Bloggið GSM Bloggið Ljóðahornið göfuglega Myndirnar góðu! Boggi í nærmynd Skrifaðu í gestabókina
Linkar
ANIMA
APA
Atferlisfræði
B2
Bakkaflug
Bankaviðskipti
Barnaskólinn
Dalurinn
Féló
FÍV
Fyrir Aula
Fyrir konur
Fyrir menn
Fyrir Perra
Garðarnir
Hamarskólinn
Hrappur
Hoffman
Hvar.is
Izzard
Íslenskir stafir
Leikfélag Kópavogs
LRC
OBM
Sal.is
Setur.is
SHÍ
Skipasíðan
TenaciousD
Vestmannaeyjar
Vísindavefur
VKB
Þorsteinn

Málefnalegur vettvangur fyrir misvelgefið fólk

Daglegt flakk
Arthúr
Deiglan
Eyjafréttir
Eyjar.net
explosm

KESHAM
Leikjanet
Leitin Mikla
MBL
Myspace
pbfcomics
TPFD Comics
Vaka
wulffmorgenthaler
Kvótið
laugardagur, desember 31, 2005

Gleðilegt ár 
Já kæra fólk nú fer nýtt ár alveg að fara koma.. ég er nú frekar mjúí eftir mjög vel heppnað merki hjá okkur drengjunum í VKB..
Þessi dagur er einn sá besti sem ég man eftir, samheldnin og skipulagning kom okkur vel því merkið heppnaðist lang lang best í ár.. ég gleymi þessu aldrei..
Ég vil þakka Eyjamönnum fyrir þann stuðning sem þeir sýndu okkur með að gera sér ferð að sjá merkið okkar á fjallinu góða og auðvitað vil ég þakka okkur bræðrum fyrir frábært framtak.. við erum lang flottastir

Annars vil ég þakka lesendum síðunnar minnar Gleðilegs nýs árs og takk kærlega fyrir lesturinn á árinu sem er að líða.. ég lofa frábæru bloggári!!

Gleðilegt ár

p.s Myndir af merkinu koma bráðlega

föstudagur, desember 30, 2005

Það er komið JÆJA á þetta 
Margt að gerast skal ég ykkur segja.. Við byrjuðum í gær að undirbúa morgundaginn en eins og flestir vita þá lýsa VKB menn upp Helgarfellið með friðarljósum miklum sem vekur lukku um alla veröld.. Við erum eins og svo oft að prófa nýja hugmynd við þetta og það hefur tekið tíma að gera.. vorum allt gærkvöldið að vinna að þessu og verðum trúlega í allt kvöld að klára..
Svo taka menn daginn snemma á morgun þegar við göngum upp fellið um eitt leytið og komum merkinu fyrir, það tekur sinn tíma og menn verða auðvitað að taka sér kaffipás fyrir murtu og öl og jafnvel eilítinn skátakakó dreitill... Svo eftir brennu ogflugeldasýningu hjá Björgunarsveitinni um kl:17:00 þá tendrum við friðarljósin!!
Gaman að því..
En jæja.. matur og svo halda áfram vinnunni...

