Maður verður að sinna ákveðinni tilkynningaskyldu af og til, málið er að Ásgeir Þorvaldsson, betur þekktur sem Geiri múr er að fara halda málverkasýningu í Eyjum helgina 17-19 nóvember. Ég mæli auðvitað með að allir láti sjá sig á þessa sýningu sem verður haldin í gamla vélasalnum...
eins og einhverjir hafa séð hefur hann pabbi gamli mikla hæfileika á þessu sviði svo það er bara gaman þegar menn ráðast i það að halda sýningu á verkum sínum og þá á fólk auðvitað að styðja bakvið listamanninn og líta við hvað hann hefur verið að bardúsa upp á lofti...
Af hverju þegar maður er í Heimaprófi hefur maður alla þolinmæði og dugnað til að spila bjánalega leiki eins og Storm the house sem þið klikkið á hér að neðan til að spila!! en ekki neinn einasta metnað eða áhuga til að klára helvítis prófið?
Vá nýtt heimsmet! tókst að gera leiðinlegasta bloggtitil allra tíma!! Heimapróf er viðbjóður og umræða um virkjanir eru orðnar það leiðinlegar að menn hafa skotið sig í hausinn fyrir minna!! En þannig er nú bara lífið.. það er ekki alltaf gaman! Ég verð t.d að klára þetta andskotans heimapróf!! og virkjanir eru málefni sem er ekkert hægt að henda ofan í skúffu og segja nei nei nei ég vil ekki taka neina afstöðu og bæ ég er farinn að fá mér samloku!
Nenni ekki að ræða þetta heimpróf meira svo við skulum þá bara ræða aðeins um virkjanir! Ég var að spá í þessu um daginn það virðast allir vera á móti því að virkja fallvötn hérna á landinu! en það er allir með aukinni atvinnu og allir eru með því að geta glápt á sjónvarp eða nota önnur orkufrek rafmagnstæki... Það virðist enginn geta fagnað því að við séum að nota hreinustu orkuframleiðsluna.. en svo segja þeir líka (þeir segja margt) hey fokk jú þetta fer bara í það að búa til fleiri álver... Er það? ég veit ekki betur en núna sé amerískt risafyrirtæki að athuga hvort hægt sé að útbúa hátæknifyrirtæki hérna, fyrirtæki sem framleiðir sólarorkurafhlöður og til þess þarf gríðarlegt magn af rafmagni.. meira heldur en 2 stk álver!
Það er nebblega málið.. yfirleitt fer mjög mikil orka í hátæknifyrirtæki, ekkert minna heldur en þungaiðnað og almennan iðnað eins og álver! Svo er annað! við viljum vera ennþá hreinni þjóð og viljum vera í farabroddi í vetnisfaratækjum!! viljum við ekki öll fá vetnisbíl? fylla á með vatni? og menga ekki neitt? Jú en til þess þarf líka mjög mikið rafmagn sem þýðir að við verðum að virkja nema jú við getum líka skellt upp raforkuveri sem gengur fyrir olíu eða jafnvel skellt einu kjarnorkuveri !! en hey þá koma kanarnir bara og halda að við séum að vígbúast vegna hvalveiði deilna! haha
nei kom ég veit að það þarf að skilgreina vel til hvers við þurfum meira rafmagn! en að vera bara svona þröngsýnn á heiminn.. NEI engar virkjanir er bara heimska!!
Aldeilis sem þetta kemur i skorpum hjá manni! En stundum er það bara þannig að maður hefur ekkert að segja og stundum hefur maður frá miklu að segja, þó kannski að bloggin í dag séu ekki beint innihaldsrík hehe.. ég man þá gömlu góðu daga að maður var að skrifa hátt í 2-3 bloggfærslur á dag.. ótrúlegur skítur ef þið trúið mér ekki þá skuluð þið enidlega tjékka á gömlum færslum... auk þess sem það er alltaf gaman að lesa gamalt stuff!
En ég var annars að spá þar sem vitrænar hugleiðingar eru alveg hreint hættar að koma hér fyrir hvort það væri sniðugt að bjóða gestapennum skrif, það voru hérna tveir gestapennar lengi vel á árum áður þeir Helgi Ólafsson og Guðmundur Kr.Eyjólfsson en fengu sér svo báðir sína eigin síðu! Síðan fékk ungur maður hugleiðingar sínar birtar hérna og það var Þórir Ólafsson með skrif um flugvöllinn í Vatnsmýrinni...
