Bloggið GSM Bloggið Ljóðahornið göfuglega Myndirnar góðu! Boggi í nærmynd Skrifaðu í gestabókina
Linkar
ANIMA
APA
Atferlisfræði
B2
Bakkaflug
Bankaviðskipti
Barnaskólinn
Dalurinn
Féló
FÍV
Fyrir Aula
Fyrir konur
Fyrir menn
Fyrir Perra
Garðarnir
Hamarskólinn
Hrappur
Hoffman
Hvar.is
Izzard
Íslenskir stafir
Leikfélag Kópavogs
LRC
OBM
Sal.is
Setur.is
SHÍ
Skipasíðan
TenaciousD
Vestmannaeyjar
Vísindavefur
VKB
Þorsteinn

Málefnalegur vettvangur fyrir misvelgefið fólk

Daglegt flakk
Arthúr
Deiglan
Eyjafréttir
Eyjar.net
explosm

KESHAM
Leikjanet
Leitin Mikla
MBL
Myspace
pbfcomics
TPFD Comics
Vaka
wulffmorgenthaler
Kvótið
föstudagur, september 30, 2005

Föstudagsfílingurinn!! 
jæja.. þar sem ég skelli mér til Eyja á morgun set ég bara Föstudagsfílinginn strax inn!! en það er í þetta sinn með hljómsveit sem ég var að uppgötva... þökk sé Eyrúnu! en það er skoska sveitin Mogwai með lagið Christmas steps.. þessi hljómsveit er stórkostleg!! og þetta lag er mjög töff.. það er mjög lengi að byrja en trúið mér það borgar sig sko...

fimmtudagur, september 29, 2005

Tölvuvesen og Lundaball 
Já góða kvöldið gott fólk!! Ekki búin að skrifa neitt síðan á þriðjudag.. er það ekki bara rugl?? kannski ágætt að fá smá frí frá mér...
En annars er það að frétta að tölvan mín er ekki ennþá laus úr gelgjuskeiðinu, hún tók upp á því að henda út drivernum fyrir diskadrifið, DVD og allt dottið út.. ekkert mál svosem að laga það, nema fyrir utan eitt.. driverinn er á geisladisk og það er akkúrat vandamálið sem þarf að laga.. spurning hvernig á að snúa sér í þessu.. hmmmm

Svo eru mamma, pabbi, amma og afi að koma frá Ítalíu í nótt.. ég fer svo með fólkinu í Herjólf á morgun og það verður eitthvað húllumhæ með familíunni auk þess sem það er Lundaball á laugardaginn.. ekki missir maður nú af því.. heyrði líka að það séu 40 stk hjúkkur á leiðinni til eyja.. ekki er það verra.. gæti bara verið fínasta helgi framundan!

Svo setti ég hérna með þessum pósti myndasögu eftir Gary Larson.. en Gulli var að segja mér frá þessum gaur og að myndasögurnar hans séu BARA fyndnar.. hann á nokkrar bækur sem hann ætlar að lofa mér að kíkja á.. það verður gaman..


Hvað meira?? úff man það ekki..

þriðjudagur, september 27, 2005

Ný Vökusíða 
Í dag opnaði splunkuný heimasíða Vöku.. Síðan er alveg stórglæsileg og gaman að fá svona nýtt útlit og skemmtilegra notendaviðmót.. Það voru drengirnir Björn Swift og Þorgeir sem sátu mest megnis sveittir yfir þessu og ég segi bara Til hamingju kútarnir mínir!
síðan verður svo rekin með allt öðru sniði í vetur og framtíðinni.. það verður vikulega uppfært síðuna með pistlum sem annaðhvort Vökuliðar skrifa eða innsendir pistlar frá bara hverjum sem er.. Það verður gaman að sjá hvernig þetta allt gengur..
Svo er þarna myndasafn sem stefnt er að stækka mjög á komandi tímum, bæði með myndir úr starfinu hjá Vöku og eða bara myndir af djamminu almennt..

Jæja endilega kíkiði á vökusíðuna..


