mánudagur, mars 31, 2003
Halló fólk
hér er ágætt búið um að vera upp á síðkastið og þess vegna er ég ekki búinn að skrifa eitt né neitt.
..en skrifaði þó 20 bls ritgerð um mesta rugl sem ég veit um og skilaði henni á föstud og fékk mér síðan vel í glas um kvöldið, þó að það hafi alls ekki verið meiningin, en það var gaman, en þurfti að vakna snemma daginn eftir.
fór síðan á laugardaginn á South beach niður í Miami og andskotinn ég hef aldrei á minni annars skittnu ævi sé jafn mikið af jafn þvílíkt fallegu kvennfólki, mjög gaman af því.
En fór semsagt á laugard á eitthvað "the viking challenge" dæmi, sem er kraftakeppni USA vs. Evrópa og þarna var stoltið okkar hann Torfi ólafsson og ó mæ god gaurinn sukkaði svo feitt að það var ekki fyndið, hann er svo þvílíkt feitur og greinilega í engu formi og það er skömm að hann sé sendur til að "representa" ísland.
Svo annað sá eitthvers staðar auglýsingu fyrir scooter tónleikum, sko fólk hvað í andskotanum eruði að pæla ef þið farið á þessa tónleika, held að ég tjái mig ekkert meira um það mál.
Síðan er gaman að segja frá því að mér va boðið starf, 1200 kall á tímann fyrir að kenna, vera svona aðstoðarkennari, eða "tutor", veit ekki alveg hvort ég taki því en það væri samt kúl sko.
Nettur þann 3. maí!
föstudagur, mars 28, 2003
Ennþá leikara skortur
Allt er farið á fullt varðandi skipulagningu á tónlistarmyndbandinu sem væntanlega fer í tökur á sunnudag ef allt gengur eftir.. en ennþá vantar mig leikara til að vera á sunnudaginn frá kl:15:00 - 22:00 eða lengur.. þess má geta að þetta verður að vera sjálfboðavinnu, enda er Kvikmyndaskólinn ekki með það fjármagn að geta farið að borga leikurum, þeir sem vantar infó eða vilja vera með hringiði í mig 895-0125
Vessgú
fimmtudagur, mars 27, 2003
Það gerast fréttir.
Ég er eitthvað búinn að vera latur við að fara á netið núna undan farna daga, og sá nú þegar ég kíkti á póstinn minn áðan að mín hafði beðið raf-bréf´í tvo daga frá vini mínum, honum Ásgrími Hartmannssyni. En hann hefur löngum haft sérstaka sýn á heiminum umhverfis sig, og tjáði sig í þessu bréfi um mál sem var mikið í fréttunum fyrr í vikunni. Og ætla ég að taka mér það bessaleyfi að birta það hér, vona að hann Ásgrímur verði ekkert sár yfir því......
Það gerast fréttir.
Nú fyrst er Ísland orðin þjóð með þjóðum! Hah! Og hvernig veit ég þetta?
Jú, það var verið að brenna þjóðfánann í mómælum í köben. Yfirleitt brenna mótmælendur ameríska fánann, eða þann ísraelska, eða fána annarra nokkuð siðmenntaðra þjóða. Nú voru þeir að brenna þjóðfána bananalýðveldisisn Íslands, og hafa þar með opinberlega viðurkennt landið sem bústað siðmenntaðrar þjóðar.
Gleði gleði. En hvað ætli þeir segi þegar ég bendi þeim kurteislega á að hugsanlega var alþjóðaviðurkenning þeirra á siðmenningu þjóðar og ágæti lands ekki á góðum rökum reist? Hér er ekki einusinni tjáningafrelsi, samkvæmt mínum upplýsingum. Ríkið sem slíkt er að auki haldið órum sæmandi eingöngu kommúnistaríki með minnimáttarkennd, og þjóðin er hópur af innræktuðum hálfvitum.
Við eigum ekki þessa viðurkenningu skilið, segi ég!
Ásgrímur
Mig vantar leikara
Á sunnudag er ég að fara taka upp músíkvídjó.. og mig vantar leikara sem geta verið frá kl:15:00 - ???? kannski fram á nótt.... þeir sem hafa áhuga bjallið í mig in the telefón 895-0125
Óheppni
Stundum er dagar bara vondir.. Minn gærdagur var reyndar ágætur, ég náði að spara 100 kall í því að svindla á strætóbílstjóranum, ég hitti akkúrat á strætóa þannig ég sparaði mér tíma og þurfti lítið sem ekkert að bíða... en svo kom að ég var að fara heim, datt mér i hug að kaupa mér kók svo ég kíkti í búðina á austurstræt 10-11 held ég að það sé.. og ætlaði að kaupa mér 1 lítra af kóki, en sá svo að það var mun billegra að kaupa kók í 2 lítra, en mig vantaði töluvert uppá... Það var svo gott veður svo mér datt í hug að rölta heim og ná í pening.. kíkti á hvað 2 lítra kók kostaði = 209 krónur.
Þegar ég kom heim tók ég úr baukum mínum nokkra tíkalla en eins og venjulega tók ég 1 tíkalli meira því þá er maður öruggari, þégar ég kom niðrettir attur tók ég mér kókið en var svo litið á þennan miða sem stóð 209krónur á .. og þar stóð Pepsi 2lítrar 209 Krónur og út í horni stóð á miða Kók 2lítrar 229 krónur
Þetta var mjög svo böggandi því núna vantar mér 9 krónur... og ömurlegasta sem ég veit til er að sníkja pening sérstaklega í búð... en ég lét mig hafa það og tók smá leikþátt´sem virkaði mjög vel því ég slapp með að borga bara 220 krónur... stuð..
Síðan hefst aðal böggið... móðir mín hringir í mig þegar ég er kominn hjá ríkinu og tjáir mér það að ég komist ekki á Ungfrú Suðurland keppnina á föstudaginn því að peningamálin væru ekki í lagi, soldið svekkjandi því ég var búin að vonast til að komast allan mánuðinn, svo segir hún mér að rúmið mitt komist ekki fyrir í bílinn og það verði að senda það með landfluttningum sem er bara meira bögg því mig vantaði líka bíl um helgina... Bögg (já þeir sem ekki vita þá er ég að flytja um helgina)
Þarna byrjar að snjóa... síðan er eikkað meira truflandi og mikilsháttar ákvarðanir sem ég verð að taka þarna í símanum, eins og hvort ég kemst að taka við ´rúminu á föstudag sem ég veit ekki hvort ég geti eða þá ég fæ rúmið á mánudag sem er vesen!! en allavega endar samtalið og allt er í lausu lofti og óþægindar tillfinning kemur yfir mig... sem og nú byrjar snjórinn að aukast og það er komið meira rok sem er alltaf BEINT framan á mig og jakkinn minn orðinn allur hvítur og ég er rauður í framan og mér er afar kalt... eftir smá labb tek ég svo eftir að önnur skóreimin mín er laus..