þriðjudagur, desember 27, 2005

Stuð stuð 
Jæja mikið fjör og mikið búið að borða.. vil þakka öllum þeim sem sendu mér jólakveðju hvort sem það var með jólakorti eða sms eða hvað sem er.. gaman að fá svona kveðju.. kannski maður nýti tíman betur á næsta ári svo maður geti sent jólakort... adrei að vita
En þetta er búið að vera mjög gaman og ég er búinn að éta fáránlega mikið um hátíðirnar sem er bara af hinu góða.. Skemmtanahald hefur verið einnig með því á jóladag fórum við til Begga að sötra og svo á Lundann þar sem var alveg stappað... það var mjög gaman og við enduðum í party hjá Haffa til að vera sjö.. nokkuð gott það..
Í gær var stóra jólapartýið sem Hjalti Einars og Andri Hæ halda árlega.. þetta er í rauninni afmælispartý hjá þeim og þeir eiga skilið hrós því þetta eru alltaf mjög skemmtileg partý.. Ég fékk verðlaun í gær.. Íþróttamaður ársins og er djúpt snortinn fyrir þau verðlaun.. einnig verð ég að taka það fram að ég vann semsagt Gunnar Heiðar en mér skilst að hann hafi verið annar.. hann var ekkert sár.. kemur bara á næsta ári hehe.. Eftir smá tíma í partýi fórum við nokkrir í annað partým, hjá Jónu Heiðu.. það var fínt.. setið og spjallað og svo labbað 3 metra yfir á ballið hehe Það var semsagt Dansiball upp í Höll.. ekki eins margir og voru á jóladag en mjög fínt samt..
Myndirnar eru komnar inn af öllu saman

laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól 
Ég óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og þakka fyrir allt á liðnu ári.




Litlu jólin 
Jæja.. nokkuð góð litli jólin í gær.. VKB menn mættu á Conero í gærkveldi um níuleytið.. 20 stk mættu af 25 svo mætingin var fín!
Þar var drukkið írskt kaffi og Öl.. menn settu pakkann sinn í pakkaskiptin og menn drógu sér miða og fengu stórglæsilega pakka eins og sést á myndasvæðinu mínu..
Eftir pakkaskiptin var haldið stutt Pöbb Quiz þar sem Forsetinn og "279" voru hlutskarpastir og fengu koníaksflösku að launum...

Jæja

fimmtudagur, desember 22, 2005

Háskólaball og Eyjar 
Jæja þá er ég búinn að prófa Háskólaball.. það var á Breiðvangi í gær.. Sálin að spila og það má eiginlega segja það að það var TROÐIÐ.. öss alltof mikið af fólki.. Við byrjuðum á smá forpartý hjá Eyrúnu þar sem voru teknar nokkrar forsetamyndir.. þið sjáið svolítið þema í því gegnum myndaseríuna hehe.. En svo var skotist á Pravda þar sem stjórnmálafræðin og sálfræðin var með partý.. stoppaði stutt við þar og skelltum okkur á Dansiballið.. Afraskturinn má sjá hérna

Núna er ég bara bíða eftir Begga og Sigga og við rennum út í Þorlákshöfn og tökum jólfin til Eyja og þá er maður nú kominn í jólafrí
sjáumst

miðvikudagur, desember 21, 2005

Rauðvín og 101 kaffihús 
Nei ég er ekki að fara væla meira undan neinu 101 pakki.. heldur að segja frá skemmtilegur kvöldi.. Ég f´ro áðan niður til Eyrúnar partýtrölls úr stjórnmálafræðinni sem þið eflaust þekkið flest sem takið flug því hún vinnur í afgreiðslunni á flugvellinum hérna í RVK... Eftir dágóða stund þar og nokkur glös af rauðvíni og spjalli við stórfurðulegar stúlkur sem eru vinkonur hennar fór ég með Heiðdísi parísarfara og vinkonu hennar á Ölstofuna sem var eiginlega alger snilld.. fékk mér einn bjór þar en lennti í svaka spjalli við arkitektarnema sem er að læra í danmörku um stíl bygginga héra á klakanum, um hvað væri ódúrasta byggingarefnið og almennt röfl hehe

En stutt og laggott djamm sem var eira bara spjall um daginn og veginn.. enda þetta á snilldar myndbandi frá jólageðsjúkum manni.. Alger snilld

þriðjudagur, desember 20, 2005

Á næstunni... 
Superman kemur í bíó næsta sumar.. var á apple síðunni að skoða trailera.. lýst nokkuð vel á, held hún verði bara fín!
Svo verð ég að viðurkenna að mér fannst þessi trailer fyndinn.. þó þetta sé slísí og asnalegt að vera gera endurgerðir þá held ég að Steve martin eigi eftir að láta þetta virka.. hló allavega mjög mikið að vitleysunni í lokin á trailernum...
Heyrðu.. svo leist mér bara nokkuð vel á þessa mynd.. sniðug og góður húmor.. getur varla klikkað er það?


