Bloggið GSM Bloggið Ljóðahornið göfuglega Myndirnar góðu! Boggi í nærmynd Skrifaðu í gestabókina
Linkar
ANIMA
APA
Atferlisfræði
B2
Bakkaflug
Bankaviðskipti
Barnaskólinn
Dalurinn
Féló
FÍV
Fyrir Aula
Fyrir konur
Fyrir menn
Fyrir Perra
Garðarnir
Hamarskólinn
Hrappur
Hoffman
Hvar.is
Izzard
Íslenskir stafir
Leikfélag Kópavogs
LRC
OBM
Sal.is
Setur.is
SHÍ
Skipasíðan
TenaciousD
Vestmannaeyjar
Vísindavefur
VKB
Þorsteinn

Málefnalegur vettvangur fyrir misvelgefið fólk

Daglegt flakk
Arthúr
Deiglan
Eyjafréttir
Eyjar.net
explosm

KESHAM
Leikjanet
Leitin Mikla
MBL
Myspace
pbfcomics
TPFD Comics
Vaka
wulffmorgenthaler
Kvótið
föstudagur, apríl 29, 2005

Rotturnar duglegar að skrifa
Sit hérna inn í Odda eins og vanalega þegar kemur að prófum að lesa stórkostleg skrif um félagsþroska barna sem er næstum því jafn spennandi og leiðarljós og hlusta á Lindina á sama tíma...


En nóg um það.. þegar maður heldur að maður sé að missa það alveg þá kíkir maður bara á síðuna hjá Kjallararottunum og sér að það er til meira af svona fólki..
Mæli með að fólk kíki á greinina hennar Vöku enda á hún það til að orða hlutina á einstaklega skemmtilegan hátt..



fimmtudagur, apríl 28, 2005

Myndir Myndir
Jæja þá er ég búinn að setja inn myndirnar.. síðastur af öllum.. Þetta eru myndir sem ég tók á laugardeginum fyrir og eftir ball en ég nennti ekki með vélina á ballið...
Svo eru þarna líka myndir sem Hannes tók..
Gjössvovel.. myndasvæðið mitt
Svo þið sem hafið ekki enn skoðað myndirnar hans Andra þá eru þær hérna

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Rugl er þetta maður
Helvítis væl er þetta í Lýðheilsustöð.. er það ekki ágætisþróun að fólk drekki minna af sterku áfengi og meira af bjór? Af hverju ætli bjórneysla hafi aukist? er það vegna þess að menn geta torgað meira af honum um helgar?? Nei, það er að Íslendingar eru núna fyrst að læra drekka, læra drekka einn bjór með matnum, 2 kalda yfir leiknum.. o.s.frv.
Ég hata það að ríkið sjái um áfengissölu í landinu.. Það er löngu kominn tími á það að leyfa sölu bjórs og léttvíns í verslunum.. það mun ekki aukast unglingadrykkja við það og íslendingar verða ekki á endalausu fyllerí þótt það sé opið allan sólahringin í 10-11...


Fyrirmynd
Í fótbolta og handbolta eru menn með í vörinni og það er slæm fyrirmynd.. Hvernig væri að sundmenn færu að taka upp eitthvað svona.. það er náttúrulega frekar sóðalegt að vera með í vörinni.. svo ég vil stinga upp á að sundmenn séu með nikotín plástra.. gæti verið kúl og töff og slæm fyrirmynd
Kveðja svefngalsi úr Odda

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Við þurfum meira pláss
Þetta mun verða eitt af stærstu málunum í næstu kosningum hvort sem það er í borginni eða alþingiskosningum.. Nú þegar er farið að deila um málið því að það er búið að samþykkja stóra samgöngumiðstöð sem á að rísa og flugvallarandstæðingar æfir yfir því, á móti kemur að Hákólinn í Reykjavík hefur verið úthlutað svæði í vatnsmýrinni fyrir nýtt háskólasvæði sem mun ganga inn á flugvallarsvæðið.. svo þetta er í raun orðið furðulegt mál.. Er Reykjavíkurborg að berjast við ríkið um svæðið? eða er bara verið að reyna þóknast öllum? vera með landsbyggðinni í því að byggja samgöngumiðstöð og svo vera með höfuðborgarbúum með því að byggja upp háskólasamfélag á sama svæði?

ég var fyrst á þeirri skoðun að þetta skipti mig engu máli, enda ár og aldir síðan ég tók flug frá Reykjavíkurflugvelli heim til Eyja, en það er ekki góð ástæða til að vera með eða á móti einhverju og svolítið eigingjörn hugsun. Auk þess sem ég er með flughræðslu á háu stigi og vel því Herjólf frekar en flug...
Eftir að hafa skoðað málið betur sé ég að þetta er mál sem varðar mann þótt maður sé flughræddur aumingi.. því að ég er ekki öll landsbyggðin!
Það er kannski ágætt að nefna bara nokkra punkta...
* Flugvöllurinn þarf engan veginn að vera svona stór!
Eða hvað? þetta er varaflugvöllur alþjóðarflugvallarins í Keflavík, ef eitthvað kemur upp á í Keflavík og flug liggur niðri er hvergi hægt að beina flugi nema til Reykjavíkur...
* Það er alveg hægt að beina sjúkraflugi til Keflavíkur
Nei það er ekki hægt, því þaðan verður að keyra svo til Reykjavíkur þar sem Landsspítalinn er og það tekur um það bil 20-30 mín að keyra þessa vegalengd þótt það sé búið að breikka Reykjanesbrautina.. vegalengdin styttist ekkert við það!
Ef menn eru svona heitir fyrir þessu verður að flytja stærsta sjúkrahús landsins og alla þá þjónustu til Keflavíkur.. Menn eru núna að berjast við að halda lágmarksþjónustu á sjúkrahúsinu í Keflavík!
* Þetta er dýrasta svæðið í höfuðborginni
Þetta eru ekki góð rök, borgin er að teygja sig langt út í rassgat og skipulagsleysi í þéttingu byggðar er ekki góð rök til að heimta þetta svæði.. Nú er verið að fara taka hafnarsvæðið í gegn, henda burt slippnum og grafa mýrargötuna undir íbúðasvæði sem mér skilst að eigi að vera mjög losaralegt og ekki beint þétt byggð sem á að rísa þarna..

