Bloggið GSM Bloggið Ljóðahornið göfuglega Myndirnar góðu! Boggi í nærmynd Skrifaðu í gestabókina
Linkar
ANIMA
APA
Atferlisfræði
B2
Bakkaflug
Bankaviðskipti
Barnaskólinn
Dalurinn
Féló
FÍV
Fyrir Aula
Fyrir konur
Fyrir menn
Fyrir Perra
Garðarnir
Hamarskólinn
Hrappur
Hoffman
Hvar.is
Izzard
Íslenskir stafir
Leikfélag Kópavogs
LRC
OBM
Sal.is
Setur.is
SHÍ
Skipasíðan
TenaciousD
Vestmannaeyjar
Vísindavefur
VKB
Þorsteinn

Málefnalegur vettvangur fyrir misvelgefið fólk

Daglegt flakk
Arthúr
Deiglan
Eyjafréttir
Eyjar.net
explosm

KESHAM
Leikjanet
Leitin Mikla
MBL
Myspace
pbfcomics
TPFD Comics
Vaka
wulffmorgenthaler
Kvótið
föstudagur, október 29, 2004

netleysi
Já.. ég er nú ekki búinn að vera það veikur að ég hef ekkert getað skrifað.. málið er að netið fór til andskotans hjá mér.. eitthvað vesen í gangi.. sem vonandi lagast í dag eða eftir helgina.. djöfulsins vesen

En jamm mamma er svo búinn að vera hérna í borginni í 2 daga.. sem er fínt.. fékk maður frítt að éta og smá pening frá henni.. gott að eiga góða móðir :)

Annars er það að frétta að ég, Siggi og Hannes fórum á exorcist í gær.. þvílík mynd sko.. vorum að skíta í okkur af hræðslu.. ég mæli með þessari sko.. nóg af bregðiatriðum og fyrrihluti myndarinnar er ógeðslega krípí... þannig að Siggi greyið hefur trúlega átt mjög bágt í nótt...

Svo er bara hrekkjaVAKA í kvöld.. á Pravda.. mæli með að allir mæti í búning og fái frían bjór í boði VÖKU
En jamm.. húrra

Svo átti bróðir minn Steinn Ármann Magnússon afmæli í gær.. hann varð fertugur kallinn og vil ég óska honum til hamingju með áfangann.. ekki slæmt að vera kominn á fimmtugsaldurinn og vera svona hress....
Það er bara vonandi að kallinn geti mætt á næsta aðalfund félagsins svo maður geti sýnt honum betur þetta stórkostlega félag sem hann er nú orðinn meðlimur að..

miðvikudagur, október 27, 2004

Veisla
Já glæsilegt.. móðir mín hún Guðfinna og móðir hennar Láru hún Margrét, sem er einmitt systir hennar mömmu eru báðar í borginni og fær maður því frítt að éta.. er búinn að troða í mig einum Burger King hérna í dag og í kvöld.. já þá fær maður HUMAR!!! jöss.. djöfulsins snilld
En þær systur verða hér fram að fimmtudagskvöldi svo maður fær eitthvað á morgunn líka.. gaman að fá mömmu sína svona í heimsókn..

þriðjudagur, október 26, 2004

Slappleiki
Ferlegt.. er voðalega slappur eitthvað.. held ég sé bara verða veikur.. þá í fyrsta skipti síðan að ég var í grunnskóla.. algerlega búinn að gleyma hvað þetta er óþolandi.. Ef það er eitthvað sem ég hata þá er það að verða veikur..
CRAP nú er maður bara lifa á panodil og c-vítamíni... þetta skal sko ekki endast lengi


Hugaður Drengur
Já ég náði mér bara í Firefox áðan.. en ein stúlka hefur einmitt verið sagt mér að það sé milljón sinnum betra en explorer.. Þannig að ég náði mér í þetta áðan og ætla prófa í smá tíma.. sjá hvernig þetta virkar og sonna.. so far so good sko...


Undarlegir atburðir
Heyrði þrusk um daginn, var sannfærður um að arabíski fréttblaðsþjófurinn með óvenjulega langan úlnlið væri kominn aftur.. svo ég rauk á fætur og stökk fram að útidyrahurðinni og opnaði upp á gátt, það var enginn.. en aftur á móti var gömul kona sem var frekar illa við þetta athæfi mitt þar sem ég stóð nakin í hurðinni.. ég var viss um að hún myndi kæra mig fyrir óspekir svo ég ákvað að þykjast ekki sjá hana.. horfði í kringum mig og öskraði svo eitthvað út í myrkrið.. Hvað var hún svo sem að gera þarna..ég lokaði hurðinni og fór aftur inn.

Seinna um nóttina heyrði ég þruskið aftur... af fyrri reynslu ákvað ég ekki að vera svo bráður, svo ég læddist fram í þetta skiptið.. enginn við útidyrnar, svo ég gekk að svalahurðinni.. enginn þar.. en það var stelpa beint á móti að stunda æfingar.. hver stundar æfingar klukkan 4 á laugardagsmorgni? ég leit betur og sá að hún var ekki að stunda æfingar heldur að sitja við borð, og þetta var ekki stelpa heldur var þetta miðaldra karlmaður að sötra mjólk.