Góður 
Finnst þessi myndarsaga frábær.. hún er jafn fyndin og pú & pa eru mikið ógeð og alls ekki fyndið!!

mánudagur, desember 19, 2005

Próflok 

laugardagur, desember 17, 2005

Lesa Lesa Lesa Lessa... Wow 
Jæja.. lestur heldur áfram.. Er ekkert leiður á þessu þannig séð.. meina sagan er skemmtileg.. þetta er bara svo hrikalega mikið efni og margt að skilja.. sem er ekki gott fyrir útúrsoðinn heila í prófatörn.. Ætla nú samt að taka þetta vel í dag og nótt og netta yfirferð á morgun..

En jæja.. margt sem maður getur fundið sér annað að gera.. ofnota spjallborð, prófa nýja leiki á netinu.. og jafnvel já fara í trivial á irc hahaha hversu mikið nörd er maður.. Samt það er leiðinlegt að spila þetta á netinu.. baar einhverjir mongólítar þarna sem skrifa hraðar en 15 ára smástelpa með gsm síma...

Annað sem ég hef verið að skoða mikið er bloggrúnturinn.. hann er orðinn töluvert stór og það eru nokkur nöfn sem eiga eftir að koma inn bráðlega á nafnalistann minn.. auk þess sem ég fer að eyða út fólki sem hefur ekki bloggað í tja 3 mánuði eða svo haha..

Myspace er líka nýtt fyrir mér allavega.. hélt að ég myndi sko ekki detta inn í þann pakka.. En hvað gerist.. þetta er orðinn einn hluti af rútínunni í netheiminum hjá manni.. fáránlegt.. en samt mjög sniðugt dæmi.. Hægt að hlusta á allskonar músík þarna..

Og svo að lokum.. þá hef ég verið mikið í því að láta fólk segja mér eitthvað um mig.. einhver svona nýt leikur á blogginu.. og þar sem ég hef látið svo marga segja um mig ætli maður verði þá ekki líka að skella þessu inn... Tja

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og....
  1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
  2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
  3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
  4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
  5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
  6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
  7. Ef þú lest þetta verður þú að setja þetta á bloggið þitt

föstudagur, desember 16, 2005

Föstudagsfílingurinn 
Jæja.. næst síðasti fílingurinn fyrir jól.. og nú eru margir búnir í prófum.. þar á meðal Gulli Hommi eins og hann kýs að kalla sig núna.. Ég segi bara góða skemmtun og hvað gerir maður áður en farið er út á djamm?
Nú skellt í sig bjór og tekin nokkur spor...

Dance Commander með Electric six... aaalger snilld

miðvikudagur, desember 14, 2005

Endanleg tekjuáætlun 
Á morgun 15.des er síðasti dagur til að skila inn endanlegri tekjuáætlun fyrir árið 2005 til LÍN... ef þið skilið inn eftir 15 des megiði búast við töfum við að fá peninga eftir áramót..

Ertu búin að skila inn??