Þannig að á svona 30-40 mín tókst að koma mér úr fínasta skapi í ömurlegt fúlt skap sem vonleysið var yfirvofandi... sem er stuð
Viðbjóður
Af og til kemur hreinn og beinn viðbjóður úr tískuheiminum og markaðsettningu frá Bandaríkjunum.. eitt af mesta viðbjóð sem til er sá ég í gær.. það er fatalína eða fyrirtæki sem framleiðis nærföt og eða föt á stelpur 12 ára og niðrúr sem heitir Little miss.. sem er eftir teiknimyndum... þetta fyrirtæki ætlar að framleiða Little miss Naughty undirföt fyrir stúlkur frá aldrinum 7-12 ára að mér skilst sem er sona push-up bra og g-streng buxur........ Og ég spyr, er ekki allt í lagi?? þvílíkur viðbjóður.. enda er allt orðið vitlaust þarna ytra vegna þessa og er trúlega nokkuð bókað að þessi klæðnaður muni ekki sjást í verslunum..
Dávaldur HAHA
Þvílíkt djöfulsins kjaftæði.. og gaurinn er þvílíkt heimskur að mæta í skelfingarþáttinn fólk með Sirrý fyrir sjóin sín.. hann ætti frekar að gera þetta eftir íslandstúrin til að sýna hvað þetta er hrikalega misheppnað!!! enda er þetta bara rugl og vitleysa... en einu tók ég eftir.. maðurinn talar nákvæmlega eins og marsbúinn í Warner brothers teiknimyndum...
Fjölbragðaglíma
Er að fara ryðjast kannski inn á íslenskan markað.. sem er bara fyndið og kannski gaman.. ég sé fyrir mér frama og frægð fyrir Zindra a.k.a Dida Pulsu... hann gæti tekið upp sviðsnafnið "Feiti Dvergurinn" og orðið Íslandsmeistari í fjölbragðaglímu
miðvikudagur, mars 26, 2003
Evríbodý vót for Thelma
Hér er hægt að velja netstúlku ungfrú Suðurlands 2003.. ég legg til að þið kjósið Thelmu en annars ráðið þið þessu..
Tónlistarmyndbönd
Gaur frá Þeir tveir er að kenna okkur tónlistarmyndbandagerð.. sem er frekar léleg atvinnugrein í þessum geira.. í þeirri meiningu að maðru fær yfirleitt ekki greitt rassgat fyrir að gera myndbönd, því tónlistarmenn tíma því ekki.. þó svo þeir viti það að myndbönd eru mjög mikilvæg fyrir frama hjá þeim.. en svona er nú lífið kjánalegt..
Ég er kominn í nýjan hóp núna.. fínasti hópur svosem.. allavega er ekki lið þarna sem ég get varla þolað þannig ég er sáttur.. en núna er bara velja lag til að gera myndband um og svo hugmyndavinna... veiii
Þreyttur á ákvörðunum
Djöfull... Af hverju gat bara ekki fylgt með manni leiðarvísir þegar mar fæddist.. nákvæm lýsing á því sem maður á að læra o.s.frv. Núna er ég kominn í þá krísu að stöðugt færist nær lok annar og ég þarf að fara ákveða mig hvað ég geri næst haust... er það Háskólinn?? taka menntun og öryggi??? eða er það áframhald í kvikmyndagerð?? Taka sénsinn og gera það sem manni þykir skemmtilegt?? Mjög erfitt val, þó kannski einhverjir segi bara nei nei lítið mál.. gera það sem manni þykir skemmtilegt... en málið er ekki svo einfalt, allavega í þjóðfélagi sem það kostar jafnvel þúsundkall bara labba út úr húsinu sínu...
en er það ekki bara spurningin um að segja Fokk'it þetta reddast???
þriðjudagur, mars 25, 2003
já hgeyrðu plata dagsins er hérna Mega með Megaloof, en þeir áttu einmitt 5 lög á óháða Wallpaper topp 20 listanum nú nýverið.
Ok, á dauða mínum átti ég von en á þessu átti ég ekki von, ein af bíómyndastöðvunum sem ég er með á heimili mínu var með Steven Seagal Sunnudag í gær, og finnst mér það fáránlegt, hver horfir á þennan viðbjóð og þetta kjaftæði. Ég hélt að sjónvarpstöðvar myndu nú forðast það sð a´ð syna þetta, en svo virðist ekki vera. Hvað er næst Jean-claude van damme mánudagur, ja það ætla ég rétt að vona ekki.
En annars þá var ég að gera eitthvað viðtla´hjá frænda mínum honum Einari hlöðver og það er aldrei að vita nema það birtist brátt...
mánudagur, mars 24, 2003
sælt fólk, jæja það er komið stríð og hugsanlega er ég ekki fyrstur með fréttirnar en hvað um það.
mjög skemmtilegt að heyra umræðuna hérna um stríðið og hvað margir eru miklir fávitar, ég hef heyrt marga tala um að Saddam eigi þetta skilið því hann var svo mikið á bak við 9/11, sem að er náttúrulega bara fáránlegt og eiginlega hlægilegt hvað fólk getur verið heimskt. Og samkvæmt mínum könnunum þá giska ég á að um 25% af könum viti afhverju stríðið er háð. Og að mínu mati þá er Bush náttúrulega bara fáviti og það voru engar ástæður til að rusha svona inn í írak. Annars er ég hættur að nenna að pæla í þessu og segi bara pís át!
O P I N -- S Ý N I N G
Á morgunn þriðjudag 25.mars mun verða opin sýning þegar við munum endurfrumsýna heimildarmyndirnar.. þetta verður mjög skemmtilegt og þeir sem hafa áhuga á að kíkja á þær þá verða þær frumsýndar kl:11:00 í málið... hringiði bara í mig ef þið viljið að ég taki frá sæti fyrir ykkur...