Run away train 
Hver man ekki eftir laginu Run away train með hljómsveitinni Soul Asylum... Þvílík nostalgía við að horfa á þetta myndband maður!! Hvaða ár var það annars vinsælt? man það einhver? og það væri gaman að vita hvort einhver hafi skilað sér úr þessu myndbandi...

mánudagur, september 26, 2005

Kallaklúbburinn stækkar við sig 
Það er allt að gerast innan körfuknattleiksfélagsins KÉSHÍHÁM.. Eins og alþjóð veit þá spila ungir vaskir drengir kördubolta á mánudagskvöldum... en það er víst ekki nóg fyrir okkur drengina enda að fara hasla sér völl í NBA... Við erum komnir með tíma á miðvikudögum kl:09:45 sem er snilld.. við verðum ógeðslega góðir innan skamms...
maður reyndar sér að færni manna hefur batnað mjög á þessu stutta tíma sem cvið höfum spilað nú þegar.. og einnig eru menn farnir að hlaupa meira núna.. sem er gott.. hehe


Þeir drengir sem komast ekki á mánudagskvöldum geta nú fengið tækifæri á að spila með okkur á miðvikudögum... endilega hafa samband!


Augað Sigraði 
Já það var hann Guðmundur Kr. Eyjólfsson sem sigraði ljósmyndasamkeppnina mína.. og hlýtur hann að launum þann heiður að eiga bestu mynd ársins í flokknum WEIRD.. einnig fær hann þann heiður að fá að fara ísrúnt með mér...
Augað eins og Guðmundur kallaði myndina fékk 35% atkvæða en rétt á eftir Auganu var myndin ÓPS eftir Helga Ólafs en sú mynd fékk 21%... hann fær ekkert í verðlaun nema það að vera næstbestur! og held ég að Guðmundur sé mjög ánægður með það...

En annars er mánudagur og allir hressir er það ekki?
Ég er að fara vippa mér yfir í Odda að lesa fyrir söguna en ég og Kalli eigum að halda fyrirlestur á morgun í umræðutíma.. gaman að því

Lundaballið næstu helgi.. og fullt af hjúkkum á leðinni til Eyja.. ekki slæmt það

föstudagur, september 23, 2005

Fagri Föstudagur 
Söng skáldið þegar hann missti fótinn við Laxá. En af öðrum hlutum..
Mamma og Pabbi fóru til Ítalíu í gær, ég keyrði þeim út á flugvöll og fékk svo bílinn að láni og fæ að hafa hann í viku.. sem er gott!! Vonandi fær maður fullt af pökkum þegar þau koma til baka :P
Annars er lítið búið að gerast.. í Kvöld verður Kveðjupartý hjá Hannesi, en hann er að fara til Englands held ég (haha góður vinur)!! en ég fer þangað allavega.. Svo er víst innfluttningspartý hjá hinum Hannesi.. þessum í Eyjum.. en hann var að kaupa sér íbúð.. sko drenginn!! við erum allir voðalega stoltir af honum! Getum haldið partý þarna á hverjum degi núna!! Sorry ég kemst ekki Hannes (eyjum) ég skal gefa þér flotta gjöf næstu helgi!!

En svo er það Föstudagslagið.. hvað skal það vera?? Síðustu helgi upp í bústað var voða mikið 80's þema í græjunum sem var að hluta til mér að kenna þar sem ég kom með 4 plötur bara með slíkri tónlist.. en meina.. þetta er the ultimate party tónlist!!
Föstudagslagið er því að þessu sinni The Safety Dance með hljómsveitinni Men without hats

miðvikudagur, september 21, 2005

Ted Turner 
Var að horfa á Letterman um daginn og gestur Lettermans var enginn annar en Ted Turner.. Ég reyndar hef bara oft heyrt þetta nafn en vissi í raun ekki mikið um manninn.. Svo ég vippa mér á Wikipedia og kemst að því að hann var einn af þeim sem stofnuðu CNN, Cartoon network og TCM..
Það sem kom mér mest á óvart var viðtalið við manninn, ég hugsað með mér að þarna væri bara enn einn bissness kallinn í viðtali, einn feitur göltur til að fylla upp í þáttapláss.. En þarna var á ferðinni gæðablóð, og hann hefur mjög sterkar skoðanir á hlutunum og þá sérstaklega stríðsbraski Bandaríkjamanna... Hann sagði m.a að lýðræði er ekki ýtt á fólk, fólk þarf að vinna fyrir því.. hljómar kannski ekki vel í fyrstu en þetta er alveg satt.. þegar fólk er tilbúið til að fá lýðræði þá berst það fyrir því.. vestræn ríki þurftu öll að ganga í gegnum helvíti til að öðlast sitt lýðræði.. eða svona næstum því!! þið skiljið hvað ég er að fara..