Á leiðinni aftur upp í rúm, heyrði ég þruskið aftur.. það kom frá baðherberginu.. ég ýtti hurðinni varlega svo það ískraði í lömunum.. þetta minnti alltsaman á gamla hryllingsmynd, hurðin opnaðist og það blasti við mér maður sem stóð beint á móti mér.. ég spurði hvað ertu að gera hérna?.. en hann svaraði ekki.. hann hermid bara eftir mér.. það fór í taugarnar á mér.. svo ég spurði alvarlegur Hver ert þú? en hann hermdi bara eftir mér aftur. Þá tók ég eftir einu mjög athyglisverðu.. hann var óvenjulega myndarlegur.. og þá fattaði ég það.. þetta var spegilmyndin mín.

mánudagur, október 25, 2004

Þotuliðið
Aldeilis sem maður er farin að þekkja þotuliðið.. eða tilvonandi þotulið Íslands...
Ber náttlega hæst stórhljómsveitin Hoffman en þeir eru að gera það gott.. 2 meðlimir þar eru bræður mínir í stórkostlega félaginu VKB og einn æskuvinur minn spilar einni með þeim. Svo er það Gummi stórleikari með meiru en hann er einmitt mikið að spá í því hvaðan vörur koma.. Og svo er hann að leika í leikritunu Að sjá til þin Maður sem verður frumsýnt næsta Föstudag.
Ástþór er kauði sem er farinn út til englands að læra verða leikari.. kannski verður hann næsta stórstjarna Íslands.. aldrei að vita
Ásta ló er svo að leika í Littla stúlkan með eldspýturnar sem er sýnt i Óperunni...
Svo eru fullt af örðu liði sem er að gera það gott.. svo maður verður trúlega sitjandi sötrandi bjór með þotuliðinu á næsta bar eftir 10 ár.. glæsilegt.. hehe


Old stuff
Var að skoða í gegnum bloggið mitt.. gaman að sjá hvað maður hefur verið að blaðra síðastliðin 2 ár... vó eða reyndar bráðlega 3 ár.. úff
en ég fann þetta einmitt og hló jafn hátt og mikið og þegar ég sá þetta fyrst... vá hvað maður er einfaldur...
annað sniðugt kvót sem kom.. þetta var by the way í desember í fyrra sko en það er:
Guð gaf heiminum Jesú
Kók gaf heiminum Jólasveininn
Pepsi... Pepsi gaf heiminum Michael Jackson...

haha


Nýr bloggari
Rakst á unga snót í gegnum síðuna hans Einis segir maður Einis? allavega... þá rakst ég þar á síðu hjá Thelmu Ýr en ég hef þekkt hana síðan hún var busi í FÍV... það hefur verið hvað? 1999 minnir mig.. crap i'm old!
En allavega hún er semsé komin með blogg síðu á veraldarvefnum og hef ég því ákveðið að setja stúlkuna á listann með fræga fólkinu... já ekki hver sem er sem kemst þangað inn sko

en jæja

laugardagur, október 23, 2004

I think, therefore I am
Þetta var erfitt próf..mér hefur aldrei gengið svona illa á prófi sem ég hef lært alla vikuna fyrir.. þarf að nota einhverja aðra taktík við þetta það er greinilegt

En nóg um það.. sá í fréttablaðinu í dag að Morton Harket er að vinna plötu á Íslandi.. en við heppin.. En tók líka eftir því að hann er glettilega líkur leikaranum og dýravininum Kurt Russel.. kannski bræður!!

Annað... ég er núna allt í einu kominn með Hallmark channel og Animal planet óruglað.. gaman að því.. fínt að tapa sér yfir animal planet..

föstudagur, október 22, 2004

Og þá stundi Mundi...
Jæja held að maður sé alveg að verða kominn með nóg af dauðum heimspekingum.. þetta er orðið vesen ef maður er farinn að dreyma námsefnið á nóttunni.. Fær ekki einu sinni að hafa það í friði.. En maður fer að sjá endann á þessu.. ætla lesa yfir tímatalið og kíkja yfir alla kallanna í kvöld sem ég var að búa til í nótt og læt það gott heita.. svo verður þetta bara koma í ljós á morgunn..

