Bloggið GSM Bloggið Ljóðahornið göfuglega Myndirnar góðu! Boggi í nærmynd Skrifaðu í gestabókina
Linkar
ANIMA
APA
Atferlisfræði
B2
Bakkaflug
Bankaviðskipti
Barnaskólinn
Dalurinn
Féló
FÍV
Fyrir Aula
Fyrir konur
Fyrir menn
Fyrir Perra
Garðarnir
Hamarskólinn
Hrappur
Hoffman
Hvar.is
Izzard
Íslenskir stafir
Leikfélag Kópavogs
LRC
OBM
Sal.is
Setur.is
SHÍ
Skipasíðan
TenaciousD
Vestmannaeyjar
Vísindavefur
VKB
Þorsteinn

Málefnalegur vettvangur fyrir misvelgefið fólk

Daglegt flakk
Arthúr
Deiglan
Eyjafréttir
Eyjar.net
explosm

KESHAM
Leikjanet
Leitin Mikla
MBL
Myspace
pbfcomics
TPFD Comics
Vaka
wulffmorgenthaler
Kvótið
þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Próftaflan komin 
Já þá er búið að birta próftöfluna.. ef þú ert mongólíti og kannt ekki ennþá að finna hana þá er hún hérna.. Allavega þá er ég búinn 13.maí í þetta skiptið.. sem er nú töluvert betra en síðasta vor þegar ég var í réttarsálfræði í síðasta prófi 15.maí.. og þó það sé ekki margir dagar þarna á milli þá er það bara ótrúlega erfitt að læra fyrir síðasta próf á síðasta degi.. Oddi tómur og allir búnir!! en jæja.. 13.maí er fínt.. á laugardegi og svona, þannig að það verður trúlega fengið sér í aðra tánna þá...

En taflan mín er einhvernveginn svona:
Skynjunarsálfræði - Laugardaginn 29.apríl Kl:13:30
Vinnusálfræði - Fimmtudaginn 4.maí Kl:13:30
Persónuleikasálfræði - Laugardaginn 6.maí Kl:13:30
Tölfræði II - Laugardaginn 13.maí Kl:13:30

Eina sem ég er ósáttur með er að hafa svona stutt milli vinnusálfræði og persónuleikasálfræði.. það er jafnvel spurning hvort maður eigi að segja sig úr vinnusálfræði.. amk er perrinn töluvert mikilvægara fag! En ég sé til með þetta

Svo fer nú bara að styttast í að maður fari að klára þetta.. tek 3 fög á næstu önn og svo er bara ritgerð.. spurning bara hvort ég geri ritgerð í sumar, næsta haust eða taki heila vorönn í hana á næsta ári??.. stórt er spurt og fátt um svör eða hvað?

mánudagur, febrúar 27, 2006

Tekur því að horfa á? 
Ég hef eitthvað aðeins dottið inn í þessa Threshold þætti á Skjá einum... Fínustu þættir þó þetta sé greinilega eitthvað bara svona til að halda fólki vikulega við skjáinn.. einskonar vikuleg sápuópera eins og með LOST o.s.frv. hehe..
En hún Guðfinna sagði mér á laugardaginn að það væri hætt við framleiðslu þessa þátta svo ég renndi mér yfir á imdb.com og athugaði málið og þar stendur bara:


Although only having had a 13 episode order, the producers had begun planning a 14th episode in case CBS decided to pick it up. CBS cancelled the series after 10 episodes and the 14th, called "Head Trip", never made it past paper.


Þannig að það er spurning hvort maður eigi að vera horfa eitthvað meira á þessa þætti?? hversu ömurlegt væri það að verða eitthvað húkkt á þessu og svo henda þeir manni bara út í kuldan.. hehe.. ég veit ekki..

laugardagur, febrúar 25, 2006

Búa til bíómynd... 
Til að gera einfalda unglingabíómynd þarf mjög einfalda blöndu.. kannist trúlega við þessa blöndu því það eru allar unglingamyndir frá 1970 með þessa blöndu..
Nr.1 aðalsöguhetjan strákur eða stelpa eru ný í bænum...
Nr.2 aðalsöguhetjan kynnist flippuðum vin
Nr.3 aðalsöguhetjan er góð(ur) í að syngja, dansa, íþróttum eða einhverju álíka sem myndin að sjálfsögðu mun snúast um...
Nr.4 Myndin gerist akkúrat á þeim tímapunkti þegar það er verið að halda keppni um hver verður næsti meistari í einhverju..
Nr.5 Aðalsöguhetjan kynnist aðalhetjunni í skólanum..
Nr.6 Aðalhetjan í skólanum á nördavin ef það er strákur en flippaða stelpuvin ef það er stelpa.
Nr.7 aðalsöguhetjan og aðalhetjan í skólanum hata fyrst hvort annað svo verða þau kærustupar.
Nr.8 Vondu kallarnir eru alltaf eftirfarandi: Skólastjórinn, pabbi aðalsöguhetjunar, vonda stelpan sem er skotin í aðalsöguhetjunni eða hetjunni í skólanum (fer eftir því hvort kyn það er)

