Bloggið GSM Bloggið Ljóðahornið göfuglega Myndirnar góðu! Boggi í nærmynd Skrifaðu í gestabókina
Linkar
ANIMA
APA
Atferlisfræði
B2
Bakkaflug
Bankaviðskipti
Barnaskólinn
Dalurinn
Féló
FÍV
Fyrir Aula
Fyrir konur
Fyrir menn
Fyrir Perra
Garðarnir
Hamarskólinn
Hrappur
Hoffman
Hvar.is
Izzard
Íslenskir stafir
Leikfélag Kópavogs
LRC
OBM
Sal.is
Setur.is
SHÍ
Skipasíðan
TenaciousD
Vestmannaeyjar
Vísindavefur
VKB
Þorsteinn

Málefnalegur vettvangur fyrir misvelgefið fólk

Daglegt flakk
Arthúr
Deiglan
Eyjafréttir
Eyjar.net
explosm

KESHAM
Leikjanet
Leitin Mikla
MBL
Myspace
pbfcomics
TPFD Comics
Vaka
wulffmorgenthaler
Kvótið
fimmtudagur, október 30, 2003

Fyndið
jæja.. víst mar er nú aðeins hérna þá verð ég að taka eitt fram... ótrúlega fyndið þegar mar sér Tóta gaurinn úr íslenska draumnum hérna í skólanum.. mar er bra með hann fastann í huganum sem Tóta og get varla ýmindað mér annað en að þessi gaur sé bra fótboltaidiot sem er að reyna finna sér peninga skím og sé trúlega í viðskiptafræði .... hehe týpan föst við manninn held ég


Ættjarðarstoltið að drepa mann
Jæja fer í Jólfinn á eftir til Eyja og auðvitað er kominn snjór og hálka þetta eina skipti sem ég er að fara til Eyja í haust og kagginn á strigaskóm... þarf að fara með hann til eyja svo ég geti sett hann í kuldaskó.... En það sem mig hlakkar hvað mest að gera í Eyjum er:
Hitta Palla (kötturinn minn sko hef rekið mig á það að, það er ekki gáfulegt að skella þessu fram án þess að segja köttur líka)
Fara í sturtu með hreinu, lyktarlausu vatni
Fá ekta hamborgara!!
Fara á mánabar
Fara ekki á Lundann hehehe
Fá mömmumat og ömmumat
Pirrast ekki í umferðinni
Hreint og lyktarlaust vatn
Hitta family og vini
Geta labbað heim eftir djamm
og bara vera á Eyjunni björtu, nú leik ég þér lag, svo ljómandi fögur þú ert.. ég dái þig ávallt hvern einasta dag, að... well you get the drift...
en já víst ég er að fara Til Eyja verður trúlega ekkert bloggað fyrr en á sunnudag/mánudag svo bara pís át og drullið ykkur út að leika

miðvikudagur, október 29, 2003

Djöfulsins lygavefir alltaf hreint
Það er tæpt ár núna að ég hætti mínum viðskiptum við Íslandsbanka sem voru nú yfirleitt bara góð og fólk mjög skilningsríkt á öll manns fjármálavandræðum og veseni sem maður komst í en eitt fór alltaf rosalega í taugarnar á mér.. það er þetta með debet kortið.. ég var ekki með heimild á því en það brást ekki það fór alltaf í mínus.. þrátt fyrir að það sé engin heimild á því!!! þetta er mjög óþolandi því að vextir og sektir fyrir að fara yfir heimild er mjök mikil og ég var að borga þetta oft og mörgum sinnum.. það kom fyrir að ég fór eikkað mikið kannski 5000 kall umfram í mörgum færslum yfir helgi þegar ég kannski hélt að það hefði verið lagt inn en var svo ekki gert að þá hringdu bankafólkið brjálað út í mann á mánudegi að skamma mann og segja já þú ert með umfram heimild á kortinu þínu þú verður að borga þetta. og þá hellti ég mér yfir það fólk og sagði að þetta væru þeirra mistök.. Hvernig í helvítinu getur kort með engri heimild hegið heimild á að taka út ef enginn peningur er á kortinu???? þá vildu bankafólkið að ég notaði debetkortið mitt aðeins í hraðbönkum og að það sé aðaltilgangur þessara korta..... Say what??? hvaða rugl er það? þá getur maður alveg eins farið út í banka og tekið út af reikningi sínum... debet kort eru þess gerð að geta greitt fyrir vörur með þeim án þess að þurfa vesenast með peninga....
OG... nú lokaorðin mín.. ég skipti yfir í Sparisjóð Vestmannaeyja til hennar Stínu ömmu Gumma... vegna þess að íslandsbanki vildi ekki lána mér fyrir skólagjöldum í kvikmyndaskólann.. mér fannt leiðinlegt að skipta enda vanafastur á sona og nenni ekki að muna neinar nýjar tölur á reikningsnúmer og sonna en svo í sumar fékk ég mér loksins debet kort hjá sparranum í eyjum og hvað gerist... það hefur ALDREI... farið umfram sína heimild.. og þá meina ég aldrei.. gott dæmi um það í gær ætlaði ég að kaupa mér hefti upp í bókhlöðu sem kostaði 300 kall og það kom ekki heimild.. ég tékkað svo á innistæðu og þá vantaði 20 kr... mjög pirrandi kannski en svona eiga kortin að virka!! í staðinn fékk ég ekki 800 kr sekt fyrir að fara umfram eins og íslandsbanka helvítið myndi gera...
svo ég segi það er ekkert skrítið að viðskiptavinir Sparisjóðsins séu ánægðastu viðskiptavinirnir...


Er ég Helga?
Fór áðan inn á norðurljósa síðuna og ætlaði að tékka hvort skonnrokk væri norðurljósabatterí og hvort þeir væru þá með heimasíðu.. þá er búið að breyta þessari síðu offsa mikið og er orðin rosa fín hjá þeim.. og ég vildi þá prófa reiknivélina hjá þeim,, sjá hvað stöð 2 og sýn kosta.. og þá er ég bra allt í einu kominn inn og skráður sem Helga Gísladóttir.. hehe rosaæega er þetta gott kerfi hjá þeim á norðurljósum.. legg til að allir skelli inn kreditkortinu sínu þarna inn..



