokkrar lélegar myndir þá eru hérna nokkrar hugmyndir:
1.láta stelpu velja myndinna
2. The transporter
3. Fear dot com
4. Johnny Menomic
man svo ekki fleiri í augnablikinu, en ef þú vilt sjá eitthvað klassíkst grín þá er það,:
1. The Naked Gun
2. Groundhog day
3. Monthy python´s holy grail
4. Revenge of the nerds 1
heyrðu, lag dagsins verður nú að vera hérna Still of the night með Whitesnake það rokkaði feitt á tónleikunum og þó söngvarinn sé komin á elli árin þá hefur hann engu gleymt!
Sælt fólk...
Hérna sem og fyrri daginn er allt að ske, fór á Scorpions/Whitesnake tónleika á föstudaginn og það var geðveikt!!! verð ég að segja, mættum reyndar aðeins og seint og misstum að hljómsveitinni Darken, sem ég hef ekki hugmynd um hvernig er og það er allt í lagi. Síðan eftir tónleikana hittum við eitthvað fólk sem við hjéngum með í eitthvern tíma og drukkum bjór og spiluðum haggísakk, sem er asnalegt. síðan var það bara skemmtilegi parturinn að mæta í vinnu daginn eftir.
NETTUR!
|