3 punktar jæja, nenni ekki að hafa þetta of langt... En málið er að flugvöllurinn í Reykjavík verður að vera, það að vera höfuborg fylgir meiri ábyrgð en bara vera með öll ráðuneyti og hafa nafnið...
Landsbyggðarfólk þarf að hafa greiðan aðgang að samgöngum við höfuðborgina hvort sem það er fyrir sjúkraflug eða rétt skreppa í bæinn. Íþróttafélög eiga ekki heldur að þurfa auka kostnað sinn með því að taka flug til Keflavíkur og rútu í borgina, menn verða gera sér grein fyrir þvi að það eru mörg íþróttalið á höfuðborgarsvæðinu og lið úti á landi verða eyða mjög miklum tíma og kostnaði í það að ferðast.. það að leigja rútu frá keflavík er ekki bara tímakostnaður á þessi lið heldur er þetta mikill peningur sem fer í þetta, kostnaður upp á margar milljónir á ári..

En jæja þetta er kannski orðið gott í bili.. ég mun fylgjast vel með þessu máli, og taka öllum rökum og gagnrýni á þessi skrif mín.. ég verð bara fá almennilegri rök en það að svæðið er dýrt og að það sé fullt af flughræddum aumingjum eins og ég sem keyra bara eða taka Herjólf

mánudagur, apríl 25, 2005

Búðardalur
Góð helgi maður..Menn fóru í Búðardal á laugardaginn og ég sé virkilega eftir því að hafa ekki farið á föstudaginn því að þetta var SVAKALEGT... Peyjarnir fóru semsagt á föstudaginn, Siggi Björn, Þórir, Haffi Dan, Viggó, Andri Hugo, Daði Guðjóns, Hannes, Helgi, Zindri og að sjálfsögðu Haffi smái og gerðu allt vitlaust í Búðardal á föstudaginn.. síðan á laugardeginum fóru ég og Lára með Begga í bíl úteftir, Grettir, Kolli og Gummi Leikari fóru á Grettis bíl.. þannig að þarna voru komin 16 vitleysingar í pínulítinn veiðikofa sem er staðsettur um 15 km frá Búðardal...

Við mættum þarna um hálfsex leytið þegar nokkrir voru komnir með töluvert af bjór í sig.. og Haffi smái búinn að vera 3 klukkutíma í heita pottinum.. Það var að sjálfsögðu skellt sér í pottinn og drukkið!!
Það var svo grillað, sungið, dansað og drukkið þar til klukkan var um 23:00 þegar kom rúta og náði í liðið og keyrði okkur á ballið í Búðardal.. þetta var flöskuball svo menn voru duglegir að hlaða áfengi í töskurnar..
Ball með sálinni og 2800 kall inn.. ÖSS en þar var einmitt lengri röð inn á ballið heldur en inn á Hverfisbarinn kl:03:00 á laugardegi og þetta var um ellefuleytið.. já þeir eru duglegir að mæta sveitungarnir!!

En Ballið var slappt svona framan af en undir lokin var bara orðið töluvert mikið fjör og menn orðnir sveittir eftir dansinn... Hannes varð meira blautur en aðrir...
Viggó fór strax undir borð og drapst sem var mjög fyndið.. Zindri sofnaði þarna fljótlega líka...Þegar ballið var búið beið eftir okkur rúta og þá höfðu fleiri eyjamenn bæst við, þar á meðal Slingerinn, Svenni, Víðir og jenni.. þeir voru hressir mjög og fóru með í veiðikofan.. stutt seinna löbbuðu þeir að ná í bílinn á búðardal sem er mjög fyndið því að þetta eru ekki nema 15-20 Km.. hehe

Við skemmtum okkur mjög vel og var fólk ekki að fara sofa fyrr en um 6-7 leytið eftir dýfingar í ánni þarna stutt frá og pottslag.. alger snilld.. Þetta ferðarlag var alveg sem maður þurfti núna í þessum próflestri... alveg 5 stjörnu stuð og upphitun fyrir sumarið,,,

myndir koma inn í vikunni á myndasvæðið mitt og myndasvæðið hans Andra en það er þegar komið inn hjá Slingernum...

laugardagur, apríl 23, 2005

Laugardagsfílingur
Kominn með skólaleiða?? Þetta ætti kæta þig í einhvern smá tíma allavega.. Þetta er auglýsing fyrir hreinsiefni sérstaklega fyrir the people of Selfoss!!!

Ég aftur á móti er að fara í Búðardal með liðinu.. smá stökk ut í náttúruna...

föstudagur, apríl 22, 2005

Um göng
Heildarkostnaður Héðinsfjarðarganga verður 10 milljarðar og þar munu 350 bílar keyra í gegn á hverjum degi.. Ég fagna því auðvitað að landsbyggðin fái fjármagn til að stytta vegalengdir milli bæja, en þegar maður les þetta finnst manni eins og það sé bara verið að gera grín af eyjamönnum...


