föstudagur, janúar 30, 2004
Ný könnun??
Við sjáum samkvæmt þessari mjög svo réttmætu könnun að Vaka hefur 72% atkvæða, Röskva 12% óákveðnir 4% og 12% ætla ekki að kjósa... magnað alveg...
En ný könnun sem er á Boggi að halda áfram með kannanir??
Alltaf að spá
Brátt kemur að því að skrá sig í námskeið fyrir haust 2004 og ég var að spá í að tjékka á japönsku.. held að það sé skemmtilegt mál.. ég hef nú sjaldan verið mikill tungumálamaður.. gjörsamlega hef floppað í öllum þeim tungumálum sem ég hef reynt að læra tja fyrir utan enskuna.. sem var að mestu sjálflærð... En ég ætla tjékka á þessu allavega.. það er kannski ekkert hægt að troða þessu inn í stundatöfluna við sálfræðina.. þá getur maður bara beðið og tekið þetta eftir BA prófið
Stórgóð mynd
 Já fór á þessa mynd í gær í boði Sparisjóðsins.. Takk Stína... ég bauð frænku minni henni Láru Dögg með og fórum klukkan 10 og þá fattaði ég ekki að myndin er í einhverjar 145 mín... en það gerði lítið til því myndin er alveg frábær... Alltaf gaman að sjá svona stórkostlegar myndir, og það var mjög lítið ef bara ekki neitt sem ég fann að henni.. ég mæli með að allir sjái þessa í bíó, ég man ég gerði þau mistök að halda að Braveheart væri crap og nennti ekki að sjá hana í bíó.. þegar ég sá hana svo á spólu sá ég virkilega eftir því að hafa ekki gert það...
Nettur
fimmtudagur, janúar 29, 2004
Barnaland
Það eru börn að spretta upp hér og þar og erfitt að fylgjast með öllu saman.. en flestir fá sér samt heimasíður á Barnalandi og þar getur maður fylgst með.. litli frændi minn er hérna og litla stelpan hans Begga sem er nú búið að nefna Kristbjörg Unnur Friðbergsdóttir er svo hérna
Það verða nú allir að skrifa í gestabókina
Partý
Smá tilkynning fyrir djamm hressa háskólanema (hjördís og fleiri hehe)
Það veðrur partý í boði Vöku á Pravda annað kvöld og opnar húsið klukkan 21:00 og af sjálfsögðu er frír Öl í boði Vöku!!
nettur
Heppinn mar
Var að fara inn í náttúrufræðihús áðan og þá var bara verið að taka upp atriði fyrir Spaugstofuna og mar sá þetta bara Live... alveg roslegt.. kannski mar bregði fyrir í mynd.. hver veit
miðvikudagur, janúar 28, 2004
70 mín og Fita
 Í gær var án efa einn allra fyndnasti þáttur af 70 mín sem ég hef séð!!! og þokkalega að Pétur Jóhann Sigfússon sé búinn að stimpla sig inn í þennan þátt... hann er ótrúlega fyndinn maður og besta sem gat komið í þennan þátt.. en allavega þátturinn í gær var stórkostlegur og 2.skiptið sem þeir taka ógeðisdrykk eftir langt hlé, og þeir eru sko fljótir að gera allt kreisý... mygluð súr síld frá því 2001 var held ég ekki besta blanda sem til er.... en vá... þið sem misstuð af eruð óheppin
Annað point.. gott að skella saman sona bloggum.. en það er að McDonalds og trúlega þá allir hinir staðirnir ætla fara stækka skammtana sína.. sem er já BARA geðveiki... gosið er komið í 0.8 lítra og hvað á að hafa það 1-1,5 líter með matnum? ein svona máltíð eins og hún er í dag á að vera alveg nóg.... eða hvað?
Misskilningur
Það virðist vera mjög mikill misskilningur á ferðinni í Háskóla Íslands þessa stundina og eins og svo oft áður varðandi pólitík og hagsmunafélög... Það er bara búið að gera ráð fyrir að VAKA sé hægri sinnað pólitísk félag vegna þess að Röskva gerir sig út á að vera það... Því er ekkert neitandi að Röskva sé það.. þau eru samtök félagshyggjufólks í háskólanum og hafa aldrei leynt því að vera vinstri sinnað og hafa ekki hikað með að blanda landspólitíkinni inn í háskólakosningarnar. Þar af leiðandi hefur fólk bara gert ráð fyrir að Vaka sé þá til hægri.. sem er alls ekki rétt.. Vaka er félag Lýðræðissinnaðra stúdenta og þótt í gamla daga hafi það mikið gert á það að vera pólitískt og hægri sinnað eru breyttir tímar í dag... Vaka er ekki tengt neinum stjórnmálaflokkum hér á landi og það er engin sérstök hægri stefna í Vöku.. Vaka er hagsmunafélag stúdenta fyrst og fremst og það er alls ekkert hægt að starfa sem hagsmunafélag fyrir stúdenta háskóla íslands og vera alltaf að passa sig á hvað menn í landsmálapólitíkinni hafa segja um það.. það gengur bara ekki upp og helst má sjá það núna að baráttumál stúdentaráðs undir forystu Vöku eins og er, er að berjast á móti núverandi ríkisstjórn um breytt fyrirkomulag Háskóla Íslands.. er það mikill stuðningur við hægri sinnaða flokka í landinu?? það myndi ég ekki segja og það skiptir engu máli.. við erum að berjast fyrir stúdenta hérna í skólanum
Og þá er það að aðferðafræðinni.. þótt að flestir vökuliðar séu sjálfstæðismenn og hvað eina.. þá er það greinilegt af hverju.. það er ekki vegna þess að Vaka sé hægri sinnað.. heldur er það vegna þess að hinn kosturinn er að vera hluti af samtökum vinstri sinnaðra stúdenta... mér persónulega langar ekki að starfa með samtökum sem blandar pólitík inn í málið.. og mér leist betur á hvernig fólk í vöku vinnur sín mál...