Furðulegt maður
Lögin sem eru búin að vera manifesta hug minn í dag...úff.. mest allan morguninn var það hey-ja með outkast.. sem er reyndar ekkert obboslega lélegt lag.. bra sona melló fínt.. En svo kom lagið úr police academy... hvað er það??? ég er búinn að vera raula þetta lag núna síðastliðinn klukkutíma eða um það bil og er það ekkert gaman.. þetta er nú meira ruglið


Forsendupróf
Var í prófi í gær í forsendum félagsvísinda.. og málið með þau próf að ég byrja alltaf bara að skrifa og skrifa og skrifa.... svo veit ég ekkert hvað ég var að skrifa um... en þetta er einmitt sona bulli bull fag þar sem maður á að reyna vera offsalega gáfaður með að rökræða um hvernig þessi og hinn túlka heimsmyndina, og vera sammála þessum og hinum og taka afstöðu, hvernig myndi þessi dúddi túlka þennan... CRAP.. mjög skemmtilegt fag samt fyrir utan prófin.. vona bra að ég nái þessu prófi, ég er ekki að meika taka þetta attur næsta haust.. maður sýður gjörsamlega á sér heilann að lesa þessar greinar..


það ar svosem auðvitað
Við sálfræðipakk áttum að fara í vísindarferð til bæjarstjórnarinnar í eyjum.. en þeir eru búnir að beila sig út úr því auðvitað.. fara á ball í staðinn... iss.. en við förum þá bara með hjúkkunum upp á sjúkrahús í staðinn


Vinsælustu síðurnar
Ætli það sé ekki mælt heimsóknir inn á lokaðar síður hérna á landinu? meina það hlýtur að vera brjáluð umferð um háskólasíðuna.. hvað þá heimasvæði stórs námskeiðs.. allavega komnar eikkað um 14000 heimsóknir inn á almennu sálfræði síðuna síðan uhm ups reyndar 15 mars 2003... well þar svaraði ég spurningunni minni sjálfur.. en carry on!!


Stórglæsilegar breytingar...
Loksins búinn að endurraða dægurskrifsrithöfundum í stafrófsröð.. og skellti inn nokkrum nýjum ferskum, Andri Hugo kemur sterkur inn með nýtt look á síðunni og þessi maður hefur alltaf eitthvað að segja það er á hreinu... Bjarki sterki bróðir Steina sterka er þarna líka enda aldrei lognmolla þar á bæ.. voðalega háfleygt eitthvað hjá mér.... svo er það Helsingi eða Elías Ingi eins og hann er betur þekktur.. er þarna kominn og mun trylla lýðinn.... vonandi þið skemmtið ykkur með þessum nýju meisturum, annars bara jump in your asshole


Ruglast
Hafiði einhverntíman ruglað saman persónu við ruslatunnu?

þriðjudagur, október 28, 2003

Kvót dagsins
"Run boy!!! Run for your life...................... boy"
Homer


Fyndið
Mér finnst það alltaf jafn fyndið að það skuli vera 18 ára aldurstakmark inn á bókhlöðuna.... en það er allt voðalega alvarlegt þar.. mar er nánast laminn ef mar gleymir að slökkva á símanum sínum... sem er kannski kúl, eina byggingin á landinu þar sem er hægt að fá actully frið til að læra.. en öllu má samt ofgera..


Ný gáta mar...
Þið getið tekið gleði ykkar á ný því hér kemur ný gáta frá útúrtjúnuð koffíndópuðum Bogga....

Þið eruð læknar og það kemur til ykkar sjúklingur með alvarlegt magaæxli, sem verður að losa hann við því annars deyr sjúklingurinn... málið er að eina sem virkar á æxlið eru ákveðnir geislar sem við skulum bara kalla X-geislar og það eyðir upp æxlinu eins og skot, en vandarmálið er styrkleikinn sem þarf af þessum geislum til að drepa æxlið er hættulegt öðrum vefum í kring þannig að það eyðir upp magaveggnum, vöðum og öðrum heilbrigðum vefum...
Hvernig getum við eytt æxlinu án þess að skemma heilbrigða vefi?


Allt sem getur farið úrskeðis... fer úrskeðis
Ótrúlegt hvernig lífið getur leikið mann grátt stundum (og hvað er það? leikið mann grátt?) Til að byrja með þá þurfti ég að hlaupa á milli tölvustofa á háskólasvæðinu í gær þar sem allir prentarar voru alltaf í fokki.. þar til ég fann einn sem virkar í Árnagarði en svo var aðal málið að mig vantaði svar við einni spurningu í forsendunum í gær og átti að fá í meilinu mínu fyrir lokun en það kom aldrei þannig ég hugsa með mér jæja, ég reyni bara koma snemma í málið og ná í þetta þá.. og þá liggur háskólasíðan niðri.. og stelpan sem ætlaði að senda mér þetta kemst ekki inn á netið til að senda mér þetta í hotmailið.... Djöfull.. svona getur þetta oft verið týpískt.. í raun ef maður getur séð fyrirfram að eitthvað mögulegt getur farið úrskeðis þá mun það klikka.. og maður á aldrei að treysta á örlögin í sona málum...

varla búin að klára skrifa þetta þegar háskólasíðan dettur inn... jeii


just keeps getting worse
það á að banna myndavélar á fylleríum hehe.. held að þetta sé nú skásta myndin..eða þar sem maður er í hvað eðlilegustu athöfninni... hehe sukk og svínarí

mánudagur, október 27, 2003

Gaman í skóla
Ótrúlegt að það komi alltaf sona skólaleiði yfir mann.. mér finnst nú gaman í skólanum og það sem ég er að læra en þjáist samt að skólaleiða núna.. ég nenni svo litlu núorðið.. en maður verður bra drulla sér áfram að gera hlutina svo maður nái nú prófunum.. ekki vill maður sitja upp námslánalaus í janúar.. En jæja