Góður Penni
Penni mánaðarins er alveg pottþétt góður vinur minn hann Ólafur Jóhann Borgþórsson sá kauði skrifar mjög skemmtilega pistla inn á síðuna sína um Eyjarnar, trúmál eða bara allt samfélagið í nærmynd (er sko að hlusta akkúrat á það núna)
Fyrir stuttu kom grein eftir hann í eyjablaðinu Fréttum í vikulegu horni sem heitir Eyjabloggarar.. Þetta var svo góður pistill hjá drengnum að ég hreinlega bara verð að setja hann hérna inn svo þessi pistill lifi lengur..
Pistillinn heitir Vakning um Vestmannaeyjar og hér er greinin eins og hún leggur sig vonandi með leyfi Óla hehe

Vakningin um Vestmannaeyjar
Ólafur Jóhann @ 22.00 09/04/2005


Vakning hefur átt sér stað - andi kom yfir bræður vora í ríkisstjórn! Allt í einu opinberaðist þeim mikill sannleikur.

Þetta er atburður sem trúlega verður skráður á spjöld sögunnar. Hefst þá sagan:

Þannig var að bræður vorir, samgönguráðherra og sjávarútvegsráðherra voru að skoða Íslandskort. Við það ákváðu þeir að fara í leik, sá sem gæti bent á fleiri staði sem hann hefði komið til á kortinu, myndi vinna leikinn. Þeim þótti þetta skemmtilegur leikur, pískruðu inn á milli og skiptust á um forystuna. Fór þeir skipulega í gegnum þetta, fyrst var suðvesturlandið, en þar hafði sjávarútvegsráðherra vinninginn, þá á vesturlandið þar sem samgönguráðherra var með mikla yfirburði. Þeir höfðu farið á álíka marga staði á vestfjörðum, norðurlandi og austurlandi. Þá kom að suðurlandinu, spennan var mikil í loftinuog pískrið því nánast hljóðnað. Skyndilega bendir samgönguráðherra á Vestmannaeyjar og segir: ,,Hingað hef ég komið!"
Sjávarútvegsráðherra svarar fúll í bragði: Hei, nei, þetta er ekkert með!
Samgönguráðherra (undrandi): ,,Ha? Af hverju ekki?"
Sjávarútvegsráðherra: ,,Þetta eru Færeyjar og Færeyjar eru ekki hluti af Íslandi"
Samgönguráðherra: Ah, já, auðvitað - hvernig læt ég, þetta eru auðvitað Færeyjar, ég hélt samt fyrst að þetta væri bara kusk á kortinu! En ókei, þú hefur rétt fyrir þér.

Í sama bili kom forstjóri Landhelgisgæslunnar (fyrrum sýslumaður í Eyjum)og mikill vinur þeirra inn og spurði: Hæ gæs, hvað eruð þið að gera!
Sjávarútvegsráðherra: Við erum í skemmtilegu keppninni, nema hvað að Stulli hélt að Færeyjar væru partur af landinu hahaha (allir viðstaddir hlógu dátt).
Forstjórinn flissandi: Ha ha, það verður ekki logið upp á hann (lítur snöggt á kortið) Bíðið við, hvar sjáið þið Færeyjar á kortinu.
Þeir í hrópuðu einum kór og bentu á Vestmannaeyjar: Nú hérna auðvitað!
Forstjórinn: Já nei drengir mínir, þetta eru Vestmannaeyjar, þetta tilheyrir Íslandi. Þarna starfaði ég og þar leið mér vel!
Sjávarútvegsráðherra: Partur af Íslandi??!!?? Meinarðu þá að við ráðum þarna líka?
Forstjórinn: Já drengir mínir!
Samgönguráðherra: Þú ert að plata okkur.
Forstjórinn: Eins satt og ég stend hér, þeir borga meira að segja skatta, meira að segja kemur stór hluti tekna ríksins frá Vestmannaeyjum!
Þeir báðir (mjög glaðir): Vei, vei - en þurfum við þá ekki að sinna þessu eitthvað?
Samgönguráðherra: Hei, jú komum í keppni hver býður betur. Goggi, þú dæmir. Eftir nokkra umhugsun segir hann svo: Varla getur maður keyrt þangað, maður hlýtur að þurfa að nota einhver önnur samgöngutæki - Hei, ég veit - ég býð fullt af ferðum með einhverju rosa flottu skipi þarna út!
Sjávarútvegsráðherra: Ah, það verður erfitt að toppa þetta - jú bíddu einhvað hlýtur þetta fólk að þurfa að vinna. Ég ætla að flytja Fiskistofu til Fær... meina Vestmannaeyja.
Forstjórinn (eftir mikla umhugsun): Jahá þetta er erfitt, en ég myndi segja að þessi keppni hafi endað með jafntefli!

Þegar úrslitin höfðu verið kunngjörð tókust ráðherrarnir í hendur og dönsuðu glaðir út!

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt Sumar


Jæja þá er komið sumar sumar sumar og sól, sumar og sól... einmitt o.s.frv..
Vonandi að þetta verði sólríkt og frábært sumar

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Horfiru á Fréttir?
Jæja smá svona interaktíft!! ég nenni ekki að hliðra til öllu til að gera könnun hérna til hliðar svo ég ætlast til að fólk sendi komment bara
Horfiru á fréttir? ef ekki af hverju í ósköpunum??
Hey já líka hvorn fréttatíman horfiru þá frekar?