En annað sagði hann merkilegt var að einu ríkin sem eru í stríði fyrir utan Bandaríkin eru 3 heims ríki sem er mjög mikil fátækt og lítil menntun.. það sé mun betra að veita fólki hjálp og mennta fólk og hjálpa þeim fátæku heldur en að ráðast inn í landið... Þegar fólk hefur það gott er ekki vill það ekkert fara í stríð.. Einnig bennti hann á að leiðin til að sigra hryðjuverkamenn er ekki með að ráðast á landið, heldur að veit þeim menntun.. oftast er það ekki meira! gefa fólki von..

Hann mótmælti einnig mjög því að Bandaríkjamenn hafi farið í stríðið í Írak án samþykkis sameinuðu þjóðanna og hann er mikill stuðningsmaður þeirra mikilsvirtu stofnunar.. enda er hann eini maðurinn í heimi sem hefur gefið 1 milljarð bandaríkjadollara til sameinuðu þjóðanna til að hjálpa fátækum þjóðum..

En ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, bara það að þessi maður kom mér verulega á óvart.. en að lokum nokkrar tölur sem komu mér svolítið á óvart.. Hann talaði um að til að útrýma fátækt þyrfti heimssamfélagið að punga út 70-100 milljarða dollara.. Það er mjög mikið!! en miðað við stríðsmaskínuna er það ekki mjög svo mikið!! minnir að hann hafi talað um að það sé c.a 20% af öllum þeim peningum sem Bandaríkjamenn eyða í stríðsrekstur og c.a 6% af því sem allar þjóðir eyða samanlagt í stríðsrekstur... 6 prósent.. er ekki mikið


Svartsýni lýsandi fyrir námsmenn 
Já Svartsýni og Bölsýni er lýsandi orð fyrir stétt námsmanna í dag, einnig á þessi hópur gríðarlega erfitt í samfélaginu og eru alltaf undir...
Þetta er það sem maður finnur á því að lesa nýja Stúdentablaðið, Ég segi bara Hvað kom fyrir?? Í fyrra var byrjað að dreifa Stúdentablaðinu með Fréttablaðinu sem er mjög gott, blaðið var mjög skemmtilegt og margt áhugavert þar að finna, fyrir alla! Þetta sýndi drífandi kraft stúdenta og bjartsýni og vonandi sýndi fólki að það er gaman að vera námsmaður í dag! núna er sagan önnur, ég blaðaði í gegnum nýja Stúdentablaðið og las nokkrar greinar og mér fannst það niðurdrepandi, það er eins og við séum einhver þvílíkur minnihlutahópur sem kann og getur ekki neitt.. Ef það er eitthvað sem ég hata þá er það að væla hvað maður eigi bágt og enginn geri neitt fyrir mann.. Þetta er ekki lýsing á íslenskum stúdentum!! Við erum drífandi, duglegir námsenn og flestir vinna með skólanum sem sýnir hvað við erum fjölhæf...

Við erum jú að sjálfsögðu að berjast fyrir ýmsum sjálfsögðum réttindum eins og varðar LÍN og margt margt fleira, en það er ekki eins og nútíma stúdent lepji dauðan úr skel, já flott ég væri mjög sáttur að fá meiri pening frá LÍN á mánuði en á meðan það er svo að það er ekki hægt og það er verið að vinna í því að gera betru þá ætla ég ekki að vera grenjandi á meðan hvað lífið er ömurlegt! Við höfum það bara gott...
En já það er margt hægt að segja frá skemmtilegu í Stúdentablaðinu, til dæmis af hverju voru ekki myndir og frásögn af Nýnemavikunni og Stúdentadeginum? það var mjög skemmtilegt??
Vonandi að næsta blað verði betra og menn hafi bara verið að skrifa úr sér gamla gremju...

þriðjudagur, september 20, 2005

Er svo mikil snilld.. þetta er alger nauðsyn þegar maður er kvikmyndafíkill eins og ég... En annars er þetta mjög fyndið!
Annars er þetta mjög góð síða til að skoða verkefni sem eru framundan, þarna komst ég til dæmis að því að það er verið að fara gera kvikmynd um The Transformers sem var eins og kannski einhverjir muna eftir gríðarlega vinsæl teiknimynd hérna i den...

mánudagur, september 19, 2005

Kosning um bestu myndina 
Jæja.. fresturinn til að skila inn mynd lauk í gærkveldi.. og eru komnar inn sjö myndir!! allar jafn frábærar.. Til að kjósa um bestu myndina farið þið á Haltu Kjafti Og kjósið þar.. Held að það sé pottþétt að aðeins meðlimir á spjallborðinu geti kosið.. svo þið verðið bara skrá ykkur ef þið eruð ekki þegar skráð...
Þetta er þá einnig gott tækifæri til að fara byrja spjallið á Haltu Kjafti sem er frábært spjallborð

Ath að kosningarnar standa yfir í aðeins 7 daga!


