Jæja þeir ætla hækka bílprófsaldurinn. slá sig um með allskonar rannsóknum úr þroskasálfræðinni, hef ekki séð þau gögn ennþá... veit ekki hvort er hægt að taka gilt slíkar rannsóknir, ég er meira á því að þetta sé æfingin heldur en þroskastig eða eitthvað þvíumlíkt, fólk byrjar þá bara seinna að æfa sig að keyra er það eitthvað betra? Það eru jú margir fávitar í umferðinni.. en það er líka fávitar 18, 20, 25 ára! En punkutinn með þessari færslu var eiginlega ekki að böggast yfir þessu heldur að benda á hversu fyndið þingmenn eru góðir að benda á þessa blessuðu reglu um hvenær fólk er orðið sjálfráða og fullorðið þegar það henntar þeirra málfluttningi S.br
Önnur veigamikil rök sem styðja frumvarp þetta er sú staðreynd að börn eru í samfélagi okkar skilgreind sem börn þar til þau hafa náð 18 ára aldri. Árið 1997 voru samþykkt lög á Alþingi sem kveða á um að ungt fólk fái hvorki sjálfræði né fjárræði fyrr en 18 ára. Árum saman hafði viðmiðið verið 16 ára. Sú breyting að hækka sjálfræðisaldurinn úr 16 í 18 ára var ekki gerð út í bláinn heldur af því að Alþingi taldi það nauðsynlegt hagsmunum barna og ungmenna. Breytingin var gerð svo að fullorðnir gætu haldið verndarhendi yfir börnunum þar til að álitið var að þau gætu byrjað að axla sjálfsábyrgð. Þess vegna skýtur það skökku við að unnt sé að fela 17 ára barni þá ábyrgð að aka bifreið þegar það getur hvorki tekið sjálfstæða ákvörðun um að festa kaup á ökutæki né hefur það rétt til að ráðstafa eigin fé. Okkur ber að létta þessari ábyrgð af unglingunum og jafnframt forða mörgum þeirra frá því að skaða sjálfa sig og aðra með því að stjórna ökutæki.
Þetta er orðrétt af althingi.is úr frumvarpinu... ég spyr þá bara af hverju þarf fólk að verða orðið 20 ára til að kaupa sér áfengi?
Gæti skrifað eitthvað gáfulegt eða eitthvað sem skiptir máli! En ég nenni því ekki og þrátt fyrir augljós komment (helst frá Sigga að ég gæti aldrei skrifað neitt gáfulegt) eða önnur augljósari komment (t.d frá Helga að það séu komin tvö myndbönd í röð og bæðu um Scrubs) ætla ég bara skella fram myndbandi frá Scrubs og halda áfram að læra á SPSS
Nei ekki bíómyndin heldur meira svona alvöru Urban legend sem er alltaf að poppa upp og verður mjög vinsælt e-mail efni og skilaboð á myspace og þar fram eftir götunum... Enda er netið nú nýji samskiptamátinn og svo fáránlega hratt er hægt að breiða út boðskop með netinu hvort sem það er satt eða ekki!
Svona Urban Legend er ekki alltaf svo slæmt, yfirleitt byrjar svona lagað með því að forða fólki að gera hluti sem eru ekkert ofboðslega sniðugir og allir kuna svona sögur, sumir meira segja trúa þeim þó að heimildirnar séu frá vini frænda vinar míns... Allavega er það þannig að það eru afar fáir sem geta sagt hey já þetta kom fyrir mig eða hey þetta kom fyrir vin minn og ég varð vitni að því...Ekkert að því svosem! Ef það forðar fólki frá því að gera bjánalega hluti eins og að setja kött inn í örbylgjuofm osfrv þá skiptir aðferðin minna máli.
Nýjasta sagan er af nýju nauðgunarlyfi og fæ ég allavega svona 2-3 pósta í mánuði á þau mörgu e-mail sem ég á, einnig er þetta vinsælt að senda milli manna á myspace! Efni póstsins er mismunandi en þetta er svona það helsta sem kemur fram:
"Hitt heitir Progesterex og er lítil pilla sem fæst hjá dýralæknum og er frekar auðvelt að nálgast þetta lyf. Þetta lyf er notað til þess að gelda hross. og þetta nota nauðgarar til þess að barna ekki stelpurnar sem þeir brjóta á. Versta við þetta allt saman er að hver kvenkyns vera sem tekur þetta lyf getur aldrei eignast börn!!! Verkunin af lyfinu er varanleg!!! Þessi lyf eru sett út í drykki hjá stelpum og leysast lyfin mjög fljótt upp!!! Þannig að stelpur mínar í guðana bænum passiði drykkina og passið upp á ykkur sjálfar."
Ég trúi ekki svona löguðu bara vegna þess að ég fæ svona sent í pósti svo ég athuga það frekar strax á netinu hvort eitthvað sé til í þessu.. ég þurfti ekki að leita lengi, Wikipedia er orðin fáránlega gott safn af visku...
"Progesterex is a fictitious date rape drug. It is part of a hoax that began to circulate in 1999 via e-mail on the internet. No actual drug by this name or even with these properties exists, and no such incident has ever been documented or confirmed."
Gæti svosem verið samsæri svo ég fletti þessu upp á RXList sem er svona internet drug index og þar kom ekki neitt lyf fram sem heitir þessu nafni né kannast við slíkt.