Vera með
Jæja á maður ekki að vera með í þessu 100 lista dæmi??
1. B
2. o
3. r
4. g
5. þ
6. ó
7. r
8. Á
9. s
10. g
11. e
12. i
13. r
14. s
15. s
16. o
17. n
18. K
19. T
20. :
21. 2
22. 0
23. 0
24. 3
25. 8
26. 0
27. -
28. 4
29. 6
30. 0
31. 9
... Vá nenni þessu ekki...

sunnudagur, október 26, 2003

Kvót vikunnar...
Langt síðan að það kom kvót mar.... en hérna er eitt frá snilldar myndinni Mars attaks... þegar geimverunar voru allar að slátra öllum og rústa í Las Vegas var ein að hlaupa með segulbandstæki sem spilaði þessi skilaboð:
"Don't run we are your friends"
Snilld hehe


Örbylgjuofn
Dýr og stór poppkornsgerðarvél eða hentugt búsáhald?








laugardagur, október 25, 2003

jafnvægi
Í sálfræði núna er ég að læra um Félagsskiling og tillfinningar er meira segja að fara í próf í því eftir eina klukkustund... nettur
En allavega þá er einn hluti þess semég er að læra Misræmi en þegar að það er ósamræmi milli skoðun sem maður hefur og hegðunar þá veldur það okkur vanlíðan og stressi.. og því reynum við að réttlæta eitthvað sem við gerum sem rétt svo við eignumst hugarró, t.d reykingar, fólk veit að það er dýrt og óhollt en það bætir það upp með að segja það sé svo gott og því er komin hugarró.... með þetta í huga lesum þá þessa dæmisögu:
það var um 1956 minnir mig að það var sértrúarsöfnuður í Bandaríkjunum sem sagði að á miðnætti um áramótin '56-'57 myndi heimurinn enda, aðalgaur safnaðarins sagði að það kæmi mikið flóð og allir myndu deyja nema þeir sem væru strangtrúaðir og fylgdu honum upp á stórt fjall í Usa og þar myndu frelsarar úr geimnum koma á geimskipi til að ná í það fólk og bjarga því frá heimsendi.... Fjöldinn allur af fólki trúði mikið á þetta, og margir hættu í skóla eða vinnu og jafnvel seldu heimili sín vegna þessa..meina til hvers að eiga eikkerjar eignir eða vinna ef heimurinn væri að enda? Allavega það kom 31.des og allur hópurinn fór upp á fjallið og beið og beið og beið... en engar geimverur komu og enginn heimsendir varð.. fólki leið hálf kjánalega þarna og vafraði um hissa og vissi ekkert hvað það átti að gera (misræmið) svo kom aðalgaur safnaðarins aftur og sagðist hafa fengið sýn frá frelsurunum sem sögðu að vegna sterkrar trúar þeirra og hve mörg þau voru þá hefði heiminum verið bjargað og fólk fagnaði ákaft.. maður hefði haldið að eftir að hafa séð að ekkert gerðist myndi fólk skammast sín og fara heim til sín.. en það gat það ekki vegna þessa ósamræmis, það þurfti að réttlæta það fyrir sjálfum sér hvers vegna það trúði sona mikið á þetta svo að það trúði nú enn meira á þetta og þeim fannst þau hafa bjargað heiminum!!
Þetta er sönn saga, og er ekkert einskorðuð við Bandaríkinn, sama gerðist þegar geimverur áttu að lenda á Snæfellsjökli... og nú spyr ég er þetta eikkað líkt þeirri trú sem svo margir trúa á í heiminum? gæti ekki verið að allt fólkið sem fylgdi jesú hafi bara notast við útskýringar hans sem réttlætingu á því að þau voru að fylgja honum?? ég veit ekki.. en sona dæmi láta mann fara hugsa soldið og ekki er án efa að það blundi í manni alltaf smá efasemdarvottur... en Jæja nú fer ég í prófið og óska ykkur góðrar helgar,,

fimmtudagur, október 23, 2003

Vesen
Þokkalegt vesen.. ég veit núna af hverju prentarinn sem mamma keypti handa mér í Krónunni kostaði bara 2000 kall... hylkið entist varla í mánuð og sona hylki fást bara í Nýherja búinn að vera í 2 tíma í dag að rúnta á milli búða og tjékka hvort það sé til hylki í prentarann minn og kostar fokking 4500kall... Mig langar í geislaprentara!!!!!!!
Svo í umferðinni áðan mehen!! þvílíkt vesen... er einmitt að lesa um þetta í sálfræðinni.. fólk er sjálfselskt og eiginhagsmunarseggir.. the one i have to think about is ME!!! reynar að hafa lesið sér til um þetta gerir mann rólegri í umferðinni hérna í rvk, bara hugsa um já þetta er Eðlilegt! hehe


endurgerð
Fyndið.. heyrði endurgerðina af McHammer laginu can't touch this áðan.. eikker hiphop fílingur í gangi, en ég var að spá er þetta þá ekki orðin endurgerð af endurgerð af Endurgerð??? hvernig er það eillega? og hvar stoppar þetta? úff þetta er samt orðið hálf svínslegt, ég heyrði eikkerja hörmungar hiphop útgáfu af Bowie í gær og þvílíkt ógeð og enginn metnaður.. bara sama bowie lagið með trommuheila undir... ef þessir ungu nýju "listamenn" ætla sér að verða frægir af annara manna lögum setja þá smá metnað í þetta... svo er annað öll lög sem maður heyrir á FM og Kiss og hommó eða hvað sem þessar viðbjóðsstöðvar heita allar saman eru bara gömul rokklög í nýjum hommalegum búningi... mjög fyndið að skipta frá hommalega búningnum a eikkerjum lagi á Fm yfir á Skonnrokk og heyra upprunulega útgáfuna..

miðvikudagur, október 22, 2003

Af smokkum
Hvers vegna er smokkasjálfsali inn á klósetti í Háskólabíó en ekki á karlaklósettum (og þá já því ekki líka kvennaklósettum) inná flest öllum skemmtistöðum borgarinnar??