Glæsikerra til afnota 
Já Góðan dag, við erum bara komin af öpum.. nei nei segi svona! En annars þá var móðir mín að segja mér það að hún og pabbi væru að fara til Ítalíu, hún reyndar bað mig um að hafa það sem leyndó því hún ætlaði að koma afa og ömmu á óvart en þau fóru í síðustu viku til Ítalíu, en ég held að Afi sé ekkert að fara á netið þarna úti svo ég held að það fari ekki lengra.. kannski ekki.. hver veit..
En allavega þá sagði mamma mér að ég gæti fengið að nota bílinn á meðan.. sem er frábært enda ekkert eins skemmtilegt og að fá að nota nýjan og flottan bíl í staðinn fyrir gamlan.. minn er töff.. en þeirra er meira töff

En allavega þá er ég á leiðinni á fund með Kallaklúbbnum Ég Sá Hana Í Horninu Á Mánabar... svo við sjáumst


Góð helgi 
Komiði sæl!
Þá er ein helgin í viðbót á enda.. árið flýgur burt á ofsahraða og það líður ekki á löngu en maður sé kominn á elliheimili að klípa í rassinn á hjúkkunum og drekka viský í laumi...En allavega, helgin var fín! Ég fór í Vísindaferð í Hvíta húsið sem er elsta auglýsingastofa landsins, fengum að vita svona það helsta um þeirra starfsemi og horfðum svo á auglýsingar frá þeim og fengum að sötra bjór með því.. Því næst fór ég niður á Prikið þar sem kosningar fyrir Animu voru... þar sat maður og spjallaði, hellti bjór yfir Vöku og reist við nokkra um eðli heimsins, endaði það kvöld á því að fara á Hlölla!

Laugardag var vaknað um 10 leytið til að pakka og baða sig því minn var sóttur um hádegi til að fara i haustferð vöku! það var mjög fín ferð.. Vorum í bústað hjá fjölskyldu hennar Sæunnar og er í rauninni höll en ekki bústaður. En jæja dagurinn fór í málefnastarf og hugmyndavinnu fyrir veturinn og margt skemmtilegt kom í ljós þar.. Um kvöldmatarleytið var grillað og svo var farið í Gettur Betur á milli deilda.. þetta var nú samt meira svona blanda af deildum, þar sem við náðum ekki í lið.. En í mínu liði voru Hannes, Friðrik, Ella og ég og við rústuðum þessu að sjálfsögðu!!
Eftir það var farið í Singstar milli stjórnar og Stúdentaráðsliða! Og Stjórnin rústaði Stúdentaráðsliðum sem var mjög sætur sigur!!
Síðan var almenn skemmtun, dans og pottur!! mjög fínt sko
Myndir eru að koma inn a myndasvæðið as we speak

föstudagur, september 16, 2005

Föstudagslagið 
Að þessu sinni er lagið House of the king með hljómsveitinni Focus. Og Föstudagslagið er tileinkað Bessahraunsvillingnum því ef ég hefði ekki kynnst þessum kauða þá hefði ég aldrei heyrt í Focus sem væri synd.

En hafiði það gott um helgina og passiði upp á

fimmtudagur, september 15, 2005

Klukkaður 
Demmit... Ég var klukkaður af Hjó og það virkar þannig að þá verð ég að segja frá 5 useless info um sjálfan mig.. þetta er það allra nýjasta sem er að tröllríða bloggheiminn.. Tröllríða.. en asnalegt orð

En jæja...
  1. Ég sagði alltaf frír í staðinn fyrir þrír í mjög langan tíma sem krakki
  2. Eina beinbrotið mitt er viðbeinsbrot sem ég fékk þegar ég var 3 eða 4 ára að hoppa upp í rúmi og datt á gólfið..
  3. Ég er rosalega klár kokkur og vann á veitingarstað í 4 ár auk þess sem ég var matsveinn á sjó.
  4. Ég er draslasafnari og á mjög erfitt með að henda fáránlegustu hlutum.
  5. Mér er illa við: geitunga, köngulær og flugvélar.
Jæja.. þá er það komið og ég má klukka 5 aðra...
Ég klukka Andra, Láru, Helga, Huld og Kristínu Maríu