Held ég sé ekki að gleyma neinu.. en plottið á myndinni er einhvernveginn svona..
aðalsöguhetjan kemur í bæinn segjum það sé stelpa, hún kynnist flippaðri vinkonu sem er einmitt systir aðalhetjunar í skólanum sem á auðvitað móterhjól.. aðalsöguhetjan er söngkona sem langar að meika það og það er haldin keppni í bænum um hver verður næsta söngkona aldarinnar. aðalhetja skólans fellur fyrir aðalsöughetjunni en vonda stelpan í skólanum sem er einmitt klappstýra ætlar sér líka að vinna söngvakeppnina og hjarta aðalhetjunnar í skólanum.. os.frv.. hljómar kunnulega er það ekki? hehe

Svo auðvitað er pabbi stelpunnar mótfallinn öllum söng og reynir allt til að koma í veg fyrir að hún syngi.. en þegar allt kemur til alls stendur hann stoltur og horfir á og klappar í lokin..
svo þarf bara koma með fullt af slöppum bröndurum og 80's músík
Spurning um að fara framleiða slísí myndir..

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Skiptafundur 
Núna eru tvær vikur síðan kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands voru haldnar og samkvæmt nýjum lögum sem sett voru á í haust þá á nýtt Stúdentaráð að taka við í dag.. sem það gerir.. í dag klukkan 13:00 var skiptafundur og jafnframt mitt allra síðasta hlutverk innan ráðsins gerði þó ekki mikið, fráfarandi formaður setti fundinn, þakkaði fyrir ágæt störf og bauð svo nýjum stúdentaráðsliðum að taka sæti okkar sem eldri eru og þar með er maður búinn..

Og það má segja að skiptafundurinn í dag sé sögulegur enda var mikið um fjölmiðlafólk á fundinum.. því að núna í fyrsta sinn er Vaka og Röskva í samstarfi í stúdentaráði.. Miklar samingaviðræður hafa verið núna undanfarnar tvær vikur sem er mun styttri viðræður en í fyrra (5 vikur) sem fóru á þann veginn að :
Sigurður Örn Hilmarsson formannsefni Vöku var skipaður formaður stúdentaráðs
Einnig var skipuð stjórn stúdentaráðs..
Nefndaskipan og annað verður tekið fyrir á stjórnarfundi Stúdentaráðs .

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Aspartam 
Vísindavefurinn er skemmtilegt fyrirbæri og það er gaman að lesa hann af og til.. þetta eru yfirleitt eins og skemmtilegu spurningarnar í Lifandi vísindi.. Í tilefni þess að ég hef verið að drekka ómælt magn af Coke light undanfarið fletti ég upp efninu Aspartam sem er gervisætuefnið í sykurksertum drykkjum.. þetta er nokkuð sérstökt lesning.. og eflaust kemur það mörgum á óvart að lesa þetta.. Ég hafði þó lesið ítarlega grein hjá Ásgrími einu sinni um þetta umdeilda efni...
En ég ætla setja greinina eins og hún birtist á Vísindavefnum.. mæli með að lesa:

Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?
Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótein eru einnig búin til úr amínósýrum. Þegar aspartam berst inn í líkamann klofnar það niður í amínósýrurnar fenýlalanín (um 50%) og aspartínsýru (um 40%) en þar að auki breytast um 10% efnisins í metanól eða tréspíritus. Amínósýrurnar eru hættulausar og nýtast líkamanum eins og hver önnur fæða og magnið af metanóli er langt innan þeirra marka sem talið er hættulegt. Í nægjanlega miklu magni veldur metanól ýmsum eiturverkunum í líkamanum og eru sjónskemmdir og jafnvel blinda þekktastar og í miklu magni getur það valdið dauða.

Í flestum rannsóknum á aspartami hefur verið notað magn sem samsvarar að drukkið sé úr 12 til 30 flöskum eða dósum af sykurskertum gosdrykk á dag. Einu aukaverkanirnar sem komu fram í slíkum tilraunum var aukin tíðni á höfuðverk. Þetta útilokar að sjálfsögðu ekki að efnið gæti haft skaðleg áhrif við langtímanotkun. Hér vill stundum gleymast að ýmis konar fæða sem við neytum inniheldur metanól og gildir það sérstaklega um grænmeti, ávexti og safa úr þeim; eitt glas af tómatsafa inniheldur til dæmis 6 sinnum meira metanól en sama magn af sykurskertum gosdrykk.

