mánudagur, október 31, 2005
 þannig hljómar gamall og góður brandari... En það er langt síðan ég skrifaði eitthvað á bloggið mitt.. svona miðað við hvað ég er blogg-óður maður eins og sumir vilja kalla mig. En aðöallega hefur það verið vegna mikilla anna hér á bæ. Á föstudaginn var ég að selja rannsóknarrit félagsvísindarstofnunar, það tók allan föstudaginn, fór svo með sálfræiðliðinu á Stúdentakjallaran og svo bara hjem.. Á laugardaginn var ég á fundi allan daginn og fór svo í póker til Viggó um kvöldið.. Það var alger snilld.. Dresscode og alles, var vinsamlegast beðinn um að mæta í fínum fötum sem ég gerði .. en gleymdi bindi svo mér var úthlutað bindi þegar ég kom á staðinn!! Mjög gaman en tapaði því miður.. Svo keyrði ég peyjana niður í bæ og ákvað svo að skella mér með þeim.. og það var heilmikið fjör! En annars nenni ég ekki að vera með einhver meira svona upptalningu.. það er líka kjánalegt og líflaust.. hehe En hey.. fékk út úr prófinu í sögu áðan.. Fékk 7,96 sem er mjöööög gott.. og ég er mjög ánægður með þessa einkunn.. aðeins einn fékk hærri einkunn en ég. En jæja.. Heimapróf sem þarf að skilast á morgun.. Tónleikar á fimmtudaginn.. auglýsi það betur á morgun bara
fimmtudagur, október 27, 2005
Msn er sérstakt fyrirbæri.. en fyrir mér er þetta samskiptatæki, ekkert meira og því finnst mér mjög kjánalegt þegar maður lítur yfir msn listann sinn og sér að allir heita eitthvað eins.. þá er eitthvað stórkostlegt þema í gangi sem allir sýna samhug með að bæta merki eða settningu við nafnið sitt.. Mér finnst þetta kjánalegt, Núna eru allir með 100% fyrir framan nafnið sitt.. ég hef ekki hugmynd um af hverju.. Þetta er örugglega auglysing á einhverju, "ég er að styðja þetta", eða "ég samhryggist þessum" eða eitthvað þvíumlíkt.. En ef fólk eins og ég.. og það eru fleiri eins og ég.. sem koma inn á msn og fatta ekkert hvað þetta merkir því við erum ekki inn aðal tískuheimi msn þá er þetta ekki að virka!! Eins og ég sagði þá finnst mér msn bara vera samskiptatæki, og það að setja eitthvað svona merki fyrir framan nafnið sitt þá finnst mér það vera eins og ég færi að svara í símann minn, "Já góðan dag Borgþór hér og þess má til gamans geta að ég samhryggist öllum þeim sem lenntu í þessu einu sinni"Ég er ekkert illmenni með þessu! og fólk hefur einmitt spurt mig áður, af hverju ég seti ekki kross fyrir framan nafnið mitt þegar eitthvað hroðalegt hefur gerst, þá svara ég því einfaldlega að mér finnst þetta bara ekki eiga heima inn á msn.. ég get sýnt samhug á marga vegu en það þarf ekki endilega að gerast inn á þessu samskiptaforriti! Allavega þá er ég búinn að koma þessu frá mér.. Eitt annað.. Af hverju er fólk að senda manni keðjubréf? í alvöru? Af hverju?
