mánudagur, maí 31, 2004
Tillkynningar
Týndi símanum mínum í gær.. en fann hann aftur áðan
Djammsi
Fór á djamm í gær, þar sem ég missti af SSSól ballinu því að helvítis dallurinn gat ekki farið hraðar en 12 mílur.. hehe
en það var fínt djamms í gær, mamma bauð mér út að éta á lokahóf hvítasunnumótinu hjá Sjóve, mjög góður matur og þá sérstaklega hreidýrakjötið ÚFF!! ekkert smá gott
En eftir matinn fór ég á Mánann að spjalla við Fúsa og drekka öl og írskt kaffi og svo var haldið á Lundann í annarlegu ástandi.. mjög fínt.. held ég hafi dansað heilan helling og skemmt mér konunglega...
góður
Ef ég steiki hamborgara og geymi hann í smá tíma og steiki síðan annan hamborgara... er þá sá fyrri ekki orðinn eldri borgari??
hóhóhóhó
sunnudagur, maí 30, 2004
Dæmisagan
Skulum sjá hvort fólki finnst þetta eðlileg meðferð á starfsfólki.. segjum svo sem að maður sem hefur unnið í 5 ár hjá til dæmis Íslandsbanka. Fyrirtækið sér fram á einhvern samdrátt og segir þessum starfsmanni upp án nokkurar útskýringa, og býður honum 1 mánaða tímabundinn ráðningarsamning, sem felur í sér að hann mætir bara þegar fyrirtækið þarf á honum að halda.. en annars getur hann verið heima hjá sér því það er svo dýrt að hafa hann allan daginn í vinnu.
Fólk kann að segja... þetta myndi aldrei gerast því þetta er kolólöglegt og það lætur enginn maður vaða svona yfir sig...
En raunin er önnur.. þetta er mjög algengt innan sjómannastéttarinnar.
og fólki finnst þetta allt í lagi vegna þess að sjómenn eru með svo há laun.. en fyrir það fyrsta þá eru það ekki allir með svo há laun og menn hljóta eiga hafa sama rétt þó þeir séu ekki að vinna á föstu landi. þetta er réttindaminnsta stétt landsins, og það er ekkert skrítið ef menn rífa sig eitthvað þá eru þeir bara reknir,því útgerðarmenn geta rekið menn án þess að gefa útskýringu á því.
Svo er verið að væla um að fyrirtæki eigi fjölmiðla og eitthvað bla bla.. er eðlilegt að sami maður eigi bátana,kvótann, fiskvinnsluna, útgeðrina, bræðsluna, vélaverkstæðið..allt saman??
held ekki
Ekki gera ekki neitt
Já.. það tók ekki langan tíma.. er strax orðinn pirraður á að gera ekki neitt.. kannski þar sem ég er ekki búinn að gera neitt síðan á miðvikudag, og nú er vikufrí..
En í dag fórum við Sigurður á rúnt og fengum okkur pulsu og kókómjólk og ræddum um hetjusögur af hafinu.. ekki voru þær margar..bara aðallega um hvað var kastað oft og hverjir voru mestu aumingjarnir um borð og sona skemmtilegheit.. síðan fórum við að skoða bátana hjá hvor öðrum.. örlítill metingur... En já.. varla hægt að vera meira sad hahaha....
En jæja.. spurning um að djamma í kvöld? Karma í Höllinni og Spútnikk með frænda mínum Kristjáni ógurlega júgróvisjónfara á Lundanum... eina málið er að mig vantar áfenga drykki og félaga til að drekka með...
hver býður sig fram?
Langt frí
Shæt.. aldrei hef ég fengið svona langt frí á sjómannadegi.. rúm vika bara í afslöppun og að leika sér... það verður sko vel nýtt
En já.. var samt eiginlega búinn að gleyma hvað þetta er helvíti löng sigling á síldinni.. vorum búnir að fylla kringum 2 leytið á miðvikudagsnóttu og vorum að renna í hlaðið hérna í Eyjum bara núna.. ekki nema 800-900 sjómílur.. svo til að bæta þetta var gaur sem skemmdi vídjótækið þegar 2 dagar voru eftir af siglingu... erfitt líf skal ég segja ykkur
En svosem ekki mikið búið að gerast hjá mér.. nema jú gaman að segja frá því.. það er eitthvað mjög sérstakt við það að vera vinna út á dekki í skínandi sól og blíðu klukkan 2 á nóttunni... very very weird.. enda var maður orðinn hálfruglaður á tímasettningum
en jæja.. ætti maður að reyna pína sig til svefns?
föstudagur, maí 21, 2004
Farinn á sjó
Já þá er minn bara fara á sjó á eftir.. þetta var eins og ég bjóst við.. hringt í mig og spurt, ertu í Eyjum? ég segi já.. ok, villtu fara á Sigurð? ég segi já.. fínt komdu klukan þrjú niður í bát... og símtalið búið... hehe svona virkar þetta og gaman að því...
