mánudagur, janúar 30, 2006
Jæja fín helgi sem var að klárast.. Vísindaferð í vífilfell, leikurinn heima hjá Viggó og svo Vökupartý á Hressó... mjög mikið stuð! Svo fórum við í innfluttingspartý hjá Öddu og fjölskyldu .. en þau voru að kaupa risastórt hús upp í Kópavogi.. það var alger snilld.. viský og snittur.. gerist ekki betra en það.. Svo komu mamma og pabbi í bæinn og maður fékk gott að borða í gær og bíó.. það var mjög fínt.. En jæja svo er þessi mánuður bara að klárast.. styttist í að maður verði 26.. ÖSS.. styttist líka í kosningar þar sem við ætlum okkur auðvitað sigur.. 5 menn inn í stúdentaráð! Annars er það að gerast í vikunni: miðvikudag er pókerkvöld á Hressó, Fimmtudag er Trúbadorakvöld á Hressó, almenn gleði á föstudag og svo á laugardag er svakalegt partý því að Vaka verður 71 árs næsta laugardag.. En jæja.. hef svosem ekkert meira segja í bili..
föstudagur, janúar 27, 2006
 Ég held að við íslendingar þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af framtíðar listamönnum.. þvílík og önnur eins snilld sem þessi RokkVaka var.. Byrjaði á trúbadornum Halla sem tók nokkur vel valin og fín lög! Síðan komu Pan á svið og þeir voru geðveikir.. langar í plötuna þeirra.. Næstir á svið voru Númer Núll sem var að mér fannst ekki eins góðir en voru með þónokkuð rokkaða músík.. Síðan komu Shadow Parade og þeir voru frábærir.. algerir snillingar þar á ferð.. mjög fín músík eins og þið getið eflaust heyrt á myspace síðunni.. Lokahljómsveitin Dimma bar ég ekki miklar væntingar til .. hafði bara heyrt að þeir væru nokkuð þungir og soldið flippaðir á sviði.. svo ég gerði mér ekki miklar vonir en VÁ!!! Þetta var svakalegt show hjá þeim.. mjög töff og mjög góðir! minnti óneitanlega mikið á skemmtilega tíma þegar maður var peyji að hlusta á alice cooper og fleiri góða.. Það er á hreinu að þetta verður endurtekið.. þvílík skemmtun.. og þvílíkur lúser ert þú ef þú mættir ekki..
fimmtudagur, janúar 26, 2006
Föstudagsfílingur.. soldið snemma í því kannski en ég vildi bara gera það áður en ég myndi gleyma því.. Fílingurinn núna og sá fyrsti á árinu 2006 er með hljómsveit sem ég fann með snilldar síðunni Myspace.. en það er hljómsveit sem heitir Vib Gyor og það er nýtt lag með þeim sem heitir Red Lights Gaman að því.. En eru ekki allir að fara mæta á RokkVöku í kvöld??
þriðjudagur, janúar 24, 2006
mánudagur, janúar 23, 2006
Framboðslisti og Formannsefni
Eins og kannski flestir vita þá hefur Vaka kynnt sinn framboðslista og má sjá frambjóðendur hérna.. sú nýjung var kynnt á Listakynningu Vöku síðastliðinn föstudag að Vaka býður fram sérstakan frambjóðenda í embætti formanns Stúdentaráðs í kosningunum í ár! og það er enginn annar en stúdentaráðsliðinn Sigurður Örn Hilmarsson. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun og er Sigurður frábær kandídat! Hægt er að sjá frétt og viðtal við Sigurð á vöku síðunni hérna
 Það verður nóg að gera í vikunni framundan svo fólk þarf ekkert að pirrast eða leiðast yfir því að í dag sé ömurlegasti dagur ársins... Á miðvikudag er Póker á Hressó og eins og venjulega eru vegleg verðlaun fyrir sigurvegara! Á fimmtudag er RokkVaka!! hún verður haldin á Gauk á stöng og húsið opnar kl:20:00 og tónleikarnir byrja stundvíslega Kl:21:00 það eru 5 bönd að spila og verður þetta auglýst betur á morgun! Á föstudag er svo Vökupartý á Hressó en það verður auglýst síðar.. Jæja.. Áfram Vaka!
laugardagur, janúar 21, 2006
Þetta er ein fyndnasta myndasíða sem ég hef séð!!! nokkuð góð En annars er bara slatti að gerast!! 4 eyjamenn á vökulistanum !! svo ég er sáttur!! annars var stórkostlega gaman áðan!!