Aspartam var sett á markað í Bandaríkjunum 1981 og fljótlega þar á eftir í Evrópu og víðar. Það er nú notað í að minnsta kosti 100 löndum og hefur því verið notað í stórum stíl í bráðum 20 ár. Varla hefur nokkurt aukefni í matvælum verið rannsakað eins mikið og aspartam og þessar rannsóknir halda áfram. Alltaf af og til hafa komið fram grunsemdir um tengsl aspartams við sjúkdóma eins og heilaæxli, MS (heila- og mænusigg), rauða úlfa, minnistap, ofnæmi, hegðunarvandamál hjá börnum, flogaveiki, fósturskemmdir og fleira. Þessi tengsl ættu að byggjast á metanólinu, enda er það eina eitraða efnið sem myndast við neyslu aspartams. Gerðar hafa verið margar og stórar faraldsfræðilegar rannsóknir til að kanna slíkt samband og í stuttu máli hefur niðurstaðan alltaf verið sú sama; engin tengsl hafa fundist milli neyslu aspartams og sjúkdóma.

Viðamiklar rannsóknir á aspartami benda þannig eindregið til þess að efnið sé hættulaust og við verðum að vona að þær reynist réttar. Þeir sem eru með sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm, fenýlketónúríu, verða þó að takmarka inntöku aspartams á fyrstu árum ævinnar, eins og margra matvæla sem innihalda amínósýruna fenýlalanín.


Gamla færslan 
Þessa færslu setti ég inn mánudaginn, 22.september 2003... alltaf gaman að rifja upp gamla takta og þessi færsla á eitthvað svo innilega mikið við þessa daganna...Hey og myndin sem fylgir með.. fellibylurinn Marty.. ...tja vantaði bara mynd með þessu


Bannað samkvæmt lögum
Af hverju er guðlast bannað samkvæmt íslenskum lögum?
s.br. "Í 125. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum, segir svo:
Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara"
undarlegt að í landi þar sem er skoðanafrelsi er trúleysingjum eða öðru fólki ekki leyfilegt að hafa sínar eigin skoðanir opinberalega á orði guðs...
úff best að ég hætti bara hérna svo ég verði ekki sektaður.. :)

mánudagur, febrúar 20, 2006

Kompás og 17 millur 
Sá Kompás þáttinn í dag á netinu og ég verð að segja að þetta var verulega óhugnarlegur þáttur.. mjög krípí og oft á tíðum bara trúði maður varla sínum eigin augum að þetta væri íslenskur þáttur..
mæli með að fólk kíki á þennan þátt.. þetta er ekki lengur litla saklausa Ísland..
Ég fór inn á einkamal.is eftir þáttinn og tók eftir því að 3 af þeim 4 mönnum sem voru teknir fyrir í þættinum væru búnir að taka úr auglýsinguna sína.. fjórði maðurinn er ennþá þarna inni.. vonandi ekki í sama tilgangi og sást í þættinum..

Svo á að fara breyta löggjöfinni varðandi misnotkun, nauðgun og fyrningartíma.. sem er bara af hinu góða því ég tel að þetta hefur verið alltof lengi setið á hakanum!
Þó verða menn að athuga það að harðari refingar eru oft ekki lausn allra mála.. Það má þá líta til landa eins og Bandaríkjanna þar sem sést að harðar refsingar þjóna ekki þeim tilgangi sem þær eiga gera... Einnig eru til fjöldinn allur af rannsóknum sem sýna fram á það að harðar refsingar eru verri kostur miðað við alls kyns meðferðarúrræði..

En þetta er viðkvæmt mál og kannski auðvelt að tala um þau svona þegar maður þekkir ekki neinn sem hefur lennt í svona óþverra...


En af öðru máli.. 17 millur vegna símakosninga á laugardaginn.. sá peningur skiptist á milli RÚV, Símans og OgVodafone.. skil að einhver hluti eigi að fara í að koma júróvisjón fólkinu til Aþenu.. en eru 17 millur ekki of aukið..


Vor vor vor 
Skólinn er varla byrjaður og ég er kominn með skólaleiða... þetta er too much.. get ekki beðið eftir að klára þetta!! Framundan eru ógeðslega leiðinleg og mörg verkefni sem ég er ekkert að nenna byrja á!!