En allavega pása hér þar til tja allavega á sjómannadag
Já fögur er hún
 Eyjan mín bjarta nú leik ég þér lag,
svo ljómandi fögur þú ert.
Ég dái þig ávallt hvern einasta dag
að dá þig er aldeilis vert.
Nú sárin þín gróa, nú vermir þig sól,
nú sóley á bökkum þér grær
Og alls konar fuglar að byggja sér ból,
í bergin, Eyjan mín kær.
Fólkinu fjölgar í Eyjuna enn
og öllum ber saman um það.
Hér eigi það heima, hér eigi það senn
heimsins fegursta stað.
Byggðin hún stækkar nú dag eftir dag
Já dafnar svo ótrúlegt er.
Ég eigna þér Eyja mitt ljúfasta lag
og lagið nú hefurðu hér.
Núna hátíð fer í hönd
halda mun ég tryggðarbönd
við þig elsku Eyjan mín
ávallt frá þér hlýja skín
fimmtudagur, maí 20, 2004
Baskari
 Já djöfulsins hetja er maður.. fór í körfu áðan með strákunum og það voru sko sýnd tilþrif.. eða já einmitt
En þetta var fjör og verður endurtekið meira.. verst að helvítis hendin eftir helvítis hálfvitann er ekki alveg í lagi ennþá, en þetta lagast .. kemur með kalda vatninu sagði nú maðurinn hérna í den...
miðvikudagur, maí 19, 2004
Smásagan
Helvíti er þetta sniðugt... við gerum smásögu a'la Haloscan!!
til að vera með þarftu að skrifa amk 2 línur og hafa nafnið þitt á einhvern hátt inn í sögunni.... simple ?? komumst að því :P
Sagan byrjar semsagt í kommentinu...
Írak
Mál sem ég hef ekkert tjáð mig um hér... enda langar mig ekki að draga bloggið niður á það plan.. og sjálfur á ég svo erfitt með að taka ákvörðun um hvað sé rétt í þessu máli.
Ég er allavega ekki sammála því að íslendingar studdu þetta stríð.. við höfum ávallt verið friðsöm þjóð og hlutlaus og vildi ég halda því áfram...En samt með þessum orðum fylgir töluvert kæruleysi
Málið var að þessi harðstjóri sem stjórnaði þessu landi var ekkert að gefa sig.. þrátt fyrir allar aðvaranir hélt hann áfram að pína sína eiginn landa og hóta því að ráðast inn í lönd nærri sér...Og það var búið að reyna svo margt... svo margt til að koma manninum frá völdum, og búið að reyna fullt að aðferðum til að afvopna hann og hvaðeina...Stríð er síðasta sort... var ekki bara kominn tími á hann?? var hægt að leyfa honum halda áfram að drepa landa sína og ógna löndum í kringum sig áfram? ég veit ekki.. kannski hefði mátt reyna eitthvað lengur.. en ég held að stríð hefði orðið að veruleika..
En jæja.. hættu að blaðra um þetta
Kjánalæti
Búinn að vera glápa á þingið í morgunn..og mér þykir það rosalega kjánalegt og barnalegt af fullorðnum mönnum að grípa fram í þeim sem eru að halda sínar ræður upp í ræðustól... sýna smá tilitssemi sko, hélt að menn ættu nú að kunna haga sér þarna
þriðjudagur, maí 18, 2004
Þar kom loksins að því
Jæja.. sá Kill Bill áðan.. og já...bara helvíti góð
Jæja
Eyjan mín bjarta á morgun... Helgi ætlaði áðan en var að leggja af stað hálftíma fyrir brottför.. aðeins of seinn svo hann mun fara á sama tíma og ég trúlega... hehe
En ekki ennþá búinn að fá vinnu fyrir utan þessa sem er í júní... þarf að fara finna mér eitthvað.. er að tékka öðru sinni hjá Ísfélaginu á morgunn...
Geggjað
Hahaha.. það var ekkert smá fyndið sem ég sá áðan... þa.... nei annars..það er ekkert fyndið
Survivor og bílar
Helvíti var hann sniðugur að tryggja sig sona...hehe..
En annað.. eina sem virkar í bílaauglýsingum er að láta bílinn keyra um í flottu landslagi og sýna hvað hann getur eða láta kynþokkafullt hálfnakið fólk vera í bílunum... ekki það að þetta virki eikkað sérstaklega..heldur að svona auglýsir maður bíla...ekki með fáránlegum auglýsingum um að hvað sé auðvelt að eignast bíl..og eikkað bla bla...
Bensín smemsín
Bensínverð mun aldrei fara fyrir neðan 90 krónurnar attur... svo það er bara spurning að fjárfesta í vetni eða rafmagnsbíl
mánudagur, maí 17, 2004
Ríkið kúkar á námsmenn
Já það er búið að kúka á okkur námsmenn... Eftir miklar samningaviðræður við LÍN menn og þá sem þar ráða var það ákveðið að hlusta ekkert á Stúdentaráð og samþykkt var hækkun á framfærslunni umeinhvern 2000 kall eða bara það sem reiknað er með koveri verbólgu...