fimmtudagur, janúar 19, 2006
 Kosningarmiðstöð Vöku opnaði í kvöld en hún er staðsett í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll (við hliðina á Nasa) og það er gengið inn sunnan megin eða semsagt sem snýr að alþingishúsinu.. Það var mikið fjör áðan og mikill fjöldi leit við í kaffi og með því og skoðaði húskynni Vöku í baráttunni.. Á morgun er Pókerkvöld Vöku á Hressó Kl:20:30 og einnig verður "Exotic icelandic Food and useful phrases" fyrir þá útlendinga sem eru í skólanum á Stúdentakjallaranum kl:20:00.. Á föstudaginn er svo aðalatriðið eða Listakynning VÖKU og þá getið þið séð frambjóðendur vöku 2006.. afar fríður og góður hópur!! Listakynningin verður haldin á Hressó og byrjar hún Kl:21:00 og það er mjög gott að mæta tímanlega því það var alveg pakkað í fyrra!! að lokum eru komnar myndir af Þrettándaundirbúningi ÍBV á myndasíðuna og einnig eru komnar myndir frá síðasta föstudegi en þá var Alþjóðakvöld vöku!! Svo vil ég auðvitað minna á Vöku síðuna
þriðjudagur, janúar 17, 2006
 Munntóbak hefur nú verið bannað að flytja inn og selja síðan 16. apríl 1997.. sem er rosalega langt síðan! Mér hefur alltaf fundist þetta undarlegt að banna eina gerð af tóbaki en leyfa aðra tegund og þá er ég ekki bara að meina að það sé leyft sígarettur, vindla og píputóbak heldur framleiðir ríkið og selur sína tegund af neftóbaki sem er einnig brúkað sem munntóbak. Við erum komin aftur til tíma einokunar eins og hún gerist verst!! Ástæður fyrir banni voru þær að munntóbak væri svo hættulegt því ungt fólk væri að nota þessa gerð af tóbaki mun meira en aðra tegundir.. Er það ekki eitthvað sem foreldrar eiga hafa stjórn á?? Munntóbak er ekkert leyfilegt að selja undir 18 ára aldri frekar en sígarettur og já eða íslenska tóbakið! Einnig var sagt að svo margir í íþrottum væri að misnota þetta tóbak og gefa því ungum íþróttamönnum slæma fyrirmynd.. það er eitthvað sem þjálfarar eiga taka á.. Eg held að það yrði nú ekki vel séð ef menn væru að reykja í íþróttum!! Svo var annað! sem vóg kannski stærst í þessari ákvarðanatöku að munntóbak væri svo skaðlegt heilsu.. jafnvel skaðlegra en reyktóbak.. við því segi ég að það er alfarið rangt! Það hafa verið gerðar margar rannsóknir á áhrifum munntóbaks á munnhol og hvort bein tengsl séu á notkunar munntóbaks og munnkrabbameins! það hefur ekki enn komið fram nein vísindaleg rök fyrir því að þarna séu bein tengsl að ræða! Aðal áhættuþáttur við munnkrabbamein eru blöndun reykinga og áfengi.. það er vitað! og ef skoðað er tíðni munnkrabbameins í heiminum er hún hæst er það í þeim löndum sem reykingar eru algengastar eins og Papua New Guinea, Ungverjaland og Sri Lanka.. spánn er einnig inn á topp 10 listanum. Það er athyglisvert að sjá að Svíþjóð er með eina lægstu tíðni munnkrabbameins af vesturlöndum.. Land þar sem munntóbak er mjög mikið notað.. alls voru rétt um 300 tilfelli árið 2004 í landi þar sem búa um það bil 9 milljón manns... Þetta ýtir undir þær tilgátur vísindamanna að ofurýktar sögur af skaðsemi munntóbaks séu ekki eins slæmar og í fyrstu var talið! Árið 2004 greindst 10 með munnkrabbamein á Íslandi og það væri forvitnilegt að vita hverjar væru tóbaksvenjur þessa hóps.. það kæmi mörgum á óvart sem eru svona á móti munntóbaki að flestir eru reykingamenn en ekki neytendur munntóbaks! Svo er annað sem þarf að huga að... feitur skyndibitamatur er talin tengjast hærri tíðni ristils- og magakrabbameins á vesturlöndum.. af hverju er ekki varað við því eða bannaður skyndibitamatur? Auðvitað er munntóbak ekki skaðlaust.. það er óhollt en það er feitur matur líka.. einnig er áfengi skaðlegt og svo margt margt annað í þessu samfélagi en það að banna eina vöru en leyfa aðra án þess að vera með nein haldbær rök fyrir því er fáránlegt!! Af hverju stendur til dæmis bara að það geti valdið slímhúðarbólgum að taka í nefið eða í vörina á tóbaksdósum en RISA stórar aðvaranir eru á sígarettupökkum?? Vegna þess að það má ekki ljúga á aðvörunarmiðum! menn vita af skaðsemi reykinga og geta því fullyrt svona lagað á sígarettupökkum.. en menn vita ekki meira en að það valdi bara slímhúðabólgum að taka í vörina eða nefið og geta því ekki skellt á dósina grófari aðvörunarmiðum!! Oft er því einnig fleygt fram að tóbak éti upp holdið og það myndist holrúm.. sömu áhirf er hægt að fá fram með því að hafa heilan húbba búbba tyggjapakka upp í vörinni allan daginn.. þ.e.a.s skinnið gefur eftir og aðlagar sig að nýjum aðstæðum.. þetta gengur aftur til baka ef hætt er að nota húbba búbba eða tóbak í vör.. Annar punktur er það að svíar eru mjög framalega í framleiðslu munntóbaks og er munntóbakið sem þeir framleiða mun skaðminna en til dæmis íslenska tóbakið! svo með því að bannað sænskt en leyfa einokunartóbakið er í raun bara verið að gera illt verra... Þetta er allt spurning um að gera hlutina rétt! vísindamenn geta ekki sýnt fram á að bein tengsl séu á milli munntóbaks og munnkrabbameins.. Íslenska tóbakið er skaðmeira en það sænska! Svo er verið að banna reykingar á veitingar -og skemmtistöðum vegna þess að reykingar skaða aðra en þá sem eru að reykja.. það gerir munntóbak ekki Ég held að það hafi ekki verið skoðað nægilega vel skaðsemi munntóbaks áður en það var bannað.. ef það hefði verið gert þá væri trúlega ennþá verið að selja general út í sjoppu..