Annað er það að frétta að gamla slóðin mín er farin, það eru komnar ljósmyndir í staðin.. alveg hreint undarleg síða.. kannski heldur fólk sem hefur ekki lesið mig lengi og veit ekki af fluttningnum að ég sé algerlega farinn að flippa núna.. en jamm gaman að þessu og vil ég óska nýjum eiganda boggi.blogspot.com til hamingju með slóðina.. hún reyndist mér góður félagi í 2 ár... ahh memories

fimmtudagur, október 21, 2004

Innsýn
Þetta er nú ekkert svo slæmt...
Fyrstu athuganir Humes á mannlegri náttúru var að flokka innihald huga okkar, líkt og Locke og Descartes höfðu gert. Þeir höfðu talað um innihald hugans sem “ímyndir” sem Hume taldi vera skynmyndir (perceptions). Hann skipti þeim svo niður í frumskynjanir (impressions) og hugmyndir (ideas). Frumskynjanir eru það sem við í daglegu tali köllum skynjun/tilfinningu (sensations) og hugmyndir aðeins eftirmynd eða kópía af frumskynjun – sem hægt er að kalla seinna fram til upprifjunar. Samkvæmt Hume koma frumskynjanir og hugmyndir fram með skynjun á hlutum eða með tilfinningalegri reynslu

Í kvöld/nótt er ég svo að fara skrifa niður allar skilgreiningar á -ismum og öllum köllunum... einnig var ég að spá í að setja þetta allt upp í tímaröð svo maður sjái betur heildaryfirlitið...
gaman að því

miðvikudagur, október 20, 2004

Allir í keilu
Jamm það er keilukvöld Vöku á morgunn, fimmtudag í keiluhöllinni Öskjuhlíð.. Fjörið hefst klukkan 21:00 þannig að nú er tíminn að koma sér í keilu og sýna taktanna..






Djöfull
Það er alveg óþolandi hvað þarf alltaf að setja öll próf á sama tíma..sama hvaða skóli það er.. alltaf tekst kennurum að setja öll verkefnaskil og próf í sömu vikuna.. ætli það sé til leynifélag sadista kennara?
En allavega er að lesa fyrir próf á laugadaginn í sögu sálfræðinnar.. er nú ekki komin langt.. ekki komin yfir BC/AD tímabilið hehe.. en jæja.. þetta kemur allt saman
En jámm... þar sem þetta er leiðinlegt póst mun kenning okkar andra trúlega koma í ljós.. það mun allt yfirfyllast af kommentum..
jæja farinn að lesa

þriðjudagur, október 19, 2004

Umræðutíma lokið
Össs.. nú líður manni vel.. búinn að halda minn umræðutíma, Sem fjallaði um John Locke... Erfiðasta greinin svo við þurftum að taka á því.. og já haldiði að Magnús hafi ekki bara verið ánægður.. sagði að við hefðum verið til fyrirmyndar og þetta væri vel skipulagt hjá okkur.. djöfulsins snilld.. því venjulega hafa þessir tímar verið hreinasta kvöl og pína því að virðist sem annaðhvort enginn lesi neitt í þessu eða þori ekki að tala.. svo það koma óbærilega langar þagnir alltaf... og hann fílar það ekki.. en við blöðruðum mest allan tíman og náðum svo að plata hann til að blaðra restina .. hehe snilld

mánudagur, október 18, 2004

Hetja Dagsins
Jamm.. Mér tókst að bjarga Skrifstofu Stúdentaráðs í morgunn.. Svo ég er hálfgerð Hetja.. Hetja Dagsins... ætti eiginlega að fá borða eða medalíu eða eitthvað sko.
Málið var að ég var að bardúsa þarna smá og Jarþrúður ekki mætt, þegar ég rekst í músina og það kviknar á tölvuskjánum.. og þá fer að koma undarlegt hljóð úr skjánum, svona klikk sound, og það kemur brunalykt.. svo ég slekk á skjánum og reddaði málunum.. Jarþrúður kom svo og ég sagði henni fréttirnar.. hún hefur ekki trúað mér því hún kveikti á skjánum og það byrjaði aftur!! hún varð svo hrædd að hún stökk af stað og bak við næsta skrifborð.. og kallaði á Hetjuna (that's me) og bað mig um að slökkva á skjánum fyrir sig.. sem ég gerði og náði að bjarga deginum aftur!!!
Vá ég er æði

sunnudagur, október 17, 2004

Þjófur á ferð
Já það er þjófur á ferðinni.. ekkert venjulegur þjófur sko.. Hann stelur Fréttablaðinu, mig grunar að hann hafi óvenjulega langa og mjóa úlnliði svo hann geti smeygt sér innan um bréfalúguna og nappað blaðinu mér óaðvitandi. Hann þarf sömuleiðis að gera þetta snemma því það er 12 íbúðir í húsinu.. og mig grunar að þetta ferli sé allt mjög tímafrekt.
Mín kenning er sú að maðurinn taki öll Fréttablöðin á stúdentagörðunum og selji þau síðan á svörtum markaði í undirheimum Reykjavíkur. því eins og flestir vita þá fer Fréttablaðið ekki til hvern sem er... Ohh nei nei.. Það er eingöngu ætlað fólki með æðri tilgang í lífinu.. svo þjófurinn er í raun að vinna góðverk, hann er svona prins.. Prins undirheimsins og lágkúrunar.... við ættum að geta fyrirgefið honum það.