 Pókerkvöld Vöku er frábær skemmtun!! ég missti af fyrsta pókerkvöldinu en tók þátt núna í kvöld og skemmti mér konunglega.. þetta er klárlega komið til að vera!! Það er spilað Texas hold'em fyrst var ég alveg að kúka á mig, en vann svo 10 spil í röð og náði að hreinsa mitt borð og var hrúgan mín orðin verulega stór og falleg. Þá var slegið saman þeim sem eftir sátu á hinum borðunum og ég náði alveg inn í final 5 og tapaði öllu þar.. hehe alger snilld.. þvílíkt sem maður getur verið spenntur yfir þessu! Ég mæti sko pottþétt á næsta pókerkvöld eftir tvær vikur.. reyndar ætti þetta bara vera vikulega.. spurning um að taka það upp á næsta stjórnarfundi.. alltof skemmtilegt til að hafa svona langt á milli.. Mæli með að fólk mæti og prófi þetta næst..
miðvikudagur, október 26, 2005
þriðjudagur, október 25, 2005
 Tvær færslur á einum degi.. greinilega á að vera gera eitthvað annað núna... Á að vera skrifa ritgerð!! það má búast við að bloggið verði meira þegar prófin nálgast.. fyndið hvað maður finnur sér alltaf eitthvað annað að gera en að læra.. merkilegt alveg!! En er búinn að endurnýja Myndabloggið mitt!! er kominn yfir til símans og þar sem þeir eru svo 1960 eitthvað þá er ekki hægt að hafa það bara inn á blogginu eins og Vodafone leyfir.. maður verður bara hafa sér síðu sem má finna HÉR.. Ætla svo að reyna troða þessu inn á linkasafnið eða eitthvað... Annars var athyglisverð kenning sem ég fann upp áðan! var að "rökræða" við Vöku um af hverju stelpur skrifi betur en strákar.. eins og alltaf kom ég með pottþétt svar við þessu!! Við strákarnir gerðum bara það sem okkur var sagt þegar það var verið að kenna okkur þessa fokking tilgangslausu og ljótu tengiskrift!!! stelpurnar voru ekkert að spá í því og skrifuðu bara sína eigin skrift sem þær þróuðu með sér í gegnum 6-7-8-9 og 10 bekk.. m.a með því að skrifa nafnið sitt og þeirra stráka sem þær voru skotnar í, endurtekið í bækurnar sínar.. Á meðan vorum við strákarnir ennþá að reyna fullkomna þessa fáránlegu tengiskrift sem var orðin langt frá sínu upprunalega útliti.. það og við vorum ekki að skrifa nafnið okkar endurtekið í bækurnar okkar.. við teiknuðum bara ljóta kalla og skrímsli... jæja.. ritgerðin bíður
 Ég get verið svo mikill sökker stundum.. Það er hægt að pranga nánast öllu upp á mig ef ég þarf ekki að borga fyrir það!! Og stundum jú þó ég þurfi að borga fyrir það.. Um daginn var hringt í mig frá KB banka og boðið mér að vera í námsmannaþjónustunni þeirra, ég spyr hvort ég þurfi að borga fyrir eitthvað, gaurinn segir nei og býður mér gull og græna skóga ef ég bara kem yfir.. Ég segist vera mjög ánægður með Sparisjóð Vestmannaeyja þá segir hann að ég þurfi ekki að flytja viðskiptin yfir til þeirra, ég gæti bara fengið kort frá þeim og notað það ef ég vildi.. Svo ég slæ til Svo var byrjað að hringja í mig og segja mér að ég megi ná í kortið mitt í melaútibú.. ég gleymdi því alltaf auðvitað, en náði loksins í það eftir 4 eða 5 hringingu! Þegar ég næ í kortið er mér boðið að ég fengi 1500 krónur lagt inn á reikninginn sem endurgreiðslu af nemendaskírteini Animu, ég þigg það að sjálfsögðu. Þetta var 20.september ég hef ekki ennþá fengið neinn 1500 kall inn á kortið mitt.. En svo er annað og kannski aðal pointið með þessari mjög svo löngu sögu um ekki neitt!! Að þegar ég reyni að hringja í þetta fyrirtæki er ég on hold í fleiri fleiri mínútur!! (og þá er ég að tala um 7-8 mín + ) þvílíkt rugl maður.. mér finnst alltaf eins og það sé verið að gera mann að einhverju fífli þegar maður er á on hold! En allavega ég hef minnstan áhuga á að flytja mín viðskipti þangað... Í sparisjóðnum fæ ég persónulega þjónustu og ég fæ alltaf strax samband við hana Stínu! Þetta er mjög gott kerfi og svo sér ólöf um mín mál.. Held að menn séu að borga mikið fyrir svona góða þjónustu hérna upp á landi.. Húrra sparisjóður!