P.s prófiði að rekja þetta aftur.. fer alveg ótrúlega langt aftur.. fyndið... en pointless


Ein mynd komin 
Einn keppandi kominn í Ljósmyndasamkeppnina.. Guðmundur sendi mér mynd alla leiðina frá Ameríku.. Þar með er hann orðin líklegastur til að sigra..
Ef þið viljið vera með þá sendiði bara mynd á netfangið borgthor@hotmail.com munið bara að skíra myndina eitthvað! og þemað er auðvitað WEIRD
Síðasti séns til að senda inn mynd er sunnudagskvöldið 18.sept kl:20:00
Have fun in the sun


Bíó á 30 sek 
Hehe.. æj shit ég var búinn að gleyma þessari síðu þar sem kvikmyndir eru styttar niður í 30 sek og endurgerðar með kanínum... Þetta er yndisleg hugmynd.. hehe

miðvikudagur, september 14, 2005

Bryggjurúntur 
Já góða kvöldið.. Enga mynd fengið ennþá.. þannig að ef einn sendir er sá hinn sami búinn að vinna.. einföld keppni ekki satt??
En í kvöld komu Sigurður og Hafþór og náðu í mig og fórum við á bryggjurúnt, fórum að skoða trillurnar í Reykjvaík þar sem ég tók nokkrar myndir sem hægt er að skoða hérna.
Eftir þessa trilluskoðunarferð var haldið í Kópavoginn til að skoða eina trillu, en Haffi og Siggi höfðu séð hana um daginn og Haffa fannst hún svo fyndin að hann varð bara sýna mér hana.. nokkuð magnað.. Eftir Kópavoginn var haldið til Reykjavíkur aftur, kíktum í slippinn, skoðuðum Hvalskipin og rúntuðum þarna aðeins um.. Bara fínasta kvöld segi ég nú bara..
jæja

þriðjudagur, september 13, 2005

Enginn áhugi? 
Ég hef ekki ennþá fengið eina mynd senda í keppnina.. Kannski það sé bara enginn áhugi fyrir slíku.. hmmm... Koma svo þemað er weird, takiði eina mynd með símanum ykkar af einhverju sem ykkur finnst skrítið, undarlegt eða hvaða skilning sem þið viljið setja á orðið weird! og sendið mér í pósthólfið borgthor@hotmail.com
Nú eða farið með flotta stafræna myndavél út meðal fólksins og finnið tilvalið efni til að taka mynd af.....


En af öðru, ég var í körfu í gær.. kallaklúbburinn "sá hana í horninu á mánabar" er nefnilega kominn með tíma í íþróttahúsinu hérna í skólanum..Erum á mánudagskvöldum kl:20:30 sem er fínasti tími... Í gær mættu þó ekki nema 4 kallar.. sem var vesen því þá þarf maður að hreyfa sig ennþá meira.. ég var orðinn algert svitabað eftir tíman.. vona það mæti fleiri næst..
Heyru svo þegar ég kem heim er var ég allt í einu að drepast í öklanum... kominn með álagsmeiðsli strax.. hvurslags er þetta eiginlega.. gamalmenni pfff

En koma svo áfram með myndirnar!!!

P.S Svo vil ég minna fólk á að það er búið að setja upp gestabók á síðuna mína.. það er ætlast til að fólk skrifi í bókina...

sunnudagur, september 11, 2005

Tvífaraárátta 
Ég tel mig vera nokkuð eðlilegan ungan dreng.. ekkert of bilaður og alls ekki of venjulegur.. Sem er by the way skemmtileg pæling... Hver er venjulegasti maður sem þið vitið um?? þetta er nokkuð erfitt ef maður spáir i þessu... Hvenær er hægt að segja að einhver sé venjulegur og er hægt að ofgera það? og er það spennandi kostur að vera???

En nuna er ég að blaðra.. Það sem ég vildi sagt hafa er að ég hef eina áráttu... undarleg árátta ég veit en ekkert að það hamli eðlilegt líf hjá mér... Þetta er tvífaraárátta.. varla samt hægt að kalla þetta áráttu.. Ég verð alltaf að para fólk sem ég hitti við fólk sem ég hef hitt áður í lífi mínu, þessi er svolítið líkur þessum... o.s.frv.. þarf ekki einu sinni að hitta fólkið, þvi ég fer oft að líkja fólki við leikara eða aðra fræga einstaklinga....