Hættum að hugsa um þetta endalausa hægri/vinstri mál því það skiptir akkúrat engu máli.. og félög hagnast ekkert á því að hafa stuðning einhvers stjórnmálaflokks í þessum kosningum.. Stúdentar vita alveg hvað skiptir máli og það eru þeirra hagsmunir og bæði félög vilja vinna að þeim.. það er bara spurning um hvernig þau vinna að þeim málefnum og hverju þau hafa áorkað, og það er það sem ÞIÐ ættuð að kynna ykkur... og gott er að skoða bara hvað Vaka hefur gert fyrir stúdenta á sínu kjörtímabili hérna
Áfram Vaka X-A
þriðjudagur, janúar 27, 2004
Nýjasti frændinn
Gunnar Bjarki Sveinsson er sá nýjasti í familíunni.. var verið að nefna gaurinn.. ekki viss hvenær skírnin verður.. en trúlega um páskana..
svo bara flotterí
Meira um stúdentapólitík
Heitasta málið í dag... á að taka upp skólagjöld eða fjöldatakmarkanir.. Af sjálfsögðu ekki.. þó svo að hópur fólks í háskólanum hafi lengi vel logið að fólki að Vaka vilji gera það.. er það alls ekki svo.. Vaka hefur alltaf verið á móti skólagjöldum og fjöldatakmörkunum í háskóla íslands.. og sterkasta merki þess er það hvað stúdentaráð er að gera í málnunum með undir stjórn Vöku... það má sjá hérna
Smá könnun
Ákvað að skella inn könnun.. sem ég hef ekki gert í óralangan tíma...en þetta er nú bara gert svona meira í gríni.. enda margir sem lesa þessa síðu eru ekki í háskólanum og bara gaman að sjá hvað menn setja við..
en jæja.. Kosningarbarátta Vöku er hafin formlega og munu á næstu vikum verða mikið að gerast og alls kyns áróður í gangi af sjálfsögðu til að halda Vöku okkar og halda Vöku í stúdentaráði... Ef það er eitthvað sem þið viljið vita eða eitthvað sem ykkur finnst að þá er bara að spjalla við mig eða aðra á framboðslista Vöku og svo er líka hægt að mæta niður í kosningarmiðstöð Vöku á Suðurgötu 10 (í gamla fréttablaðshúsinu).
jæja best að fara fylgjast með tímanum..
mánudagur, janúar 26, 2004
Weird man.. eða kona
lenntum í stórfurðulegu á laugardaginn þegar ég og 2 stelpur í vöku vorum að að klára dreifa plagötum og vorum að fara inn í kosningarmiðstöðina að Suðurgötu 10, þá gengur að einni stelpunni gömul kona og öskrar: hvernig getiði átt sona stórt hús..þið ættuð að skammast ykkar, og með síma í annari hendinni og bíl í hinni... (ath við vorum að koma úr Fiat árgerð 1700 sko) þá brosti ein stelpan og kjellan hélt áfram.. og hvernig geturu haft efni á sona tönnum.. restina heyrði ég ekki þar sem ég forðaði mér inn, maður varð bara hlæja..
Kominn attur
Ég veit þið hafið saknað mín.. en núna er ég kominn attur.. það hefur ekki verið sona löng blogg pása bara síðan í fyrra sko... En allavega helgin var stórfín.. á föstudaginn fóru ég og Helgi í Þjóðleikhúskjallaran þar sem framboðslisti Vöku var kynntur og já er ekki bara kallinn á honum.. í 6.sæti og hlakkar mig mikið til næstu 2 vikna þar sem mikið starf er fyrir höndum. gott ef maður er ekki kominn í kosningafílinginn síðan í vor..
En allavega þetta var frekar stutt djamm þarna á föstudaginn því ég þurfti að vakna klukkan 11 næsta morgunn sem ég gerði og þá var farið að dreifa framboðsplagötum og síðan haldið af stað á Nesjavelli í framboðsferð og fór ég yfir heiðina í pínulitlum Fiat og var ég viss um að ég væri að fara deyja.. það var fjúk meirihlutan af leiðinni og við sáum kannski 2 metra afram.. við vorum semsagt vitleysingarnir sem verða úti hehe.. en þetta tókst alltasaman og ótrúlega nettir þessir bílar.. festumst aðeins einu sinni og það var ekkert mál að losa hann.. eða sona næstum því.. Á nesjavöllum var farið yfir málefni og sona eða þar til um klukkan 18:00. þá fór fólk að leggja sig eða skipuleggja skemmtiatriði fyrir kvöldið og svo um klukkan 20:00 var farið að borða. eftir mat var bara kvöldvaka og maður skemmti sér þrælvel bara..
síðan var bara komið sér í bæinn í gær og heilsan var ekki neitt súper góð.. en mar lifði það af..
Núna er það bara ströng dagskrá næstu 2 vikurnar og það ætti að verða skemmtilegt.. nánar á Vaka
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Gummi enn að meika það
Og nú í úglöndum þar sem hann leikur í bjór auglýsingu fyrir Tennent's bjór.. þið getið séð hana hér flettið bara niður að Tennent's
Tilkynning
Já fer víst allt að verða kreisý í kosningum hérna í Háskóla Íslands.. og eru nú ekki nema um 2 vikur í kosningar í stúdentaráð... Það mun verða Listakynning hjá framboðslista VÖKU annað kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 20:30 eða húsið opnar þá semsagt.. og verður að mér skilst bjór í boði VÖKU fyrir þyrsta kjósendur... Ég legg til að allir mæti á svæðið og sjái hvaða fólk er að bjóða sig fram og vill berjast fyrir hagsmunum stúdenta í Háskóla Íslands.
Sjáumst þar hress og kát
nettur!!
Gleymdi
 Hey já ég gleymdi því að ég var að horfa á þessa snilldar mynd Planes, trains & automobiles með Steve Martin og John Candy heitnum... Ég sá þessa mynd þegar ég var ponsi hérna í den en var búinn að steingleyma henni.. og var því mjög gaman að sjá þessa mynd um daginn.. og vá.. hún stenst alveg bestu grínmyndir í dag enda stórleikarar og frábært handrit... þannig næst þegar þið eruð út á leigu þá takið þessa fría með...