mánudagur, október 24, 2005
Jæja, þá er helgin búin og raunveruleikinn tekinn við, og nóg af verkefnum framundan!! Fór annars í útskriftarpartý hjá Andra Rottu s.l laugardagskvöld, það var mjög gaman og mikil stemming í liðinu! Tók nokkrar myndir sem hægt er að nálgast hér. Annars er kvennafrídagurinn í dag og öll blöð og allar heimasíður orðnar bleikar.. allir að styðja konur sem er bara af hinu góða, það er ekkert eðlilegt að konur fái mun lægri laun fyrir nákvæmlega sömu vinnu og menn.. ég yrði a.m.k frekar fúll!! En af öðru, nóg að gera í vikunni eins og ég sagði áðan. Karfa í kvöld!! svo er VökuPóker á miðvikudaginn, það verður auglýst í skúlen! Svo er HrekkjaVaka á föstudaginn.. Á hressó held ég.. um að gera finna sér búning um mæta á grímuball.. ekki oft sem maður gerir eitthvað svoleiðis! En jæja.. held það sé ekkert meira í bili.. svo við heyrumst bara
föstudagur, október 21, 2005
 Föstudagsfílingurinn í þetta skiptið er eftir mann sem allir elska! Fríkob Möller! Og lagið er Vestmannaeyjabær!Það eru tvær ástæður fyrir því að ég set þetta sem Föstudagsfílinginn! númeró únó er að þetta er í tilefni þess að Nonninn var að stofna Aðdáendaklúbb Fríkob Möllers, heyrði að Andri sé varaformaður og Helgi sé gjaldkeri.. gaman að því.. kannski þeir fjölmenni á næstu stórtónleika! Hin ástæðan er öllu mikilvægari, en ég hafði þetta sem Föstudagsfílinginn fyrir þá óheppnu sálir sem ekki komast til Eyja um helgina.. Svo fólk getur hlustað á lagið og látið sig dreyma um Eyjarnar fögru! En Eyjamenn góða skemmtun um helgina!
fimmtudagur, október 20, 2005
 Ég verð einn af fáum Eyjamönnum sem verður eftir í Reykjavík um helgina, allir eru nefnilega að fara til Eyja á Sálarball! En ég verð bara slakur á kantinum að læra fyrir próf í Sögu sálfræðinnar sem er á laugardaginn.. er samt ekkert það pirraður yfir því! Prófið er bara krossar og ég er svona nokkuð vel settur.. en auðvitað má alltaf gera betur og það ætla ég mér að gera aðvitað! svo er bara sjá til hvernig fer á lördag! Talandi um Sögu þá keypti ég mér þrjár nokkuð góðar bækur um daginn, úr bókaflokknum Lærdómsrit bókmenntafélagsins.. Ég keypti mér Hugleiðingar um frumspeki eftir René Descartes, Rannsókn á skilningsgáfunni eftir David Hume og svo aðra eftir Hume sem heitir Samræður um trúarbrögð. Er búinn með allar nema þessa síðastnefndu! Fannst mikið auðveldara að skilja Hume í bókinni frá bókmenntafélaginu heldur en í Leahey! En jæja nóg um það.. Kynningarfundur í kvöld svo klukkan 20:30, öllum velkomið að mæta.. ég mun vera bakarameistari kvöldsins! Svo er Partý á laugardagskvöldið Kl:20:30 á Hólmaslóðinni.. fríkeypis bjór á meðan birgðir endast! En jæja.. off we go.. nei meina..I go
mánudagur, október 17, 2005