Áttirnar
Þeir sem þekkja mig vita eflaust að ég á mér undarleg áhugamál.. eitt af þeim er að þegar ég er á nýjum stað er að reyna finna út hvernig áttirnar eru.. Það er einhvernveginn þægilegra að vita svona lagað.. er það ekki?
Í eyjum eru kennileitin mörg svo áttirnar þar eru einfaldar.. Í Reykjavík er þetta nú ekkert sérstaklega mikið vandarmál...
Hvernig er það með ykkur? vitiði áttirnar? eða skiptir þetta ekki rass máli hehe


Helvítis útlendingar
Ja þar fékk ég nú aldeilis marga til að rýna í skrif mín.. nei ég er ekki að fara ganrýna útlendinga á Íslandi heldur bara segja frá staðreyndum sem margir gleyma eða hunsa þegar talað er um fjölda erlendra ríkisborgara á íslandi...
Ég er nú ekki með allra nýjustu tölur en árið 2003 var Heildarfjöldi erlendra ríkisborgara með lögheimili á Íslandi 10180 (3,5% af heildaríbúafjölda), nokkuð gott.. og margir segja það er nú alltof mikið.. það er alveg 10 þúsund "grjónum" of mikið!! já við Íslendingar erum svo vinaleg þjóð að við tölum um nýbúa sem grjón sama hvaðan fólkið kemur.. en bíddu einmitt.. stöldrum þarna við hvaðan kemur þetta fólk (sem er oftast mun duglegra að vinna en unglingaskíturinn sem er hér á landi og síðast þegar ég vissi borgaði einmitt sína skatta til ríkisins)
70% nýbúa á Íslandi koma frá Evrópu... þar af lang stærsti hlutinn frá Póllandi og Danmörku.. Bíddu Ha? af hverju er laugarvegurinn þá troðfullur af "grjónum"? Það er spruning, kannski það sé vegna þess að flestir íbúar þessa lands eru hvítir og svipaðir í útliti.. og þegar asíubúar eða svart fólk gengur niður laugarveginn þá tekur fólk eftir því.. gæti verið að það sé vegna þess að flestir íbúarnir frá þessum slóðum búi miðsvæðis?? hmm gæti verið

Allavega gott fólk, nýbúar þessa lands hafa þurft að ganga í gegnum strangt og langt ferli til að verða ríkisborgarar þessa lands og margir eru að vinna i því að reyna verða það.. þessir sömu íbúar eru með vinnu og borga skatta og hafa alveg jafn mikin rétt á því að vera hérna og við hin.. svo það væri kannski ágætt að sýna umburðarlyndi og kurteisi.. ekki bara við nýbúa, heldur alla íbúa þessa lands því fordómar koma vegna fáfræði og við Íslendingar eigum ekki að þekkjast sem heimsk þjóð, við erum þegar komin með dónaskapsstimpilinn á okkur.. eigum við ekki að reyna halda í gáfur og umburðarlyndi?

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Helvítis hálfvitar og aumingjar...
Djöfull er ég kominn með nóg af þessum hálfvitum sem taka þátt í Idol..
Ein ábending.. ef þú tekur þátt í kjánalegu karókí í staðinn fyrir að vinna þá áttu ekki rétt á því að þér sé borgað það vinnutap sem þú verður fyrir.. HA? af hverju ekki? AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER ÞÍN ÁKVÖRÐUN AÐ TAKA ÞÁTT!!!
Ég hata aumingja og hef alltaf gert og þetta er svona kornið sem fyllti mælinn (maður segir kornið en ekki dropinn, þetta er gamalt spakmæli sem hefur brenglast í gegnum tíðina.. tjékkið á því)

Meina.. á ég ekki bara fá mér vinnu á subway, svo í maí þegar mér er boðið pláss á Sigurði þá segi ég bara, heyrðu ég fékk svo gott atvinnutækifæri miklu meiri laun má ég fara í launalaust frí? jú jú ekkert mál.. Svo þegar ég kem í land í lok júlí heimta ég bara að sveitafélagið borgi mér það vinnutap sem ég varð fyrir því ég bara gat ekki annað en sleppt því að fara á sjó.. hmm þetta er ekki svo vitlaus hugmynd..


Hey velja rannsókn sem hægt er að nota heimildir
Er í fortölum og er þessa stundina að reyna gera innganginn fyrir skýrsluna að rannsókn sem ég að hann Gulli C eins og ég kýs að kalla hann gerðum um helgina... Rannsóknin var einföld og vorum fljótir að vinna úr gögnunum.. vandamálið kom svo núna þegar við föttuðum það að það sem við vorum að rannsaka fékk akkúrat enga ummfjöllun í fyrirlestrum vetrarins og það sem meira er er bara ekkert í bókinni.. sendi Friðrik fyrirspurn um hvar mætti finna fyrri rannsóknir um svipað efni.. og svörin voru að ég ætti að athuga greinar og rannsóknir um ákvarðanatöku... brjálað fjör
En ég sit hér því sveittur að reyna skrifa í kringum efnið og hef ég tekið upp Gleitman gamla og góða til að vitna í... og þetta átti að vera einfalt og gott verkefni sem tæki mesta lagi 1 kvöldstund að klára.. crappidícrap

Hvað er eftir annars fyrir utan fortales?
Á eftir að klára og fínpússa skýrsluna í þroskasálfræði.. það væri æðislegt ef einhver býður sig fram að fara yfir skýrsluna... Hvað segiru Vaka?

mánudagur, apríl 18, 2005

Stytting náms
Mál sem er að fá stöðugt meiri athygli nú í fjölmiðlum er þetta með ákvörðun menntamálaráðherra að stytta námið í framhaldsskólum landsins.. Hagsmunasamtök framhaldsskólanema hefur staðið fyrir mótmælum og unnið markvisst að því að sannfæra menntamálaráðherra og co um að þetta sé ekki rétta leiðin.. Það væri mun skynsamlegra að stytta grunnskólanámið..
Vaka sendi út yfirlýsingu fyrir helgi um að við styðjum þessar aðgerðir, vonandi að þetta hjálpi hagsmunafélagi framhaldsskólanema í baráttunni..