Loðnan byrjuð
 Jæja þá loksins kom að því.. núna eru menn ánægðir.. Siggi Bongó á Ísleifi með honum Sigurhansi.. Svo er það náttlega bróðir minn Sveinn Ásgeirsson sem er á Gullberginu. Þeir eru einhversstaðar úti fyrir Langanesi núna og þá held ég jafnvel að hún fari bara fljótlega inn á grunnið.. það er náttúrlega mun hagstæðara og mikið skemmtilegri veiði.. en þó hún fer trúlega eitthvað í djúpið fyrst og kemur svo um miðjan febrúar inn á grunnið..
En ég veit að öllum finnst þetta alveg stórkostlegar fréttir og vilja fylgjast spennt með.. kannski maður komi af og til með fiskifréttir.. við sjáum til
Af rakstri
Sko.. það er varla til leiðinlegra en að raka sig.. jú kannski að hengja upp þvott... en við erum ekki að tala um það núna.. nei það er rakstur núna.. og ég nenni yfirleitt ekki að gera þetta nema þetta 1 sinni kannski 2 svar í viku þar sem ég er ekki með brjálaðan hárvöxt í andlitinu sem betur fer... en samt er þetta stundum orðið dálítill hýjungur og þá spyrja stelpur aðallega þó margir strákar.. af hverju rakaru þig ekki? og ég svara af því ég nenni því ekki.. og það er auk þess enginn ástæða.. þetta fer ekki í taugarnar á neinum af neinni gildri ástæðu.. auk þess sem nýtt skegg er mjög góð klóra...
En allavega.. þessi afstaða myndi ekki vera hjá mér ef ég ætti tjédlíngu.. og menn segja þá .. bíddu við.. er það ekki einmitt þá sem maður má safna skeggi og bumbu og læti?? nei segi ég.. það er uppá tilitssemi.. meina tjéddlíngin neyðist til að kyssa mann og að mér skilst er ekki sérlega þægilegt að kyssa skeggjaðan mann.. þar af leiðandi sem tillitssemi við tjéddlínguna myndi ég raka mig...
En.. það er alltaf EN... það myndi kalla á gagnkvæma tilitssemi við okkur mennina að tjéddlíngarnar raka sig á ákveðnum stöðum í staðinn...
Sko...
Ef það er eitthvað í þessum heimi sem mér finnst óskiljanlegt er það að Íslendingar séu að kaupa sér vatn í flösku út í sjoppu á kannski þetta 100-200 kall.... Við erum það heppin að geta fengið okkur tilturalega bragðlaust og ómengað vatn beint úr krananum sem er meira en flest önnur ríki í heiminum geta sagt.. meina t.d eins og á spáni geturu alveg drukkið úr krananum en það er ekki mælt með því.. eins og það er ekki mælt með því að éta hráan kjúkling... hehe
En Af hverju þá í ósköpunum er fólk að eyða penge í vatn í flösku? og þá er ég ekki að tala um sódavatn og sódavatn með allskonar bragðtegundum.. meina það eru margir sem eiga ekki sódastrím tæki og mar skilur það svosem.. en venjulegt lindarvatn í flöskum er alveg út úr kú..
kannski er þetta plebbismi?
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Ég verð
að fara raka mig....
Vaknaði viljandi seint
Undarlegt hvað maður getur verið mikill hálfviti stundum.. í morgun hringdi klukkan í símanum kl:08:00 og ég endurstillti klukkuna á korter yfir.. þar sem snús takkinn virkar bara í 9 mín.. ekki nægur snús svefn.. ég endurtók leikinn attur eftir korter þar til það endaði með að ég vaknaði klukkan korter í níu.. tími klukkan 08:40 og sagði hvaða fíblalæti eru þetta?? rauk í föt, skellti í mig morgunmat og tannbursta.. tók með mér föt til að setja í vélina og 10 mín seinna var ég kominn upp í skóla. Ég gekk að stofu 101 í Odda þar sem fyrsti tíminn minn í Tilraunasálfræði átti að vera og blasti við mér sýn sem ég átti alveg von á ... fólk stóð fyrir utan að reyna heyra því stofan var troðfull.. ég gat ekkert heyrt hvað gaurinn var að segja og ég ákvað að hætta að reyna það og fór á netið...
hér sit ég þá og borða kex og drekk kókómjólk á meðan gamall gaur situr 4 metrum frá mér og borar fast í nefið á sér... ég hefði átt að sofa út bara
Nýr linkur á bankaviðskipti
Búinn að skipta um banka í linknum bankaviðskipti... skipti út Íslandsbanka sem er rusl og setti inn Sparisjóðinn sem er bestur... eða svo segir Stína allavega
Drasl
Það er ekki að spyrja að því... þetta háskólanet er ótrúlegt... alltaf að detta út og mar kemst ekki á erlendar heimasíður sem er baaaara óþolandi.. en ég sendi póst á þjónustukerfi RHÍ og bað um svör.. ég fæ trúlega info um það í dag eða á morgunn....
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Nýr linkur
Setti inn nýjan link en það er á heimasíðu Vöku sem er félag lýðræðissinnaðra stúdenta.... besta að fara kynna sér háskólamálin nú þegar nálgast kosningar...
Mér finnst eins og ég hafi skrifað þetta áður
Já hehe Deja vú... var að horfa á Shining í gær með jackaranum.. hehe já veit hef marg oft skrifað um það... en ég og Helgi vorum að glápa á myndina til að fagna þeim áfanga í lífi helga að vera búinn að lesa bókina Duld eða semsagt shininig.. og við ákváðum að það þyrfti einnig að taka hinar myndirnar sem eru í 2 hlutum.. svo langt síðan mar sá þær.. ekki góðar.. en fara nákvæmlega eftir bókinni... svo þarf ég að lesa bókina á ensku af sjálfsögðu.. það verður í sumar... það má einhver endilega gefa mér bókina þá....