Stuð
Í gær tók ég 2 stk próf, eitt klukkan 11 og hitt klukkan 13:30... Eftir það er maður svona örlítið lúinn.. Horfi á Brother Bear sem ég náði í hjá Andra... og þessi ræma er bara mjög fín... Fór svo ut í Odda að hitta Ingunni (vöku) hún sýndi mér hvernig blaðið ætti að vera og ég setti upp lítið fréttabréf í gærkveldi í publisher.. kann ekkert svakalega mikið á það forrit en það reddaðist fínt.. og klukkan 9 hafði ég bara ekkert að gera svo ég fór út í framsóknarsal á Hverfisgötunni þar sem Anima félag sálfræðinema var með nefndarpartý.. og þar sem ég var í skemmtinefnd í fyrra var mér boðið í þetta teiti.. gaman að því.. Þarna sturtaði maður oní sig nokkrum bjórum og jelly skotum (mæli ekki með því) og bollu.. um miðnætti var haldið í bæinn.. allir á Pravda nema ég og Gróa, því við fórum á Ara í Ögra sem var mjög gaman.. gömul kona gaf okkur salthnetur...
Fór hjem um 2 leytið minnir mig.. og Hannes drusla mætti aldrei á svæðið.. iss

laugardagur, október 16, 2004

Comics í fréttablaðinu
Smá gagnrýni á kómíkina í fréttablaðinu hérna...
Pondus: Mjög fín saga.. oftast mjög fyndið en líka er oft sem þýðingin klikkar og oft hefur maður á tillfinningunni að brandararnir séu ekki að skila sér vel á íslensku.. svona svipað og fara segja hafnafjarðarbrandara á ensku...
Rocky:Alger snilld.. væri til í að eiga Rocky sem vin.. þetta eru trúlega bestu myndasögurnar í fréttablaðinu.
Pú og Pa: Ógeðslegt.. þetta er ALLS ekki fyndið og oft bara vandræðanlegt.. hef líka oft á tillfinningunni að gaurinn sé bara setja eitthvað á blað til að fá borgað.. Mjög slæmt á morgnanna þegar maður er sem úrillastur
Kjölturakkar: Alveg sniðugt af og til.. ekkert til að hrópa húrra yfir en ég hef flissað yfir einhverju þarna
Barnalán: Æj veit ekki.. held ég hafi hlegið af 1 mesta lagi 2 myndasögum þarna.. oftast er þetta meira svona brandarar sem virka fyrir barnafólk.. eða hvað

Það sem vantar þó er Calvin and Hobbes.. það eru snilldar myndasögur... og einnig Grettir.. ávallt klassi..


föstudagur, október 15, 2004

Smá karlrembublogg
SHIT... ég er búinn að finna uppáhaldsmyndbandið mitt.. þvílíkt og annað eins.. kíkti á popptíví áðan og þá var verið að spila myndband eftir einhvern júrópoppara, lagið heitir Call on me. Og VÁ.. þetta var svo flott myndband að ég fór strax og náði í það á netinu.. Þetta er augnayndi fyrir okkur karlmenn og tja margar dömur líka... En ég ætla vera svo góður við ykkur greyin mín að ég leyfi ykkur bara ná í þetta augnayndi HÉR. Smá svona föstudagsglaðningur...


Ótrúleg heimska
Ég vil ekki og ég get ekki trúað því að fólk sé virkilega að kaupa appelsínusafa í Hagkaup á 3000 kall!!!! Ég meina það.. Til hvers í ósköpunum? til að létta sig jú auðvitað!!! já þú missir 3 Kg á 3 dögum frábært.. hvað gerist svo þegar þú ferð að borða aftur? jú akkúrat.. þú færð aftur kílóin til baka... Hvaða bull er þetta.. Og fyrir 3000 kall.... kom on við Íslendingar ættum nú að geta verið örlítið gáfaðir en þessir kanar? eða er það bara málið.. við hæðumst að þeim hvað þeir séu vitlausir en svo hópumst við öll á Burger King og þegar við erum feit og ósátt þá förum við á Hollywood kúrinn (Enn og aftur á 3000 kall!!!!)
Ok ef þetta er plan hjá konum til að komast í árshátíðarkjólinn þá er til mun ódýrari aðferð.. kaupið ykkur freyðandi vítamín töflu út í apóteki fyrir 300 kall getið meira segja keypt með appelsínubragði ef þið eruð að leita eftir því, kaupið kannski einhver steinefni eða eitthvað sollis með og blandið í vatn... Sama trick nema þú ert ekki stimplaður hálfviti fyrir að kaupa appelsínusafa fyrir 3000!!!!!!!!!!!! kall
jæja ég farinn að sofa