En demit segir maður þá bara og drullar þessu af.. það þýðir ekkert annað!!

föstudagur, febrúar 17, 2006

Föstudagsfílingurinn 
Jæja.. langt síðan að ég setti inn einhvern fíling.. er ekki best að reyna halda því við?? Þessa vikuna ætla ég að setja inn eitt gamalt og gott uppáhald úr stórgóðu kvikmyndinni The Commitments.. Það er lagið Try a little tenderness sem margir góðir hafa tekið en röddinn í þessum gaur er bara svo geðveikt töff að mér finnst þetta eiginlega besta útgáfan..

Svo er núna á eftir vísindaferð í KB banka.. það eru 100 manns sem fara í þessa ferð og því er nokkuð ljóst að það verður góð stemmning þarna.. Á morgun er svo júróvisjón/vökupartý í kosningamiðstöðinni sem verður jafnframt síðasta partýið þarna því við erum að fara flytja aftur á Hólmaslóðina á sunnudaginn.. svo maður verður ferskur í því á sunnudag..

Svo er slatti að læra líka um helgina svo það er semsagt nóg að gera um helgina eins og venjulega.. gaman að því..

Svo er kagginn að fara á hauganna á mánudaginn trúlega.. nenni þessi ekki lengur.. nota hvort sem er bílinn svo lítið!! Hann hefur þjónað mér ágætlega í vetur.. en ég hugsa að ef ég fæ mér bíl aftur þá verði það í nýrri kantinum.. bara vesen að eiga svona gamlan skrjóð!

En góða helgi!

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

einmitt.... 
Brjálaða kéllingin í vesturbænum hefur vaknað til lífsins... hvað sagði ég..


Vökupartý 
Á laugardaginn verður Vökupartý/júróvísjónteiti.. svona þökkum stuðninginn partý.. svo endilega ef þú kaust okkur, hjálpaðir til í baráttunni eða varst þarna niðurfrá 24/7 eins og svo margir þá endilega láttu sjá þig...

Teitið verður haldið í kosningarmiðstöðinni okkar við Thorvalssenstræti og það verður grillað og haft gaman! það er enginn svona formlegur tími á þessu.. held samt að um átta leytið sé fínn tími..

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

undarlegt 
Fékk mér kókópöffs í morgun.. sem er nokkuð magnað.. held ég hafi síðast fengið mér svoleiðis út á sjó síðasta sumar og þar síðast bara einhverntíman í framhaldsskóla.. en gaman að rifja upp góðan morgunmat.. nema maður er alltaf illa skorinn í kjaftinum eftir þennan morgunmat..

Annað spes... á öllum blog.central síðum í dag er auglýsing frá mega.is þar sem verið er að auglýsa leikinn um gröðu rolluna Sven.. sem er fyndið.. bara undarlegt að einhver brjáluð kelling í vesturbænum sé ekki búin að kvarta!! þetta er einmitt svona tilvalið efni til að kvarta yfir.. hvar ertu kella? við þurfum eitthvað annað í fréttir en brjálaða múslima sem höndla ekki Andrés Önd og fuglaflensu!

Það sem undarlegast er við þetta allt saman þá er mikið fuglaþema í þessari færslu..

mánudagur, febrúar 13, 2006

Skólinn byrjaður 
Eðlilegt líf byrjað hjá mér.. sem er skrítið maður var orðinn vanur þessu lífi og að hitta svona marga á hverjum degi.. hálf einmannalegt að byrja eðlilegu lífi aftur..

En svona er þetta.. búinn að taka allt til í herberginu og skipuleggja námið framundan.. svo er bara sækja tíma og komast inn í þetta alltsaman.. hef svosem gert þetta áður svo ég ætti nú að ráða við þetta..

Langar líka athuga með vinnu þar sem ég er ekkert í skólanum á fimmtudögum og föstudögum væri sniðugt að reyna auka tekjurnar hjá manni.. jafnvel að athuga með eitt á morgun.

á morgun er Valentínusardagur sem er innfluttur dagur frá BNA.. sem er furðulegt því að við höldum ekki einu sinni upp á feðradag! sem ég vonandi næ að kippa í liðinn í ár..