 Vaka stendur fyrir kynningarfundi í Vökuheimilinu að Hólmaslóð 4 fimmtudagskvöldið 20.október kl. 20.30. Á fundinum verður starfsemi Vöku kynnt og fundargestir geta síðan rætt við Vökuliða um hin ýmsu málefni. Heitt á könnunni og kökur í boði. Svo á laugardaginn verður VÖKUpartý á Hólmaslóðinni og hefst það klukkan 20:30!! Almenn gleði og fríkeypis bjór á meðan birgðir endast!! Svo auðvitað SingStar! Svo er ég að selja Kaffi.. Eðal kaffi frá Súfistanum.. 500 gramma poki af eðalblöndu á aðeins 1100 krónur.. Þeir sem óska eftir því að kaupa slíkt mega bara hringja í mig og leggja inn pöntun. S:663-3493
sunnudagur, október 16, 2005
 Viskumoli hérna... Það þekkja eflasut allir Panodil, það er eitt vinsælasta verkjalyf sem til er, aðallega vegna þess hve hættuminna það er miðað við önnur verkjalyf! Það er eitt sem kannski ekki margir vita af og það er hversu hættulegt efnið getur verið þegar notað er með áfengi! Aðal efnið í Panodil er paracetamól og það er ekki neitt súper gott fyrir lifrina en venjulega á lifrin auðvelt með að vinna úr því.. En þegar búið er að neyta áfengis er lifrin á fullu að vinna úr áfenginu og því sest paracetamól upp í lifrinni og veldur lifraskemmdum.. þetta á einnig við þegar fólk er að bryðja Panodil í þynnku,. því líkaminn er ennþá á fullu að vinna úr áfenginu... En svo er nú það líka að ef þú ert alltaf að drekka þá ertu hvort sem er að stúta lifrinni hehe... En allavega þá vitiði það.. ef þið eruð þunn.. veriði þá þunn.. ef þú ert með hausverk og ert á leið á fyllerí.. láttu þá frekar áfengið um verkjastillingu eða slepptu því að fara á fyllerí! En jæja.. Sunnudagur og vikan að byrja!! eru ekki allir hressir?
föstudagur, október 14, 2005
Hjúkk.. Eins gott að ég las bloggið hans Helga í dag, því ég var alveg búinn að steingleyma Föstudagsfílingnum.. Hvað er að gerast sko!! En já ég ætla nú ekki að gera neitt merkilegt úr honum þessa vikuna.. enda ekkert svo merkileg helgi framundan.. Þarf að skila verkefni í tölfræði 3 á sunnudag sem ég er ekkert að meika.. djöfull!! Svo eru nokkur stk fundir um helgina líka.. svo það ætti að vera nóg að gera svosem.. en allavega Föstudagsfílingurinn núna er með hljómsveitinni Police og lagið er Walking on the moon
fimmtudagur, október 13, 2005
 Ég held ég verði bara vera sammála henni Huld með nýja lúkkið hjá veðurfréttum RÚV. Þetta er engan veginn að gera sig.. og ég held að hann Þór kallinn taki það ekki í mál að segja veðrið með þetta ömurlega lúkk... Persónulega vil ég bara fá aftur gamla góða snúningskassan og prikið.. þá erum við að tala saman!!
miðvikudagur, október 12, 2005
 Þeir sem ekki vissu af því þá er próftaflan komin á netið.. og ég verð nú bara segja það að ég er nokkuð sáttur!! Fer í mitt fyrsta próf 7.des, svo 12.des og loks 19.des... þannig að ég hef fínan tíma þarna á milli til að lesa.. ekki eins og í fyrra þegar að 16 klst voru á milli tveggja prófa hjá mér.. svakalega var það súrt.. En þetta er fínt.. Annars er bara lítið að frétta þessa daganna.. er með smá hausverk núna og er soldið slappur.. Trúi því varla að ég sé að verða veikur núna.. man ekki síðast hvenær ég var veikur.. held meira segja að það hafi bara verið í grunnskóla.. en er ekki bara spurning um að skella í sig c-vítamíni og lýsi og hressa sig við?