mánudagur, desember 12, 2005

Uppskrift að drasli 
Setjum klukku í það.. Alveg er það magnað þessi árátta hjá framleiðendum af drasli að setja klukku í allt.. þetta er einmitt góður mælikvarði á það hvort þú þarft á einhverju að halda.. ef það er búið að troða klukku líka í það er mjög ólíklegt að þú þurfir á þessum hlut að halda...
Núna er verið að auglýsa spegil sem hægt er að festa upp í sturtunni svo maður getur rakað sig í sturtu.. mér finnst það reyndar mjög óþægilegt og raka mig bara þegar ég er búinn í sturtu.. en allavega.. þá er þetta með svona höldu fyrir sköfuna og jú.. KLUKKU.. ég spyr því eins og greinilega heilalaus hálfviti.. HVER þarf klukku í sturtu? án gríns.. þetta er ekki eitthvað sem við höldum að við þurfum ekki en á eftir að verða vinsælt seinna meir.. það er enginn það lengi í sturtu að hann missi hreinlega af því hvað klukkan sé.. maður er ekki að skola hársápuna úr hárinu og fattar allt í einu.. Hey ég á að vera á fundi klukkan 2 hvað ætli klukkan sé... Crap.. þetta er svo bjánalegt að ég á ekki til orð..
nenni þessu ekki..

Var að klára próf.. annað næsta mánudag.. er spá í hvort ég eigi að byrja strax að lesa eða hvort ég eigi að taka smá afslöppun í dag... kemur í ljós

föstudagur, desember 09, 2005

Föstudagsfílingurinn 
Kannski ekki margir í fíling þessa daganna.. próf og skemmtilegheit... en samt örugglega einhverjir búnir... Föstudagsfílingurinn að þessu sinni er með Ray Parker Jr. og lagið er auðvitað Ghostbusters úr samnefndri stórmynd... Rock on

Þessi teiknimyndasaga passar vel við

miðvikudagur, desember 07, 2005

Meira af flugmálum 
Meira af þessum málum.. Það er alltaf verið að ræða þetta hitamál meira og meira.. Fólk er að hrópa að flugvöllurinn fari og hann fari til Keflavíkur.. ég vil byrja á því að segja það að ég skil vel þær kröfur að vilja hann burt, enda dýrt svæði sem verið er að tala um.. En Það má ekki bara henda honum burt án þess að spá neitt meira í þessu.. Það má athuga allt en að flytja hann til keflavíkur er ekki lausnin!
Það eru nokkur atriði sem ég sé samt ekki hvernig eigi að virka sem rök fyrir þá sem vilja flugvöllinn burt og þá helst til Keflavíkur.
í fyrsta lagi er það algerlega fráleitt að líkja aðstæðum sem við búum við hérna við aðstæður í löndum í kringum okkur.. Ísland er borgarríki það búa 60-70 % af þjóðinni á höfuðborgarsvæðinu og er því ekkert hægt að bera okkur saman við aðrar þjóðir í evrópu sem hafa margar mörg hundruð þúsund manna borgir og hafa já fullkomna sjúkraaðstöðu í hverri borg!
Nýja hátæknisjúkrahúsið er byggt fyrir peninga sem ÖLL þjóðin.. ég endurtek ÖLL þjóðin á... þetta eru ekki peningar sem fólk á höfuðborgarsvæðinu á .. heldur allir sem í þessu landi búa!!!! það er því réttur allra að geta notað þetta sjúkrahús og ein af kröfunum við að byggja sjúkrahúsið við Hringbrautina var vegna þess að það er gott aðgengi sjúkrabíl og við sjúkraflug!

Og eitt.. sko.. er eitthvað erfitt fyrir fólk að skilja það að nota þyrlur í sjúkraflug er ekki nóg.. hvað þurfa margir að segja það svo fólk skilji?? Þyrluflugstjóri Landhelgisgæslunar, yfirmenn Landspítalans, flugmenn og fleiri.. hafa allir sagt að þetta er ekki nóg!! og það gengur ekki að nota aðeins þyrlur!!
bíddu hverjir þurfa segja þetta? Þingmenn, forseti?? er ekki lengur hægt að treysta og hlusta á það sem menn með reynslu hafa að segja??