Svo er það framundan að reyna koma sér heim um einhverja helgina það væri gott að komast á eyjuna björtu og hafa það gott þar.. en jæja

laugardagur, febrúar 11, 2006

Vaka hlaut 49,4% atkvæða 
Þá er kosningum til Stúdentaráðs og Háskólaráðs lokið.. niðurstaðan var sú að það verður oddastaða aftur í ár en sú breyting er þó að Vaka er stöðugt að stækka við sig.. Vaka er lang stærsta fylkingin í HÍ með stuðning 49,4% stúdenta. Niðurstöðurnar voru á þessa leið:

Stúdentaráð:
A listi Vöku 1558 atkvæði eða 49,4% - 4 fulltrúa
H listi Háskólalistans 348 atkvæði eða 11% - 1 fulltrúa
V listi Röskvu 1249 atkvæði eða 39,6% - 4 fulltrúa

Háskólaráð:
A listi Vöku 1508 atkvæði eða 47,7% - 1 fulltrúa
H listi Háskólalistans 379 atkvæði eða 12% - engan fulltrúa
V listi Röskvu 1272 atkvæði eða 40,3% - 1 fulltrúa


Vaka er sigurvegari kosninganna það er engin spurning.. en kerfið virkar bara þannig að við þurftum 4 atkvæði í viðbót til þess að fá 5 mann inn og þar með meirihluta..

Framhaldið ræðst svo á næstu 2 vikum þar sem viðræður hefjast milli fylkinga
Annars langar mig bara þakka öllum þann stuðning
Áfram Vaka

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Þá er það búið 
Kosningabarátta í c.a einn og hálfan mánuð.. og núna síðastliðnu 3 dagar 7 tímar svefn og 65 tímar niðrí kosningamiðstöð.. þreyta!! En kosningar til Stúdenta - og Háskólaráðs er lokið árið 2006.. Það verður spennandi að vita hvernig þetta fer og úrslit koma einhverntíman í nótt.. myndi á að giska í kringum á milli 01-02 ... en þetta er gríðarlega spennandi.... það er nefnilega þannig að því meira sem maður tekur þátt í einhverju starfi því meira skiptir það manni máli...

Ég vona bara að fólk hafi valið rétt og við sjáum Vökusigur í nótt..

Takk kærlega allir þeir sem tóku þátt í starfinu með mér og auðvitað allir þeir sem kusu.. það er mér og okkur í Vöku mikils virði.. mun meira en þig grunar því eins og svo margir vita þá SKIPTIR hvert einasta atvkæði máli

en takk fyrir mig.. og heyrumst eftir ár hehehe

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Vaka sterkur kostur 
Á miðvikudag og fimmtudag geta stúdentar við Háskóla Íslands kosið fulltrúa til að sitja í Stúdentaráði fyrir næsta starfsár. Það er mjög mikilvægt að allir kynni sér málefnin, mun á fylkingum, árangur síðastliðins árs og já auðvitað að nýta sér svo kosningaréttinn..

Það er nefnilega það undarlega við þetta alltsaman að kjörsókn er yfirleitt mjög slöpp í Háskóla Íslands eða slöpp miðað við kosningar á Íslandi.. Einhverntíman heyrði ég þó að við Íslendingar værum með duglegri þjóðum að kjósa í stúdentapólitíkinni meðal landa í Evrópu hvort það sé rétt veit ég ei og er ég kominn í svolítinn útúrdúr hér...

Ég treysti á að fólk nýti sér þann rétt sem það hefur að kjósa!! það hefur margt áunnist með Stúdentaráði og þetta er sterkt afl stúdenta til að koma hlutum í verk! og það er það sem Vaka sýnir! og má þá benda á Stúdentakortin í því samhengi.. og ef þú ert ekki búin að sækja um þitt kort geriru það hér.

Við framkvæmum það er bara svo einfalt!
Áfram Vaka
setjum X við A á miðvikudag!! Bæði í Stúdentaráð og í Háskólaráð!!!!

Kíkið á www.vaka.hi.is

og komum svo og fögnum á fimmtudaginn á Hressó Kl:21:00

mánudagur, febrúar 06, 2006

The Aristocrats 
The Aristocrats er brandari sem fáir hafa heyrt... Þennan brandara þekkja samt allir uppistandarar í bransanum en hann þykir bara ekki hæfur til að segja upp á sviði..
Það hefur núna verið gerð heimildarmynd um þennan fræga brandara sem heitir einmitt bara því einfalda nafni The Aristocrats!! Í þessari mynd koma fram um það bill 100 frægir uppistandarar og segja sína útfærslu á þessum brandara og það kemur í ljós að þó svo að brandarinn sé ekki það góður.. þá er það hvernig þú segir hann sem skiptir öllu máli..

Ég mæli með að fólk kíki á síðuna og jafnvel sjái myndina.. ég hafði nú lúmskt gaman af henni..

föstudagur, febrúar 03, 2006

Einstaklingskosningar???? 
Jæja áðan var síðasti Stúdentaráðsfundurinn á starfsárinu og þar með minn síðasti fundur í Stúdentaráði, þar sem ég er af listanum 2004! En þetta var athyglisvert og skemmtileg reynsla að starfa þarna og ég vona að ég fái bara vinna með þeim nefndum sem eru starfandi innan SHÍ á komandi starfsári.