þannig að ef ég kem að þér og segi hey þú ert líkur þessum.. þá hef ég eytt töluverðum tíma í að pæla í þessu.. svo ekki hlæja bara eða móðgast.. íhugaðu vel hvað ég sagði og sýndu því skilning fíblið þitt....

Hehe einn að tapa sér hérna... En já nýjasta dæmið um tvífara er leikkonan sem leikur í Joan of Arcadia er svipuð litlu stúlkunni og djammboltanum Hrafnhildi.. nokkuð magnað ha?


Ljósmyndakeppni 
Sælt veri fólkið og velkomin að tölvunni þennan ljúfa sunnudag.. Eru ekki allir annars kátir yfir góðri helgi?? Helgin mín var svosem fín.. Fór á Sjávarútvegssýninguna á föstudaginn sem var mjög gaman.. og er nokkuð ljóst að maður mætir á hana eftir 3 ár!! Eftir sýninguna fórum við Helgi og Einar í partý hjá Vöku á Hólamslóðinni og þar var okkur boðið í bjór og tjútt fram eftir...
Í gær gerði ég nánast ekki neitt... bara vídjó og leti.. sem er fín af og til!!

En annars fékk ég sniðuga hugmynd áðan.. svona til að hafa þetta meira svona tengt lesendum síðunnar og leyfa fólki koma sínum hugmyndum að... Þá datt mér í hug að halda ljósmyndasamkeppni Bogga! ekkert fancy neitt bara gaman að sjá hvaða hugmyndir fólk fær... Datt í hug að hafa þema.. og þemað er Weird. Ljósmyndasamkeppnin verður í eina viku og endar næsta sunnudag!
Allar myndirnar verða svo settar á myndasvæðið þar sem fólk getur kosið svo um bestu myndina..
uhm spurning með verðlaun.. ég er ekki viss með það.. kannski bara titillinn Mynd ársins! og ísrúntur með Bogga!!
Myndirnar mega vera úr gsm-síma, flottri myndavél, skönnuð og allt það.. Svo sendiði bara myndina á borgthor@hotmail.com

Hvernig líst fólki annars á þessa stórgóðu hugmynd mína?? Koma svo allir að taka þátt!! og hafa gaman að...
Góðar stundir

fimmtudagur, september 08, 2005

Vond Gatnamót 
Núna fer að styttast í því að öllum vegaframkvæmdum ljúki við Hringbrautina og fólk geti keyrt allan fjandann þarna... Það er eitt sem fer samt rosalega í mig.. það er að þessi Hringbraut sem átti að leysa öll vandamál og já hún er mjög góð.. en hlutinn sem tekur við held reyndar að þá heiti gatan Miklabraut.. Af hverju var ekkert gert þar? gatan er ekkert að höndla þessa umferð.. það er fínt pláss báðu megin en þarna er þetta algert helvíti... ÉG að sjálfsögðu eins og alltaf er með lausn á vandanum!!!!

Það er nefnilega þannig að þessi gata á að vera skilgreind sem hraðbraut.. tengigata milli stórra hverfa!! aðalæðin niður í miðbæ og á háskólasvæðið... Þess vegna eiga ekki að vera umferðarljós við gatnamótin Miklabraut/Langahlíð.. Hverfin sem koma þaðan út úr er hægt að koma að t.d með að fara gatnamótin miklabraut/kringlumýrarbraut sem eru aðeins betri og stærri gatnamót til að fara... Þessi gatnamót eru bara tímaskekkja og fólk myndi aðlaga sig mjög fljót að þessu.. auk þess sem að hverfin þarna myndu verða fjölskylduvænni...
OOOOG... já umferðin þarna myndi komast í eðlilegt horf...
En jæja..


Örstutt rýni 
Ég, Lára og Siggi vorum að klára að horfa á kvikmyndina The Jacket og ég verð nú bara að segja það að þessi mynd var mjög fín, sama hvað litli feiti Haffalingur segir.. Það er gaman af myndum sem maður þarf aðeins að halda einbeitingunni við áhorf.. Maður verður nefnilega bara leiður og pirraður á myndum sem nánast mata allar upplýsingar upp í mann.. fínt af og til en maður verður líka að taka sér pásu.