Hahaha-- HA?
Eins skemmtilegt og það er að hlæja, er það mjög fyndið (hehe já fyndið) að pæla í af hverju maður hlær, mér finnst það líka mjög sérstakt að oft þegar maður lendir í sona "kasti" þá veit maður oft ekki af hverju maður er að hlæja, oft er það bara af því að persónan á móti er að hlæja og oft er það bara af engri ástæðu... hafiði líka tekið eftir því að þegar mar sér 2 persónur í hláturskasti er oft önnur manneskjan sem heiðurinn á hláturskastinu og hin er stöðugt að reyna koma upp spurningunni, hvað? hverju ertu að hlæja að? en getur það ekki vegna þess að hún hlær svo mikið... þetta er furðulegt, því hún veit ekki af hverju hann eða hún er að hlæja og hvað þá af hverju hún eða hann sjálf er þá að hlæja... afar merkilegt helvíti þessi hlátur.. en hann lengir lífið víst svo ég ætla ekkert að vera véfengja hann

þriðjudagur, október 21, 2003

Snilldur
Sá 2 þrusugóðar í gær.. já sagði 2, enda ekki búinn að fara í bíó eða taka mér spólu í mánuð eða eikkað... en allavega, fór fyrst í bíó með frænkum mínum 2, Láru og Írisi, og fórum að sjá Intolerable Cruelty með George Clooney og Catherine Zeta-Jones, og mér fannst þetta bara hin fínasta mynd, eins og Jay Leno sagði, gaman að sjá sona virkilega vont fólk í mynd, en þau leika einmitt very evil people.. og Goggi bara sýnir þrusu takta í myndinni og sannar það að hann er mjög góður leikari, Eftir bíóið, fórum við í Snæland þar sem hún Tóta gaf mér svaka tilboð á hamborgara og hann var þrusugóður, mæli með hammörum í snælandi.. Svo eftir át, fórum við heim til Írisar og gláptum á aðra Gogga mynd, sem ég var reyndar búinn að sjá í bíó áður en var bara svo góð að ég ákvað að sjá hana attur... það var Confessions of a Dangerous Mind sem er frumraun Gogga til að leikstýra, sem hann gerir prýðilega.. svo er þetta sönn saga um dúddann sem bjó til the dating game.. og það er Sam Rockwell sem leikur Chuck Barris aðaldúddan í myndinni og hann er alger snilld í þessari mynd... frábært bíómyndakvöld hjá mér í gær.. svo bara vei

mánudagur, október 20, 2003

Svaðaleg helgi Helgi
Vá.. ok á föstudaginn var ég að lesa undir próf sem var á laugardaginn, og Helgi hélt tjútt heima sem var bra í fínasta lagi.. en hann var einmitt í prófi þann dag, og hann vaknaði einhversstaðar út í kópavogi og man ekkert hvernig hann komst þangað... Svo fer ég í próf á laugard. og spennufallið svo mikið að ég var kominn í djammgírinn svo ég skellti mér í Nefndarpartý hjá Animu um kvöldið, en það er sona verðlaun fyrir þá sem eru búnir að vera vinna fyrir animufélagið.. Og VÁ.. það sem maður var fullur sko.. það var bolla, bjór og skot í boði, og við vorum í kópavogi heima hjá Gróu sem er meðstjórnandi Animu, í bílskúr en pabbi hennar er búinn að innrétta hann voða flott, með billjard borð og píludót og bar og læti.. eini gallinn reyndar að þetta var allt Kr dót.. þannig mar fékk svottla minnimáttarkennd hehehe
en allavega þegar var liðið vel á kvöldið voru flest allir orðnir DEAD-drunk þarna og þegar átti að fara niðrí bæ um 3 leytið, þá læðist minn maður af einhverjum ástæðum inn á klósett þarna og leggur sig bara.. svo um 6 leytið vakna ég og vissi ekkert hvar ég var eða neitt.. smá panikk.. :P og labba eikkað um þarna, en kemst ekkert út, þarf lykil eða eikkað til að komast út, man það ekki alveg enda ennþá vel drukkinn.. kemur þá Pabbi Gróu út í bílskúr, en ég hafði þá startað þjófavarnarkerfinu og hann hlær nú bara að mér, hringdí í leigara fyrir mig og svo sátum við þarna og spjölluðum um fótbolta.. afar skemmtilegur endir á kvöldinu,,, ég fer svo í leigarann og hann skutlar mér heim og þar átti ég ekki fyrir leigubílnum og kortinu mínu synjað hvað eftir annað.. ekkert sérlega ánægður með það, en læt kallinn prófa kreditkortið mitt sem ég er ekkert búinn að borga ársgjaldið af, og svei mér þá það virkaði!! júhú.. svo fór ég inn til mín og ætlaði að fara sofa, en rétt áður en ég gerði það þá tókst mér að æla á gólfið!!! Fokking vesen.. í þessu ástandi sem ég var í tókst mér samt að þrifa allt áður en ég fór að sofa og ætla ALDREI að drekka bollu eða drekka fullnægingu aftur.. og hana nú


Talandi um líkindi
æj fokk búinn að gleyma þessu með útlitið á síðunni.. en fokk it skiptir svosem ekki miklu máli..
En já eitt, þið sem hafið séð nýja myndbandið með Robbie Williams, þetta með 15 min. of fame eða eikkað.. takiði eftir því hvað Rebecca eina stelpan sem er að syngja þarna er ekkert smá líka Betu


Rusl
Það er skiljanlegt þegar það er einn maður í hljómsveit sona eins og bara Michael Jakcons eða álíka að það skiptir litlu máli hvort tólistin er rusl eða ekki.. meina það er þá bara á hans kostnað en hvernig ætli það gangi í t.d skítagrúppum eins og t.d Skítamóral, nú var ég að heyra þetta nýja lag þeirra og það er augljóslega Rusl!! en ætli það séu allir í hljómsveitinni sem fíli lagið? eða kannski allir nema aðalgaurinn og enginn þorir að segja neitt því þá þeir eiga hættu á að vera reknir? ég trúi því varla að, hva þeir eru 5 eða eikkað í hljómsveitinni að það séu virkilega 5 fullorðinir karlmenn sem fíla þetta lag..
En annað með Rusl, íslensk myndbönd eru Rusl og því meira sem verður til af þeim því meira rusl verður til... almáttugur að horfa í 1 klst á popptíví og skjá einn með flóruna af ógeðismyndböndunum var alveg yfirdregið nóg.. vona að ég sjái aldrei myndband frá á móti sól aftur.. úff

laugardagur, október 18, 2003

HAHA
Það var gaur í Jaywalking um daginn sem hét Justin Pain!!!!! HAHA hversu fyndið er það
en annars þakka ég Katrínu, fyrir að kenna mér að gera bloggið mitt svona fallega línulagað.. nettur