Hef verið nokkuð latur við að endurnýja tengla listann minn.. en skellti inn núna nokkrum vel völdum bloggurum sem eiga vel heima á listanum mínum það eru: PabbiÍris frænkaSigga döggEyrúnDröfn
föstudagur, janúar 13, 2006
 Er búinn að vera agalega latur við að blogga þessa daganna.. einhvernveginn vantar allan kraft í mann að blaðra á netinu þegar maður hefur mikið að gera.. Því já maður er byrjaður í kosningarfíling.. það styttist óðum í þetta og um að gera að vera vel undirbúinn!! Núna síðastliðna daga hef ég verið á fundum, var á pókerkvöldi vöku í gærkveldi og svo að funda mikið í dag og endaði á Málefnaráðstefnu Vöku núna í kvöld Á morgun tekur meira við.. allskonar tilstand á morgun sem endar svo á alþjóðakvöldi vöku sem verður á Hressó og byrjar í kringum 21:00 að ég held.. þar verður boðið velkomna þá erlendu nema sem komu um áramótin að stunda nám í Háskóla íslands!! Þannig að það er mikið framundan hjá manni.. en ég reyni auðvitað að slá slöku við af og til og skrifa eitthvað sniðugt hérna á síðuna.. oft kannski einhverjar fréttir af baráttunni og áróðurspistlar hehe.. fólk verður bara þola það svona einu sinni á ári Svo er reyndar pistill í fæðingu hjá mér.. ætlaði reyndar að vera löngu búinn að setja hann hérna.. en hann fjallar um einokun ríkisins.. eitthvað í þeim dúr.. jæja hafið það gott um helgina.
mánudagur, janúar 09, 2006
 Jæja.. þá er jólafríið búið.. fer í borgina aftur á morgun og við tekur mikil barátta.. það má eiginlega segja að skólinn svona formlega byrji efti kosningar í byrjun febrúar.. þó maður geri sitt besta til að mæta í tímanna að sjálfsögðu.. En tímar byrja 17.janúar. Ég skráði mig í eftirfarandi: Persónuleikasálfræði Skynjunarsálfræði Tölfræði 2 hehe lúser vinnusálfræði.. sem ég þarf reyndar ekki að taka.. er búinn með valnámskeiðiskvótann.. en langar að prófa þetta allavega.. Jæja.. hef svosem lítið að segja eins og er.. Myndir frá Þrettándagleðinni koma inn í vikunni.. ætla skella þessu inn þegar ég kem til rvk..
Fínt að byrja árið með að fá sér gæludýr hehe
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Göng raunhæfasti kosturinn
 Vóó flottur titill á bloggi.. En jæja það er semsagt búið að fara fyrstu ferð upp í fjall og athuga með tröllin.. þau ætla kíkja rétt svo snöggvast niður í bæ til okkar svo við getum lagað þau til og snyrt fyrir stóra kvöldið á morgun. Dagrinn í dag fer mestmegnis í það og einnig að hjálpa Haffa og pabba hans með að rýma bílskúr.. alltaf gaman að fá einhver svona verkefni þegar maður hefur ekkert að gera .. Þetta verður mitt ..tja 10 ár í þessu held það barasta.. það er nokkuð gott tel ég Enda er þetta alltof mikil skemmtun til að sleppa þessu.. ég missti einu sini af þrettánda vegna þess að ég fór á sjó og það var alveg hræðilegt.. svona álíka og að missa af þjóðhátíð.. eða ég held það ætla ekki að láta reyna á það... En jæja.. rakst á síðuna hans Ævars og sá að hann er með myndir frá 2005 eða 2004 held samt 2004.. Þarna getiði séð Tröllin í öllu sínu veldi.. þetta eru þónokkuð stór kvikindi
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Ætli mér takist að gera mína fyrstu færslu á nýju ári? Þessi blogger er alveg hreint magnaður stundum... Það tókst held ég.. en blogger vill ekki pósta færslunni sem tók mig margar mínútur að skrifa.. að sjálfsögðu.. Drasl.. reyni þetta seinna.. P.s allar myndir komnar inn
|