Get nú lítið sem ekkert sagt um myndina sjálfa, nema að skemma eitthvað fyrir ykkur.. en ég get sagt það að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.. Mjög góð mynd!
Þá hef ég bara ekkert meira að segja í bili..

miðvikudagur, september 07, 2005

Vökudagskrá vikunnar 
Heyja.. það er nóg að gera hjá VÖKU þessa daganna, í gær var til dæmis Suðrænt þema á Vökukvöldi sem var haldið á Stúdentakjallaranum og það vakti mikla lukku.. ég tók nokkrar myndir og eru þær hér með komnar á netið...

Það er meira, því á morgun er Kynningarfundur Vöku og verður hann haldinn í félagsheimilinu að Hólmaslóð og hefst hann klukkan 20.30. Þar verður farið yfir hvað er að gerast hjá Vöku í vetur og hvað við erum búin að vera gera.. Mjög gott tækifæri til að láta í sér heyra, koma sér í starfið og eða bara spjalla..

Á föstudaginn er svo Vökupartý í félagsheimilinu að Hólmaslóð og þar er bara gleði gleði gleði.... Frír bjór á meðan birgðir endast.. Svo verður gestum boðið upp á að reyna fyrri sér í Singstar!
Allir velkomnir og fjörið byrjar klukkan 20:00!!

En annars bara vil ég sjá sem flesta á alla viðburði Vöku í vetur og hafa gaman!!

mánudagur, september 05, 2005

Siðferði 
Var á málstofu í hádeginu og umræðuefnið var „FJÖLMIÐLAR OG SIÐFERÐI; hvar liggja mörkin?“... nokkuð góð málstofa í boði Snápsins, félags MA-nema í blaða- og fréttamennsku. Frummælendur voru Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands og Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs. En ég ætla nú ekki að fara segja frá fundinum í heldur að setja fram pælingu sem kom í einni spurningunni úr salnum.
Nú hafa fréttamiðlar á Íslandi sín siðferði og siðaskrá og já jafnvel DV hefur sína siðaskrá.. en hvernig er þetta með bloggara? Hver er ábyrgur þar??

Bloggsíður spretta nú fram og á hverjum degi er einhver að byrja blogga... flestar bloggsíður eru þó bara svona hálfpartinn dagbækur.. fólk að segja frá sínu lífi og hvað það sé að bardúsa. En svo eru margir eins og undirritaður sem talar um aðra, fréttnæmt efni og þvíumlíkt. Maður fer óneitanlega að pæla í siðferði og hvar mörk liggja í greinaskrifum á interneti. Það eru um 150-200 heimsóknir að meðaltali á dag inn á síðuna mína til dæmis, það segir mér að það eru ekki bara nánir vinir sem lesa bullið mitt heldur að það er fólk að detta inn og jafnvel að koma frá linkum frá B2.is o.s.frv. Þá verður maður að fara hugsa lengra og auðvitað taka ábyrgð á skrifum sínum sem ég hef að sjálfsögðu alltaf gert.. Ég er ábyrgðamaður, ritsjóri og eigandi þessarar síðu..og verð að taka því hlutverki með fullri alvöru þegar ég skrifa greinar og gagnrýni á fólk og málefni!

Það er samt umhugsunarefni að hugsa sér það að hver sem er, á hvaða aldri sem er getur opnað sinn eiginn Fréttamiðil.. það þarf ekkert sérstakt til þess.. hver er ábyrgur þar??

En ég ætla nú ekki að hafa þessa pælingu mikið lengri.. Heldur ætla ég að skilja við ykkur með góð lokaorð sem ég hef yfirleitt að leiðarljósi þegar ég skrifa inn á síðuna mína, því að netið er svo rosalega opið að ekki er hægt að segja að þetta sé stór heimur.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

sunnudagur, september 04, 2005

Tjúttið í gær 
Fyrsta helgin í Sept að ljúka.. og fínasta helgi sem þetta var.. Á föstudaginn fórum við Helgi í heimsókn til Viggó og þar var sötrað smá bjór og farið svo á pöbbarölt, endaði á Hlölla með Daða og farið bara snemma heim..
Í gær afturámóti var aðeins meira tjútt... Ég og Siðurður Björn fórum í partý til Árna Helga. Fórum þaðan svo til frænku hans Sigga sem ég er bara búin að gleyma hvað heitir.. Ég var örlítið þreyttur þá og sá að ég myndi ekki hafa kvöldið af ef ég myndi ekki fara hreyfa mig eitthvað.. svo ég rauk út.. og heim til Gests sem var með partý og þar drakk maður aðeins þar til að ég fór niðrí bæ..
Var svo bara að rúlla heim til mín um 5-6 leytið svo þetta var fínasta djamm... gaman af því
Myndir frá kvöldinu eru hérna