mánudagur, október 10, 2005
 Rakst á mjög svo athyglisverða síðu þegar ég var að lesa póskið hjá Ósk. Þetta er síða sem inniheldur fjöldan allan af bókum sem kostar ekkert að ná í vegna þess að þetta eru flest allt það gamlar bækur að höfundaréttur nær ekki lengur yfir þær... Er svona búin að vera skoða þetta aðeins og sé að það eru líka hljóðsnældur þarna.. Og svo rakst ég á nokkrar bækur sem eru í heftinu í Sögunni, svo maður hefði nú aldeilis getað sparað sér peninginn hefði maður fundið þetta fyrr... svona er það nú.. En hvar finn ég þessa síðu? Nú hérna auðvitað
 Þá er árlegi fundur Ölkrúsarfjélagsins Stymma Gísla lokið, lauk reyndar á laugardegi.. og þessi fundur var mjög góður.. bara engu síðri en stofnfundurinn.. Það vantaði þó 2 upprunalegu meðlimina en það komu góðir menn i þeirra stað og héldu uppi gríðar stemmningu!! Eftir Stymma Gísla var farið á Oktoberfest hjá þýskunemum og þeir sem ekki vita þá voru þeir með 1400 fermetra tjald á skólalóðinni og seldu öl ofan í bjórþyrsta stúdenta.. mjög gott framtak!! og mjöög gaman.. hvað skyldi það verða stórt á næsta ári? En annars er bara kominn mánudagur og gríðar stemmning í fólkinu er það ekki?
föstudagur, október 07, 2005
Jæja þá er kominn föstudagur enn einu sinni... þetta er bara vesen sko En allavega, í gær var ég að aðstoða þýskunema á oktoberfest með öðrum Vökuliðum, hélt að þetta yrði mjög leiðinlegt en það kom svo þannig til að það þurfti bara stoppa mig af á barnum því ég var ekkert á því að hætta um eitt leytið.. hehe ég vildi bara halda áfram að selja bjór eins lengi og ég stæði uppi eða þar til bjórinn kláraðist sem ég efast um að gerist.. hehe en að öðru í dag er föstudagur og fólk að hressast! í dag er annar í oktoberfest og aðal málið auðvitað í dag er annar fundurinn hjá Ölkrúsarfjélaginu Stymmi Gísla!! sem er stórkostlegt!! Í tilefni þess er hérna föstudagsfílingurinn með Journey og lagið Separate ways
fimmtudagur, október 06, 2005
Geðveikin og Háskóli Íslands
Já góðan dag, ég rakst á mjög svo góða grein sem Kjallararottur vísuðu á, þar sem ég er svo góður í vinnulagi vísa ég að sjálfsögðu beint í upprunalegu heimildina sem er bloggsíða Hörpu Hreinsdóttur.Harpa er íslenskukennari, gift Atla Harðarsyni heimspekingi. í þessum pistli er hún Harpa að gagnrýna Sigurstein Másson og það sem var haft eftir honum í fréttum vegna Reiðilestursins Er Háskólinn gróðrarstía geðraskana? sem hann hélst svo eftirminnilega í nýnemavikunni.. Ég mæli með því að fólk kíki á síðuna hennar Hörpu og lesi þennan pistil, hann er soldið langur en mjög góður!
miðvikudagur, október 05, 2005
Langt síðan að ég skellti inn tilvitnun frá einum fyndnasta grínasta sem ég hef séð!! Þetta er úr Dress to kill sem er ein besta sýningin hans.. og er hann að lýsa því hvernig honum langaði að hljóma þegar hann var unglingur að reyna við stelpur.. Susan, I saw you in the classroom today, as the sun came from behind the clouds, a burst of brilliant light caught your hair, it was haloed in front of me. You turned, your eyes flashed fire into my soul, I immediately read the words of Dostoyevsky and Karl Marx, and in the words of Albert Schweitzer: I FANCY YOU.