Nettur
Fyrsti ósigurinn
já í morgunn varð ég að láta í minni pokann.. (er þetta rétt? láta í minni pokann? hvaða bull er það?) en allavega þá voru auglýsingarnar frumsýndar og ég vissi og sá það strax að ég myndi ekki vinna sem ég reyndar gerði ekki.. þó svo að hún hafi verið helvíti töff auglýsnigin þá var hún mun betri hjá Andra Ómars. Þannig ég er nokkuð sáttur með hlutskipti.. gengur bara betur næst
sunnudagur, mars 23, 2003
skemmtilegt
In one episode of 'Cheers', Cliff is seated at the bar describing
the Buffalo Theory to his buddy, Norm. (I don't think I've ever
heard the concept explained any better than this....)
"Well, you see, Norm, it's like this... A herd of buffalo can only
move as fast as the slowest buffalo. And when the herd is hunted, it
is the slowest and weakest ones at the back that are killed first.
This natural selection is good for the herd as a whole, because the
general speed and health of the whole group keeps improving by the
regular killing of the weakest member. In much the same way, the
human brain can only operate as fast as the slowest brain cells.
Now, as we know, excessive intake of alcohol kills brain cells. But
naturally, it attacks the slowest and weakest brain cells first. In
this way, regular consumption of beer eliminates the weaker brain
cells, making the brain a faster and more efficient machine.
And that, Norm, that is why you always feel smarter after a few
beers."
Glaðningur á sunnudegi
Sunnudagur er oftast leiðinlegasti dagurinn í vikunni en kemur þó fyrir að hann sleppi fyrir horn.. þessi dagur ætlar þó að verða leiðinlegur og svona til að skemmta fólki eru bátamyndir af t.d Gumma og hér sjáum við Helga þó hann sé frekar lítill greyið... hér er Beggi bara á teikniborðinu svo fann ég líka Oskimon.com og hún Lea Prinsessa kemur inn sterk... Þessi er óvenjulega líkur nafna sínum honum Dida Pulsu . Húgóinn fær líka að vera með enda er þessi svipað langur, Þórir er bara nokkuð stór hérna..og Viggó er hér galvaskur þó svo stærin sé ekki mikil.. en ekki fann ég Borgþór og beini ég þeim tilmælum að Ísfélagsins að þegar þeir eru búnir að leggja hörpunni og Gumma litla þá kaupi þeir risavaxið skip og kalli það Borgþór
laugardagur, mars 22, 2003
3.Maí
Gvendur þegar þú mætir á klakann þá mun Skítamórall trylla höllina.... fín tímasettning hjá þér
Herrakvöld ÍBV
já stuðið var í gær því ég sem hélt að kvöldið yrði ég og tv og djúpa laugin.. en nei er það ekki hann Toli sem hringir í mig hálf sjö og spyr hvort ég ætli á herrakvöld íbv og ég var ekki lengi að taka því nema hvað mig vantaði pening sem var út í kópavogi en því eins og öllu öðru var reddað Nettur...
Þetta kvöld var alger snilld, það kostaði nú ekki nema 1000 kall inn og því fylgdi þvílíkt góð steik sem SS var að bjóða upp á.. nettur.. en aftur á móti var barinn frekar dýr þó svo náði maður að prútta niður alveg heilan 400 kall út úr einni dömunni.. mar er svoddan sjarmör.. en þarna voru góðir menn að blaðra, þar á meðal gamall félagi vor í VKB hann Halldór Einarsson betur þekktur sem Henson.. en hann var veislustjóri kvöldsins, síðan kom borgarstjórinn í reykjavík í góðum gír og mátti sjá að honum fannst mjög gaman á barnum.. en álit mitt á þessum manni hækkaði mjög eftir þetta kvöld því maðurinn er snillingur... (ég rétti honum hnífapör)
En já þarna var svo sungið og ég held að Gummi hafi fengið að njóta nokkura nótna þar.. og það var uppboð og ég veit ekki hvað og hvað... ég segi bara ég hafi verið afar nettur eftir kvöldið.. og Toli fékk sér Vöfflu á 250 krónur... og Trausti missti af kassa af bjór en ég veðjaði við hann að hann myndi ekki þora að hlaupa að stjórnarráðinu og snerta hurðina.. hann gugnaði.. hehe
föstudagur, mars 21, 2003
Lag dagsins ha
Ég ætla nú að taka mér það bessaleyfi að varpa fram tillögu um lag dagsins, svona í til efni þess að það er nú einu sinni kominn helgi.
Lagið sem ég hef í huga er Time Bomb með þrusu grúppunni Rancid, svona til heiðurs honum Fribba vini mínum. Eða jafnvel Bad to the bone með George Thorogood, Gummi ætti nú að geta dansað Bigga Togga dansinn við það.
Hey já, Þórir var að segja mér það í gær að Boggi og Biggi hafi tekið sporið saman í Höllinni um helgina, man reyndar ekki hvort ég hafi orðið vitni að því, held það nú samt........ en erfit að segja.
Fluttningur??
Gæti komið til þess að ég sé að flytja úr Ghettóinu.. Stuð man!! í tja íbúð.. en það kemur allt í ljós á sunnudag say no more.. eða faith no more.. eða hvað?
Gummi hvað er lag dagsins? það er nú komin Helgi
Stærri brjóst?
Ég held að ég þurfi nú ekki á stærri brjóstum að halda en sumir vilja það greinilega.. ég fékk póst frá einhverju fyrirtæki áðan í emilinn minn...
boggicool, Increase your breast size. 100% safe
Ég segi nú bara... nettur...
Athyglisverð grein hjá Skapta
Já kosningar nálgast og þá kemur hræðslan yfir mann.. hvað ef maður kýs vitlaust og hvernig á ég að kjósa? hvað á ég að kjósa og bla bla bla... eina lausnin sem ég sé í þessu er að reyna fylgjast bara vel með og taka allar upplýsingar inn og melta þær og velja svo það sem er þér finnst rétt... það er erfitt en það er rétt...
mjög gott innslag hérna hjá bláa manninum
Auglýsingin tilbúin
Milljón króna auglýsingin er tilbúin sem kom mér mjög á óvart.. miðað við tölvuvinnslu fyrri verkefna hélt ég að við myndum verða alla helgina að vinna að henni.. en þetta tókst bara svona vel upp að allt er í gúddí.. vona ég.. síðan er frumsýning á mánudag og þá er mar bara vonast eftir sigri og engu öðru...