Ég var að spá í að athuga hvort það sé einhver áhugi fyrir þessu, svo ég ætla hafa það þannig að fólk skorar á einhvern í kommentkerfinu og ég reyni að fá þann aðila til að skrifa stuttan pistil hérna inn!! koma svo láta í sér heyra
Til hamingju Ísland við erum byrjuð að veiða hval... ég fagna þessu mjög mikið og segi bara vegni þeim vel á Hvali 9 í veiðiferð sinni.. Þetta er auðvitað að verða hið heitasta deilumál eða já svona 20% sem eru á móti á móti þeim 80% með hvalveiðum... Þetta er eina sem er rætt þessa daganna í síðdegisútvarpinu á Rás 2 sem er eina útvarpsstöðin sem ég hlusta á! En þar var einmitt verið að ræða þetta í dag við Martin Norman talsmann Greenpeace í Noregi og það var ótrúlega fyndið að hlusta á þetta..
Í fyrsta lagi þá var hann að tala um að hinir og þessir vísindamenn séu ekki sammála þeim talningum á hvölum sem eru innan íslenskrar lögsögu en gat ekki nefnt neina vísindamenn á móti þessum tölum sem, alþjóðahvalveiðiráðið og alþjóðleg náttúruverndarsamtök hafa öll samþykkt.. (þessar tölur voru að það væru um það bil 40 þúsund kvikindi hérna innan okkar lögsögu og það er verið að tala um veiðar á 100 dýrum) og svo undir lokin var hann sífellt að segja að hann sé enginn sérfræðingur í þessu og að hann væri ekki sérfróður í alþjóðalögum en var samt alltaf að tjá sig um þetta.. til hver er verið að ræða við svona fólk?
Einnig fannst mér fyndið með ein rökin hjá honum.. það er enginn markaður fyrir hvalkjöt og Einar Þorsteinsson sem var að taka viðtalið var fljótur að segja á sinn snilldarhátt.. það er ekkert skrítið það er ekkert hvalkjöt í boði! Hvernig getur verið markaður fyrir einhverju sem er ekki til boða? Þetta var goður punktur fyrir utan það að það er sko mikill markaður fyrir hvalkjöt hér á landi, bæði almenningur og veitingarstaðir tapa sér þegar það býðst til sölu og þetta er einn söluhæsti rétturinn hjá ferðamönnum hér á landi... skrítið
Ég held að þetta verði bara bóla eins og þegar við hófum vísindaveiðar... þá varð ALLT vitlaust en núna eru vísindaveiðar í lagi allt í einu.. furðulegir þessir grænfriðungar!
Jæja nenni ekki að tjá mig meira um þetta mál! segi bara flott æðislegt frábært
Hvernig finnst ykkur nýja Logo-ið mitt? töff ekki satt? Djöfull verður maður nú að skreppa til Ítalíu og kaupa sér Bogga jakkaföt! Hver ætlar að vera fyrstur til að gefa mér slík föt? sá aðili fær 3 poka af fílakarmellum fyrir, jafnvel eina kókómjólk og pakka af harðfisk...
*** Annars verð ég greinilega að fara hlusta meira, algengasta leitarorðið af google þar sem fólk er að ramba hér inn er "Boggi listen" sem er ótrúlega spes.. það er kannski verið að reyna segja mér eitthvað... Fleiri skemmtileg leitarorð, þá er náttúrulega algengasta orðið Boggi svo koma nokkur spes þarna í listanum eins og ungfr, suurland, heilun, dna og danskir! Einnig er Hannes Rúnar Hannesson nokkuð oft slegið inn til að rata inn á síðuna mína.. nokkuð magnað
Sú síða sem hefur vinningin af heimsóknum er B2, trúlega vegna þjóðhátíðarlinka einhverntíman... en af bloggsíðum þá rata flestir hingað inn frá Andra nokkrum Hugo og vil ég bara þakka honum fyrir að leyfa mér vera þarna í linkasafninu hans.. greinilega mikið af hans aðdáendum sem rata hingað inn... nei djók
*** Að lokum SPSS próf á morgun í próffræði! búinn að fara yfir verkefnin og gera prófið frá því í fyrra... kann að gera flestar aðgerðir í SPSS sem er til prófs á morgun.. en er samt efins.. þetta er svo furðulegur andskoti þetta forrit.. þó maður haldi að´ þetta sé að koma þá bara nei.. skil ekki neitt!