Þetta er leiðnlegt því að við hjá Vöku höfðum góðar vonir um að gera allt okkar besta til að hækka framfærsluna og lækka skerðingarhlutfallið enn meira en það lækkaðu um einhver 3% eða eikkað... Þetta er leiðinlegt en það var hart barist og veit ég að Jarþrúður og þau í Lánasjóðsnefnd eru búin að vera eltast við stjórnmálamenn út um allan bæ og sitja fyrir þeim til að reyna koma vitinu fyrir þessu fólki um að það sé ekki hægt að skerða peninga til námsmanna..sérstaklega þar sem þeim fer fjölgandi....
En aðal ástæðan fyrir þessu tel ég að minnsta kosti sé, að þetta var keyrt í gegn af ráðamönnum þar sem þetta var mál sem féll verulega í skuggan af öðrum málum og að það voru jú bara kosningar í fyrra...
En vaka heldur áfram sínu striki..og auðvitað verður tekið á þessu máli enn frekar,því við sættum okkur ekki við þessa niðustöðu, Næsta stórmál er nú samt Skólagjaldarmálið en á föstudaginn mun verða haldinn fundur hjá Háskólanefnd og verður trúlega þar ákveðið hvort skólinn eigi að taka upp skólagjöld eða ekki...
Vaka og báðar hinar fylkingarnar eru að vinna sameiginlega að því að koma því inn í hausinn á þessu fólki að skólagjöld eru ekki málið!!!!
En jæja.. þetta er kannski orðið aðeins of langt... En nemendur fylgjast með sínum málum.. þótt skólinn sé búinn eru hitamál enn í gangi...
sunnudagur, maí 16, 2004
SHIT!!!!!
Handónýtur?
já....
úff þetta er búið að vera svaðalegt.. Eigum við ekki bara setja þetta upp svona:
Miðvikudagur: Djammað því að prófin voru að klárast.. orðin vel í glasi um kvöldmatarleytið og fer þá í innfluttningspartý hjá Írisi Dögg og það var bara mjög gaman
Fimmtudag: þá var vesenast með Animu til að redda Vorferðinni og endaði með Grillveislu heima hjá Gest sem er fínasti drengur... það var grillað Humar og Ýsu og drukkið mikinn BJÓR!!!!
Föstudag: fyllerí hjá Kolla... meira veit ég ekki
Laugardagur: Vorferð Animu... svakalegt djamm og mikið fjör.. fyrir utan það að einn gaur var trúlega útúr kókaður.. og ætlaði að drepa mig með púns skál en endaði á því að trúlega handabrjóta mig.... og þar sem ég er ekki að meika að skrifa meira svona kvalinn.. þá verður bara hafa þetta í styttra lagi
Súper.... og krakkar Do not use drugs
miðvikudagur, maí 12, 2004
Dalurinn Opinn
 Jæja loksins loksins.. ný heimasíða hjá þjóðhátíðarnefnd hefur verið opnuð!! sama netfang á www.dalurinn.is.. Og nú fer tilhlökkunin að fara gera vart við sig... úff... þetta verður svakalegt..
En líka.. BÚINN í prófum.. í bili allavega, spurning um eitt eða tvö stk 15 ágúst... úff vona ekki
Háskóli Íslands er ofdekraður krakki
 Háskóli Íslands er ríkisstofnun og vegna þess þurfum við ekki að borga nein skólagjöld og auðvitað eigum við heldur ekki að þurfa þess... það eiga allir að hafa jafnan rétt aðgengis að námi og með háum skólagjöldum eru ekki allir sem geta komist í nám svo er nú það.
En það er eitthvað virkilega furðulegt við það að bara vegna þess að ríkið borgi brúsann þá þurfa nemendur ekki að taka neina ábyrgð á náminu sínu... Fólk er að skrá sig í of marga áfanga en það ætlar að taka bara til að sjá hvort þetta sé auðveldur áfangi eða ekki.. og svo er fólk skráð í próf en mætir ekki því það er illa lesið.. þetta tvennt kostar skólann gríðarlega mikinn pening.. samanber kostar skattborgara gríðarlega mikinn pening... Auðvitað á ríkið að borga skólagjöld okkar nemenda.. en mér finnst það fráleitt að ríkið sé að borga undir þennan skóla á meðan nemendur skólan geta ekki tekið ábyrgð á námi sínu og haga sér eins og þeir gera....
Það er til dæmis mjög óeðlilegt að það sé um það bil 450 nemendur sem byrja á haustönn en það eru ekki nema tæp 150 sem halda áfram á vorönn.. af þessum er kannski ekki nema um 250 sem taka jólapróf. Þetta er ekki ókeypis, því skólinn fær greitt fyrir þá sem taka próf.. ekki fyrir þá sem sitja áfangana.