Leno kemur á óvart
Athyglisvert að í þættinum í gær kom í ljós að hann Leno sér báðar hliðarnar á stríðmálunum..þ.e.a.s hverjir eru með og móti USA... sem er sniðugt, hann nefndi í gær að það er kannski ekkert skrítið að t.d Frakkar þoli ekki Bandaríkjamenn þar sem USA menning virðist troða sér inn í menningar annara landa sem skiljanlega veldur pirringi manna...
en jamm ég nenni ekki að vera blogga mikið um þetta blessaða rugl sem er í gangi, enda er nóg af þessu í fréttunum og öðrum veftímaritum hérna á netinu.. gaman væri samt að fá fréttir af Gumma og vita hvernig stemmningin sé þarna úti...
fimmtudagur, mars 20, 2003
Nenni ekki að skrifa mikið
En ég á ammli í dag.. ég eyddi deginum í að taka upp auglýsingu og fékk mér að borða á old west sem er afar mislukkaður nýr matsölustaður í Rvk...
við tóklum saman áðan hvað þessi auglýsing myndi kosta okkur ef við værum ekki undir leiðsögn og fjármagni skólans.. en það yrði um c.a bát 1 milljón fyrir þessa 30 sek auglýsingu.. í staðinn kostaði hún okkur 5000 kall fyrir leigu á jakkafötum sem skólinn vildi ekki borga fyrir.. mér finnst þetta vel sloppið sko..svo segir fólk að ég kunni ekki að fara með peninga.. ég var nú bara spara 995 þús kall .. nettur
miðvikudagur, mars 19, 2003
Góð helgi, skilst mér!
Já, já, maður skellti sér bara á árshátíð á laugardaginn. Það var helvíti gaman af því (hefur mér skilist), minni mitt af þessu kvöldi er frekar takmarkað, það á ekki að hleypa Íslendingum nálægt ókeypis áfengi. Mig rámar þó eitthvað í að hafa rekist á Borgþór (ekki rétt Boggi?)og Þóri á ballinu. En svona er þetta, maður getur þó lifað í þeirri trú að maður hafi skemmt sér, þegar maður man ekki betur ;)
PIRR
Er með Ónýta mús núna!!!! ARRG.... ætli fólk myndi taka eftir því ef ég stend upp öskra og STÚTA helvítis músinni....
Myndasíða
Komin er afar myndarleg myndasíða hér til hliðar...
Nördar
mér þykir það mjög fyndið að fólk skuli eyða tímanum sínum í tölvum hérna á bókasafninu í leiki og annað slíkt bull... ekkert betra að gera?
já Gummi þetta er komið hérna til hliðar.. held ég ?? =O
Allt að verða vitlaust
Ég er bara fullu í auglýsingargerð sem er bara frábært.. á morgunn hefjast tökur en í ég er búinn að vera í allan morgunn að setja upp leikmynd sem er gaman... á morgun er líka ammlið mitt og Georg mörgæs ætlar að gefa mér stríð í ammlisgjöf.. afar skemmtileg ammlisgjöf það...
en ég sá þessa mynd af honum Þóri og segir það manni að hann er alltaf Nettur... alltaf gaman að sjá í júllur
þriðjudagur, mars 18, 2003
annars þá er St. patrics day í dag og er stefnan að fara að fagna því eitthversstaðar og eitthvern veginn, verður svaka stuð
NETTUR!!!
mánudagur, mars 17, 2003
Eyjan mín bjarta..
Helgin mín var ágæt svosem.. ég gerði ekkert á föstudagskveldi..nema smá rúnt því ég var með bílinn hans afa því ég átti svo akutla honum í Herjólf daginn eftir og ég ákvað bara kíkja með honum til Eyja víst ég var að fara alla leið í Þorlákshöfn.. Í eyjum byrjaði ég á því að elda fyrir fjölskylduna ítalskan rétt sem ég sá í snildar þættinum Follow that food á skjá einum.. og það var brjálaðslega gott.. eftir slagsmál við Palla þá fór ég á KallalúBarinn og hitti þar á Sidda og Gunnar Má og sjálfan slasaða manninn Viggó.. síðan bættist við maðurinn með valta hausinn og Friðbert kíkti við seinna um kvöldið og maðurinn var OFUR-ÖLVI hin nýja ofurhetja.. en það er bara gaman af því...
síðan var það ball með Haukdalpjásunni og fylgissveinum hennar í Írafár og plö... fór svo heim kl 4 daginn eftir í Herjólf og það er ekki gaman að vera þunnur í Herjólfi.. svo gat ég alveg eins sleppt því að fara í gær.. því að hópurinn sem ég er að vinna með núna mætti ekki.. GAMAN!! en jámm góðar stundir..
100.000.000.000.000.000.000.000.000.000 Flugur geta ekki haft rangt fyrir sér....
Étið skít
Mikki mús er Rotta
Furðurlegt.. af hverju voru/eru allir í mikka mús sögunum með hanska??
föstudagur, mars 14, 2003
....
Og já ég fór á Final destionation 2 í gær, ágæt en ekkert spes.. skellið ykkur
Helgin
Helgin að ryðjast inn á okkur og skemma rútínu hið dagslegs streð vinnandi manns.. þó er ég nú ekki mikið vinnandi .. bara skólandi.. nema þó lítið búið að gerast í því þessa vikuna, það var frumsýning á heimildarmyndunum á mánudaginn síðasta og þær voru náttlega gagnrýndar í klessu af nemendum og Böðvari sjálfum.. það var gaman.. og við fengum 2 daga í viðbót til að "laga" það sem mátti betur fara.. okkar hópur var náttlega enga stund að þessu og er því tilbúið meistaraverkið!! Nettur.. Á miðvikudag átti svo að byrja næsta verkefni sem eru auglýsingar en vegna mikilla anna hjá leiðbeinanda og útleigu á stúdíói skólans (m.a til að taka upp Júróvisíón myndbandið hjá Birgittu pjásu) var ekki hægt að byrja auglýsingar fyrr en í morgunn.. og trallaí við höfum 11 daga til að fullklára 30 sek auglýsingu.. fáum reyndar ekki nema 2.. mesta lagi 3 daga í tökur en hitt er allt hugmyndavinna, klippingar og rifrildi.. það er stuð.. en gaman á þessum fyrirlestri í morgun, fórum aðeins út í að skoða auglýsingar og löndin í kring og sona.. og komst ég að því að Íslendinar eru t.d langt á eftir nágrannaþjóðum í auglýsingargerð sem er ekki nógu sniðugt.. við erum þjóð sem er víst ekki að taka neina sénsa og oft með hálf leiðinlegar auglýsingar.. (hmm allt þráðlaust... nýja flex beltis auglýsingin....) skil það kannski vel..
svo fór gaurinn aðeins í kostnað og svona venjulega eru þetta á bilinu 2-6 milljónir sem settar eru í þessar auglýsingar, fer náttlega bara eftir því hvað er gert.. Thule auglýsingin má nefna er kannski í þessum 2 mill. hóp og er eina auglýsingin sem hefur komist í hóp þeirra bestu auglýsinga í heiminum.. en það er tímarit sem gefið er út á dvd disk í hverjum mánuði sem velur aulgýsingar hvaðan sem er í heiminum.. Ísland hefur einu sinni frá upphafi komist í hópi þeirra bestu með Thule.. en má nefna dæmi um norðmenn eins hallærislegir og þeir eru þá eru þeir oftast með 2-3 auglýsingar í hverjum mánuði.. gaman af því...
en nenni ekki að drepa ykkur úr leiðindum, skemmtiði ykkur bara um helgina og já....