Tips ef þú ert í sálfræði á 1.ári Lærðu að nota SPSS STRAX!!
Update af tölvumálum.. hringdi áðan í viðgerðaraðilana og fékk þær upplýsingar að móðurborðið væri lennt en skjákortið kæmi ekki fyrr en á föstudaginn með beinu flugi frá Medion samsteypunni... af hverju þetta kom ekki á sama tíma er mér hulin ráðgáta! Tölvuleysið hrjáir mig ekki mikið svosem, ég kíki minna á netið og hangi síður á MSN... en þetta er t.d afar óhentugt núna í vikunni þar sem að það er SPSS próf á fimmtudag og tölvuverið lokar kl 00:00 sem er ótrúlega slappt... Ég þarf þá bara vera duglegur á morgun, sleppa æfingu og þrjóskast að læra þetta allt fyrir miðnætti!
En tilgangurinn með þessu bloggi var nú aðallega til að benda á eitt afar spes... Bílinn fór í viðgerð í síðustu viku... og það tók styttri tíma að ferðast með hann til Vestmannaeyja, skipta um bremsudiska og klossa og skella honum með Jólfinum til baka og til RVK heldur en að gera við tölvu sem er í viðgerð hérna í RVK.... Þetta er spes.. tölva tekur semsagt 3-4 vikur í viðgerð meðan bílinn tekur eina
Að lokum... Prófin er svona la la Byrja á Töl III 12 des, Próffræði 14 des, Félagslega 18 des og svo er það Hugfræðin sem rekur lestina 20 des! var hræddur um að lenda á leiðinda prófdögum en þetta er held ég bara það skásta sem hægt var að óska um!
Það er fínt að skrifa stundum svona blogg um alls ekki neitt... þá er hægt að blaðra úr einu í annað um tja... ekki neitt!
Ég, Gulli og Kalli vorum í hláturskasti í Próffræðitíma áðan... já Próffræði sagði ég... það var reyndar ekki það að Einar hafi verið eitthvað fyndinn heldur það súra að einhver stúlka var að leika sér í Paint á fremsta bekk, að teikna einhvern broskall með húfu.. geðveikt einbeiting! Gulli byrjaði í kasti og þá fóru við hinir að hlægja sem er svo ótrúlega óþægilegt þar sem nálægðin við kennarann er soldið mikil í O-101 og allir að hlusta af ákafa þegar maðurinn útskýrir Þáttagreiningu í SPSS... Fyndnast við þetta allt fannst mér það súra að einhver skyldi vera leika sér svona í Háskóla Íslands á fremsta bekk svo allir aðrir sjái... spes mómment sem tók c.a hálftíma - klukkutíma
Annað, hvað er málið með fólk að setjast við hliðina á manni í tölvuverunum? það eru 600 milljón tölvur hérna og enginn nálægt manni og fólk gerir sér ferð til að setjast við hliðina á manni... óþolandi
eitt í viðbót.. Helen Mirren var geðveikt fyndin hjá Leno í gær.. kom mér skemmtilega á óvart, það er alltaf skemmtilegra þegar Bretar mæta til hans.. þeir eru einfaldlega bara fyndnari!
að lokum Stymmi Gísla næsta föstudag! í þetta skiptið heima hjá Helga! Fyrirlestur á morgun, próf á fimmtudaginn, skilaverkefni á sunnudag... auk þess sem í þessum mánuði eru einnig 3 önnur próf, skilaverkefni, krossapróf og svo eitt stk rannsókn! Gaman að því.. svo þarf maður að finna sér eitthverja meiri vinnu!
Gamalt og gott... ekki ennþá kominn með tölvuna svo við höldum okkur við Youtube vídjóin... kannski það sé ágætisbreyting? Er kannski fólk til í það að hafa það þannig frekar en músík?
Leifturminni (flashbulb memory) er pælingin mín í dag, enda erum við eitthvað búin að vera skoða þetta í Hugfræðinni auk þess sem ég var að ræða þetta við einhvern um daginn en man bara ómögulega við hvern það var og komu margar sniðugar pælingar í ljós þá... Það muna flestir eftir að hafa heyrt um Leifturminni ef þeir hafa einhverntíman tekið einhvern sálfræðiáfanga í framhaldsskóla, enda mjög vinsælt umræðuefni og allir hafa einhverja ljóslifandi minningu að segja frá! Hver hefur ekki heyrt spurninguna hvar varst þú staddur eða stödd (í anda jafnrétti) 11.september 2001?