En djöfull er Shining góð mynd.... úff
Vorönn 2004
Það er allt að verða komið á hreint á vorönninni.. þótt eitthvað sé enn sona óljóst og stundartaflan ekki ennþá 100% klár en þetta reddast núna í þessari eða næstu viku.. Núna er ég í Aðferðafræði 2 sem er ekkert svipuð aðferðafræði 1 en mér skilst að þetta sé meira bla bla fag en reikningur.. en kemst að því brátt.. svo hef ég heyrt að deildin sé að fara endurskipuleggja þetta og að aðferðafræði verði trúlega ekki kennd á næstu önn eða næsta ári þannig ég hef ekki hugmynd um hvort ég geti klárað aðferðafræði 3 eða ekki.. þó trúlega ætti maður að fá að gera það... það kemur eitthvað í staðinn sem er ekki enn vitað hvað er en ég held persónulega að það sé eitthvað erfiðara fag.. svona uppá fjöldatakmarknir
Svo er ég í Tilraunasálfræði sem ég er að fara í fyrsta tíma í á morgunn.. svo ég veit ekkert um það...
Lífeðlisleg sálfræði er svo 3 fagið sem ég tek og er svona frekar strembið en þar verður farið í byggingu heila- og taugakerfisins og hvernig það allt saman virkar.. núna er ég til dæmis að byrja að læra um taugaboð og hvernig þau ferðast frá A-B... magnað alveg
4. fagið er svo Greining og mótun hegðunar, í fyrsta tímanum mínum í gær vorum við í nýja Náttúrufræðihúsinu sem fær brátt nafn sem ég stakk vonandi upp á (100 úst kall sko) En núna var verið að færa okkur og við verðum inn í Valsheimili sem mér finnst mjöööög fyndið.. er að fara læra þar... frekar skrítið.. en þetta fag skilst mér að sé þokkalega strembið líka.. þurfum á önninni að gera skýrslu sem við verðum að ná til að fá að taka próf og svo verðum við að læra orðrétt 15 af 20 hugtökum sem verður prófað úr munnlega.. ef maður nær þessum 2 hlutum þá fær mðaur próftökurétt...annars ekki..
en það er bara ein leið til að geta þetta allt... LÆRA :P hvað er ég þá að hanga í tölvunni.... hehe
mánudagur, janúar 19, 2004
Breytingar
Ótrúlegt hvað mig langar alltaf að breyta öllu... núna langar mig að breyta síðunni,,,, en ég nenni því bara ekki.. og hef ekkert hugmyndaflug um hvernig hún ætti að vera... kannski ég sleppi því bara.. en allavega ætti ég að setja upp linka fyrir gamalt efni eða erþað algjört veist og tæm?
Fín helgi
Þetta var bara hin fínasta helgi.. var byrjað á vísindarferð á fösrudaginn í Egils, og þar var sko til bjór... maður var orðinn vel í glasi um klukkan 6 hehe.. svo fórum við niður á Viktor klukkan 7 og þar átti að glápa á Idol en við ákváðum nokkur að fara frekar upp á Players þar sem Stuðmenn áttu svo að halda ball... ég og þórir nenntum svo ekki að vera á því balli og fórum niðrá Nasa þar sem Nýdönsk var að spila og þar hitti ég meðal annars, Ernu B, Ásgeir frænda Finns sem var mjög hress og Guðbjörgu sem var með mér í bekk í 10.bekk.. ég skil ekki hvernig hún þekkti mig.. allavega þekkti ég hana ekki fyrst... sniðugt.. djamminu lauk snemma þar sem maður var orðinn soldið drukkinn og djamm frá klukkan 17- 00 er bara helvíti langt djamm sko...
Á laugardaginn var aftur haldið djamm,,, núna í íbúð félagi brottfluttra eyjamanna... Þórir mætti fyrstur og við átum saman svínakjöt og með því.. og síðan kom Raggi Ben með eikkerja stélpu og kærastann hennar því næst kom the death og hné yngri... eða er hann annars ekki kallaður það? hvað veit ég um það?? Helgi kom svo úr matarboði frænku sinnar síðar meir og var þetta hinn mesti djammhópur.. það var svo haldið niður í bæ þar sem mar týndi náttlega öllum nema Ragga.. og hann dróg mig á hommaball í stúdentakjallaranum þar sem ég sá Felix Bergs alveg magnaður andskoti.. en það var ekkert gaman þarna svo ég stakk af og fór á flakk, sólon, felix, ara í ögra og endaði svo á Pravda.. sem er tja ekki svo slæmur staður... ef maður er dauðadrukkinn.... svo um 6 leytið var skellt sér á Nonna bita og þar sem ég var eitthvað voðalega þolinmóður þetta kvöld nennti ég alveg að bíða í 20 mín eftir mat... spjallaði við einhvern kana í röðinni og fékk þá hugmynd að hringja í bróðir minn og félaga Hr.Guðmund og bað hann vel að heilsa.. held ég..
Allavega.. fínasta djamm og nú tekur við raunveruleikinn og lestur.. ég nenni samt ekki að lesa
laugardagur, janúar 17, 2004
helvítis
óþolandi þetta pakk.. ætlaði í tölvuna hérna upp í Odda og músin og músamottan voru vinstra megin.. getur þetta gallaða pakk ekki lagað þetta eftir sig?
Kolvængefið
Óþolandi þetta helvítis ísland.. veðrið var ógeð í gær sem skemmdi að hluta til djammið hjá manni.. ekki gaman að vera kaldur og blautur og reyna viðhalda kúlinu á skemmtistað hehe
en sama... skemmti mér frábærlega frá klukkan 17:00- 00:00 það er ansi langt djamm sko.. fór líka bara hjem að sofa um hálf tvö... Vísindarferðin í Egils var baaaaaara snilld.... fengum allavega vel af bjór skal ég segja ykkur.
en nettur
föstudagur, janúar 16, 2004
auuuu
Búinn að steeeeingleyma þessum mar
Idol
Verður maður ekki aðeins að tala um þetta vinsælasta karókí heims? hef ekki mikið vit á þessu þar sem ég hef lítið fylgst með aðallega vegna stöð 2 leysis í borginni... En ég skil ekki almennilega hvernig þetta virkar.. eins og ég hélt þá væri þetta þannig að fólk syngur eitthvað lag og eftir það er kosið hver söng best!! það er augljóslega hægt að heyra það vegna þess að það syngja flestir ekkert vel í þessari keppni.. allavega ekki í þeirri sem ég sá.. og til dæmis á íslensku tónlistarverðlaununum var þetta bara eins og eikkað lið úr söngvakeppni framhaldsskólanna.... EN.. það er ekki málið sem ég er að tala um.. það á semsagt að kjósa fólkið sem syngur best... Af hverju er þá fólk fyrirfram búið að ákveða hvern á að kjósa??? mér finnst þetta furðulegt.. það er semsagt bara búið að ákveða fyrirfram að kjósa jón allavega hafa 4 núna í vikunni beðið mig um að kjósa hann.. sama hvernig hann mun koma til með að syngja.. ef hann sest bara niður og prumpar í míkrófóninn ætla þá allir samt að kjósa hann???
en þetta er vandarmálið við að leyfa áhorfendum kjósa.. það er nefnilega ekki þá verið að kjósa þann sem er bestur...