En hvað? nú vill stjórn Háskóla Íslands fá leyfi hjá ríkinu til að innheimta skólagjöld.. er það þá ríkinu að kenna að svo verði leyft? Persónulega finnst mér að menntamálaráðherra ætti ekki að leyfa Háskóla Íslands að byrja innheimta skólagjöld.. allavega ekki fyrr en rekstur skólans hefur verið tekinn í gegn og hagrætt... það má til dæmis athuga hversu margar stöður hafa verið búnar til fyrir ýmsa menn innan skólans.. og einnig mætti skoða í hvað nákvæmlega þessi risnukostnaður fer... 5 sæti yfir risnukostað allra stofnanna íslands.
Ef þetta er komið í lag og ennþá allt í skralli finnst mér í lagi að leyfa Háskólanum reyna fyrir sér með skólagjöld... ekki fyrr..
Svo þetta er ekki spurning um hvort sjálfstæðiðsflokkurinn sé vondi kallinn.. og ég er alls ekki að reyna taka upp hanskann fyrir þá því flokkurinn er búinn að vera skíta á sig undanfarið og maður hefur ekki beint mikið álit á þeim eins og er... Ríkið á EKKI að hækka meira útgjöld til Háskóla Íslands .. því það er bara nákvæmlega eins og að láta öskrandi og vælandi frekan krakka í búð fá sleikjó...
þriðjudagur, maí 11, 2004
Hoffman Fréttir
 Já stórhljómsveitin Hoffman mun spila á næsta Jack Live kvöldi hjá X-inu föstudaginn 14.maí næstkomandi. Einnig munu Mínus og Manhattan spila og verður trúlega mjög gaman á þessum tónleikum.
Held það kosti ekki nema 800 kall inn á þetta dót og Jck Daniels á tilboði.. ekki er það nú verra... maður getur þóst vera óttarlegt karlmenni þarna...
En jamm allir að mæta og kíkja á Hoffman spila á tónleikum.. ég missti af síðustu tónleikum hjá þeim vegna helvítis prófanna en maður mætir pottþétt á þessa... Held að Birkir Atla ætli meira segja fylgja peyjunum í bæinn... óttarleg grúbbpía er þetta..
Tilraun
Hérna er lítil tilraun svona til að létta þér skapið og allt það...
Þú þarft að lesa bara vel yfir settningu 1 áður en þú lest og svarar spurningunni.. best er að lesa upphátt.
Þetta er á ensku en það er allt í key.. allir eru svo klárir orðnir í enskunni...
Settning 1:
FOLK is pronounced FOKE, with the L being silent. POLK is prononced POKE, again with the L being silent...
Spurning
How is the name of the white of an egg pronounced?
Svar ef mætti teljast svar er í kommentinu ;)
gaman að þessu
Leti eða bara breytt styrkingarsnið?
 Við höfum öll ávana sem við erum ekkert sérstaklega stolt af og eða viljum losna við... eða bæta okkur í :P þetta gæti verið að: reykja, drekka, horfa á of mikið tv eða læra of lítið. Þegar við ráðum ekki við þetta og náum ekki að hætta reykja, glápum á tv í stað þess að læra eða hvað sem er er því oftast kennt á leti okkar eða ýmsa persónulega galla. Atferlisgreiningin hefur þó annað um málið að segja, þar er nefnt að slæmir ávanar fá bara styrkingu og til að hætta þeim eða minnka þá þarf að breyta um styrkingarsnið.. því allir slæmir ávanar eru lærðir og til að sleppa því að gera þá þarf bara læra nýjar aðferðir.
Tökum eitt gott dæmi sem maður þyrfti nú að fara læra líka... það er lærdómur.. maður heyrir þetta hjá öllum háskólanemum... ég ætla sko að taka mig á næstu önn því að ég hef bara verið að slæpast þessa...ég myndi segja að eins og í mínu tilfelli þá sé það sjónvarpið sem er að taka allan minn tíma frá lærdómi.. Hvað er hægt að gera?
Fyrsta skrefið er að setja sér markmið, þetta er eitthvað sem allir heyra endalaust af.. í líkamsrækt, í að hætta reykja.. í nuskin og hvaða rugli sem er.. þá er það alltaf setjið ykkur markmið.. og í raun er það 1.skrefið og það er ekkert bull... og það er af sjálfsögðu ekki nóg að segjast ætla læra 10 tíma á dag, eða ég ætla fara á 2 æfingar á dag alla daga vikunnar eða ég ætla hætta reykja alfarið á morgunn... Nei það verður að vera markmið sem þú veist að þú munt geta ráðið við og eitthvað sem þú munt framkvæma
En með lærdóminn ákveðum við þetta ætla ná 6 tímum í lærdómi á dag..