fimmtudagur, október 14, 2004

Lestur
Búinn að vera stunda mikinn lestur undanfarna daga.. það er ágætt svosem, verst hvað maður hámar mikið í sig af allskonar vellystingum (er það ekki annars rétta orðið?) á meðan þessu stendur.. eins og maður verði að fá eitthvað gott í staðinn fyrir alla vinnuna.. en jæja það er bara af hinu góða..
En allavega er búinn að lesa fyrir annað prófið (skýringar á hegðun) Það er svona fag sem er að reyna sýna fram á muninn á vísindum og hjátrú.. fínasta fag og bókin er nokkuð nett heitir Beliving in magic eftir Stuart Vyse..
En núna í dag og í nótt trúlega verður kafað ofan í bókina í klínískri sálfræði.. 5 kaflar í þeirri ágætu bók, ágætt að einn kaflinn er bara um tilraunasálfræði sem maður er með nokkurnveginn kláran eftir að hafa verið að lesa fyrir sumarprófin.. En hinir fjalla um efni sem ég hef ekki mikið farið í en það er grafið nánar ofan í ýmsa kvilla eins og kvíði, áráttu þráhyggju o.s.frv. skemmtileg bók en mikil lesning.
En til að bæta ofan á allt þá er umræðutími í klínunni á morgunn og þarf því að bæta við lesturinn einni grein um DSM-IV greiningarkerfið.. held að það sé ekkert obboslegt mál.. kannski mar renni yfir þetta í fyrramálið...
úff leiðinlegt post mar... lofa að skrifa eitthvað skemmtilegra næst

miðvikudagur, október 13, 2004

Vesen
Vaknaði klukkan 9 í morgunn og byrjaði að lesa í skýringum á hegðun, síðan um 11 leytið þurfti ég að byrja lesa í sögunni því að ég og 2 aðrar stelpur eigum að sjá um umræðutíma næsta þriðjudag um John Lock.. lesa 2 andstyggilegar greinar um það.. veii
Hey síðan um háddegi fer mér að líða undarlega.. hef fundið þetta áður svo ég kíki fram á klósett og ég sé að andlitið á mér hefur bólgnað heilan helling upp.. ég afsaka mig frá verkefnavinnunni og fer heim og skellti í mig einu stk Histasín eða hvað svo sem það heitir... því ég tel að þetta stafi af ofnæmi. Lét móðir mína vita af þessum óþægindum mínum því þetta hefur komið fyrir mig amk 4-5 sinnum áður síðastliðna 6 mánuði. Hún sagði mér þá að fara beint upp á bráðamóttöku því að þetta gæti leitt út í hálsinn og bólgan gæti bara lokað hálsinum sem væri ekki mjög sniðugt því að þá ætti ég erfitt með að anda skiluru?
Jæja plata Láru til að keyra mig á Borgarspítalann og ég er bara settur fram yfir alla röðina og beint inn á stofu. Þar var sett í mig nál og byrjað að taka úr mér blóð.. síðan eftir stutta skoðun og spurningar frá lækninum fæ ég heilan helling af lyfjum í æð.. þvílíka magnið shæt sko!!! m.a voru sterar og læti sko.. Síðan fékk ég að hanga þarna í einhvern smátíma eða í allt um 2 og hálfa klst!!!
Fékk svo lyfseðil fyrir einhverju sterkara ofnæmislyfi og við lára keyptum okkur mikið af nammi í leiðinni því við vorum svo svöng.. hehe

En verð að viðurkenna að þetta var ekki eins slæmt og ég hélt.. ég er samt ekki að nenna ganga í gegnum allt þetta aftur ef allt fer að bólgna aftur... en samt betra að gera það en kafna.. eða hvað?
Helstu kenningar á lofti núna er að þetta sé eitthvað erfðatengt því að móðir mín fékk mjög svipað þegar hún var tja reyndar táningur.. það kom svona upp einstaka tilfelli þar sem hún bólgnaði mikið alveg uppúr þurru.. en oftast var samt hægt að tengja það við stress og álag.. svo spurning um að ég fari að slappa aðeins af???
Jæja.. þetta er orðin alltof löng færsla.. en allavega nokk merkilegur dagur

þriðjudagur, október 12, 2004

Bara snilld
Helgi og ég bara frægir.. komnir á Batman


2 próf
Næsta laugardag eru 2 stk próf.. ekki er það sniðugt.. en allavega.. nóg um að vera, það er próf í skýringum á hegðun og svo próf í klínískri sálfræði líka.. úfff
Svo laugardaginn eftir það er próf í Sögu sálfræðinnar sem verður mjög erfitt!!!! eins gott að standa sig þar.. svo maður verður bara í les törn alveg út október...
Svo eftir það er bara nálgast lestrarfrí og læti og svo bara jólapróf og jól.. jöss mar
En fór í gegnum próftöfluna mína í gær, á próf 9 des, 10 des og 16 des.. minnir mig.. bara gaman

mánudagur, október 11, 2004

Glæsilegt
Vil þakka Andra fyrir breytingarnar á síðunni minn.. núna er þetta orðið svo fullorðins maður!! Endilega prófiði þessa flottu linka sem hann setti.. nú getur maður flakkað á milli og skoðað bullið mitt, ljóðasíðuna og infóið um sjálfan mig..
gaman að þessu
Er þetta nógu góð breyting fyrir þig Ástþór? hehe


Breytingar
Já þökk sé Andra er nú búið að breyta aðeins til hérna... Núna er komin svona glæsileg mynd af mér þarna upp í hornið (reyndar gerði ég það sjálfur) og þar kemst maður inn í undirblogg sem fjallar um mig bara... og er það þá komið í sama stíl og aðalsíðan, myndabloggið og ljóðasíðan eru líka komin í svona fallegan búning...
Svo er ég búin að losa mig við óþarfa linka sem enginn var hvort sem er að skoða.. og jamm.. allt er að vera fínt og flott...
Er samt að spá í að setja upp svona Icon fyrir undirsíðurnar.. veit bara ekki alveg hvernig ég eigi að útfæra það helvíti..