Stórkostleg
Er ekki rétt orðið til að lýsa tillfinningum og öðru sem bárust innan með mér við að horfa á þetta meistaraverk.. þá á ég auðvitað við Elf... nei nei... Fór að sjá 3. og síðasta hluta Lord of the Rings í gær með forsetanum og Láru frænku. Myndin er á alla staði ótrúleg.. og í raun ekkert hægt að lýsa með orðum.. ég veit bara að svona meistaraverk kemur ekki á minni lífstíð. Ég mæli með að allir sam þótt þeir hafi nákvæmlega engan áhuga á þessum myndum að sjá þessa í bíó .... þið eigið eftir að sjá eftir því leeeeengi ef þið gerið það ekki. ég veit ég fer aftur.. þá í lúxus!!
Til hamingju
Stór dagur í gær fyrir bróður minn og félaga Friðberg Egil Sigurðsson þar sem kona hans Símonía Helgadóttir átti þeirra fyrsta barn og var það stúlka svo ég óska þeim til hamingju með það... Sömuleiðis og svo skemmtilega vildi til að Beggi átti líka ammli í gær þannig að þau geta haldið stórammli á næsta ári, fyrsta ammlisveisla stelpunar og Beggi 25 ára...
nettur
fimmtudagur, janúar 15, 2004
Er ég í bíómynd?
 Já sit núna hérna upp í háskólabíó og bíð eftir að tími í lífeðlissálfræði fer að byrja.. og sinfonían er að æfa sig inn í stóra sal.. og mér líður nú bara eins og í bíómynd, ætli þeir séu að æfa kvikmyndasinfoníur? allavega er þetta eitthvað eins og úr star trek mynd hehe.. kannski ég taki upp geislabyssu og stekk á liðið... ye man.. gaman að vera nörd
Guns dont kill people, people do... but monkeys too "if they got a gun"
Snilld... En hvað er samt með þessa ofsahræðslu NRA um að byssur séu bannaðar.. á meðan goggi er við völd þá verður vopnaburður trúlega efldur í þessu landi.. ég hef bara aldrei skilið hvernig þetta virkar.. og hvernig virkilega er hægt að halda því fram að það sé gott að allir eigi byssu... og þetta slagorð "Guns dont kill people, people do" er bara hámark heimskunar... meina auðvitað er það ekki byssan sjálf sem drepur.. döhh.. jú hún bara stökk á gólfið og hleypti af skoti... en hvað nákvæmlega er mikið af byssumorðum í usa sem eru algerlega viljandi? tja miðað við önnur lönd eru byssumorð kannski um 200 á ári að meðaltali það í flestum byssulausum löndum, þannig má áætla að það sé þetta 150-180 séu af vilja gerð... en byssumorð í USA eru 11000 þannig að hvað? mar á erfitt með að skilja þetta land stundum... og þetta er leiðinlegt póst.. svoég nenni ekki að skrifa meira.....
eitt að lokum.. always makes my laugh..
What is it that you do do?? HAHAHA
Mánuðir/ár
Eitt sem ég hef aldrei fattað... það er þetta með mánuði og ár hjá nýfæddum... eins og hélt það þá væri talið sko barnið er 1, 2, 3 o.s.frv. mánaða fram að 1.árs því þá er loksins hægt að telja í árum.. en nei.. það er bara rugl.. fólk er að segja 18, 22 eða jafnvel meira mánaða gamalt.... hvaða rugl er það? og hvenær á þá að hætta gera þetta? er það bara meðvitað af foreldrunum? ahh já barnið er nú 36 mánaða og ég byrja nú að telja í árum.. ohh en sætt barn er það 36 mánaða?? Nei getur þú svarað með bros á vör.... það er 3.ára
Heeeeelvítis kjaftæði
Auðvitað eitthvað vesen í fyrsta tíma, á minni stundaskrá sem ég náði í gær stóð að aðferðafræði II byrji kl: 08:40 ég mæti 10 min fyrir það til að ná örugglega sæti en hvað gerist? tíminn á að byrja kl:08:00 en af sjálfsögðu er mín tafla ekki löguð!!!! og það semmeira er að þá eru þeir að reyna troða alltof mörgu fólki í sal 1 í háskólabíó og ætla að mér skilst ekki að færa.. þannig sona c.a 80-100 manns verða sætta sig við það að vera sætislausir ef þeir mæta ekki 10-15 min fyrir tímann.. en þetta er gert því þeir vita það bara fyrir víst að um þetta margir hætta í kúrsinum... gæti það verið kannski því að þau fengu aldrei sæti??? hehe En þetta er háskólinn í dag... tótal krapp...
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Annar weird draumur
eða daumur eins og einhver peyji sem söng í söngvakeppni framhaldsskólanna myndi orða það..... En allavega ef ég væri forspár með draumum þá verður nýjung á þjóðhátíðinni í ár, með að öll tröllin á þrettándanum verði þar líka, sem og flugeldar verða bannaðir og það kemur skriða á meðan allir eru í brekkunni því að Siggi Björn sprengir einhverja litla bombu og er handtekinn... aðeins einn meiðist þó... veit ekkert hver það var..
en magnað samt..
þriðjudagur, janúar 13, 2004
æi mikið finnst mér ég vera eitthvað feitur í dag...
Info
Hver hér getur frætt mig um það hvar sé hægt að nálgast hljómsveitir? eða hver sér um það að panta allar þessar stórsveitir til landsins?