Næsta skref er að mæla hversu mikinn tíma þú eyðir í raun í lærdóm að meðaltali. þú gengur bara um með litla vasabók og skráir niður þann tíma sem þú eyðir í lærdóminn og reiknar það saman svo í enda dags og svo í lok vikunnar færðu út meðaltal fyrir hvað þú eyðir á hverjum degi.. segjum svo sem að það eru 59 mínútur á dag. Augljóslega ertu mjööög langt frá takmarki þínu sem eru 6klst á dag, en ekki örvænta.. þetta kemur allt, eins og í líkamsrækt færðu ekki sléttan maga eftir 1 viku í ræktinni (þótt sumir virðast halda það *hóst* *hóst* hahahaha)
 Næsta skref er að setja sér raunverulegt takmark. það er e.t.v frekar mikið sjokk á að fara frá 1 klst í 6 klst lærdóm á dag og mjög líklegt að þú gefist upp strax. svo við segjum að þú aukir það upp í 2 klst á dag fyrstu vikuna.
En hvernig? greinilega tók það hrikalega á að vera eyða heilli klst á dag í að læra? hvernig tvöfaldar maður það??
Fyrst ættiru að líta í kringum þig og sjá hvernig þú lærir og hvað það er sem er að draga athyglina frá lærdómi. þú veist að sjónvarpið er (eins og í mínu tilfelli) aðal athyglisþjófurinn en það er í raun meira en mðaur tekur bara ekki eftir því.. Best er að setja upp töflu sem er eins og stundarskrá nema óútfyllt.. Hafðu hana frá 7 að morgni til 12 á kvöldin og hafðu alla daga vikunnar á henni. Fylltu svo út í hana í hvað þú ert að eyða tímanum í, þannig sérðu hvað þú ert að gera vitlaust sem dregur athygli frá lærdómi.
Síðan ættiru að reyna breyta umhverfinu í kringum þig. reyndu að forðast þá sem eru alltaf að reyna draga þig í bíó, í keilu, á fyllerí o.s.frv. (ath ekki alfarið forðast vini þína.. heldur bara eyddu meiri tíma í að læra því það er takmarkið).
síðan er að skoða svæðið sem þú notar undir lærdóm, hvað er athyglisþjófur þar?? (margt kemur til greina, útvarp, sjónvarp, meðleigjendur, dýr ofl) Ef það er of mikið af áreitum þá ættiru ekki að nota þetta herbergi sem lesaðstöðu. Best er að finna stað sem er einskonar athvarf þar sem það er bara þú og bækur!! En rannsóknir hafa sýnt að ef þú getur tengt ákveðinn stað eingöngu við lærdóm og neyðir sjálfan þig til að fara þangað að læra svo þá eykuru nám á ótrúlegan hátt.
Síðan af sjálfsögðu .. það mikilvægasta er að finna út verðlaun fyrir vinnuna þína. Eins og þetta dæmi er þá ætlum við að auka lærdóm um 1 klst á dag í viku. Ef þú eyðir 2 klst á dag í heila viku að læra áttu skilið styrkingu (verðlaun) fyrir afrekið og það getur verið eikkað sem þér finsnt skemmtilegast að gera (helst það sem þú varst að minnka til að læra meira).
Næstu viku reynir þú svo að læra 3 tíma á dag á meðan reynir þú að fylgjast með og skrá niður nákvæmlega tíma/lærdóms venjur. hverja viku sem þetta tekst hjá þér þá eykuru lærdóm um 1 klst þar til þú nærð takmarkinu 6 klst á dag eftir nokkrar vikur. (ath ef þú svíkist undan er tilgangslaust að bæta 1 klst við næstu viku, þar sem þú átt eftir að ná fyrri tíma.)
Í raun ertu bara móta lærdómshegðun þína með hægfara námundun að réttri hegðun, rétt eins og hægt er að móta dýr til að gera allskonar kúnstir er hægt að móta þína hegðun til að gera allskonar kúnstir hehe ;)
Þetta er bara eitt dæmi um það hvernig sé hægt að breyta hegðun fólks, þessi aðferð byggist á mikilli sjálfssjórn og er það mjög gott ef fólk nær árangri þar því að þá er maður ekki bara að bæta lærdóminn heldur er maður að byggja upp meiri sjálfstjórn.
En jæja.. gaman að þessu ekki satt??
p.s myndin efst sýnir mynstur sem heitir Scalloping... hóhó
mánudagur, maí 10, 2004
Glæsilegt
 Já það er ekki oft sem ég horfi á handbolta en síðastliðna daga hef ég verið að glápa á leiki ÍBV og Vals í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn og svakalega er þetta búið að vera spennandi og skemmtilegir leikir... mar var gjörsamlega að fara á taugum á tímabili .. hehe..
En allavega þetta var frábært hjá þeim eyjastelpum að vinna þetta og gaman að fá Íslandsmeistaratitil heim til Eyja :)
Svo kemur bara önnur dolla í haust þegar ÍBV kvenna vinnur sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil... Allir að kaupa árskort hjá Láru Dögg
Til hamingju Íbv í handbolta með þennan glæsilega árangur..
Nokkur Kvót..
 Og segið svo að maðurinn sé ekki snilli...
"We stole countries! That's how you build an empire. We stole countries with the cunning use of flags! Sail halfway around the world, stick a flag in. "I claim India for Britain." And they're going, "You can't claim us. We live here! There's five hundred million of us." "Do you have a flag?" "We don't need a bloody flag, this is our country you bastard!" "No country, no flag! You can't have one. Those are the rules... that... I just made up! And I'm backing it up with this gun... that was lent from the National Rifle Association."