Hvað finnst ykkur annars um þetta mál?


Fréttablaðið furðar sig á...
Í fréttablaðinu í dag nánar tiltekið á bls 24 er svona dálkur þar sem er eitthvað sem þeim finnst lélegt og það sem þeir hrósa í íþróttaheiminum... I dag var sett fram það hver fáir eyjamenn hafi mætt að hvetja stúlkurnar í leiknum í gær þar sem þær tryggðu sér sæti í úrslitum Í DHL deildinni...
Það sem ég best veit er yfirleitt húsfyllir þegar stúlkurnar spila en í gær var leikið því að það var frestað leiknum en hann átti að fara fram á laugardaginn.. ÍBV óskaði eftir því að leiknum yrði frestað meira því að mjög margar fermingar voru á sama tíma og leikurinn átti að verða haldin sem HSÍ neitaði að gera svo að niðrustaðan var að fáir gátu séð sig fært um að mæta..

Þetta er nú kannski ekki stórmál.. en það er leiðinlegt að sjá svona fréttafluttning

föstudagur, apríl 15, 2005

Snilld
Þetta er ekkert smá fyndin mynd... það er spurning um hvort það sé að fara myndast nýtt afbrigði af Lundanum?

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Ótrúlega kúl
Hversu kúl er þetta? Hehehe


Þroskasálfræði ritgerð
Jæja þá er ég búinn að sýna plagatið mitt í tíma og hann Sigurður hafði ekki mikið út á það að setja, svo ég er ánægður.. Fengum svo ritgerðina tilbaka í tímanum 20% sem þessi ritgerð gildir af lokaeinkunn og ég fékk 9.0 svo ég er mjög ángæður með það!! Plagatið og skýrslan sem ég þarf að skila gilda svo 30% af lokaeinkunn svo það er nóg eftir í pottinum.. maður stefnir að sjalfsögðu að 8 - 9 og þá er maður vel settur fyrir lokaprófið..

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Kaupa símann?
Mál málanna þessa daganna er sala símans.. og nú getur maður bara verið með fullt af fólki í að eignast hlut í símanum.. 50 þús kall hjá kellíngunni á mogganum en 250 þús kall hjá hinum gaurnum... Það væri fínt að eiga smá pening til að setja í þetta, því ég veit að það mun borga sig þegar maður selur hlutinn aftur...
dem.. jæja.. það er þá miklu skemmtilegra að skulda LÍN fullt af pening og hugsa um hvort maður eigi að eyða 225 krónum i pepsi eða finna meiri pening til að geta keypt kók..

Annað sem mér datt í hug vegna þessa máls... Nú hafa safnast eitthvað um 2-3 milljarðir á einum degi.. það er svolítið mikið! Af hverju er ekki hægt að gera svipað með Vestmannaeyjagöng? menn halda því fram að göngin munu borga sig á einhverjum 30-40 árum og eftir það er bara gróði.. fínasta langtímafjárfesting hehe


Vesen
Það er alltaf einhver snillingur sem þarf endilega að senda link in á B2 þegar ég set inn nýjar myndir.. sem er ekkert gaman né sniðugt því að þá troðfyllist myndasvæðið mitt af forvittnu skrifstofu- og skólafólki sem á að vera vinna/læra til að svala forvittni sinni.. og hvað gerist þá? jú aðganginum er lokað í 24klst vegna þess að þetta er drasl svæði sem þolir ekki mikla traffík...
Þannig að það má bara sleppa því næst að linka frá B2


Lukkudýr Háskólans
Held að Háskóli íslands þurfi lukkudýr, eitthvað sniðugt til að selja boli og svona.. myndin af gríska dúddanum er ekki að gera sig.. Og hvað er meira viðeigandi en að Gæs verði lukkudýr Háskóla Íslands.. við getum sett mynd af gæs í miðjuna og skrifað utan um Háskóli Íslands.. Alger snilld.. það er allavega nóg af þessum þrjósku kvikindum í kringum skólann.. ólmar í að mennta sig!! Þær eru meira segja farnar að hætta sér þokkalega nær görðunum.. og þá lendum við fyrst í veseni þvi að biðlistinn til að fá íbúð lengist alveg um helming þá *Insert hlátur*

En af öllu gamni sleppt þá held ég að Gæsin verði tilvalið lukkudýr.. Svo þegar það rísa fleiri háskólar hér á landi þá væri hægt að setja upp háskóladeild í körfubolta og hvað væri þá mascotið okkar?? Jú Gæsin auðvitað.. og gaurinn sem léki gæsina væri vinsælasti gaurinn í háskólapartýunum!!


Need toilet paper?
Leggja inn pöntun núna takk...