Til að endurtaka þetta með sjúkraflugið:
  • Það eru settar þær kröfur á að flugvélar í sjúkraflugi séu með jafnþrýstibúnaði.. Það er ekki til þyrla með slíkum búnaði!
  • Afísingarbúnaður er ekki til staðar í TF-SIF og að takmörkuðu leiti í TF-LÍF og bendi ég á að ef veður eru válynd sem er oft hér á fróni þá þurfa þyrlurnar okkar að fljúga cruise flug með ströndum Íslands sem lengir flughraða
  • Þyrlur fljúga mun hægar en flugvélar
  • Og einnig.. Þyrlurnar eru staðsettar í Reykjavík, sem þýðir það að það þarf að fljúga fyrst á áfangastað, sækja þann sjúka og fljúga með hann tilbaka
Jæja.. komið gott af þessu í bili.. mðaur þarf að fá smá útrás í próflestrinum...

mánudagur, desember 05, 2005

Jólamyndakeppni 

föstudagur, desember 02, 2005

Föstudagsfílingurinn 


Góður dagur 
Í gær var 1.des, og þá höldum við upp á fullveldi Íslendinga.. Einnig er desember runninn upp, próf að nálgast og jólastemmningin að magnast.. þetta er góður mánuður.. fyrir utan prófin kannski
En í gær átti ég góðan dag.. ég byrjaði reyndar í lærdómi, var upp á bókhlöðu frá 8-12 að skrifa skýrslu með Gest og Tjörva.. skýrsla sem gildir 40% af lokaeinkunn svo það er eins gott að vanda sig.. Ég missti því að Stúdentamessunni á rúv, ég ætlaði að hlusta á hana því að Ólafur Jóhann Borgþórsson sá um predikun.. en ég hlustaði á hana í gærkveldi þökk sé netinu.. þið getið einnig hlustað á messuna hérna.
Síðan dreif ég mig heim og skipti um föt og fór niður í skóla í hátíðarsal Háskólans þar sem hófst hátíðardagskrá stúdentaráðs sem bar yfirskriftina Næst á dagsrká Háskóli Íslands. Þetta var mjög fín dagskrá og margt skemmtilegt kom í ljós þarna.. ætla ekki að fjölyrða mikið um það hér, heldur getur fólk bara hlustað á dagskránna á Rúv en þessu var öllu saman útvarpað í gær.
Eftir dagskrá inn í hátíðarsal gengu fundargestir út í kirkjugarðinn við Suðurgötuna og lögðu blómssveig við leiði Jóns Sigurðssonar.
Síðan var haldið á Bessastaði en Ólafur Ragnar Grímsson forseti bauð stúdentaráði,prófessorum og rektor í koktel.. eða kampavín réttara sagt.. það voru stutt ræðuhöld þar og síðan fékk maður að skoða sig um í húsinu.. sem er magnað alveg hreint.. mjög fallegt þarna inni og flottir munir. Um hálf fimm leytið kvaddi Ólafur okkur með skemmtilegri ræðu og við héldum heim á leið.. Hugmyndin var að fara á Megasukk á stúdentakjallaranum en ég var bara orðinn dauðþreyttur eftir daginn.. Fór því heim og fékk mér pizzu og drakk tvo öl og hafði það gott.... Mjög góður dagur semsagt..

En svona að lokum þá ef einhver vill eiga greinina frá 1918 er hægt að fá hana í word skjali hérna.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Hátíð 
Einnig vildi ég koma að hamingjuóskum til mömmu og pabba því þau eiga 31.árs brúðkaupsafmæli í dag... Til hamingju