ég var að spá hvað það gæti verið ofur kúl og rokkað að reyna fá Tenacious D til að rokka landsmenn...
magnað
Eftir endalaust kvíðakast er ég loksins búinn að fá út úr öllum prófunum og þar kom það.. aðferðafræði I = 6,5 þannig ég fæ mitt fokking lán.. YEAH!!! nú er stuð...
Hey já
Hvernig fannst fólki annars VKB merkið takast? er kannski enginn sem sá það? hehe
Jólamyndir og fleira...
Mar er sona fletta sig í gegnum Jólamyndirnar á netinu og rakst þar á síðuna hans Sæþórs frá honum Gumma.. nettur...
Sá hérna mynd af Sidda og hann er alltaf í stuði..Gunnar sagði að hann væri hættur allri strípihneigð HAHA
Kolli hérna að athuga hvað hann kemur stórum inn... og að lokum hérna myndasaga með Haffa.. þessi drengur er sko skrítinn greyið...
Jólatré
Hvað er málið í borginni með jólatrén? þau eru hérna fjúkandi um allar tryssur? Hvers konar samfélag er þetta? er bara hennt ruslinu út á götu og vonast til að það fjúki í burtu? weird..
mánudagur, janúar 12, 2004
Raunveruleikinn
Já crap.. það hlaut að koma að því, í dag varð allt venjulegt eða sona næstum því.. byrjaði að vinna attur... þótt það sé ekki nema 1-2 klst á dag er það boring.. Svo byrjar skólinn á fimmtudaginn. En fyrst þarf ég að fá að vita hvort ég geti haldið áfram í skólanum.. því ég er EKKI ENN BÚINN AÐ FÁ EINKUNN Í AÐFERÐARFRÆÐI ... helvítis djöfull ég er orðinn mega pirraður yfir þessu.. meina það er allt í biðstöðu hjá manni vegna þess að ég verð að ná þessu fagi til að fá lánið hjá LÍN og þeir eru bara ekkert að flýta sér að fara yfir þetta druslu próf...
ekki gaman.. mánudags pirringur held ég bara...
sunnudagur, janúar 11, 2004
Flott djamm
Búin að vera fínasta djammhelgi Helgi og öll hin líka... hehe
Á föstudaginn var það djammað á kaplanum með forsetanum, haffa, sigga, þóri, ragga ben, helgu og hrafnhildi.. það var súper fjör bara endað á pöbbarölti en þó mest inn á Buff...
Í gær var ammli hjá Þórönnu sem byrjaði sona frekar rólega en fljótlega æstust leikar og þarna var samankomið fullt af partýliði tilbúin að mála bæinn rauðan... ég get ekki tjáð mig mikið um þetta þar sem minnið er að bregðast mér smá hehe man samt að það var farið á Sólon og reynt að fara inn á Felix en þar sem allir eru búnir að fatta að kvennfólk heldur sig þar var endalaus röð inn.. svo man ég bara að ég var að kaupa mér Hlölla bát því það var líka endalaus röð á nonna bita sem sökkar því ég hef ekki ennþá smakkað þetta.. og svo vaknaði ég heima bara.. þegar ég kom fram var jólatré á miðju stofugólfinu hjá mér og það vakti furðu mína... greinilega leiddist mér ekkert að labba heim í nótt hahaha
laugardagur, janúar 10, 2004
Hlýtur að vera djók
Annað hvort hafa stjórnendur skjás eins mikinn húmor fyrir sjálfum sér eða þeir eru algerlega paððettikk... ný auglýsing frá þeim þar sem þeir kynna helstu samruna íslandssögunar og enda svo á að segja núna í ár 2004 sameinast svo skjár einn og skjár tveir undir merki skjá 1.... hahahahaha þetta er baaaaara fyndið.. skjár tveir floppaði semsagt ekki.. þeir eru voru bara vinna að samruna frá því stöðin opnaði í okt....
Ammlisglás...
Þokkalega margir sem eiga ammli núna í janúar svo ég ætla bara skella ammliskveðjunni minni í eitt blogg fyrir alla :)
Fyrst náttlega nýja barnið 3.jan það varð þá 0 ára.. eða 9 mánaða eða whatever..
Svenni bróðir ammli 8.jan
Þóranna Halldórsdóttir skvísa með meiru 11.jan
Friðberg E. Sigðurðsson verðandi pabbi á svo ammli 15.jan
Tvíburarnir Símon og Jóhann eiga svo ammli þann 19.jan
Feiti dvergurinn Sindri "DIDI pulsa" Ragnarsson á ammli þann 22.jan
Ég held ég sé nú ekki að gleyma neinum.. vona ekki.. annars skammiði mig bara
Til hamingju með ammlið janúar krakkar..
föstudagur, janúar 09, 2004
hamingja
Fólk er mismunandi eins og flestir vita, annars væri lífið hálf ömurlegt og tilbreytingalaust. En eitt er það sem við höfum öll sameiginlegt, og það er að við eigum öll fokking slæma daga og eins og lífið sé að hrynja í sundur og allir hafa það sameiginlegt að halda að þeir séu sá einu sem eru í þeim sporum.
Það er rosalega furðulegt að sama hversu góð við erum að leysa annara manna vandarmál þá erum við staurblind á það sem okkur vanti.. Hjónabandsráðgjafi til dæmis getur alveg átt hrikalegt hjónaband sjálfur þótt hann hjálpi tugi para á ári.. og fólk á rosalega erfitt með að sjá hvað það er sjálft að gera vitlaust í lífinu, þó það segi það við annað fólk.
svo kemur annað mál, það er að við viljum ekkert skipta okkur af neinum.. ef við sjáum greinilega að Jón á í vanda með eitthvað, þá finnst okkur það heimskulegt að fara segja eitthvað sem okkur finnst voðalega augljóst.. meina hann hlýtur að vita það sjálfur right???