"Martin Luther was a German fellow who pinned a note on a church door that said, "Hang on a minute!" Actually, he was German so, "Ein minuten bitte!"
"I like my coffee hot and strong, like I like my women, hot and strong... with a spoon in them"
"Pol Pot killed one point seven million Cambodians, died under house arrest, well done there. Stalin killed many millions, died in his bed, aged seventy-two, well done indeed. And the reason we let them get away with it is they killed their own people. And we're sort of fine with that"
"What is is Lieutenant Sebastian? I'm arranging matches...
-Well... It's the rebels sir... there here
My God man.... Do they want tea?
-No i dont think so.. but they brought a flag..."
Hvít lygi
Ef ég myndi heita Borgar þá færi ég pottþétt í verkfræði, því þá gæti ég kynnt mig sem Borgar verkfræðing...
myndi trúlega hözzla út á það..
sunnudagur, maí 09, 2004
Lokadagur
 Á þriðjudaginn er 11.maí og Þá er dagur sem kallast Lokadagur, hann er ekki mikils virtur dagur í dag og fáir vita hvaða tilgangi þessi dagur ætti að þjóna,,, nema þá helst að það væri bara heimsendir á miðvikudag.. hehe
En hvað er lokadagur? jú hérna í gamla daga réðu menn sig á bátanna yfir vertíðina og 11.maí var alltaf lokadagur vertíðar og það virtu menn... og var það jafn öruggt og að 24.des væri aðfangadagur... 11.maí var Lokadagur og menn sem réðu sig á ba´ta yfir vertíðina urðu að gjöra svo vel og vinna fram að þeim degi. en það var líka gott að vita það væri öruggt að það yrði hætt 11.maí því þá fóru menn í sumarvinnuna sína sem oftast var búskapur að einhverju tagi.
Mæðradagur
Í dag heiðrum við móðir okkar.. Og ég vil nú bara segja til hamingju með daginn mamma mín og allar aðrar mömmur... þið eigið skilið allt það besta í dag og reyndar alla daga.. þær eru nú þær sem koma okkur í þennan heim og eiga ávallt heiður og virðingu skilið :)
En ég spyr nú samt enn... hvar er feðradagurinn??
Sunnudagskaffi
Amma og Afi eru í borginni.. og eru þau að bjóða mér í eyjakaffi inn í súlnasal núna klukkan hálf þrjú... spurning um að mæta og éta á sig gat... hvernig svosem maður fer að því
O.C
Það kom að því að maður myndi þurfa blogga um þennan óbjóð.... Ég hef sjaldan séð eins leiðinlega og illa leikna sjónvarpsþætti og ég hef séð þá marga.. þessir þættir eru á sama plani og teiknileikni var hérna í den á Skjá einum... hrikalegt sko
En allir í þættinum eru stórstjörnur, og leikhæfileikar í hámarki.. sérstaklega aðal gaurinn sem er alltaf geðveikt hissa... hann gengur inn í herbergi með hissa svipinn sinn og það er sýnt í sona korter.... já gott að hafa sér trademark..
En æj visstu það tekur því varla að eyða plássi á internetinu fyrir gagnrýni á þennan þátt, því að allir sem glápa á hann ætla ekki að fara hlusta á mig svosem... hehe
laugardagur, maí 08, 2004
Frontal lobe deficiency
Shit hvað maður er heilaskaddaður... hehe ætlaði sko að læra í allt gærkvöld, en það þurfti bara eitt símtal frá Sigurði Bong til að láta mann snarlega skipta um skoðun og taka fram dansskónna... hehe... en jæja good times... good times
föstudagur, maí 07, 2004
Gummi Ameríkumíla
Já hann Guðmundur er nettur drengur.. hann ætlar ekki að mæta á klakann í sumar og er jafnvel að spá í að sleppa Þjóðhátíð... ótrúlegt en satt... það verður róleg þjóðhátíð.. og verður Sigrún örugglega mjög ánægð að fá frið eina þjóðhátíðina...
En hvað ætlar hann Gummi að gera í stað þess að mæta á Þjóðhátíð.. Hann Helgi talaði við hann í gær og sagði mér að drengurinn ætlaði á Boyzone tónleika í staðinn... sel það ekki dýrara en ég keypti það.... vóóóóó
Guð er Kona
 Náttúruan vill frekar búa til Konur en Karlmenn, karlmenn verða ekki til nema ef til staðar eru Androgen sem búa til eistu og allan þann pakka, ef þessi gen eru ekki til staðar verður til kona. Samkvæmt biblíunni var það Adam sem kom á undan, þetta hefur trúlega eitthvað misfarist þar sem konan er í raun sú sem kom á undan... og þá hefur Karlmaðurinn komið eftir að Eva bað Guð um að búa handa sér félaga.. þá tók Guð rifbein.. tja eða réttara sagt Androgen og bjó til Karlmann handa konunni...