Fullveldinu fagnað 
.
Góðan dag og gleðilega hátíð. Í dag er fyrsti desember og í dag höldum við upp á fullveldishátíð okkar.. Þetta er afar merkilegur dagur í sögu Íslendinga en það virðist sem fólk gleymi því alltaf eða sinni því lítið, það virðist ekki vera neitt nýtt því samkvæmt blaðagrein sem ég fann á netinu frá mánudeginum 2.desember 1918, þar sem verið var að fjalla um hátíðina deginum áður kom eftirfarandi fram: "Það virtist ekki vera neinn tiltakanlegur fagnaðarblær yfir þeim mikla mannfjölda, sem safnast hafði saman til að fagna fullveldinu, hvort sem það hefir stafað af skilningsleysi á þýðingu viðburðarins, eða meðfæddu dullyndi þjóðarinnar." Svo skilningsleysi á þýðingu viðburðarins virðist vera frá fyrsta degi...
En í tilefni þessa hátíðar set ég hér inn fréttaumfjöllun Morgunblaðsins frá 2.desember 1918 þar sem er fjallað um hátíðarhöldin á stjórnarráðsblettinum 1.desember.

Dagurinn í gær var mesti blíðviðrisdagur, sem komið hefir lengi, og lagði forsjónin þannig sinn skerf til þess að þessi merkilega stund gæti orðið sem hátíðlegust.
Kl. 11 ½ tók fólk að streyma úr öllum áttum að Lækjartorgi. Mannfjöldinn safnaðist alt í kring um stjórnarráðsblettinn, en þeir, sem sérstaklega hafði verið boðið að vera við athöfnina, embættismenn, ritstjórar, ræðismenn erlendra ríkja o. s. frv. söfnuðust við dyr stjórnarráðsins. Liðsmenn af varðskipinu mynduðu heiðursfylkingu á stjórnarráðsblettinum og lúðraflokkur, undir stjórn Reynis Gíslasonar, var hjá stjórnarráðshúsinu.
Kl. 11 ¾ hófst athöfnin með því að lúðraflokkurinn lék „Eldgamla Ísafold“. Þá hélt ráðherra Sigurður Eggertz, ræðu þá er hér fer á eftir:

Íslendingar!
Hans hátign konungurinn hefir staðfest sambandslögin í gær og í dag ganga þau í gildi. Ísland er orðið viðurkent fullvalda ríki. Þessi dagur er mikill dagur í sögu þjóðar vorrar. Þessi dagur er runninn af þeirri baráttu, sem háð hefir verið í þessu landi alt að því í heila öld. Hún hefir þroskað oss, baráttan, um leið og hún hefir fært oss að markinu. Saga hennar verður ekki sögð í dag. Hún lifir í hjörtum þjóðarinnar. Þar lifir einnig minning þeirra, sem með mestri trúmensku hafa vakað yfir málum vorum. Hér engin nöfn. Þó að eins eitt, sem sagan hefir lyft hátt yfir öll önnur á sínum breiðu vængjum. Nafn Jóns Sigurðssonar. Hann var foringinn meðan hann lifði. Og minning hans hefir síðan hann dó verið leiðarstjarna þessarar þjóðar. Í dag eru tímamót. Í dag byrjar ný saga, saga hins viðurkenda íslenzka ríkist. Fyrstu drættina í þeirri sögu skapar sú kynslóð, sem nú lifir, frá þeim æðsta, konunginum, til þess sem minstan á máttinn. Það eru ekki að eins stjórnmálamennirnir, er miklu ráða um mál þjóðarinnar, sem skapa hina nýju sögu, nei. það eru allir. Bóndinn, sem stendur við orfið og ræktar jörð sína, hann á hlutdeild í þeirri sögu, sjómaðurinn, sem situr við árarkeipinn, hann á þar hlutdeild. Allir, sem inna lífsstarf sitt af hendi með alúð og samvizkusemi, auka veg hins íslenzka ríkis. Og sú er skylda vor allra.
Hans hátign konungurinn hefir með því að undirskrifa sambandslögin, leitt þá hugsjón inn í veruleikann, sem vakti fyrir föður hans, Friðriki konungi 8., sem öðrum fremur hafði djúpan skilning á málum vorum. Og í gær hefir konungurinn gefið út úrskurð um þjóðfána Íslands, sem blaktir frá því í dag yfir hinu íslenzka ríki.
Hlýr hugur hinnar íslenzku þjóðar andar á móti konungi vorum.
Fáninn er tákn fullveldis vors.
Fáninn er ímynd þeirra hugsjóna, sem þjóð vor á fegurstar. Hvert stórverk, sem unnið er af oss eykur veg fánans. Hvort sem það er unnið á höfunum, í baráttunni við brim og úfnar öldur, eða á svæði framkvæmdanna, eða í vísindum og fögrum listum. Því göfugri sem þjóð vor er, þess göfugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorrar og konungs vors. Vér biðjum alföður að vaka yfir íslenzka ríkinu og konungi vorum.
Vér biðjum alföður að styrkja oss til að lyfta fánanum til frægðar og frama.
Gifta lands vors og konungs vors fylgi fánum vorum.
Svo drögum vér hann að hún.