Svarið er nei... eflasut veit Jón ekkert hvað sé að honum þó öllum öðrum finnst það mjög augljóst.. og það sem hann þarf eflaust er að einhver tali við hann.. spyrji hvað sé að og gefi sitt eigið ráð.. alveg sama hvaða ráð þið gefið.. allt er gott á meðan samskipti eru.. það er megin undirstaða að við getum lifað í samfélagi en okkur íslendingum er að takast að útiloka það.. því samskipti eru svo "asnaleg"
Næst þegar ykkur líður illa, því skólinn gengur illa, mér gengur svo illa að hözzla, ég á svo ljótan bíl eða annað slíkt.. hugsiði bara um fólk sem á við raunveruleg vandarmál að stríða.. og taliði við fólk um þetta ekki bara byrgja inni og vona það fari.. því það gerir það ekki, vandarmál brjótast út.. bara á einhvern annan hátt...
jæja Góða nótt
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Furðulegur draumur
Það væri súper að fá að vita af hverju og hvernig heilinn virkar á nóttunni þannig að úr verði draumar.. Ruglið sem manni dreymir oft er alveg óskiljanlegt.. og í nótt var það mjög undarlegt.. ekki kúkú undarlegt eins og fljúgandi fílar og eyjarnar öfugar eða eikkað þannig.. heldur bara furðurlegar aðstæður frekar og skrítnasta við allt saman að ég man drauminn bara nokkuð vel.. en ég á það til að gleyma þeim strax sko...
Draumurinn var einhvernveginn á þennan veg:
Ég man reyndar ekki aðdragandann að þessu en allavega ég var kominn inn í Smáralindina, sem var alls ekki smáralindin því í annan endan var komið margra hæða hús, og á 3.hæðinni var Beta að halda ammlisveislu og mér var boðið í hana af einhverjum ástæðum og það sem meira er, ég var að útbúa gjöfina á annari hæð og það var einhver persónu sem ég veit ekki hver átti að vera sem var alltaf að passa það að Beta kæmi ekki niður að sjá gjöfina... en hún var alltaf að reyna koma sjá. Gjöfin.. var í meira lagi skrítin.. það var risastórt grasker sem ég var að sker út sem ílát held ég.. og í því átti svo að vera bolla.. en er þó ekki viss.. svo setti ég graskerið sem náði mér upp að mitti í kassa og pakkaði inn í gjafapappír.
Svo kom ég í ammlið.. þarna var bara fólk sem ég þekkti ekki neitt og ég þurfti strax að fara á klósettið, salurinn sem þetta var fyrst í smáralindinni var núna orðið að heimili, það var ekki hægt að læsa né loka klósetthurðinni og meðan ég var að pissa var fólk að koma inn og út á baðherbergið til að snyrta sig o.s.frv. ég gat á endanum ekki pissað fyrir truflunum. Þegar ég kom fram var að koma matur, svo ég fékk mér sæti við borð þar sem flestir sátu, og ég man að þetta var óþægilegasta matarboð sem ég hef upplifað (í draumi náttlega) Þarna var fullt af fólki við borðið á öllum aldri svo trúlega var þetta fjölskylda Betu, og allir voru alltaf að glápa á mig með sona augum eins og (þú átt ekki að vera hér) þannig var vanlíðanin sko.. en mér tókst að crack'it up með að segja einn eða tvo brandara og sagði svo fólkinu að mér þætti svo undarlegt að 4 af þessu fólki sem var þarna voru nákvæmlega eins og fólk í minni fjölskyldu, ég man ég sá móðursystir mína hana Möggu en svo einkennilega vildi til að konan þarna hét líka Margrét, svo voru aðrir bara lík einhverjum öðrum frændsystkinum en man lítið eftir því.. Þessi Magga í draumnum fannst þetta rosalega merkilegt og vildi vita allt um móðursystir mína sem ég reynda að segja eftir bestu getu... Svo kom maturinn.. Það var einhver kássa held ég en málið var að það var lagt á borð þannig að allir voru með 3 furðulega diska og svo voru furðuleg hnífapör líka.. en allavega.. lítið gerðist svo nema það að það kom meira fólk, ennþá allt fólk sem ég þekkti ekki neitt og það fóru að myndast lítil partý innan partýsins, eldhúspartý sem ég var ennþá fastur í og ekki ennþá farin að fá neitt að drekka á meðan allir aðrir voru orðnir vel drukknir.. svo var svaka fjör inn í stofu en fólk var að spila twister minnir mig þar.. og svo var komið útipartý þar sem mesta fjörið var, að lokum stóð ég upp og fór að bollunni en þar voru engin glös, svo ég fann eitthvað upp í hillu sem var eilla meira sona brúsi en glas, eftir svo smátíma sá ég að það var pínulítið gat á brúsanum og ég átti mjög erfitt með að drekka úr því þannig éh skipti og fékk stórt glas í staðinn. Svo var draumurinn bara eikkað þannig að ég var að labba um og spjalla við fólk sem ég þekkti ekki.. svo kom frænka mín hún Íris Dögg í partýið með vinum sínum sem ég þekkti ekki og hún hafði ekki tíma til að spjalla við mig.. svo ég fór út í partýið sem var svaka fjör, þá kom Beta til mín að þakka fyrir gjöfina og sagði að þetta væri rosalega fín gjöf. í því kom svo sértrúarsöfnuður sem kom alltaf þegar var verið að halda partý hjá Betu eða svo skildist mér, þetta var alveg fullt af fólki og aðal gaurinn var voðalega gáfulegur í útliti.. ég elti þá inn og ætlaði að vera gáfulegur og segja hvað þeir hefðu engann rétt til að vera hérna, og var að reyna vitna í biblíuna og eitthvað rugl en ég gerði það allt vitlaust og ég man að allt í einu var ég orðinn sauðdrukkinn og babblaði bara og ég man að það var rosalega óþægilegt því allir voru að hlusta og hlóu svo af mér.. sömuleiðis var aðal gaurinn þessi gáfulegi orðinn mjög þreytandi týpa þvi hann var sona alltaf að segja i told you so eða svona með svipnum allavega.. svo ég fór úr partýinu og þegar ég kom út var ég kominn á strandveginn í eyjum og partýið var í húsinu beint á móti Klettinum.. það gerðist lítið markvert eftir það... nema ég var lengi að labba heim og ég labbaði í vitlausa átt..