Snilld
Þetta getur endað í slagsmálum við tölvuna hehe


Mín fyrsta færsla á nýjum stað


Er að flytja
nei nei ekki frá Eggertsgötunni.. heldur er ég að flytja bloggsíðuna mína á skemmtilegri stað... Hvert? jú á www.boggi.vinirketils.com/ En það er líka mikið meira kúl... Svo ef þið viljið lesa áfram bloggið.. er best að breyta þessu hjá sér...


SSSSSSHHHHITTTT!!!!!!!!!!
VÁ!!!!! það er búið að redda fyrir mér mánudagsþunglyndinu.. og bara allri vikunni ... Andri sendi mér þennan link.. og ég hef sjaldan átt eins erfitt með mig.. á tímabili hélt ég að ég væri að deyja því ég átti erfitt með að dragan andann meðan ég hló.... SHIT sko
Ég mæli með því að fólk hækki í botn og horfi á til enda


Þær koma sífellt á óvart
Bríet sendi mér áðan þetta lag sem er eftir GO!GO!7188.. sem er tja hva japönsk hljómsveit??? ekki veit ég það og myndi trúlega aldrei finna neitt svona á netinu hehe.. en allavega fínasta lag sko.

sunnudagur, október 10, 2004



Húmorinn














Veistu.. ég er sáttur
Er búinn að vera með blæðandi magasár af áhyggjum að fólki finnist síðan mín ljót og að ég verði að breyta til.. annars myndi ég deyja.. eða eitthvað álíka sjúkt dæmi ... neinei.. er bara búinn að vera spá hvort ég ætti að breyta síðuni minni og hef þess vegna verið að flakka á milli að skoða aðrar bloggsíður og blogskins.com og ég hef eiginlega komist að þeirri niðurstöðu að síðan mín er bara drullu flott miðað við margar síður.. og bæði það að ég nenni ekki að breyta síðunni.. og mér finnst hún hafa bara einfalt og kúl lúkk þá mun hún halda áfram að líta svona glæsilega út...
Kannski ég fari samt að tékka á þessum linkum.. margir hverjir úreltir og svona.. jamm

föstudagur, október 08, 2004

Góðan Dag
Jamm.. svaf aðeins yfir mig í morgunn.. missti af fyrirlestri um kvíðaraskanir... samt alltlæ...
Fékk nett sjokk áðan þegar ég hélt allt í einu að það væri umræðutím í klínunni eftir háddegi og ég ekki búinn að lesa greinarnar.. en Bríet leiðrétti mig og það er ekki fyrr en eftir viku.. sem er fínt (vinin)
En jamm.. gekk vel í gær.. kom slatti af fólki sem öll virtust bara mjög hress, enduðum svo á stúdentakjallaranum og maður var að staulast hjem um hálf tvö leytið með helling að liði.. málið var að halda partý en sem betur fer datt það uppfyrir sig
Jæja .. kannski maður ætti að lesa eitthvað ... kannski Freud bara

fimmtudagur, október 07, 2004

Auðvitað
Í sögu sálfræðinar eigum við að mæta í hverri viku i umræðutíma, þá eigum við að lesa 2-3 greinar um eitthvað ákveðið efni og í hverjum tíma eru 1-3 nemendur eitthvað meira undirbúnir en aðrir og eiga stjórna umræðunum... Það er hið besta mál en auðvitað af þessum 10 umræðutímum þá lendi ég með grein eftir einhvern kall um theory of ideas og pælingar Locke sem er erfiðasta fokking greinin og er ekki fyrir nokkurn mann að skilja nema einhverja útsprenglærða prófessora....
Gaman að því... ég er búinn að taka eina tiraun á greininni og er búinn að sjóða heilann einu sinni... tek 3-4 skipti í viðbót og ef ég skil þetta ekki þá þá er spurning um að mæta í tímann og vera bara með skemmtiatriði eða jafnvel uppistand.. verst að ég er ekkert fyndinn... Zindri nennir þú ekki bara koma með?


Málefnaráðstefna
Jamm Málefnaráðstefna Vöku verður haldin í kvöld í Garðsbúð (gengið inn þar sem gamli garður er). Byrjar klukkan 20:00 í kvöld og þar verður málefnastarf Vöku kynnt ásamt því að þátttakendur sem mæta geta spurt Vökuliða og stúdentaráðsliða spjörunum úr um af hverju þetta sé svona en ekki hinsegin.. og einmitt.. segja okkur hvað betur mætti fara!!
Snilld.. og svo auðvitað er boðið upp á léttar veitingar, verður nú að geta skolað einhverju niður sko hehe

en endilega mætið sem flest..

miðvikudagur, október 06, 2004

Vantar þig klósettpappír?
Og tímir ekki að kaupa þessa rándýru út í búð? Ég er með svarið... Kaupið ódýran pakka hjá mér!!! spara penge það er málið...

við bjóðum upp á þrenns konar pakka:
1) WC pappír, 2 laga 48 rúllur =1700 kr.
2) WC pappír LUX 72 rúllur =2600 kr.
3) Lotus eldhúsrúllur 20 rúllur = 1500 kr.