Lotus klósettpappír 48 stykki í pakka = 2000 kr. (mjúkur og góður)
Eldhúsrúllur 20 stykki í pakka = 2000 kr

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Myndir Myndir og margt fleira
jæja þá er ég búinn að setja inn myndir frá síðustu helgi.. Á föstudaginn var ég bara rólegur en kíkti niðrá Póstbar þar sem VAKA var með partý.. fínasta djamm þótt stutt hafi verið..
Á laugardaginn var svo teiti hjá Helga Forseta en hann átti nú líka ammli sama dag og við gáfum honum uppáhaldsmyndina hans, Harold and Kumar go to White castle.. vorum reyndar svo vissir um að hann myndi fíla þessa gjöf að við rifum innsiglið af..
Allavega svo tók ég nokkur vídjó á laugardaginn í partýinu en þessi voru svona lang best af þeim..
1.Hérna hermir Haffi eftir síamsköttum
2.Leikurinn hans Kolla.. Takið eftir hvað Þórir skemmtilegi er alltaf að kalla inn á milli.. hehe
3.Þessi drengur er ekki eðlilegur haha
4.Zindri tekur Hannesdans
5.jæja endum þetta bara á fallegum svanasöng


Tungumálið
Merkilegt kvikindi þetta tungumál, þrátt fyrir alla þá kunnáttu sem við höfum og fræðimenn sem allt vita um tungumál getum við engan veginn fundið út af hverju og hvernig börn fara að því að læra tungumál.. Það eru margar kenningar til en enginn er sammála um eina rétta... mand og tact er nú gríðarlega skemmtilegt pæling.. maður þyrfti að fara lesa sig til í því aftur hehe, (munurinn á mand og tact)
Það fyrir börn að læra tungumál er svipað og fyrir okkur að fara læra t.d Hebresku, því hebreska er mjög framandi í okkar eyrum og þegar börn fæðast í þennan heim eru öll tungumál heimsins framandi í þeirra eyrum meðal annars það sem talað er í þeirra heimalandi. þannig að þið getið ýmindað ykkur hversu mikið vesen það er að læra tungumál.
"Pabbi sýnir syni sínum mynd af bláum bát í bók" Segir þetta er blár bátur, þetta er nokkuð magnað, því eins og við vitum eru til mörg orð um sama hlutinn og einnig er til margar merkingar um sama hlutinn. Hvernig vitum við hvað barnið er að skilja þarna? þetta gæti þýtt:
þetta er bátur, þetta er blátt, þetta er lítið, þetta er mynd eða jafnvel bara það má borða þetta.. hvað á barnið að halda? allt gæti verið alveg jafn framandi fyrir það að heyra...

Annað sem mér finnst merkilegt er þegar börn fara tala vitlaust, menn hafa haldið því fram að fyrst þegar börn læra tala eru þau að apa eftir fullorðna fólkinu, börnin sjá að foreldrarnir tala um hvíta dótið í glasinu sem mjólk og þau fara apa eftir því ... það sem foreldrar gera aftur á móti ekki er að beygja orð vitlaust os.frv. þannig að þegar börn fara segja "ég drekkaði mjólkina" er það engan veginn skiljanlegt hvaðan það kemur..
Menn hafa þó komið með þá útskýringu að fyrst um sinn eru börn að apa eftir en þegar þau verða eldri og orðaforðinn verður meiri þá fara þau að tala vitlaust vegna þess að þau eru þá fyrst að læra nota tungumálið.. nokkuð til í því svosem

Já tungumálið er merkilegt fyrirbæri og það verður gaman að lesa í gegnum þennan tungumálakafla í þroskanum.. jæja

mánudagur, apríl 11, 2005

Pikköplínur
Langar þig að hözzla sálfræðinema? Í Sálu sem er blað sálfræðinema við Háskóla Íslands eru nokkrar sniðugar pikköplínur... Hérna er topp 10 listinn yfir bestu pikköplínurnar á sálfræðinema:
10.Varstu á Skinner-ráðstefnunni um síðustu helgi?
9.Veistu að pabbi var í sama bekk og Jörgen Pind?
8.Allir vinir mínir eru með reðuröfund
7.Getur verið að þú sért anal-karakter?
6.Viltu koma heim og hlusta á nýja diskinn minn, hann er með sigurboganum.
5.Veistu að afi er í hljómsveit með Sigurði J. Grétarssyni?
4.(við gaur), Hva segiru? ertu haldinn ödipusarduld? Ekkert mál.. ég skal vera mamma þín
3.(Við píu) Rosalega ertu með flottar normalkúrfur
2.Viltu koma heim í millihópasamanburð?
1.Þú ert greinireiti fyrir slefihegðun


Sniðugt sko.. og nú er bara mæta í Animupartý og nota hæfileikana

Nemi í ruglinu: "HEY hvað er þetta greinireiti?"
Boggi svarar með mónótónískri röddu: "Greinireiti er áreiti eða atburður sem parast við styrkingu eða styrkingaleysi hegðunar og hefur þannig áhrif á líkurnar á því að hegðun eigi sér stað"

Ahhh still got it


Skráning 2005/2006
Var að klára skráninguna mína fyrir næsta skólaár.. kem ekki til með að útskrifast næsta vor.. spurning hvort ég geri það haust 2006 eða vor 2007.. sé til þegar nær dregur
En ég valdi námskeið fyrir næsta haust.. og ég valdi Tölfræði 3 (hætti í því síðasta haust), Próffræði, Hugfræði (öll 3 eru skyldufög) svo valdi ég eitt fag sem er meira inn á mitt áhugasvið en það er aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu.. held að það sé skemmtilegt og það eru ekki margir sem taka það námskeið svo maður er eiginlega í einkakennslu.. ekki er það nú verra í háskólanámi..
En jæja

föstudagur, apríl 08, 2005

Myndasíða
jæja búinn að setja link inn á myndasvæðið mitt.. Þetta er svona fyrsta tilraun.. vantar reyndar að lita þetta blátt svona eins og allt hitt er og flott að fá stafi á kassann líka.. en það er eitthvað sem ég kann ekki.. og væri súper dúper ef að ákveðinn aðili myndi vera svo góður að taka það að sér..