Líkir mar...
Já svei mér þá... var að horfa á Flying circus í gær og sá þar snillingin Michael Palin í morgum atriðum.. og hann er ekkert smá líkur Grindvíkingnum Halla Pólfara "þjóðhátíðarfara með meiru" þannig að Halli gæti bra tékkað á Palin til að sjá hvernig krumpur hann fær í smettið í framtíðinni.
Fleiri líkindagaurar.. sá Martin Short í Leno og hann er helvíti líkur þarna Idol gaurnum þessum, hommalega sem vann ekki...

fimmtudagur, október 16, 2003

Smelly hands
já það er furðulegt hvað kemur upp þegar mar leitar af myndum í google... mar myndi ætla að ekkert kæmi ef mar skrifaði smell of hands..jú bara hellingur.. sniðugt
en allavega það er point með þessu öllu saman.. núna þegar maður þarf að vera elda alltaf oní sig, er það alltaf svo að mar vill hafa alvöru mat sko, nennir ekki að éta samlokur alla daga en það fylgir eldamennsku eitt hvimleitt vandarmál, það kemur lykt á hendurnar manns.. ég man eftir þessu þegar ég var að kokka, bæði á veitingarstöðunum hjemme og á sjó en man aldrei eftir að hafa fengið sona smelly hands af því að vera elda hjemme....
svo er það, maður myndi halda að þetta væri góð lykt, því matur lyktar vel.. en mér finnst þetta hrikalega vond lykt og hún fer ekkert þótt ég þvoi mér um hendurnar og skrúbbu vel.. helvítis vesen.. þetta leiðir þó ekki að ég fari að hætta elda.. spurning hvort þessi lykt venjist ekki eða eikkað.. eða kannski er ég bara ofurnæmur á þetta.. eða bara geðveikur..



Er ekki hægt að hafa textann allan jafnan í blogger? var að fatta það núna hvað þetta er ljótt að sjá textann sona þvers og kruss eikkað... væri fínt að fá tips um hvernig skuli hafa textann IooooI beinann!!
nettur


Árni laus eftir 4
Jæja, nýjasti bróðir minn, hann Árni Yo, mun losna úr jeilinu eftir um það bil 4 vikur og við fögnum því af sjálfsögðu.. sá þetta á vef eyjar.net og athyglisvert er að hann þarf þá að fara til Reykjavíkur í sona öðruvísi afplánun líkt og í kvikmyndinni Double jepordy, þar sem fólk er frjálst á daginn en þarf að mæta á heimilið á kvöldin, svo þarf hann að finna sér vinnu og sækja vikulega AA fundi... hvað er það? vissi ekki að Árni ætti við áfengisvandarmál að stríða.. ég vissi ekki betur en að maðurinn drykki aldrei, eru þeir sem ekki drekka með áfengisvandarmál? ég fatta ekki alveg.. en jæja ég býst við að þokkalega góð útskýring komi hér í kommentið þar sem svo gáfað fólk les síðuna mína...
ekki vildi það þó taka þátt í mínum heimspekilegu umræðum um vísindarlegar skýringar.. en jæja, can't win them all..

miðvikudagur, október 15, 2003

Raunhyggja
Það er talað um hérna í háskólanum að auðveldast sé að læra hluti, sé að deila þekkingunar til annara, og þar sem fólk nennir endalaust ekki að hlusta á mann blaðra um eikkað sem virðist í fyrstu ekki vera mjög spennandi, verð ég að skella því hingað.. því fólk getur þá bara sleppt því að lesa það sem stendur.. en meina þetta er skemmtilegt..
Raunhyggjumenn vilja skýra að allt sem gerist í heiminum sé efnislegt og allt sé hægt að skyra með efnislegum útskýringum, þegar ég heyrði fyrst þetta fannst mér sú hugmynd fráleit, en svo eftir miklar vangaveltur og eftir að hafa lesið greinar Davidson's og Baker betur fannst mér efnislegar skýringar trúlegri en íbyggnar.
íbyggið ástand er soldið erfitt að útskýra, en það er beinlínis það að segja að einhver hlutur tákni eitthvað annað, t.d segi ég Háskólabíó og það táknar þá eitthvað í huga fólks, það er þessi bygging og það er nóg að segja þetta orð ég þarf ekkert að útskýra þetta nánar.
að því gefnu finnst mér að segja að íbyggnar skýringar séu góð og gild vísindarleg skýring fyrir hegðun ekki vera rétt. til dæmis væri íbyggin skýring að segja, Af hverju fékkst þér ís? -- Af því að mig langaði í ís. mér finnst þetta ekki skýra af hverju einhver fékk sér ís, það hlýtur að vera eikkað efnislegt sem útskýri það af hverju fólk fái sér ís.. en ef við skoðum efnislegar skýringar á því þá hlýtur það að vera að eikkað hugarástan á sér stað í heilanum, eitthvað efnafræðilegt ástand gerist og fólk fær hugmynd um að fá sér ís. Vandarmálið við það að skýra allt með þessum hætti er að heilaástand er aldrei eins, ef við gætum skoðað heilaástand í fólki þá stund þegar því langi í ís myndi það líta út allt öðruvísi þá og kannski eftir 2 tíma, þótt sama hegðun væri þarna að gerast, hvað þá að sama heilaástand sé hjá sitthvorum aðilanum. það er því ekki til neitt almennt lögmál til að skýra hegðun hjá fólki með efnislegum skýringum,
Þó tel ég bara að það sé ekki enn búið að finna þetta lögmál, þó menn finni það ekki, er ekki með þvi sagt að það sé ekki til.
margir segja að íbyggnar skýringar séu alveg fullgildar vísindarlegar skýringar á af hverju við hegðum okkur eins og við gerum en mér finnst það bara rugl og tel að allt og allar okkar hegðanir sé hægt að útskýra með efnislegum skýringum...
og hana nú :)