Biblían segir líka, að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd...
Ergó Guð er kona
fimmtudagur, maí 06, 2004
Hörð Barátta
 Nú er það ljóst að mótframboð hefur borist sitjandi Forseta VKB og hefur það vakið mikla athygli fjölmiðla. Mótframboð barst frá núverandi Fjármálaráðherra sem er Hr.Kolbeinn Ólafsson. Hann hefur þegar ráðið kosningarstjóra sem er Þórir Ólafsson og segir Þórir að þetta verði hörð barátta og ekkert gefið eftir. Hr.Helgi Ólafsson sitjandi Forseti hefur einnig ráðið kosningarstjóra sem er enginn annar en núverandi Félagsmálaráðherra VKB Borgþór Ásgeirsson. Það er ljóst að það verður mikið að gerast hérna í lok maí en kosningar fara fram fyrstu helgina í Júní, þann 5.júní.
það verður að sjálfsögðu allt fyrst birt hér...
miðvikudagur, maí 05, 2004
Töframaðurinn
Núna þegar ég labba í skólan söökum þess að bílinn er að gefa upp öndina... (gefa hverjum þá?? Guði??)
þá hef ég tekið eftir ýmislegu sem ég hef yfirleitt ekki tekið eftir þegar ég bruna í gegnum vesturbæinn...
Núna hef ég gengið tvo daga í skólann og báða morgnanna hef ég tekið eftir undarlegum manni sem gengur á skrítinn hátt.. hann gengur svona eins og hann sé að kúka í sig og svo dregur hann löppina eftir að hann hefur komið henni fyrir framan sig.. sem er jú undarlegur háttur á því að ganga... En það er nú ekki það skrítnasta við manninn, heldur er það að hann hverfur alltaf bak við einn bílinn sem er í götunni sem ég geng eftir á leið í skólann... Ég veit ekki hvernig hann fer að þessu.. hvort hann sé sjónhverfingarmaður eða þá hvort að hann detti ofan í einhverja holu þarna á hverjum morgni... allavega ef hann er töframaður þá er hann nokkuð fær í þessu.. nema þá helst kannski ekki að sýna töfrabrögðin á besta tíma eða á réttum stað í bænum... ég er að spá í að tala við hann í fyrramálið og benda honum á að fara frekar niður í miðbæ því þar er hægt að græða pening á þessu sko... samtalið yrði trúlega á þennan veg:
Ég: Sæll maður
Maður: komdu sæll, hver ert þú?
Ég: ég er Boggi, ég hef verið að labba í skólann núna síðastliðna daga og séð þig vera með töfrabrögð
Maður: Töfrabrögð??
Ég: Já... þessi með að hverfa bak við bílinn... og draga athyglina frá með þessu hlægilega göngulagi
Maður: Ég geng nú bara alltaf svona....
Ég: já einmitt... ekki að gefa upp leyndarmálin...En heyrðu annars þú ættir frekar að fara niður í miðbæ og sýna töfrabrögðin þín.. myndir græða mikinn pening á þessu...
Maður: þú ert ruglaður...
Nei annars... ég held ég ætti bara láta það eiga sig....
Snilld
Til hvers að eyða einum og hálfum til tveim klukkustundum í að glápa á myndir þegar þú getur bara séð þær á 30 sek hérna hehehe
þriðjudagur, maí 04, 2004
HAHAHA
Þetta er ekkert smá fyndið... situr trúlega núna heima hjá sér grenjandi....
Prófessor Boggi
þegar ég verð orðinn gamall kall og starfa sem prófessor við háskóla íslands.. ætla ég að heimta að skrifstofan mín verði upp á 3.hæð í Odda, nánar tiltekið inn í einum svona kúluglugga sem eru í loftunum... Ætla biðja um að það verði steypt upp í eitt stk gólf og þar get ég svo haft skrifstofuna mína. Svo skelli ég bara litlum stiga þarna upp eða fer með stól upp á eitt af borðunum sem nemendur eru að læra við og teygi mig bara þangað upp...
Þarna uppi get ég svo séð alla Reykjavík frá kúluglugganum mínum og get notið þess að fá sólina skínandi framan í mig meðan ég fer yfir próf frá heimskum nemendum... ahh hvað lífið verður gott þá
Vængefið
Djöfulsins helvítis andskotans drullu tussu aðferðafræði... Þetta er EKKERT SMÁ leiðinlegt!!!! og ég man núna af hverju ég er ekkert búinn að læra í þessu í vetur.. þetta er ekki mönnum bjóðandi þetta djöfulsins rugl... Er búinn að vera pirrast endalaust yfir einhverjum 3 dæmum upp á 3 hæð í Odda og það munar oft litlu að maður fari að öskra og lemja helvítis bókinni við borðið... Þessi drusla verður sko ekki seld.. hún verður eldiviður í vorferðinni!!!!!
menn tipla á tám???
 já það er undarleg tillfinning að vera sjálfstæðismaður núna.. og fyndið að sjá hvað allir eru að tipla á tánum núna og láta lítið fara fyrir sér og heyra í sér... En svona er þetta víst... En það virðist þó oft gleymast að þó svo að maður sé í einhverjum flokki þá þurfi maður ekki að styðja allan þann fjanda sem kemur frá honum.. og ég persónulega styð ekki útlendingarfrumvarpið eins og það er sett fram.. auðvitað þarf að hafa eitthvað aðhald og einhverja reglu um þá sem vilja hingað flytja svo við endum ekki eins og Usa með troðfullt land af ólöglegum innflytjendum og hvaðeina.. en þetta var ekki rétt aðferðin..