Nýtt nýtt og uppfæra
Var að bæta nýjum linkum og bloggurum við listann... nýjir hressir og ferskir bloggarar Ungfrú Sigrún og Ella svo var ég að uppfæra linkinn á Eygló en það er víst búið að vera mjög lengi vísað inn á gömlu síðuna sem er vesen..
Nýjar síður líka.. helst má þar nefna Djöflaeyjan sem er nýtt vefrit sem er gaman að lesa, svo setti ég inn nauðsynlegan link og er eiginlega hissa á því að það skuli ekki vera kominn fyrr inn.. Skip.is gjörsvovel!!
Svo mjööög sniðuga síðu sem heitir The Livingroom candidate sem ég stytti bara í LRD hérna í linkasafninu mínu.. þessi síða inniheldur allar sjónvarpsauglýsingar sem hafa verið notað í kosningabaráttunni um forseta BNA... alger snilld...
Svo er ég að reyna splæsa saman einhverjum sniðugum link fyrir myndasvæðið mitt..

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Úrslit Ciceró
Jæja þá er ræðukeppni stúdenta Háskóla Íslands lokið.. úrslitin voru í kvöld og áttust við Sálfræðin sem var með "mennt er máttur" og Heimspekin sem var á móti. Keppnin var mjög skemmtileg eins og alltaf þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá aðra sigurvegara.. En það var semsagt Heimspekin sem sigraði keppnina með aðeins 1 stigi!! Því má aðallega þakka þessum manni sem var ræðumaður kvöldsins ég reyndar bara man eins og er ekki hvað hann heitir og vonandi að þið afsakið það... annars kemur það trúlega með að birtast á heimasíðu keppninar.
Annars fannst mér þessi keppni mjög jöfn og skemmtileg og þó ég hefði nú reyndar viljað sjá sálfræðina vinna þetta.. Kjartan smári átti mjög gott kvöld en greinilega ekki nógu gott..
Að lokum er hérna svo myndband af lokaræðu ræðumanni kvöldsins frá heimspekinni.. þetta verður ekki lengi upp þar sem að ég er að kreista heimasvæðið mitt á háskólanetinu..
Svo eru hérna myndir frá keppninni.. ekkert sérlega frábærar myndir enda var maður svo upptekinn við að hlusta..


SPSS og Scrubs
Sit hér upp í Odda í stóru tölvustofunni að slá inn gögn í SPSS sem er gríðarlega skemmtilegt.. þetta einfalda rannsóknarverkefni sem ég valdi mér er ekkert svo skemmtilegt og einfalt þegar kemur að því að setja gögnin inn i SPSS... ég verð örugglega næstu klukkutímanna hérna að slá inn gögn.. frá 30 þátttakendum.. og ég sem var að spá í að hafa 60 þátttakendur... SEM BETUR fer gerði ég það ekki!!
En þetta var mjög skemmtilegt í framkvæmd og vonandi að niðurstöðurnar verða skemmtilegar líka.. annars verð ég fúll!!

Annars var ég að fá helling af Scrubs þáttum sem ég var að glápa á langt fram á nótt.. æðislegir þættir, húmorinn er svo mikil snilld! spurning um að skipta bara yfir í læknisfræði hehe ..


SatanCity
Leonci ætlar að gefa út plötu bráðlega sem heitir Satan City, platan mun innihalda um það bil 16 lög en 11 þeirra eru tilbúin. Nafn plötunnar vísar til Sandgerðis þar sem hún á hús og hefur búið í langan tíma.
Ef ég væri bæjarfulltrúi í þessum bæ myndi ég kæra þennan vitleysing enda hefur hún notað sérstöðu sína sem "listamaður" og semi-frægur einstaklingur að hrauna yfir þennan bæ.. þar með er hún orðin einn mesti hræsnari Íslands þar sem hún einmitt kærði Sigurjón Kjartansson fyrir meiðyrði...
Henni finnst líka ótrúlega mikið vegið að sér þegar hún er í Sandgerði, fólk kallar óorð á eftir henni og krakkar henda eggjum í húsið... Gæti það verið að það sé vegna þess að í hvert sinn sem hún kemst í fjölmiðla þá úthúðar hún þennan bæ og segir að þarna búi mestu rasistar heimsins??

mánudagur, apríl 04, 2005

RannsóknarBoggi
Er að leggja lokahönd á undirbúningsvinnu fyrir rannsóknarverkefni sem ég er að gera í þroskasálfræði.. töluvert vesen að gera þetta en hey.. gildir 30% af lokaeinkunn í 5 eininga áfanga svo það á að vera vesen!! hehe
Ég mun framkvæma rannsóknina í Eyjum og fer með seinni ferðinni núna á eftir.. kem aftur miðvikudagsmorgunn og þá beint í nemendafyrirlestur í Réttarsálfræði sem ég er reyndar ekki byrjaður að undirbúa CRAP! en það reddast..
Svo í lok vikunnar fer ég að undirbúa næstu rannsókn sem er í Fortölum en þá er ég með örðum peyja í hóp svo það ætti að vera töluvert einfaldara.. En okkur vantar þátttakendur í þá rannsókn.. tekur EKKI langan tíma og er bara gaman.. allir sem hafa áhuga bara skrif in thí komment!!
En jæja heyrumst