Í sama bili sveif íslenzki ríkisfáninn að hún á stjórnarráðshúsinu og í sama bili voru fánar dregnir á stöng víðsvegar um bæinn. Þá kvað við 21 skot frá varðskipinu, kveðja sú, sem að alþjóða sið er veitt fánum fullvalda ríkja. Þá flutti foringi varðskipsins svolátandi ræðu:

Sem fulltrúi Danmerkur á þessari hátíðlegu stund vil ég taka það fram, að því 21 fallbyssuskoti, sem einmitt núna, í virðingarskyni, var skotið frá því skipi, sem ég hefi þann heiður að stjórna, var skotið eftir skipun dönsku stjórnarinnar og að það er sá skotafjöldi, sem alheimslögum samkvæmt er ákveðinn þegar heiðra skal flagg fullvalda ríkis.
Með því er frá Danmerkur hálfu sýnt hið fyrsta ytra en mjög mikilvæga merki þess, að það er einlægur vilji dönsku þjóðarinnar að fullnægja sambandslögunum á sem hollustusamlegastan hátt.
Eins og tveir fullveðja, norrænir bræður eru Ísland og Danmörk enn þá tengd saman nánum böndum, fyrst og fremst með persónu Hans Hátignar konungs vors, og danska þjóðin finnur sig fullvissa þess, að nú, þegar hver hugsun um danskt forræði er á burtu numin með rótum, muni þessir tveir norrænu bræður taka höndum saman í innileik og gagnkvæmu trausti til þess að leysa af hendi hin mörgu verkefni, sem hinir merku og nýju tímar, er nú taka við, leggja bæði hinni íslenzku og dönsku þjóð á herðar.
Það er venjulega ekki auðvelt, að skilja tillfinningar og lundarfar annara, en þó hygg ég að bræður vorir Íslendingar skilji, að eigi er það í alla staði auðvelt að hinni dönsku þjóð, sem hingað til hefir fundið til þess að hún var smáþjóð, að taka þátt í því sem skeður í dag, en guð, - sem á svo margan hátt hefir sýnt oss mönnunum að hann elskar rétt, en hatar órétt, - hann mun launa hinni dönsku þjóð fyrir það, að hún hefir látið sér umhugað um, að gera eigi bræðraþjóð sinni rangt til í þessu máli.
Já guð blessi framtíð bæði Íslands og Danmerkur og
„Guð varðveiti konunginn“.


Þá lék lúðraflokkurinn „Kong Christian“ , en á eftir var hrópað nífalt húrra fyrir konunginum. Hélt forseti sameinaðs þings, Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti þá ræðu þá er hér fer á eftir:

Oss er bæði ljúft og skylt að minnast sambandsríkis vors, Danmerkur, við þetta hátíðlega tækifæri, þegar íslenzkur ríkisfáni er í fyrsta sinn dreginn að hún á þessu landi og fullveldi Íslands viðurkent í öllum málum þess.
Oss er því þetta ljúfara og skyldara sem Danmörk er fyrsta ríkið, sem viðurkent hefir fullveldi Íslands og hefir nú síðast sýnt oss þann mikla sóma og hið hlýja bróðurþel, að láta herskip bíða hér, eingöngu til þess að heiðra fána vorn við þetta tækifæri og láta í ljós samúð sína við oss og samfagna oss á þessari stundu.
Ég er þess fullviss, að tala fyrir munn hvers einasta Íslendings, þegar ég nú læt í ljós þá innilegu ósk og von, að Danmerkurríki megi eflast og blómgast, að óskir og vonir, sem því hafa verið hjartfólgnar um mörg ár, megi rætast og að ætið megi fara vaxandi bróðurþel og samvinna milli dönsku og íslenzku þjóðanna, báðum til gagns og sóma.


Var þá leikið á „Det er et yndigt Land“, en á eftir var hrópað húrra fyrir Danmörku. Þá lék lúðraflokkurinn „Ó, guð vors lands“ , en síðan var hrópað húrra fyrir hinu íslenzka ríki.
Kl. 2 fór fram guðsþjónusta í dómkirkjunni. Steig biskupinn í stólinn. Viðstaddir guðsþjónustuna voru m.a. foringjarnir af „Islands Falk“ og ræðismenn og flestir aðrir embættismenn.


Íslendingar eru þannig skapi farnir, að þeir láta ógjarna bera á tillfinningum sínum. Þeir hrífast ekki eins og aðrar þjóðir af því sem fram fer, eða láta að minsta kosti ekki á því bera. Þetta kemur einna bezt í ljós á hátíðlegu stundunum, og svo var einnig í gær. Það virtist ekki vera neinn tiltakanlegur fagnaðarblær yfir þeim mikla mannfjölda, sem safnast hafði saman til að fagna fullveldinu, hvort sem það hefir stafað af skilningsleysi á þýðingu viðburðarins, eða meðfæddu dullyndi þjóðarinnar.
Annars var að ýmsu leyti hátíðlegur blær yfir athöfninni í gær. Það mátti sjá á mörgum, að þeir fundu að stundin, sem leið um hádegið í gær, var alvöruþrungin stund, og lengi munu menn minnast augnabliksins, þegar klofinn, íslenzkur fáni sveif að hún í fyrsta sinn. Að baki stjórnarráðshússins stóðu tvær stengur auðar. Þær minntu á síðasta þáttinn í fullveldisbaráttunni og klofni fáninn sýndi að nýtt tímabil var hafið í sögu þjóðarinnar


Bloggarar
Amazeen
Andri Hugo
Andri Hæ
Andri Ómars
Árni Klettur
Ásgrímur
Ástþór
Begga Bögg
Birgit
Brokechicks
Daði Bróðir
Didi Pulsa
Djonn
Doddi
Drottningin
Dröbn
Egils 1
Egils 2
Einar Hlö
Einar Örn
Einar Örn
Einir
Ella
Elli mono
Elliði
Erla Ósk
Ester Helga
Fosterinn
Gaui
Gestur
Grettir
Guðfinna Alda
Guðfinna Dís
Gummi Leikari
Gummi Typpi
Gunnar Bjarki
Gunnhildur
Haffi Bróðir
Heiðdís
Helga Lára
HJó
Hr.Forseti
Huld
Hvíta vonin
Ingibjörg
Íris Dögg
Jóhann Alfreð
Karl Gauti
Kjallararottur
Kjartan Vídó
Krissi
Kristbjörg Unnur
Kristín María
Lára Dögg
Lilja Skutla
Lilja Skvísa
MajaE
María
Njalli Ragg
Pabbi
Perla
Pysjurnar
Reynir
Rósa Gunn
Sigrún Alda
Sindri
Sleggjan
Slinger
Soffía Theódóra
Sólrún
Sunna Kristín
Sæunn
Thelma Ýr
Tómas
Tóta
Tótla
Ungfrú Sigrún
YO
Æbi Rokk
Gamalt & Gott

Free JavaScript from
Rainbow Arch