Fjölmiðlafrumvarpið.. já ég er ekki sammála hvernig það er lagt fram og vinnubrögðin að því.. ég verð samt að viðurkenna fáfræði mína á því og hef ekki lesið neitt sem tengist því svo ég er kannski ekki maðurinn til að dæma eitt né neitt... En það sem maður hefur heyrt og séð þá finnst mér þetta vera nauðsynlegt eins og með útlendingarfrumvarpið en ekki rétt staðið að því og ekki rétt gert...
Af hverju öll þessi læti ??
Maður spáir í því hvað sé að gerast? er Dabbi að fá æði? eða hvað?
speklúringar...
1. Dabbi vill gera allt það sem hann þráði og dreymdi um að gera áður en hann missir forsætisráðherrastólinn
--Tja gæti verið.. og alls ekki ólíklegt.. hann hefur lengi sagt það að hann sé ekki vel við Baug og Co. þannig að maybe
2. Sjálfstæðisflokkurinn veit að þetta sé síðasta kjörtímabilið í bili og vill koma fram öllum umdeildum málum fram núna
-- Annað sem gæti alveg eins verið líklegt.. ef ég væri að missa völd þá myndi ég henda öllu því fram sem mig langaði að gera en þorði aldrei að gera...
3. Dabbi skellti fram fjölmiðlafrumvarpsfárinu til að stjórnarandstaðan og almenningur myndi "gleyma" útlendingarfrumvarpinu...
-- Annað sem er líklegt.. þetta er aðferð sem Dabbi hefur notað áður.. þar sem að stjórnarandstaðan yfirleitt grípur og mótmælir "heitasta" málinu hvers tíma þá næst að afgreiða oft mál með því að Dabbi fari að tala út í eitt í fjölmiðla og koma með umdeildar ásakanir eða yfirlýsingar...
já.. trúlega fæ ég mörg komment núna.. en málið er að maður verður oft að skoða hlutina í öðru ljósi.. þetta eru bara vangaveltur um hvað sé að gerast í tíkinni þessa stundina.. og ef eitthvað er rangt og kolvitlaust í þessu þá verð ég að éta það oní mig bara .. því maður hefur ekki beint verið að fylgjast mikið með tíkinni vegna prófanna..
En það verður gaman að sjá hvað pípol hefur að segja um þetta allt saman? hvað er að ske?
ég hata blogger
Einstaklega er þetta skemmtilegt drullutussu forrit... var búinn að skrifa þokkalega langan pistil um gengi mitt í prófunum þegar allt strokast út... fokk jú blogger.. en allavega svo til að gera langa sögu stutta... búin með 2 á eftir 2 stk
mánudagur, maí 03, 2004
Kvótið
"He changed his name from Jerry Dorsey to Engelbert Humperdinck i would like to have been there when that change happend..."
sunnudagur, maí 02, 2004
Framboðsfrestur útruninn
Já á miðnætti í nótt rann út framboðsfrestur til forseta VKB og það hefur borist mótframboð. Svo það er spennandi kosningarbarátta framundan. ég getnú ekki farið að blaðra því hver var að bjóða sig fram þar sem hann sjálfur hefur ekki gefið út yfirlýsingu svo við verðum bara bíða spennt.
Einnig rann út nýliðafrestur út og bárust 4 umsóknir.. það er bara stuð sko!!
En allavega ég farinn í Herjólf þunnur og lærdómsfús :P
laugardagur, maí 01, 2004
1.maí
 Já í dag skrapp ég til Eyja til að koma móður minni á óvart, því ég var búinn að ljúga að henni alla vikuna að ég kæmist ekki í ammlið hennar sem er einmitt í kvöld vegna próflesturs..En mottóið í minni familýu er fjölskyldan gengur fyrir og hef ég alltaf lifað eftir því og hætti því ekkert þótt próf séu.. hehe... En jamm allavega þá er móðir mín 50 ára í dag og óska ég henni bara til hamingju með afmælið og henni fannst ammlisgjöfin bara mjög góð það er að segja að fá strákinn sinn heim...
Svo var verið að skíra litla frænda minn, Hann Gunnar Bjarka Sveinsson og svo á líka Týr afmæli í dag og ekki má gleyma sínu gamla félagi..svo það verður tekið allt með trompi í kvöld...
Bið heilsa frá Eyjum og óska ég öllum lesendum góðs gengis í próflestri í kvöld... HAHAHAHA
|