föstudagur, september 02, 2005

Músíkin lifir 
Hef gert það af og til að setja inn svona lög á netið.. ekkert svona vikulega eins og Andri, heldur bara svona þegar mér dettur í hug sem mér finnst mun sniðugra því þá verður enginn fyrir vonbrigðum ekki einu sinni litli pésinn hann Zindri sem er svo lítill að hann nær varla upp á sitt eigið nef... hvað svosem það þýðir.. en hann er mun minni inn í sér og maður verður að passa sig stundum hvað maður segir við litla kallinn því hann gæti jafnvel bara farið að gráta..

En að laginu.. Lagið þessa stundina er með stórhljómsveitinni Pink floyd sem Andri og Þórir kalla bestu hljómsveit allra tíma.. síðast þegar ég vissi allavega..
Lagið er Fat old sun sem er mjög skemmtilegt lag og svona þægilegt lag.. minnir mann á morgunsólina að vetri til.. veit ekki datt það bara fyrst í hug..
en jamm.. góða skemmtun

fimmtudagur, september 01, 2005

Dagur eitt 
Jæja þá er skólinn byrjaður.. ég skráði mig aftur í Sögu Sálfræðinnar þó ég viti ekki útkomuna úr sumarprófinu, því ef ég næ þessu þá rétt slefa ég og ég vil ekki vera bara með 5 í þessu fagi.. þá tek ég það frekar aftur upp!
Fyrsti tíminn á fyrsta skóladegi var nú einmitt Saga sálfræðinnar.. mjög sniðugt.. og það var nokkuð gaman að vita og þekkja allt sem Sigurður var að segja í tímanum.. mig rámar í fyrsta tíman fyrir ári síðan að maður sat, svitnaði og seig hægt og rólega ofan í sætið sitt í fyrsta sögutímanum.. þannig að maður veit hvernig flestum leið þarna inni...
Svo er það bara taka þetta og rústa á jólaprófunum.. Fer ekki í fleiri tíma í þessari viku, en í næstu viku er það Tölfræði 3, próffræði og aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu.. ég er samt svona á báðum áttum með að taka það fag núna, held að vinnuálagið verði nokkuð mikið í sögunni, töl 3 og próffræðinni.. svo ég sé til í næstu viku þegar ég sé betur hvernig atferlisgreiningin er sett upp...

Annars er bara allt gott að frétta, SHÍ fundur á eftir, ég fer sem varamaður fyrir Hannes sem getur ekki séð sér fært um að mæta.. það er nú meira kæruleysið ha Hannes? þessir akureyringar ekkert hægt að stóla á þá..

Svo er kannski bara einn öl í kvöld.. hmm

Bloggarar
Amazeen
Andri Hugo
Andri Hæ
Andri Ómars
Árni Klettur
Ásgrímur
Ástþór
Begga Bögg
Birgit
Brokechicks
Daði Bróðir
Didi Pulsa
Djonn
Doddi
Drottningin
Dröbn
Egils 1
Egils 2
Einar Hlö
Einar Örn
Einar Örn
Einir
Ella
Elli mono
Elliði
Erla Ósk
Ester Helga
Fosterinn
Gaui
Gestur
Grettir
Guðfinna Alda
Guðfinna Dís
Gummi Leikari
Gummi Typpi
Gunnar Bjarki
Gunnhildur
Haffi Bróðir
Heiðdís
Helga Lára
HJó
Hr.Forseti
Huld
Hvíta vonin
Ingibjörg
Íris Dögg
Jóhann Alfreð
Karl Gauti
Kjallararottur
Kjartan Vídó
Krissi
Kristbjörg Unnur
Kristín María
Lára Dögg
Lilja Skutla
Lilja Skvísa
MajaE
María
Njalli Ragg
Pabbi
Perla
Pysjurnar
Reynir
Rósa Gunn
Sigrún Alda
Sindri
Sleggjan
Slinger
Soffía Theódóra
Sólrún
Sunna Kristín
Sæunn
Thelma Ýr
Tómas
Tóta
Tótla
Ungfrú Sigrún
YO
Æbi Rokk
Gamalt & Gott

Free JavaScript from
Rainbow Arch