Þetta var fokking Weird
Jólin búin
Jæja þá eru jólin búin.. því miður og blákaldur raunveruleikinn tekur við.. mér líður bara eins og druslurnar í batselor eða álíka þáttum þar sem maður hefur lifað í draumaheimi en allt tekur enda haha
þar á meðal er síðan komin í sitt eðlilega form ykkur til mikillar gremju en svona er þetta bara.. aðeins 360 eða eitthvað um það dagar í að síðan verði jólaleg aftur.. kannski maður setji rauðan lit næst..
En allavega smá jólapæling að lokum.. af hverju fer það rosalega í taugarnar á fólki að jólaskraut er sett upp í miðjum nóv. en það er allt í gúddí að hafa það hangandi fram að 23.jan eins og er að skapast hefð fyrir um hérna í Eyjum?
Skóli fyrir alla
SHIT... 26500 kall fyrir bækurnar á vormisseri... fyrir 4 bækur!! já ég segi bara að ég vona svo obboslega mikið að ég hafi náð aðferðarfræði 1 svo maður fái lánið.... annars er maður í þokkalega djúpum sko.. maður átti erfitt á síðustu önn að reyna koma endum saman fjárhagslega.. ég get ekki séð og skilið hvernig í andskotanum það er hægt lánslaus frá Lín.. þeir sem geta það.. eru hetjur!! já er ekki skóli fyrir alla? svo á mar eftir að borga skólagjöldin.. úff
en jæja smæla framan í heiminn.. víst þetta kostar sona mikið á það eftir að margfalda áhrifin sem það hefur á líf manns.. er þaggi?
Djöfulsins kjaftæði
Það er ekki séns að kvikmyndin Opinberun Hannesar hafi kostað 59 milljónir... þvíííílíkt Rugl sko.. mig hlakkar mjög mikið til að sjá þessa blessaða kostnaðaráætlun og sjá hvar þeir klína peningana á...
Ef svo er að þetta rusl hafi kostað þennan pening er þetta fjárhagsmistök ársins 2003... en notabene nú er maður ekkert að krítesera söguna sem slíka.. fín hugmynd.. en illa staðið að kvikmynda söguna og bara hreint og beint amatör yfirbragð (afsakið slettuna enn og aftur) og ekki hægt að sjá að þessi mynd hafi verið gerð eftir topp kvikmyndagerðarmann..
Svo ég segi bara hvert fóru þessar 59 milljónir nákvæmlega??
miðvikudagur, janúar 07, 2004
Besti 13 ándi ever
Sko gat það besti 13'ándi ever.. það byrjaði með frábæru veðri sem endaði með brjáluðiu fygleríi.. crap farinnn að dsaofa
sunnudagur, janúar 04, 2004
HAHA
laugardagur, janúar 03, 2004
Old news
Eitt sem ég gleymdi alltaf að blogga um jólin.. enda var ekki mikill blogg-hugur í manni þá.. en nú er komið nýtt ár og menn fílefldir í það að blaðra um daginn og veginn.. og mitt fyrsta verk er að styðja sænska sálfræðingafélagið (og í leiðinni eignast marga íslenska óvini hehe) En samkvæmt því sem formaður Animu sagði mér þá hefur sænska sálfræðingafélagið fordæmt sjónvarpsþáttinn Dr.Phil og lagt til um að hann verði bannaður í svíðþjóð og er nokkuð viss um að það sé búið að gera það í svíðþjóð... Og hvers vegna spyrjið þið? jú því að þessi þáttur gefur rosalega miklar ranghugmyndir um sálfræði... Ég er þessu algerlega sammála, margir myndu kannski segja .. nei nei hvaða rugl er þetta... má ekki lengur búa til sjónvarp eða hvað? en ég geng nú ekki svo langt.. mér er alveg sama hvað oprah eða aðrir gera i sona spjall-leysa vandarmál þáttum en málið með þennan þátt er að hann kemur fram í þáttunum sem Dr.Phil og spilar út á þættina sem sálfræðingur sem er alls ekki viðunandi þar sem hann er ekki að notast við neinar vísindarlegar aðfeðrir eða neitt.. því vil ég að þetta veðri sömuleiðis ekki leyft á Íslandi..
einn punktur í viðbót... Fólki myndi aldrei detta það í hug að búa til stærðfræði-eða annarskonar raungreina þætti þar sem sannleikur og annað yrði sugarcoated til að passa í sjónvarp.. eins og stærðfræðiþáttur sem myndi breyta 8 eða 9 sinnum töflunni því hún er leiðinlegri en hitt... það myndi alls ekki viðgangast og allt yrði kreisí því þá er verið að brjóta á reglum og lögum sem við þekkjum og kunnum úr stærðfræðinni og lætur hana virka...
fólki virðist sama þótt það sama er gert með sálfræðina..
jæja.. hver vill byrja..
3.jan 2004
Já það var að fæðast barn núna fyrir ekki svo mörgum mínutum... það var drengur og bætist lítill frændi í hópinn núna :)
Til hamingju Sigrún og Svenni bró
Update... var að fá sms frá bróðir mínum og það hljómaði svona..Kl:12:05 fæddist strákur, 21 mörk og 58cm. Móðir og syni heilsast vel
Svo ég endurtek bara Til Hamingju nýju foreldrar..
föstudagur, janúar 02, 2004
Áramótaskaupið
Ætla ekki að eyða orðum í það... alveg eins og ég átti von á bara
Ég hló kannski 2-3 sinnum og það var allt vegna kjánalátahúmor eins og þegar Laddi hljóp á vegginn og gaurinn talaði með hátalardæmið upp að gaurnum í fangelsinu..
2004
Jæja þá er bara komið 2004 ... og barnið ennþá ekki fætt hjá Sigrúnu og co. kannski það sé að bíða þar til 8.jan svo það geti haft sama ammlisdag og pabbi sinn
En þetta ár sem var að líða 2003 var bara fínt.. byrjaði og klárði kvikmyndaskólann. 1.stigið.. átti frábært sumar og byrjaði svo í nýju námi í haust í háskólanum alveg eftir áætlun... sýnir það að það er ágætt að fylgja áætlun :)
Svo ég vil bara þakka fyrir þetta ár og allir sem tóku þátt í því með mér.. g sjáumst hress á þessu glæspáfránýja ári
nettur!!
|