þriðjudagur, október 04, 2005
jæja.. bloggheimurinn stækkar svo ört að maður heldur ekki í við að henda fólki hérna á listann minn.... nýjasta fólkið er Jóna Heiða, Símon, Trillukallinn og Nanna Ýr Gjöriði svo vel.. p.s muna það er gestabók á síðunni minni.. takk
 Stórkostleg skemmtun er Lundaballið!! Þetta var mitt fyrsta Lundaball og það er alveg ljóst að þetta verður ekki mitt síðasta!! Stemmningin er svo frábær að það er engu lagi líkt, þarna eru menn, konur og börn.. að skemmta sér eins og það sé árið 1999!! Í ár voru Bjarnareyjarmenn með Lundaballið sem þýðir það baar að þeir sjá um að redda mat og dagskránni.. þeir voru svo góðir að gefa manni líka sjávarréttasúpu þegar maður mætti á ballið sem var alveg nauðsynlegt enda búið að fá sér aðeins af rjúpu með Girpi! Næst held ég að Brandurinn verði með ballið og þá tekur maður sko þátt!! enda ætla ég mér að verða Brandari.. lang fallegasta eyjan ! En jæja.. myndirnar komnar inn.. og þær eru eins og venjulega alltof margar!! en skemmtiði ykkur vel samt
mánudagur, október 03, 2005
Byggðastefna Útgerðarrisanna
 Ég held að hver einasti Vestmannaeyjingur geri sér grein fyrir því að bæjarfélagið stendur og fellur með risunum tveim, Ísfélaginu og Vinnslustöðinni.. Allavega eins og staðan er í dag.. Þetta er einhæft en ástandið er að breytast.. Ferðaþjónusta kemur sterk inn með tilheyrandi verslun og þjónustu... Þessi pistill minn fjallar um tvo hluti, annars vegar ákveðna byggðastefnu sem mér finnst að risarnir tveir ættu að taka upp og hinsvegar nýja stefnu í ferðaþjónustu! Það er í öllum litlum bæjarfélögum á landinu sem einmitt eru algerlega háð útgerðarfyrirtækjum sú stefna að þú verðir að vera lögheimili á staðnum til að fá vinnu á einhverjum bát.. Sú er stefnan líka hérna í Eyjum að ég held.. en á sumum stöðum er farið enn lengra og fólk verður að búa í bæjarfélaginu til að fá pláss.. ég veit að þessu er háttað þannig í skagafirði ef þú ætlar á Örvar eða Arnar.. Og þetta er alveg rétt hugsun.. það gefur bæjarfélaginu mikið að fá kannski heila fjölskyldu með einum skipverja.. þetta eru peningar sem fara inn í samfélagið.. í verslun og þjónustu!! Það væri gaman að fá þessa stefnu inn í risana tvo og já auðvitað minni fyrirtækin líka, þó þau séu ekki mörg eftir! En af öðru, núna um helgina voru hérna í Eyjum um það bil 40 hjúkrunarfræðinemar að skemmta sér.. Af hverju er ekki gert meira af þessu? Nemendafélög við Háskóla Íslands eru rétt tæplega 50 talsins.. nemendur í Háskóla íslands eru um það bil 8000 þúsund.. þetta er stór markaður! Hvernig væri að bjóða þeim pakkaferðir til Eyja? það myndi hleypa miklu fjöri í bæjarfélagið! þetta er gisting, matur, skoðunarferðir, ball, ferðir og margt margt fleira.. Og já auðvitað það sem fyrirtæki hérna í Reykjavík keppast við að gera, að fá nemendur í svokallaðar vísindaferðir!! kynna nemendum skólans, framtíðarstarfsfólki fyriræki sín.. heilla nemendur upp úr skónum!! Hver veit kannski myndi þetta skila sér í því að einhverjir sjá sér hag að flytja til Eyja eftir námið... En jæja er þetta ekki orðið ágætt!
|