Nýr bloggari
og með því bloggari dagsins í dag er engin önnur en Gittið...
miðvikudagur, mars 12, 2003
halló fólk, vildi nú bara koma með lag dagsins en það er Jane says með Janes addiction alveg yndisslegt lag og það er bara hrein nautn að hlusta á þetta.
Annars fór ég í afmæli í gær og var svaka stuð, var mjög drukkinn og þeim mun þreittari í morgun í skólanum, svo er ég að fara keppa í körfuknattleik á eftir se, verður ábyggilega stuð.
svo var ég að sjá að mínir menn í ÍV komust í úrslitakeppnina í annari deild í körfu, sem að er bara nokkuð gott og ég segi að þeir eigi eftir að vinna allan pakkan, sem hefur nú skeð áður!
Æ, þið verðið að fyrirgefa!
Ég gleymdi víst að minnast á eitt sérstakt atvik í þessari maraþon upptalningu á atburðum helgarinnar. Það var nefnilega þannig þegar að við Þórir vorum að rölta okkur af Sirkús og niður Laugarveginn til að finna okkur einhvern snæðing um kl. 5:00 á aðfaranótt sunnudags þá mættum við engum öðrum en honum Björgvini (manninum í AC-Milan treyjunni), en það merkilega við þetta var það að við vorum allir svo gott sem edrú. Og ekki hef ég nú trú á því að það eigi nokkurn tíman eftir að koma fyrir að maður eigi eftir að rekast á þennan mann, á þessum stað, á þessum tíma aftur án þess að einhver viðstaddra sé í það minnsta vel undir áhrifum. En eins og maðurinn sagði, þá er gaman að því.
Atvinnuviðtal
Í dag fékk ég nýja von um það að fólk sé mannlegt hérna í Reykjavík, ég fór nefnilega í atvinnuviðtal hjá Eddu og hitti þar mann að nafni.. eða ég man ekki hvað hann heitir reyndar.. skiptir ekki máli.. en allavega þá sagði hann mér að ég væri frekar of ungur í það starf sem hann væri með, að selja bókina Saga Reykjavíkur.. og venjulega væri hann að hitta fólk um og yfir 30.. en hann tók bara upp símann og reddaði mér fundi með einhverjum öðrum hjá fyrirtækinu sem væri laus staða..þannig ég er kannski bara í góðum málum með að fá loksins vinnu í kúkaborginni... gaman af því
En ég var annars að spá, hvernig væri að ég myndi bara stofna sona verktakafyrirtæki, og taka að mér atvinnuviðtöl fyrir önnur fyrirtæki... ef fyrirtækinu þínu vantar starfsmenn þá sendiru ræðuru mig til að taka fólk í viðtöl og sollis...meina ég er búinn að fara í trilljón slík viðtöl og er eillega búinn að læra þetta allt utanaf.. ég held að þetta sé soldið málið...
Fokk jú
Fréttir litaðar?
Já í öllu umtali um hver eigi hvaða blað og um að Fréttablaðið sé bara áróðursblað Samfylkingarinnar og stórveldisins Baugs, hefur maður pælt í hvort Fréttir séu litað blað.. ekki það að eitthvað sé við það að athuga.. ég hef bara aldrei spáð í þessu áður.. kannski eru einhverjir speklúrerar hérna sem geta tjáð sínar skoðanir á málinu?
þriðjudagur, mars 11, 2003
Snillingur
Ég verð nú bara að segja að þessi ágæti drengur er snillingur.. lesið bréfið sem hann sendi til menntamálaráðherra...
Þetta ástand er náttúrulega stórfurðulegt og er alls ekki hægt að segja að Háskóli Íslands sé stofnun fyrir alla landsmenn...
hérna nokkrir félagar okkar hérna eru í hljómsveit sem ég vildi vekja smá áhuga á, en þeir heita Groovenics og spila svo nett þungt rokk sko, kannski ekki minn tebolli en þeir eru samt geðveikir á sviði og með bara góða tónlist miðað við allt og allt. Það er hægt að fá eitthvað með þeim á kazaa, síðan eru Tóti að reyna að fá þá til íslands í sumar, veit samt ekki hvernig það gengur.
...Boggi afhverju erum við ekki með svona könnun og læti, erum við kannski bara annars flokks bloggarar???
já gott kvöld, prófaði að gera svona myndaalbúm spurning að gera eitthvað af viti við þetta seinna!
mánudagur, mars 10, 2003
Suddalega helgi meða Sidda!