Margt athyglisvert kom fram á þessum síðasta fundi og þá bar ef til vill hæst það útspil H-listans að koma með sitt eina baráttumál frá upphafi fram á fundinum.. það er að segja að koma á einstaklingskosningakerfi. Þau eru búin að vera í stúdentaráði núna í 3 ár og niðurstaðan er sú að alltaf koma þau með hálfklárað plagg og liðónýtar hugmyndir í stað þess að vera komin með fastmótaða og skilvirkt kerfi. Svo eru þau alltaf hissa á að fylkingarnar tvær vilja ekki kjósa um málið í Stúdentaráði.. Þeta eru undarleg vinnubrögð!!

Það sem þau eru ekki að segja ykkur kæru stúdentar sem heillast af þessu kerfi er það að þeim hefur alltaf boðist að vinna með kosningalaganefnd SHI sem var m.a að stöfum núna í haust en þau hafa aldrei viljað vinna með nefndinni á neinn hátt, mæta ekki á fundi og eða núna síðast hættu bara við því að gagnrýni kom frá öðrum nefndarmönnum að kerfið sem þau lögðu fram gæti ekki virkað vegna stórra galla í kerfinu.

Annað sem ég skil ekki.. Hvað er að núverandi kerfi? mér finnst að menn ættu að svara því líka.. Það hefur verið barist vel fyrir hagsmunum stúdenta núna í mörg ár.. Ef kerfið er ekki bilað af hverju þá að vera reyna laga það?? Í staðinn vilja þau koma með kerfi sem þau geta ekki (ekki einu sinni eftir 3 ár) sýnt fram á að geti virkað.. Málið er að Stúdentaráð verður að vera starfhæft og því þurfa ÖLL tækniatriði við að breyta út listakosningum yfir í einstaklingskosningar að vera á hreinu.. ekki bara .. þetta reddast seinna!!

Svo er annað sem ég hef fundið að málfluttningi H-listamanna.. Það er ábyrgðin! Ábyrgðin liggur meðal fylkinga.. Ef Röskva eða Vaka stendur sig afar illa á árinu þá er ábyrgðin þeirra og kjósendur sjá það og að sjálfsögðu kjósa þá ekki þá fylkingu! En ef það eru 20 einstaklingar í SHÍ þá er ábyrgðin bara á herðum eins manns.. er það gott? Þá hættir hann og inn kemur nýr maður sem er kannski alveg jafn óhæfur..!! Þarna tapast í raun sú ábyrgð sem fylkingar verða standa bak við!

annar punktur er sá að núna eru 3 framboð.. og stúdentar nenna varla kynna sér þau 3 framboð.. það sést bara á kjörsókn.. Hvaða maður í skólanum vill fara kynna sér þá 20 já eða jafnvel fleiri.. 40, 60 eða 100 framboð til stúdentaráðskosinga??

Það eru margir hnökrar á hugmynd þeirra H-listamanna.. og þau geta ekki einu sinni eftir 3 ár í stúdentaráði komið með heildstæða velútpælda hugmynd um hvernig þetta kerfi eigi að virka..

Ekki láta gabba þig með því að þau segja að Vaka og Röskva séu bara fýlupúkar og vilja ekki sjá þetta kerfi.. Það þarf að ræða málin og já fólk kýs ekki um ómótað kerfi.. sérstaklega ekki þegar núverandi kerfi vikrar bara mjög vel!!

Annars er ég bara góður..
helgi framundan og Afmæli Vöku á morgun!!
Öllum boðið
www.vaka.hi.is

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Vaka tryggir stúdentakort! 
Stúdentar við Háskóla Íslands munu um mánaðarmótin febrúar/mars fá sér að kostnaðarlausu í hendur svonefnd stúdendakort sem tryggja þeim sólarhringsaðgang að byggingum skólans. Þar að auki er kortið afsláttarkort í verslanir og auðkenniskort stúdenta og býður upp á mikla möguleika um að tryggja hagstæð kjör fyrir stúdenta sem víðast í samfélaginu.

Hér er um stórt mál að ræða – raunar eitt stærsta aðgangsstýringarkerfi landsins og það eru Vökuliðarnir Andri Heiðar Kristinsson og Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, sem leiddu starf hagsmunanefndar í vetur, sem hafa átt veg og vanda að vinnunni við kortin. Sú vinna hefur tekið mikinn tíma og hófst verkefnið sl. vor á því að samkomulag var gert við Háskólann um að hagsmunanefnd Stúdentaráðs, sem Andri veitir forystu, myndi sjá um verkefnið, en það hafði þá verið í mörg ár í höndum Háskólans og gengið heldur hægt að koma kerfinu í gagnið.