Læknamistök
Það er allt gott og blessað við það að koma með þessa umræðu of og til og af sjálfsögðu á heilbrigðisráðuneytið alltaf að vera í öllum hugsanlegum málum sem snúa að læknamistökum. en sumt er ofaukið, það vita allir að læknar eru mannlegir og þrátt fyrir það að þetta séu þrautlærðir menn og "eiga" vita allt er svo ekki, eins og aðrir menn gera læknar mistök og það er eitthvað sem mun alltaf fylgja okkur. það er af sjálfsögðu erfitt að sætta sig við læknamistök en fólk verður oft að setja sig í spor þeirra lækna sem gera mistökin, það er trúlega ekki auðvelt að vera í þeim sporum og þurfa lifa við þau mistök...

þriðjudagur, október 14, 2003

Kokkur
Ætli það sé enginn kokkur á Íslandi sem heiti Salamón Elías? kallaður Salmon Elli?

mánudagur, október 13, 2003

Súpuæði
Aldrei hef ég skilið þetta æði hjá fólki að mönnsja súpu.. þetta er yfirleitt ekki gert úr öðru en smjörlíki og hveiti og vatni... plús eikkað bragðefni.. stundum er þetta bara soð og ég er yfirleitt þannig að ég vil verða saddur af því sem ég borða og súpa gerir mann ekki beinlínis saddan.. frekar sona platsaddan.. saddur í 10 mín og svo svangur attur..
Þannig ég er alfarið á móti súpum.. og mest óþolandi í heimi er þegar fólk hefur súpu í forrétt, nískupúkar... hehe
en eitt finnst mér þó gaman að gera varðandi súpu.. það er að búa þær til.. veit ekki af hverju það er en ég er offsalega klár í súpu - og sósugerð..
þannig að ég ætti kannski bara setja upp nýja þjónustu hjá mér þar sem ég nenni aldrei að éta súpuna sjálfur.. að elda súpu aftur í múrarabílnum og selja hana.. hvenrig væri það? Súpubíll Bogga?


Glæsilegt
Bara þessi fína helgi að baki.. ég gerði ekki rassgat í mínum lærdómi sem er ágætt af og til en það verður þó langt þangað til að ég fæ sona leti helgi attur.. núna er það bara spýta í lófanna (hvaða viðbjóður er það annars?, hver spýtir í lófanna á sér??)
En allavega hvað var gert um helgina?? á föstudaginn hitti ég á mom und pap og ömmu Boggu sem voru að koma í borgina vegna brúðkaups frænku minnar á laugardag.. og ég borðaði með þeim á föstudaginn.. fór svo um kvöldið á alsherjardjamm 5 deilda innan félagsvísinda.. voru sálfræðin, stjórnmálafræðin, mannfræðin og eikkerjar 2 aðrar sem men ekki alleg hverjar voru.. það var allavega nóg til af bjór og það var karókí sem ég fór ekki að syngja í sem betur fer... svo hitti ég tvífara Guðmundar ameríkufara... sá drengur heitir Guðlaugur kallaður Gulli og er fæddur í júlí '82 og ég held barasta að eini munurinn á honum og Gumma original er að þessi spilar handbolta en hinn körfubolta.. skemmtileg tilviljun þarna á ferðinni..
Á laugardaginn fór ég í brúðkaup sem var ofsa skemmtilegt.. hitti familíu sem ég hitti ekkert alltof oft.. furðulegt hvernig maður kynnist alltaf bara öðrum helmingi fjölskyldunar betur.. hvað er það?
en allavega nenni ég ekki að skrifa meira. og er farinn að læra..

fimmtudagur, október 09, 2003

Smá test á hugarkort
Jæja þetta verður nú skemmtilegt.. og bannað að svindla.. en nú skulum við öll hugsa okkur heimskortið og fara fyrst til USA.. og skulum af því hugarkorti dæma hvort sé vestar? San Diego í Kaliforníu eða Reno í Nevada. Einnig skulum við hugsa okkur hvort sé norðar? Seattle í Washington eða Montreal í Kanada?
Rétt svar við Reno San diego fæst hérna
En skulum hugsa okkur líka núna út frá USA, förum frá New York og beint í austur... í Hvaða höfuðborg í Evrópu er líklegast að við munur lenda sem næst til??


vírd fokking dríms
Já by the way prófiði að fara í google í myndir og skrifa weird dreams.. fyndið hvað kemur oft mikið bull þarna.. en Allavega, mikið búið að vera af skrítnum draumum.. er það eikkað skrítið nei kannski ekki... nema hvað ég man ótrúlega mikið af þeim núna...eða sona best of atriðin held ég.. um daginn dreymdi mig að ég væri að stela peningum úr stjórnarráðinu og það var mjög lítið af öryggiskerfum þar og ég náði að stela alveg helling af penge.. allt fimm þúsund kallar... en það fyndna er að það var mynd af pabba, Geira múrara á 5 þúsund kallinum sem er afar skrítið.. eða mér fannst það..
Svo áðan í snooze svefninum mínum frá kl 8-8:30 dreymdi mig allskonar rugl.. eikkað með að ég gæti allt, flogið og sona.. það var gaman.. og svo fórum við Hannes í eikkað stórt hús þar sem var verið að sýna leikinn þýskaland-Ísland og þegar ég var kominn þar upp var ég kominn á leikinn sjálfan og ég var að spila.. en leikvangurinn var eikkað skrítinn.. það var allskonar rusl á vellinum og eins og þeir hafi ekki nennt að gera neitt fyrir leikinn.. markið okkar íslendingar var bra búið til úr pappakössum og það voru moppur út um allt og allskonar rugl.. Freddy bobic held hann heiti það.. var svo kokhraustur og sagði að við ættum að sleppa þessu bara en ég var ekki á því .. svo flautaði dómarinn leikinn á og þá förum við í sókn og skorum strax 1 markið... svo var leikurinn búinn.. ég man ekki hver skoraði en það var ekki ég allavega... en þannig fer þá leikurinn spái ég.. Ísland vinnur 1-0 með einhverju asnalegu marki...
verð að fara hætta snúsa sona.. bara furðulegir draumar sem koma ....