Jamm, við Siddi (aka. Tótó, aka. Þórir) tókum þá ákvörðun síðastliðinn þriðjudag að skella okkur í borgina daginn eftir, í tilefni af því að háskólakynningin átti að fara fram á sunnudaginn. Fyrsta sem við gerðum er við komum í borgina var að kíkja aðeins í Kringluna, þar sem ég gisti þar rétt hjá. Þá kíkti ég aðeins við í Dressman í þeim einföldu erindagjörðum að versla mér nærbrækur, en þrátt fyrir einfaldleika þess verkefnis þá tókst mér að klúðra því. Ég tók nefnilega rangann kassa, sum sé ekki einhvern með boxerum, heldur skálmalausum brókum, sem er náttúrulega ekki nógu gott. Hluta af skrýngunni á þessu klúðri mínu, er sennilega að leita í því, að homminn sem var að afgreiða mig í búðinni var mjög umhugað um hvort ég væri að velja rétta stærð og var að gera sig líklegan til að fara að byðja mig um að máta, svo ég greiddi fjandas brækurna eins fljótt og ég gat, og rauk á dyr. Jæja, en eins og maðurinn sagði, þá er fall farar heill, enda heppnaðist þessi ferð okkar að öðru leyti bara bísna vel. Fimmtudagurinn var fínn með smá borgarrangli og svo smá upphitunar djammi um kvöldið, þar sem Borgþór bættist í hópinn, og er nú auðveldlega hægt að finna slappari félagskap en hann til að hafa með með sér á djammið. Svo á föstudeginum komu þeir Hafþór og Hannes (guttinn í dyrunum) í borgina, og var af því tilefni smalað í partý að Grenjaðarstað. Þangað mætti ein vala lið djammhraustra manna, þar voru (auk áður nefndra) þeir Kolbeinn (þessi með Diesel á bringunni), Grettir (aka. take'it'or'leave'it) (sá er aftar situr), GSM, og maður með honum að nafni Snorri (að mig minnir). En eftir að maðurinn á neðri hæðinni á Grenjaðarstað hafði komið upp og grenjað yfir látum, var haldið rakleiðis í getóið til Tola. Þá bættust í hópinn tveir mæta menn, engir aðrir en sambýlingarnir Haffi Dan og Gunni. Er við vorum vorum búnir að sitja að sumbli í getóinu í svolítinn tíma var enn barið á dyr hjá okkur til að kvarta yfir hávaða, en kom þá í ljós að þetta var bara drykkjusjúka konan sem bjó á neðrihæðinni svo við buðum henni bara með okkur í teitið. Þáði hún það boð með þökkum og rauk af stað og náði í páfagauka sín tvo, og tók Hannes sig til og fór í sleik við annan þeirra. Það var raunar ekki eini sérkennilegi sleikurinn sem ég varð vitni að þetta kvöld, þar sem inn á hinum ágæta skemmtistað Sirkús varð ég vitni að því þegar enginn annar en meistari Megas fór í öflugan sleik við unga snót. Á laugardeginum gerðum við Hannes, Hafþór, Þórir, og ég okkur ferð á Borgarspítala, uhhm eða raunar Landpítala því þetta heitir víst allt orðið Landspítali, sem olli, vegna vankunnáttu okkar á þessum málum, óþarfa keyrslum fram og til baka, þar sem við töldum okkur vera á röngum stað þegar að við sáum skilti sem á stóð Landspítali þegar við héldum að við værum komnir að Borgarspítlanaum. En svo runnu á okkur tvær grímur þegar að við komum að næsta spítala og þar var líka skilti sem á stóð Landspítali, en hvað um það tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Víking Másson og hafðist það á endanum eftir miklar vangaveltur og enn meiri akstur. Drengurinn var hinn brattasti og lét bara vel af sér, þó mér hafi sýnst ég sjá votta fyir smá öfundarglampa í augum hans þegar verið var að segja honum sögur frá kvöldinu áður, enda er öflugari djammari en hann vandfundinn. Að lokinni heimsókninni skildu svo leiðir okkar og Hafþór og Hannes héldu á vit ævintýranna á Laugarvatni, og við Siddi röltum um borgina í leit að djammi, sem ekki fannst fyrr en við náðum að telja Bogga á að kíkja á smá skrall með okkur (sem var ekki erfitt). Eftir að hafa helt Bogga fullan var haldið á Sirkús, en eitthvað leiddist Bogga biðin í röðinni og rauk hann því heim, en Við Tótó sátum þarna eitthvað fram á nótt. Á sunnudeginum hittumst við þremenningarnir svo aftur og ráfuðum saman um háskólasvæðið og söfnuðum bæklingum af mikilli kostgæfni, svo var það bara Herjólfur og eitthvað og komnir heim.
Bless.
Íris Dögg Íslandsmeistari
já frænka mín og Players-dama hún Íris Dögg Konráðsdóttir varð í gær Íslandsmeistari kvenna í Pool, en keppnin var haldin á Players í gærkveldi.. óska ég henni til hamingju með það..
Sniðug helgi
Sem væri mjög gaman ef Helgi væri kvennmannsnafn.. þá væri hægt að segja þú ert sniðug helgi... eða kannski ekki...
En allavega helgin byrjaði á fimmtudag, þegar ég fékk símhringingu frá 2 drengjum sem voru mættir í borgina.. það voru Helgi og Siddi og þýðir það einfaldlega stuð.. við fórum á Grillhúsið og það var étið steikarsamlokur, borgara og bjór.. síðan var það Gaukurinn þar sem við gerðumst skáktöffarar og tja Siddi spilaði nú mest við sjálfan sig og má segja að hann sé skákmeistari fimmtudagskvöldsins.. eftir mikla keyrslu í skák var skroppið á Glaumbar þar sem var glaumur og gleði og þar var drukkið stíft, sáum nokkra sjómenn bregða fyrir og ég sá Kristbjörgu í fyrsta skipti... fyndið
Föstudagur kom og ég fór þunnur í skólan og mæli ég ekki með því.. það tókst þó að sitja 4 klst fyrir framan tölvu og klippa niður mynd sem virtist ekkert vera nást að klárast en frumsýning var í dag, mánudag... Eftir skóla var það Söbbveii og ríkið og svo bara afslöppun fram að djammi... Ákveðið var að partýið skyldi halda hjé mér.. sem er kannski ekkert voðalega gáfulegt þar sem ég bý í herbergi sem er minna en skólataska, en það reddaðist og við náðum að vera þarna 9 manns, úff.....
Eftir að kallinn niðri var búin að reka okkur út og Grettir hafði gert gloríur og standup var haldið til Tola í Ghettóinu og þar kom aukapersóna í partýið sem vakti mikla lukku.. en það er konan hans Kolla sem býr á neðri hæðinni.. hún mætti afar drukkin með 2 risastóra páfagauka á öxlinni.. sniðugt....
Ekkert meira markvert gerðist um helgina nema það var drukkið mikið áfengi og dansað... í gær fór ég á háskólakynningu og Ólafur YO náði ekki að plata mig út í Guðfræði...
Nett helgi barasta
ég fór í bíó um daginn að sjá Shanghai knights sem að er framhald af Shanghai Noon, og hún var bara allt í lagi, fyrri myndin þó betri. Ef ég væri þú þá væri ég ekkert að stressa mig á að sjá hana, hvaða hana segiði? jú myndina Shanghai noon. Frekar myndi ég fara og kaupa mér "Dark side of the moon" skífuna með Pink floyd, en ég er einmitt búinn að hlusta mikið á hana,hvaða hana segiði? jú skífuna "Dark side of the moon" og hún er ekkert annað en snilld, sumir myndu kannski segja að ég væri soldið seinn á mér því ekki er hún nýkomin út, en meiga þeir bara bíta í súrt epli!