Andri og Hrefna hafa haldið utan um alla forritunarvinnu varðandi kortin, prófum á kerfinu, tæknivinnu, útvegað afslætti og sett upp heimasíðu þar sem stúdentar geta sett inn mynd af sér svo eitthvað sé nefnt.

Það er auðvelt að koma með hugmyndir en
það þarf að koma þeim í framkvæmd með því að sýna frumkvæði og ganga í
verkin.


Vökuliðar hafa alltaf lagt áherslu á að hagsmunabarátta stúdenta eigi að ganga út á að ná árangri. Stúdentakortin eru glæsilegt dæmi um það. Það er auðvelt að koma með hugmyndir en það þarf að koma þeim í framkvæmd með því að sýna frumkvæði og ganga í verkin.

Þetta er frábært mál sem Vökuliðar komu í gegn með því að vinna sjálfboðavinnu!!
Þau Andri og Hrefna eru búin að vera vinna í þessu máli síðan í vor og þau unnu að málinu þannig að fyrst gerðu þau mjög ítarlega greiningu á innleiðingarferli kortanna þ.e.a.s þau reyndu að ýminda sér allt það sem gætu hugsanlega farið úrskeiðis og leituðu svo lausna við þeim atriðum..
Síðan gerðu þau nákvæma framkvæmdarskýrslu og hófu samningaviðræður við Háskólayfirvöld sem Andri Heiðar leiddi. Eftir að hafa sýnt fram á nauðsyn þessa korta og að framkvæmd þeirra væri möguleg náðist sú lending að hagsmunanefnd sæi um skipulagningu og vinnu við innleiðingu kortanna og Háskólinn myndi borga þau.. Síðan þá hafa þau Hrefna og Andri haft nóg að gera og spöruðu Háskólanum mikla peninga því þeir þurftu þá ekki að borga starfsmenn í að vinna þessa undirbúningsvinnu....

Svona vinnur Vaka málin..
Kjósum X-A og fáum framkvæmdarafl í Stúdentaráð!!


Vökumál 
Í kvöld er hittingur á Ara í Ögri.. mæli með að allir kíki þangað.. það byrjar Kl:22:00 og verða þeir Einir og Danni að trúbadorast eitthvað frammeftir.. gaman að því

Svo er auðvitað Afmæli Vöku á laugardaginn.. Vaka verður 71 árs þá og það verður haldið teiti að því tilefni hérna í kosningarmiðstöðinni okkar í gamla landsímahúsinu við austurvöll.. Teitið byrjar Kl:20:00 og verður alveg nóg til að sötra og éta..

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Flugvöllinn burt? 
Hver er munurinn á Vöku og Röskvu? margir segja að þar sé enginn munur en þeir sem hafa verið að fylgjast með baráttuni í ár og núna á síðustu vikum sjá eflaust að breitt bil er að myndast þarna á milli.

Röskvan hefur verið töluvert mikið í því undanfarið að ýta á það að Stúdentaráð verði pólitískara en Vaka vill ekki hafa Stúdentaráð sem eitthvað "litla alþingi"
Stúdentaráð á að beita sér fyrir hagsmunum stúdenta en ekki vera blanda sér í pólitísk deilumál í þjóðfélaginu sem varða stúdenta með óbeinum hætti..

Ég sá þessa mjög góðu kommentfærslu á síðunni hjá Atla Bolla.. ég mæli með að fólk lesi þetta og taki afstöðu..