Áhuga að kaupa þá bjalliði í mig í síma 663-3493 eða sendið mér póst á borgthor@hi.is


Albert Litli
Já held að rannsókn líkt og róttæki atferlissinninn John Waton gerði á fyrri hluta síðustu aldar yrði varla leyfð í dag.. en hann vildi einmitt sýna fram á hvernig fóbíur yrðu til vegna skilyrðinga, Hann og önnur kona Rosalie Reyner voru með 1 árs gamalt barn og hvíta mús, þegar barnið teygði sig í áttina að músinni þá sló Watson í járn stöng með hamri sem leiddi til þess að Albert greyinu brá svo að hann hætti strax við að reyna klappa músinni og fór að grenja.. þetta gerðu þau nokkrum sinnum og komust að því að það var núna nóg að sýna Albert litla músina að hann varð mjög hræddur við hana.. og reyndar mörg önnur hvít áreiti eins og hvíta kanínur og fleira...
Kannski frekar ósíðleg rannsókn, en vegna þessa hófust margar rannsóknir á því hvernig væri hægt að lækna fóbíur hjá fólki með að nota atferlislegar aðferðir sem virka í 70-90% tilvika við að lækna alls kyns fóbíur eins og köngulóafælni, slöngfælni o.s.frv.

Já magnað helvíti.. en greyið Albert litli..

þriðjudagur, október 05, 2004

Weird..
Af hverju er nemendafélag menntaskólans við sund með mynd af Vestmannaeyjum á síðunni sinni?


Kóði
snilld.. þá er kominn svona flottur linkur sem vísar beint á spjallið.. ef ykkur langar að skella þessu inn á síðuna ykkar þá getiði nálgast kóðann bara með að biðja mig eða Andra Hugo um hann.. sendum hann um hæl


Flott Spjallborð
Snilld.. þetta er orðið glæsilegt.. Komið inn fullt af umræðuhornum ef svo mætti að orði komast.. Og fólk getur farið að tjá sig um málefni líðandi stundar eða bara rífa kjaft!!!!
Minnum bara á að fólk skráir sig fyrst!! það er gert með að fara í Log in eða Register, velur notendanafn og leyniorð.. ekki flókið mál
En drífið ykkur að kíkja við og sjá hvort það er ekki eitthvað sem þú verður að tjá þig um


Hlutirnir að gerast
Þá er það loksins komið.... Málefnaleg umræða fyrir málefnalegt fólk
Þetta er reyndar allt í vinnslu ennþá svo gefið þessu smá tíma.. en þið getið skráið ykkur inn á spjallsvæðið núna og ég mæli með því... ekkert eins leiðinlegt og þegar það er einhver með ekkert notendanafn að tjá sig þarna...
En jamm.. þetta verður svakalegt..


Fylgist vel með
Einhverntíman í dag.. held ég kemur algerlega nýr fítus inn á síðuna.... Þetta er sameiginlegt verkefni nokkra bloggara og mun verða skemmtileg viðbót fyrir þá sem taka blogg-hringinn....
VEII.. fylgist spennt með




Glæsilegt
Var að horfa á Butterfly effect... Djöfulsins snilld... það er mjög langt síðan maður sá svona mynd sem kemur þvílíkt á óvart! Aston Kutcher (er það ekki skrifað svona annars?) sýnir snilldar leik í myndinni... og ekki er verra að hafa þvílíku gelluna Amy Smart þarna líka...
En jamm mæli með þessari mynd.. hún á sko sannarlega eftir að koma á óvart!

mánudagur, október 04, 2004

hehe
Spá í einu.. í What women want fer Mel Gibson að grenja yfir auglýsingum því hann er farinn að skilja konur betur... Robert De Niro fer að grenja yfir auglýsingum í Analyze that eða hvað sem hún heitir, því hann er orðinn svo viðkvæmur eða eikkað kjaftæði..
Bara spá... hefur virkilega einhver grenjað yfir auglýsingum?
mig langar nú oft til að grenja þegar ég sé McDonalds auglýsinguna... en það er af allt öðrum ástæðum... hehe

svona nú tjáið ykkur




Öhm
Æðislegt fæ ég endalausar skammir á komment kerfið.... en fokk it.. pæliði í þessu samt aðeins, 10% af 100 þúsund er ekki það sama og 10% af milljón er það nokkuð?
ahhhh ekki bara hattastandur


Rok og Vakandi
Jæja.. Vakandi kemur út á morgunn.. smá vesen í dag en allt reddaðist fyrir rest...Mikið Rok búið að vera í dag sem er ömurlegt.. hata svona haustveður...
Náði mér í Msn 7.0 hehe held ég hafi það ekki mikið lengi inni.. frekar pirrandi drasl... allskonar pirrandi fítusar í þessu
En jamm.. svo hvað meira? Málefnaráðstefna Vöku á fimmtudaginn.. muna eftir því.. gaman sko!! Og svo eru sálfræðinemar og hjúkkur að fara tjútta í Eyjum um helgina.. en Verslunarballið verður þá.. mjög mikið tjútt geri ég ráð fyrir.. en held að ég fari ekki með... VERÐ að læra

sunnudagur, október 03, 2004

Meiri myndir
Bætti við myndirnar.. getur séð þær hérna... En annars er þetta snilldarmynd!!!