Flest allir segjast muna eftir því nákvæmlega hvar þeir voru, hvað þeir voru að gera o.s.frv enda er þetta þekkt í sögunni, sama má segja um morðið á Kenedy forseta og fleiri stórviðburði... Þetta kom fyrst til sögunnar minnir mig 1977 þegar voru dúddar að nafni Brown and Kulik sem athugu stóra hluta fólks hvort það mundi eftir frægum atburðum sem undan hefði gengið, t.d morðið á Kenedy... Þessu var vel tekið enda kannast margir við þetta fyrirbæri!
Það var svo Neisser sem efaðist um þetta og var mjög klókur maður því hann var mjög fljótur til þegar Challanger slysið varð, þegar öll heimsbyggðin fylgdist með í beinni þegar geimskutlan challanger sprakk í loft upp... Hann athugaði strax viðbrögð og minni nemenda sinna í Háskólanum sem hann kenndi kúrsa. allir fengu spurningalista sem spurðu út í hvað fólk var að gera, hvar það væri, hver sagði þeim frá þessu og eða hvað það væri að hugsa um o.s.frv. 3 árum seinna fengu þeir nemendur sem enn voru í námi sama spurningalista! Þá kom í ljós nokkuð athyglisvert en hann spurði semsagt sama lista auk þess sem fólk átti að meta hversu öruggt það væri á því að minningin væri sönn og rétt!
Á þeim skala (öryggi um satt og rétt minning) var fólk mjög ofarlega... það voru nánast allir alveg 100% á því að þetta væri svona sem það gerðist, en þegar var borin saman svörin frá 3 árum og þeim sem það var að gefa núna þá virtist það breytast mjög mikið og nánast sem að goðsögnin um Leifturminni sé ekki eins sterk og hún virtst vera... Allt í einu var þetta leifturminni með bara svipaða hnignun og venjulegar minningar...
Þetta hefur verið athugað mörgum sinnum aftur eftir challanger slysið og virðist svipuð útkoma, koma alltaf út...
Leifturminni er samt frábrugðið engu að síður... því það er í flestum tilvikum sem fólk segist muna alveg 100% eftir atburðunum!! öryggið í því hvað fólk segist geta sagt frá er svo mikið að það virðist sem fólk sé að segja frá hlutum sem gerðist í gær!
Þess verður náttúrulega að geta að allar þessar rannsóknir miðuðu út frá fleiri hlutum en bara að fólk segist muna hvar það var statt þegar það heyrði fréttirnar.. ég held að allir geti sagt það með nokkuð góðu öryggi að það viti hvar það var í heiminum... en með þessum rannsóknum var verið að athuga hvort þetta væri rétt með að fólk gat munað nánast hinu minnstu smáatriði, bara eins og þetta hefði gerst í gær.. því það er jú það sem þetta fyrirbæri er þekktast fyrir!
Að lokum af því að þetta er orðin langloka en mér er drullusama, enda skrifa ég orðið svo sjaldan að fólk ætti bara gleðjast að það komi eitthvað.. haha... Þá er það smá pæling með af hverju fólk man hvar það var t.d 11.sept 2001? en ekki til dæmis hvar það var 8 júlí 2003? er jú það var stórviðburður.. fólk man það frekar heldur en venjulegan dag, það er ekki oft sem það gerist að flugvélar fljúga á háhýsi í BNA. Annað líka sem er góð pæling varðandi þetta er það að þetta er alltaf í upprifjun... það er ekkert skrítið að fólk segist muna eftir atburðunum og að leifturminni ætti til dæmis að verða sterkari fyrirbæri með tímanum og meiri fjölmiðlaáreiti.. upprifjunin er svo mikil, það er ekki bara verið að minna á þessa atburði á hverjum ári, heldur oftar með alls konar bíómyndum, heimildarmyndum, fyrirlestrum, fréttum í blöðum, tímaritum o.s.frv.
En jæja þetta er orði nokkuð gott, að lokum eftir þessa gríðarlega löngu fræðilegu grein mína væri nú samt gaman að vita... Hvar varst þú 11.sept 2001 og hvar varst þú þegar Díana prinsessa dó?