Ég kýs að koma ekki fram undir nafni og því er þér frjálst að eyða athugasemdum mínum.
Ég spyr þig Atli, hversu víðtækt ályktunarvald telur þú að SHÍ eigi að hafa? Hafið þið í Röskvu dregið einhverjar línur sem þið ætlið að fylgja? Þetta eru ekki aðdróttanir þetta er einungis eðlislæg forvitni.
Skólann skipa 9000 manns úr öllu litrófi samfélagsins. Á meðal okkar eru feður og mæður, útlendingar, samkynhneigðir, gamalt fólk, ungt fólk, ríkt fók, fátækt fólk og þar fram eftir götum. Við höfum ólíkan bakgrunn, ólíkar skoðanir og oft á tíðum skilja okkur að himinn og haf.
Við eigum það þó sameiginlegt að sækja okkur menntun við HÍ. Við erum öll nemendur, og sem slíkir þá njótum við ákveðinna réttinda. Réttinda sem við sækjum til skólans og yfirvalda. Til þess að gæta þessara réttinda kjósum við okkur fulltrúa, embætti sem þið sækist svo eftir að gegna. Þó svo að svigrúm ykkar sé nokkuð og við treystum dómgreind ykkar, þá er ykkur ekki veitt umboð til að fara fyrir skoðunum háskólanema sem lúta ekki að réttindum þeirra eða skyldum, sem nemum við HÍ. Líkt og forsetum framhaldsskóla er ekki heimilt að gera nemendum sínum upp skoðanir, hvað varðar ættleiðingar, ríkisborgararétt o.s.frv. eða forsvarsmönnum íþróttafélaga er ekki í sjáflsvald sett að tjá sig um flugvöllinn í Vatnsmýrinni fyrir hönd allra Breiðabliksmanna eða KA manna.
Við erum annars vegar háskólanemar og hins vegar þegnar í þjóðfélagi. Og þar liggur hundurinn grafinn. Þið talið um þverpólitístk ráð sem lúti ekki stjórnmálaöflum. Jæja, sem þegn í þjóðfélagi þá skipa ég mér í pólitíska röð, hvort sem hún er til hægri eða vinstri.Stjórnmálaöflum felum við umboð til ályktana á stærri vettvangi, þar ríkir ekki þessi þverpólítíski andi. Við treystum ákveðnum aðilum fyrir vissri tegund af valdi.
Ég geng til kosninga þann 8. febrúar og merki við þann sem er reiðubúinn að standa vörð um tiltekna, afmarkaða hagsmuni mína. Ég er ekki að leggja blessun yfir neina stjórnmálalega stefnu og allra síst er ég að kjósa mér málsvara í þjóðfélagsumræðunni. Það geri ég ekki í stúdentakosningum heldur í kosningum til Alþingis. Þú hamrar á stjórnmálalegum tengslum Vöku, og leggur nánast fæð á slíkt. En þess á milli virðist þú vera leggja grunn að nýjum flokki í landspólitíkinni, þar sem 9000 manna bakland þitt tryggir þér málsrétt. 3000, 9000 eða 50.000 manns breyta engu um valdsvið SHÍ.
Þó svo að þið talið fyrir hönd nemenda innan veggja HÍ, þá hafið þið ekkert umboð fyrir utan þessa veggi. Ég geri mér grein fyrir því að það er freistandi að nota fjöldann sem afsökun til að auka vægi orða SHÍ, en takið ykkur ekki valdið, því eins og sagt hefur verið, vald spillir. Sækið rétt vald á réttum vettvangi. Því áður en þið vitið af verðið þið farin að álykta og þrasa um hverfisskipulagið í vesturbænum, af því að jú, það búa x margir háskólanemar í vesturbænum.


Frestun 
Búið að fresta Goslokahátíðinni um eina viku..
vitiði hvað það þýðir?

Maður getur loksins prófað Humarhátíð á Höfn.. Hver er með?

En hvernig væri nú að prófa sofa smá
góða nótt

Bloggarar
Amazeen
Andri Hugo
Andri Hæ
Andri Ómars
Árni Klettur
Ásgrímur
Ástþór
Begga Bögg
Birgit
Brokechicks
Daði Bróðir
Didi Pulsa
Djonn
Doddi
Drottningin
Dröbn
Egils 1
Egils 2
Einar Hlö
Einar Örn
Einar Örn
Einir
Ella
Elli mono
Elliði
Erla Ósk
Ester Helga
Fosterinn
Gaui
Gestur
Grettir
Guðfinna Alda
Guðfinna Dís
Gummi Leikari
Gummi Typpi
Gunnar Bjarki
Gunnhildur
Haffi Bróðir
Heiðdís
Helga Lára
HJó
Hr.Forseti
Huld
Hvíta vonin
Ingibjörg
Íris Dögg
Jóhann Alfreð
Karl Gauti
Kjallararottur
Kjartan Vídó
Krissi
Kristbjörg Unnur
Kristín María
Lára Dögg
Lilja Skutla
Lilja Skvísa
MajaE
María
Njalli Ragg
Pabbi
Perla
Pysjurnar
Reynir
Rósa Gunn
Sigrún Alda
Sindri
Sleggjan
Slinger
Soffía Theódóra
Sólrún
Sunna Kristín
Sæunn
Thelma Ýr
Tómas
Tóta
Tótla
Ungfrú Sigrún
YO
Æbi Rokk
Gamalt & Gott

Free JavaScript from
Rainbow Arch