HEHE
Snilldar færslur hérna að neðan.. ekki sniðug hugmynd að blogga þegar það er meira af áfengi en blóði í blóðinu þínu...
En allavega.. fór í ammli í gær til MajuE.. það var snilld.. grímuballaammli ég og Hannes fórum sem Páfinn að leika Hróa Hött... Og Girpir fór sem ógeðis sem heppnaðist vel hjá honum.. Ósk var þarna líka var sem einhver blóðsuga eða eikkað.. mjög exótískt sko og Maja var í þeim stíl líka.. eða meira samt svoan pönkari..
Eftir 1 stk hvannardrykksflösku þá var hadlið í bæinn, fór samt fyrst til Hrafnhildar sem býr þarna rétt hjá og fór með þeim stúlkum í leigubíl nirrí bæ en stakk þær svo strax af.. held þær hafi ekki grátið það neitt...
Svo var það bara Ari í Ögri sem er lang besti staðurinn í bænum.. ekki spurning.. Og svo Nonnabitar (þá Jón Helgi Gíslason? 481-bjór?) Og þar var ég í röð í hálftíma eftir bita.. mjög gaman samt.. voru negrar fyrir framan mig að segja sögur af vinum sínum og sollis .. mjög fyndið, en jámm svo var haldið hjem á leið...
góðar færslur hehe


íslenkst kvennfólk
Almáttugur hvað þetta geta orðð leiðingleg gerpi og JÁ.. ljóshærðar brjóststórar stelpur sem hugsa bara um kynlíf geta lika orðið ljótar,... við hugsum í alvörunni :D


óþolandi Íslendingar
Vá hvað við getum verið ógeðsleg stundum,... fyrir það fyrsta þá átti ég í mesta basli við unga snót sem hélt því staðframlega framm því að klukkan væri 2 tímum en ég og CO værum að ljúga að honum

föstudagur, október 01, 2004



Fyndið
Undarlegt hvað fólk pirrar sig mikið út í ráðningar á stórköllum hérna á landinu... Til hvers að vera eyða tíma og orku í það að pirrast yfir slíku? auðvitað er klíka í þessu.. alveg sama og klíkuháttur kemur fram í eyjapólitíkinni.. fólk sem er með meirihluta fær að ráða hver fær starfið og það litast oft af eigin floksmönnum því þeir treysta þeim betur...
margar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort fólk treysti betur "hinum" flokknum, og þ.á.m í einni rannsókninni var skipt fólki tilviljunarbundið í 2 flokka.. og það kom í ljós að fólkið treysti fókinu í sínu eigin liði en bar mikið vantraust og talaði illa um fólkið í hinu liðinu... okkar lið er betra er það ekki??

Annað.. mjög fyndið, í fréttablaðinu í dag er spurning dagsins og þar kemur fram að fólk er andvígt ráðningu Jón Steinars.. en fyrir viku síðan eða svo þá kom sama spurning en þá voru svörin akkúrat í hina áttina.. en þá avr verið að ganga fram hjá Jón Steinar greyinu og hann fékk alla samúð fólksins.. núna .. þá er hann bara skítur eða hvað?

Bloggarar
Amazeen
Andri Hugo
Andri Hæ
Andri Ómars
Árni Klettur
Ásgrímur
Ástþór
Begga Bögg
Birgit
Brokechicks
Daði Bróðir
Didi Pulsa
Djonn
Doddi
Drottningin
Dröbn
Egils 1
Egils 2
Einar Hlö
Einar Örn
Einar Örn
Einir
Ella
Elli mono
Elliði
Erla Ósk
Ester Helga
Fosterinn
Gaui
Gestur
Grettir
Guðfinna Alda
Guðfinna Dís
Gummi Leikari
Gummi Typpi
Gunnar Bjarki
Gunnhildur
Haffi Bróðir
Heiðdís
Helga Lára
HJó
Hr.Forseti
Huld
Hvíta vonin
Ingibjörg
Íris Dögg
Jóhann Alfreð
Karl Gauti
Kjallararottur
Kjartan Vídó
Krissi
Kristbjörg Unnur
Kristín María
Lára Dögg
Lilja Skutla
Lilja Skvísa
MajaE
María
Njalli Ragg
Pabbi
Perla
Pysjurnar
Reynir
Rósa Gunn
Sigrún Alda
Sindri
Sleggjan
Slinger
Soffía Theódóra
Sólrún
Sunna Kristín
Sæunn
Thelma Ýr
Tómas
Tóta
Tótla
Ungfrú Sigrún
YO
Æbi Rokk
Gamalt & Gott

Free JavaScript from
Rainbow Arch