Síðan sá ég að myndin The ring væri í bíó heima, og vill ég bara segja að hún er svona ágætlega skerí og læti en óttalega vitlaus, þannig að vinsamlegast ekki reyna að hugsa ef þú ætlar að sjá hana, hvaða hana....
NETTUR!
jæja það eru nú 144 dagar í hátíðina miklu en maður er byrjaður að skipuleggja, því ef maður er ekki skipulagður, hvað er maður þá???
En samt ekkert rosalegt, faðir minn var að segja ´mér að hann yrði á íslandi um verslunarmannahelgina allavega og hann hlýtur að enda með að koma á þjóðhátíðina, hann skal. Síðan bræður mínir 2 sem eru 16 ára ætla að koma og gista hjá mér og verður það' soldið skrautlegt býst ég við, þar sem þeir þekkja ekki "the thug life" eins og ég kýs að kalla það! síðan ætlar Þórólfur Jarl meðleigjandi minn hérna líka að koma, hann er reyndar kr-ingur og það er spurning hvort maður reyni ekki bara að gleyma því.
En þessi hátíð verður svakaleg!
sunnudagur, mars 09, 2003
jæja var að skoða íslendigabók.is og æi! það er eiginlega full ógeðslegt og fáránlegt hvað maður er skyldur öllum, tjékkaði á flestum sem ég þekki og er nokkuð vel skyldur þeim flestum, og eiginlega full mikið skyldur nokkrum sem að....
En það gladdi mig mjög að ég sé skyldur finnu og finnst mér það vera mikill heiður! en er maður skyldur Geira múr?
fimmtudagur, mars 06, 2003
Baráttukveðjur
Ég fór áðan upp á Borgarspítala því að ég var búinn að heyra svaðalegar sögur af heilsu Viggó (þessi hægra megin) sem reyndust sem betur fer aðeins of ýktar. Vildi bara skella hérna inn að honum heilsast vel og læknar eru allavega búnir að segja að hann sé kominn úr lífshættu en útlitið var ekki svo gott í gær, læknarnir telja þó að það sé best að hafa hann ennþá á gjörgæslu til að geta fylgst vel með honum. Þegar ég kom í heimsókn til hans áðan, sýndi hann mér löppina og datt mér strax í hug viðurnefnið "bigfoot" sem endilega þið getið farið að kalla drenginn.. en stærri löpp hef ég ekki séð nema í ofýktum bíómyndum, hann þarf að vera með súrefnisgrímu fyrir vitum og er enn mjög þróttlítill en hann skilar kveðjum til allra sem hugsa til hans og hlakkar til að kíkja á djammið með öllum...
Þannig ég held það sé best bara að fara undirbúa welcome home partý fyrir þennan seinheppna dreng...
Endilega skrifið kveðju hérna í commentið...
tjékkið á þessu, prófaði að gera svona próf.
miðvikudagur, mars 05, 2003
Ný könnun er komin
kíkiði á múví síðuna og kjósið bestu íslensku kvikmyndina..
Pæling
Hvaða hálfviti var það sem fattaði upp á því að setja kveikitakka oná borðlampa? hvaða fíflagangur er það? setja takkan sem á það verk að slökkva á brennandiheitum lampa oná heitt stál eða ál skerminn... afar undarlegt..
Neeei!
Var að fá mjög slæmar fréttir, en ein besta hljómsveit í þessum ágæta heimi, Fleetwood Mac er með tónleika hérna úti þan 7. júní sem að er ekki nógu gott, þar sem ég verð að öllum líkindum á eyjunni björt, eða... þetta er náttúrulega alveg hrikalegt og ekki veit ég hvað skal gera.
En í tilefni þess er lag dagsins Don´t stop með stórgrúbbunni Fleetwood Mac, ég mun bara halda mína eiginn Fleetwood tónleika í eyjum, en samt Andskotinn!
þriðjudagur, mars 04, 2003
Fólkið hefur talað
Já það er búið að kjósa besta leikara allra tíma, og liðið valdi tja kíkiði bra
Eltur af Indverja
Undanfarna daga finnst mér eins og það sé búið að vera fylgjast með mér.. og ég hef ekkert pælt mikið í þessu fyrr en í morgunn..
Ég tók fyrst eftir honum þegar ég var að labba niður Laugarveginn um daginn, en þá gekk á móti mér kolsvartur Indverji, mér fannst hann fyndinn því hann var klunnalegur og var að hlusta á vasadiskó, í gær fór ég á Subway eins og svo oft og þá mætir bara enginn annar en kolsvarti Indverjinn sem ég kýs að kalla Hoju það sem vakti athygli mína var að hann virtist ekkert vita hvað hann væri að gera þarna inni.. líkt og hann hafi aldrei pantað sér mat á Subway áður.. þessi grunur minn reyndist réttur er ég tók eftir því að hann pantaði bara alveg eins og ég og þá fór ég að verða svolítið grunafullur eins og Zindri myndi orða það, hann var sífellt að labba í kringum mig og mér fannst mér vera ógnað...
í morgunn kom svo sjokkið, en þá þegar ég beið í strætóskýlinu mínu þá er enginn annar en Hoju að labba hinumegin við götuna og lítur svo illum augum á mig og gengur svo yfir götuna í áttina að mér, en á síðustu stundu þá hættir hann við og heldur leið sinni áfram... ég tel að mér hafi verið bjargað af gamla kallinum sem sat fyrir aftan mig.. en ég er ekki kominn úr hættu og er sífellt að líta í kringum mig, því hvenær sem er gæti ég átt von á því að Hoju hinn kolsvarti Indverji sé að læðupokast eitthvað...
Hægri reglan?
Eitt finnst mér afar undarlegt og tek meira eftir því hérna í mannþrönginni í Rvk,
Af hverju kemur það fyrir að fólk sem mætist, viti ekki hvoru megin það á að fara? ekki sér maður þetta þegar 2 bílar mætast.. á því leikur enginn vafi og bílarnir fara fram hjá hvor öðrum án nokkurra vandkvæða.. en þegar pípol mætast þá virðist sem allir séu bara búnir að gleyma umferðarreglunum.... pæliði aðeins í'essu
hérna Boggi geturu sagt okkur frá því afhverju ´þú ert alltaf kallaður Boggi Typpi...?
já, ég er Nettur!
ena annars þá er mjög langt síðan ég hef verið svona ógeðslega þunnur, vorum á barnum til hálf sjö í morgun og reyndar fyndið að þegar við vorum að keyra heim þá lentum við í morguntraffíkinni, þar sem allir voru að fara í vinnuna.