þriðjudagur, október 07, 2003

Bytta mar
Alger snilld.. sá Leno í gær og þvílíkt sem að Tarantino var fullur.. eiginlega bara dauðadrukkinn, en það er líka tonn af brennivíni baksviðs fyrir stjörnurnar og maður hefur svosem séð sona áður... en þetta er alltaf jafn fyndið og vandræðanlegt.. mar sá að Kevin Bacon var ekkert að fíla þetta heldur.. en þetta verður líka bara skemmtilegt og fyndið þegar stjórnandi þáttarins minnist á þetta eins og Leno gerði í gær.. annars yrði þetta bra pínlegt.. Helgi kom með sthyglisverða athugasemd í gær með þetta.. varðandi það að þar sem leikara stéttin er þekkt sem blaut stétt, af hverju eru ekki fleiri svona drukknir í þættinum.. ég held að það sé vegna þess að yfirleitt eru leikararnir að promota mynd sem er að koma út og það að þau séu dauðadrukkinn selji myndina ekki beint, sérstakelga ef það er barnamynd t.d hehe.. en ég held að Tarantino sé slétt sama, hann veit að það mun þessi ákveðni kjarni fara sjá myndina og allt annað er plús.


Lennon
John Lennon er einn mesti snillingur sem uppi hefur verið, að hlusta á lögin sem þessi maður hefur gefið heiminum er upplifun. Það er varla til það barn í þessum heimi sem kannast ekki a.m.k við eitt lag eftir Lennon. Margir segja að dýrkun fólks á Bítlunum og þá sérstaklega John Lennon sé undarleg og stórtæk og myndi aldrei hafa orðið sona mikil ef hann væri á lífi í dag. Það er kannski að hluta til rétt, af sjálfsögðu hefði Lennon haldið áfram við lagasmíðar sínar og eins og allir menn, hefði hann gert eitthvað sem ekki myndi vera kallað eins mikið meistarastykki eins og fyrri verk jafnvel myndi hann gera tónlist sem jaðrar við rusl. En líkurnar á því eru ekki miklar, því að hann var beinlínis ekki búinn að semja neitt lítið á ferlinum, hann stökk úr einu í annað og hvað sem hann tók fyrir reyndist vera hreint meistaraverk. Er þá virkilega hægt að segja að ef John Lennon hefði ekki verið drepinn 1980, að hann væri bara gamall kall í dag með sorglegan feril eftir slit Bítlanna? Varla, hann samdi mikið efni einn og gaf út sínar sóló plötur án hjálp frá hinum bítlunum. Það gerist ekki oft en þó gerist það að heimurinn eignast snilling á einhverju sviði, Michael Jordan í körfubolta, Micael Schumacher í formúlu, Tiger Woods í golfi og John Lennon í tónlist. Allt menn sem hafa einhverja náðargáfu sem enginn virðist geta skilið hvernig virki og hvort það sé nokkurtíman hægt að leika það eftir. Við ættum að fagna slíkum mönnum og vona að þeir gefi okkur eitthvað merkilegt til minnigar þá sérstaklega tónlistarmenn. Mér finnst það allavega mjög merkilegt að maður sem dó fyrir 23 árum selji enn plötur í milljónatali árlega og lög eins og stand by me, imagine og jealous mörg fleiri hljómi í útparpinu og maður geti hlustað á plöturnar hans og Bítlanna eins og maður hafi aldrei hlustað á þær áður. Vona bara að svona stórkostlegar lagasmíðar muni halda áfram, því án tónlistar er lífið til einskins
“if we can’t have music what’s the point of listening?”


ok nú er bara allt að ske...

og hvað er að ske spyrjið þið fávísislega, en þið getið fundið meira um það hérna!

mánudagur, október 06, 2003

Furðurleg tillfinning
Búið að vera undarleg síðasta vika.. eftir að ég tók fyrsta hlutaprófið í almennunni hef ég verið rosalega latur við að læra.. veit ekki af hverju, en ég var annars ekkert að hlakka til að fá út úr prófinu og var svosem sama.. í morgun hélt svo kennarinn ræðu um árangurinn í prófinu og sagði að eikunnir væri komnar á netið.. ennþá var ég ekkert æstur yfir því að vita hvað ég fékk, og sérstaklega ekki eftir að hann sagði að meðaleinkunin var 4,08 sem er það lægsta í 12 ár... ekki nema 38% svotil náðu þessu prófi... en svo sagði hann að þetta væri e.t.v meira sona æfingarpróf, því aðeins gilda 2 hæstu prófin af 3.. þannig ef mar nær að bæta sig í hinum 2 þá ætti þetta próf ekkert að skipta máli...
Svo kom að því ég fór á netið.. og ég varð rosalega stressaður.. hjartað barðist um en ég var stöðugt að hugsa um að vera rólegur.. meina þetta er bara próf! segir ekkert um þig ... er það ekki góð hugarró?? en allavega ég fór á síðuna þar sem einkunnir eru birtar og í fyrstu fann ég mig ekki, kennitalan min var ekki á þeim stað sem hun átti að vera.. en svo fann ég mína tölu og einkun... og ég trúði henni ekki svo ég athugaði aftur og aftur og aftur.. núna veit ég ekki hvort ég er sáttur eða ekki... átti ekki von á góðu en var þetta gott?? mjög undarleg tillfinning... en allavega hvað sem gerist þá ætla ég mér að bæta mig í næsta prófi..

sunnudagur, október 05, 2003

Undur og stórmerki
hvernig merki eru það annars?
en allavega þá vann ég Ósk í júts og neits rifrildi.. það er víst mjöög erfitt skilst mér og ég eigi að verða yfirlýst hetja og titlaður aðall fyrir þetta.. þeg þigg það með þökkum :)
en allavega leiðinleg að gerast nuna.. á að vera lesa og er ekki að því.. góður!!