Ný fjarskiptalög
Ég er ekki búinn að kynna mér þau neitt sérstaklega og er þetta því röfl um það sem ég hef lesið í Fréttablaðinu.. Ég er ánægður með það að nú verða menn að sýna skilríki til að fá afhennt frelsiskort.. áður var þetta bara kjánalegt.. að fólk geti fengið sér símanúmer án þess að það sé hægt að rekja það til neins.. það skapar mikil vandræði til dæmis þegar fólk fer að hóta öðru fólki og eða nota GSM síma í slæmum tilgangi.. það er bara ábyrgðarleysi að gefa út símkort án þess að það sé hægt að rekja það til einhverns ábyrgðaraðila.
Hitt er þetta með að hlera.. ég er ekki ánægður með það.. það er soldið mikið meira verið að troða sér inn í einkalíf okkar.. það að allir séu með skráð símkort er töluvert meinlausara en að menn séu að hlera símtöl. og hættan á misnotkun er alltaf til staðar. Hvernig ætla þeir að koma í veg fyrir misnotkun? Ef ég vitna beint í fréttablaðið "Óheimilt verður að nota eða afhenda umræddar upplsýingar öðrum en lögreglu eða ákæruvaldi" Er þetta nóg? málið er að það er alltaf auðvelt að fara fram hjá svona og hættan á að þetta verði misnotað á einhvern hátt er mikil..
ég er ekki sammála þessum persónunjósnum...


Helgin búin og
Aðalfundur animu var á föstudag eins og sést á myndunum á nýja myndasvæðinu mínu.. var kjörinn nemendaráðgjafi með henni Guðfinnu svo ætli maður breytist ekki í kjallararottu næsta skólaár.. smurning..
En svo var matarboð í gær, það var snilld.. borðað góðan mat og notað steinasteikardæmið að sjálfsögðu! og svo smá bjór, kíkti stutt niðrí bæ lenti þar á spjalli við Elliða Vignis og við spjölluðum þó nokkuð lengi um sálfræði og komumst að tilgangi lífsins að sjálfsögðu!! hehe fór heim með nonnabita og glápti á Leon sem ég fékk lánaða frá Eyrúnu..

Svo er ég bara búin að vera vesenast í þroskasálfræðiverkefninu mínu í dag.. það er vesen verkefni sem ég verð að fara drullast til að klára.. hvað er meira að gerast? jú nemandafyrirlestur í réttarsálfræði á miðvikudaginn og annað rannsóknarverkefni í fortölum... ÚFFFF!!! læt vita hvort ég fái magasár!

Meira.. lennti í umferðaróhappi í dag.. mitt fyrsta umferðaróhapp.. ekki gaman en allir ómeiddir enda var þetta bara smá skellur.. en djöfull brá mér mikið..úff
semsagt viðburðarík helgi..

laugardagur, apríl 02, 2005


föstudagur, apríl 01, 2005

Hey já meðan ég man
Ekki láta plata ykkur greyin mín...


Góðar fréttir af lánasjóðsmálum
Samþykkt var í dag á fundi lánasjóðsnefndar að Stúdentaráð muni taka sæti í endurskoðunarnefnd LÍN, en eins og eflaust flestir muna kröfðust hinar námsmannahreyfingarnar þess í kosningabaráttunni að Stúdentaráð viki sæti sínu í nefndinni.
Atkvæði Vöku og Háskólalistans tryggðu að Stúdentaráð Háskóla Íslands fengu sæti í nefndinni sem stjórn LÍN hafði boðið okkur en fulltrúar Röskvu greiddu atkvæði gegn tilögunni.
Afstaða hinna námshreyfinganna er sú sama og áður en þau telja að samstarfinu sé lokið. En hagsmunir stúdenta Háskóla Íslands er forgangsatriði Vöku og við hlaupum ekki frá skyldum okkar enda væri það hræðilegur ósigur að Stúdentaráð Háskóla Íslands fengi ekki fulltrúa í endurskoðunarnefnd LÍN!!!
Ég segi nú bara frábært mál!

Bloggarar
Amazeen
Andri Hugo
Andri Hæ
Andri Ómars
Árni Klettur
Ásgrímur
Ástþór
Begga Bögg
Birgit
Brokechicks
Daði Bróðir
Didi Pulsa
Djonn
Doddi
Drottningin
Dröbn
Egils 1
Egils 2
Einar Hlö
Einar Örn
Einar Örn
Einir
Ella
Elli mono
Elliði
Erla Ósk
Ester Helga
Fosterinn
Gaui
Gestur
Grettir
Guðfinna Alda
Guðfinna Dís
Gummi Leikari
Gummi Typpi
Gunnar Bjarki
Gunnhildur
Haffi Bróðir
Heiðdís
Helga Lára
HJó
Hr.Forseti
Huld
Hvíta vonin
Ingibjörg
Íris Dögg
Jóhann Alfreð
Karl Gauti
Kjallararottur
Kjartan Vídó
Krissi
Kristbjörg Unnur
Kristín María
Lára Dögg
Lilja Skutla
Lilja Skvísa
MajaE
María
Njalli Ragg
Pabbi
Perla
Pysjurnar
Reynir
Rósa Gunn
Sigrún Alda
Sindri
Sleggjan
Slinger
Soffía Theódóra
Sólrún
Sunna Kristín
Sæunn
Thelma Ýr
Tómas
Tóta
Tótla
Ungfrú Sigrún
YO
Æbi Rokk
Gamalt & Gott

Free JavaScript from
Rainbow Arch