En var að sjá að ingi sig spili kannski með í sumar, sem að eru náttúrulega bestu fréttir, og það besta sem gat skeð fyrir íbv, nema náttúrulega ef að ég tæki fram skóna á ný!
síðan var eitthver sem hvíslaði því að mér að Andri hæ hafi riðið Nínu nínon um helgina!
svo ég tali nú ekki um "hana"
Nettur!
mánudagur, mars 03, 2003
Nettur Guðmundur
Guðmundur Kr. Eyjólfsson ætlaði að vera voðalega sniðugur og hringja í mig í morgunn til að vekja mig.. nema hann fattaði bara ekki að það er kominn mánudagur og því var ég bara að labba í skólann, hann var á enn einu fylleríinu sínu og er hann Íslendingum til sóma þarna úti .. hehe nettur..
Það sem ég náði að skilja var að hann væri að fagna því að miðannarprófin væru búin og maður vonar nú bara að hann hafi staðið sig með ágætum, svo fékk ég að tala við Kr-ing sem þóttist vera stúlka að nafni Mindy og vakti það mikla lukku, svo skilst mér að drengurinn komi í byrjun Maí en kannski að hann komi í fýluferð því að það er náttlega búið að banna einkadans..
Undrakötturinn Palli
Afburðargáfaður köttur sem ég á, enda tekur hann það eftir mér... en það þarf ekkert að kenna honum neinar kúnstir því hann lærir þær sjálfar.. móðir mín var að hringja í mig í gær og hún sagði mér að Palli væri búinn að læra opna dyr.. enda er kötturinn ekkert nema snillingur
KFC ógeð
Í gær gerði ég þau mistök að fara á skyndibitastaðinn KFC sem mátti ekki lengur heita kentucky fried chicken því að matvælaeftirlit USA komst að þeirri niðurstöðu að það sem KFC var að rækta voru ekki lengur kjúklingar vegna afskræmingunar á dýrunum.. en það er nú ekki málið.. allavega fórum við pabbi á KFC til að éta og náttlega fyrir það fyrsta þá þurfti mar að bíða í fokking 15 mín eftir að fá afgreiðslu... svo pantaði mar sér að éta, ég pantaði sona Twister eikkað og pabbi pantaði bara venjulegt tilboð með 2 kjúllabitum frönskum og trallaí.. eftir smá tíma var þetta svo komið og mar gat hafist handa að éta ef maður kæmist fyrir í básnum.. ég er ekkert að segja að ég sé eikkað brjálað feitur og hafi ekki komsit fyrir þarna en þetta er frekar óþægilegt því básarnir eru mjög plássþröngir... Twisterinn var ágætur sko.. nema þetta var enginn matur, ég varð allavega ekkert saddur og fékk bita hjá pabba því hann gat ekkert borðað.. ég komst af því bráðlega því að bitarnir voru ÓGEÐSLEGIR... þvílíkur vibbi... og greinilega að ekki sé búið að skipta um olíu lengi því franskarnar og bitarnir brögðuðust nákvæmlega eins.. og það var eikkað sona fiskióbragð af þessu öllu saman.. mjög viðbjóðslegt.. svo var náttlega boðið upp á Pisspí og alltof lítið af því.. þannig við fórum svangir og ósáttir þaðan út.. ég fer aldrei þangað aftur
sunnudagur, mars 02, 2003
Góð helgi
Ágætis helgi þótt ég hafi ekki gert neitt merkilegt í gær.. en ég get ekkert skrifað um það núna því ég á bra smástund ettir og ég vil ekki láta ljóta bókasafntjéddlingu bögga mig..
verð nú að koma þessu á framfæri, var að skoða síðuna hjá honum Jóhanni Magna og er þar margt skemmtilegt að sjá eins og t.d. viðtal sem að hann hefur greinilega tekið við sjálfan sig og er mjög gaman að því, einnig er hann að berjast gegn reykingum eins og má sjá hér, ekki efast ég um að þessi herferð hans eigi eftir að skila góðum árangri!
laugardagur, mars 01, 2003
en h'erna maður verður nú að koma með lag dagsins Farmhouse með hljómsveitinni Phish eða bara einfaldlega piss, eins og við peyjarnir köllum hana. Svo var ég að uppdeita eiríkssoninn minn og keypti mér svaka t-300 með myndavél og læti sem er mjög gaman, en hugsanlega óþarfi.þ En lengi lifi eiríksson, eða á maður að segja Sony ericsson?
sko Borgþór ég er ekki sammála þessu með The Bachelor, hérna á mínu heimili allavega var alltaf hirft á þetta, svo á the bachelorette sem að er ný búið. En verst að í the bachelor, þá er Gaurinn og konan sem hann valdi hætt saman. en svo ef eitthverjir hafa verið að fylgjast með bachelorette þá er það bara rugl að hún hafi valið þennan andskotans homma!
Annars bið ég að heilsa, þar sem ég er farinn að læra, er að fara í próf á morgun á árans sunnudegi!
NETTUR!!!
Verðlaun
Nú nálgast 10 þús markið.. og sá sem verður númer 10 þús fær verðlaun að sjálfsögðu en það er toppur og bland í poka fyrir 300 krónur og bensín fyrir 500 kall.. nettur
Tjéddlingarþáttur
Ef það er eitthvað sem ég hata, þá er það tjéddlingarþættir eins og Bachelor o.s.frv. þetta er nú meira ruglið og pottþétt leikstýrðir og skrifaðir þættir...
þó svo glápir mar á þennan viðbjóð.. hvað er það?? hehe greinilega að þetta virkar... en það sem ég skil ekki við þessa þætti er til dæmis það að fyrsti gaurinn hafi ekki valið skvísuna og núna er annar gaurinn með 2 fínar skvísur eftir en ljóshærða er alger drottning og hann dömpar henni? hvað er það?? ég hefði bara valið hana strax í fyrsta þætti... en sumir eru heimskari en aðrir.. vonadni að hann lifi hamingjusamur með þessari dökkhærðu.. ó nei hehe hún er búin að dömpa honum fyrir að glápa á aðrar tjéddlingar..jæja seilaví
|