laugardagur, október 04, 2003

Þunnur og já já og sei sei
Jæja.. skemmtilegt kvöld að baki.. þetta var mjög gaman.. fórum í vísindarferðina sem heppnaðist svona dúndurvel og allir skemmtu sér, Enda er Böðvar Bjarki sniðugur með orð og kann að halda ræður.. en eftir það fórum við í RISAtjaldið fyrir utan háskólann þar sem það var bjór út um allt!! þvílík geðveiki og það var sko troðið af fólki.. svo var það ammlið hjá Maju, tók Þóri Ólafsson með mér, nennti ekki einn..og það var alveg fínasta ammli frekar rólegt sona fyrst en svo stungum við af þegar þetta var orðið troðið af fólki sem við þekktum ekki neitt... en allavega þá fórum við niðrí bæ, hittum forsetan og hannes að mig minnir.. og við fórum í eikkern njósnaleik eða eikkað man ekki sko.. allavega það var gaman... og svo já.. uh felix að mig minnir,, grandrokk.. og plö...

föstudagur, október 03, 2003

Quote
" Sokratese invented questioning.... Before Sokratese there wes no questioning, people just said.. uhhhm ok i guess so.."
Eddie Izzard


Jæja þá er það komið
Þá er maður bara kominn með netkort og læti maður... loksins getur maður bara tengt sig hvar sem er hvenær sem er.. nálægt rafmagni þar sem ég er búinn að eyðileggja batteríið.. hehe
en nettur.. mikið að ske í dag
Vísindarferð í dag í Kvikmyndaskóla Íslands, þar verður svo farið í Risastórt tjald fyrir framan aðalbyggingu Háskólans þar sem verður Októberfest bjórhátíð.. bjórinn á 200 kall... og svo verður kíkt í ammlið hja Majue!!
Svo það ætti að að vera fjör og það er fjör.... og það er fjör á þjóðhátíð í vestmannaeyjum....

fimmtudagur, október 02, 2003

VÁ VÁ VÁ VÁ
Það verður bara hafa þessa mynd stóra... Þessi manneskja er ótrúlega ótrúlega ótrúlega falleg.. úff Meira af henni Töru hérna















Brain or pain?
Jæja.. er ekki málið að koma með smá getraun... þetta er fyrir the crazy puzzling solving people eins og Ósk og Zindra... en ykkur sem langar að leysa þrautina og hefið ekkert betra að gera.. þá endilega spreytið ykkur....
Þess má geta að ég ætla ekki að taka ábyrgðina fyrir varanlegum heilaskaða :P hehe en ég veit um nokkra þarna sem munu ekki geta hætt fyrr en helvítis gátan er leyst... hehe en gaman.. látiði þetta bara ekki trufla ykkur á djamminu á morgun JÖ... gjössvovel


DONALD
GERALD
----------
ROBERT

T=0


Jæja þetta er samsagt einföld þrautalausn... ósköp venjuleg samlagning... og þið hafið aðeins gefið T sem núll.. ok GO!!!

miðvikudagur, október 01, 2003

Gott að hafa sett sitt spor
Já sá að heimasíða Nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum er komin upp, getið klikkað á nafnið til að skoða og sona við fyrstu skoðun virðist þetta bara vera helvíti flott.. en það sem mér fannst hvað skemmtilegast að sjá, voru myndirnar úr FÍV - CUP sem okkar stórkostlega stjórn Rikka, HKarls, Zindra og míns kom á hér um árið.. alltof langt síðan að maður vill ekkert tala um slíkt.. en sniðugt og vonandi að þetta eigi eftir að viðhaldast í gegnum tíðina.. þá jafnvel að maður getur sagt barnabörnunum sínum þetta í framtíðinni.. "þetta var ég"


Neyðarkall
Mig vantar meðleigjanda!! og það alveg strax í dag...þetta er það er mesta vesen sem ég veit um þ.e.a.s að finna fólk sem meðleigjanda,


en allavega ef einhver hefur áhuga á að leigja herbergi í 5 herbergja íbúð á svæði (107) nálægt miðbæ og háskólanum og alles... á 25 þús kall á mánuði (allt innifalið) er vinsamlegast beðinn um að hringja í 663-3493 Boggi ef ég svara ekki þá skilja bara eftir skilaboð í talhólfinu..


Gummi að meika það enn og aftur
Alltaf stuð á kallinum.. eftir að mér skilst velheppnaða ferð til Lithúeinía þar sem hann just went over there and rekkonæs them...þá sér maður hann bara fara á kostum í nýju Vís auglýsingunum... hægt er að sjá þær hér persónulega finnst mér Vatnsauglýsingin best og slysið.. en magnaður peyji..

Bloggarar
Amazeen
Andri Hugo
Andri Hæ
Andri Ómars
Árni Klettur
Ásgrímur
Ástþór
Begga Bögg
Birgit
Brokechicks
Daði Bróðir
Didi Pulsa
Djonn
Doddi
Drottningin
Dröbn
Egils 1
Egils 2
Einar Hlö
Einar Örn
Einar Örn
Einir
Ella
Elli mono
Elliði
Erla Ósk
Ester Helga
Fosterinn
Gaui
Gestur
Grettir
Guðfinna Alda
Guðfinna Dís
Gummi Leikari
Gummi Typpi
Gunnar Bjarki
Gunnhildur
Haffi Bróðir
Heiðdís
Helga Lára
HJó
Hr.Forseti
Huld
Hvíta vonin
Ingibjörg
Íris Dögg
Jóhann Alfreð
Karl Gauti
Kjallararottur
Kjartan Vídó
Krissi
Kristbjörg Unnur
Kristín María
Lára Dögg
Lilja Skutla
Lilja Skvísa
MajaE
María
Njalli Ragg
Pabbi
Perla
Pysjurnar
Reynir
Rósa Gunn
Sigrún Alda
Sindri
Sleggjan
Slinger
Soffía Theódóra
Sólrún
Sunna Kristín
Sæunn
Thelma Ýr
Tómas
Tóta
Tótla
Ungfrú Sigrún
YO
Æbi Rokk
Gamalt & Gott

Free JavaScript from
Rainbow Arch