Hversu góð aðferð þetta sé er spurning, það er nóg að vita til að það sé til nauðgunarlyf sem er til í alvörunni, Rohypnol og er hrikalegt að einhver skyldi nota það, það vekur óhug að fólk sé orðið svo siðblint og skil ég vel að konur séu hikandi við að þiggja drykki frá ókunnugum! En er það eitthvað að hjálpa að bæta við einhverju lyfi sem er ekki til og gerir konur ófrjóar?
Með þessu urban legend finnst mér þó verið að búa til óþarfa hræðslu meðal fólks, sérstaklega meðal kvenna! En eins og maðurinn sagði ef það virkar skiptir þá einhverju máli hvaða aðferð er beitt?
jæja þá er þessi helgin brátt á enda komin! Mætti galvaskur en þó ennþá soldið kvefaður á opnun málverkasýningu hjá pabba sem var haldin í Vélasalnum um helgina... Myndirnar frá opnuninni og nokkrum myndum af vel völdum málverkum má finna hérna!
Svo skrapp ég aftur til RVK í gær með jólfinum og strax í afmælisveislu hjá Ingu Hrefnu fyrv. formanni Vöku! Þetta var svakaleg veisla og allt hugsanlegt áfengi í boði.. Singstar, gítar og djamm... þetta var frábært takk fyrir mig
Endilega kíkið á myndirnar frá opnuninni og kommentið!
Vestmannaeyjar er heit málefni þessa daganna... Nánast allir sem mögulega geta tjáð sig á bloggi hafa sína skoðun á Eyjamönnum sérstaklega núna eftir prófkjör Sjálftæðisflokksins í suðurkjördæmi!
Fólk er mjög mikið á móti því að Árni sé að fara á þing aftur og það er fínt, fólk á rétt á sínum skoðunum og er það vel við lifum í frjálsu landi og málfrelsi er víst málið er það ekki? Það er flott að fólk hefur skoðanir því það væri ótrúlega leiðinlegt land þar sem allir þyrftu að hafa sömu skoðanir...
Það sem mér finnst fara miður í þessu er algerlega ótengt öllum skoðunum um ágæti þess að Árni sé að fara á þing... Á flestum síðum sem ég hef verið að skoða undanfarna daga er talað um að það séu vanvitar sem búa í Vestmannaeyjum, fávitar, minnislausir og ófært um rökhugsun. Það ætti að koma á farbanni í Vestmannaeyjum, við séum með hetjudýrkun og svo framvegis.. þetta er mjög langur listi
Ég er mikill Eyjamaður ég er stoltur af bænum þar sem ég ólst upp, þar sem ég gekk í skóla og eignaðist vini og á nánast alla mína fjölskyldu þar. Ég verð að viðurkenna að manni sárnar hálfpartinn að lesa svona lagað, það er alveg merkilegt hvað við erum víst að verða mikið pakk í augum íbúa á fastalandinu... Eflaust margir sem stoppa við og segja " hey hvað er þetta, ég var bara benda á hversu asnalegt er að kjósa Árna" En mér er nákvæmlega sama! Andskotanum kemur fólki orðið við hvað hver er að kjósa í prófkjöri? Það eru eflaust margar ástæður fyrir hverju atkvæði og alveg ljóst að það komu ekki ÖLL atkvæðin frá Eyjum. Athugið það að ég er ekki að skrifa einhvern afsökunarpistil fyrir neinn eða neitt.. það er akkúrat ekkert sem neinn þarf að skammast sín fyrir neitt í þessu máli... Jú kannski liðið sem þarf nauðsynlega tjá sig á bloggsíðum hvað Eyjamenn eru miklir fávitar...
Búinn að bæta inn nokkrum góðum bloggurum margir áttu fyrir löngu að vera komnir inn á listann en vegna þess hve latur maður er að uppfæra tenglalistann sinn er það bara koma fyrst inn núna, vonandi að fólk fyrirgefi mér það hehe
Nýtt fólk er meðal annars Brokechicks sem eru sálfræði og Vökustelpur að tjá sig um hitt og þetta en aðallega þetta.Bróðir minn og félagi Einar Örn er að blogga frá Rússlandi og gerir það gott í kuldanum, enda hægt að hlýja sér með einni flösku af vodka. Fosterinn sem er heiðursmeðlimur VKB sem á náttúrulega að vera kominn hingað inn fyrir löngu, fyrirgefðu Gilli minn... Svo er það bróðir minn og félagi Grettir sem var að byrja blogga, Kristín María var að byrja blogga aftur með nýja og flotta síðu og bið hana velkomna aftur! Svo er einn maður sem ég hélt að ég væri með á listanum en svo virtist ekki svo ég lagaði það í hvelli og er Slingerinn kominn inn á linkasafnið! Að lokum er það svo Sæunn sem var í stjórn Vöku með mér í fyrra og á einnig að vera fyrir löngu komin hingað inn.. hvað er ég eiginlega búinn að vera gera hérna?
Sá á Mbl áðan að Sena ætlar að þýða titla allra kvikmynda sem þeir eru að sýna í bíóhúsunum í tilefni af degi íslenskrar tungu á morgun. Þetta er flott og frábært og það stendur að þeir ætli sér að hafa könnun í kjölfarið til þess að vita hvort fólk sé almennt hlynnt því að titlar séu á íslensku! Ég verð því að spyrja, verður þetta að vera annaðhvort eða? Má ekki hafa plakatið eins og það er á ensku en með íslenskri þýðingu með? Eru Íslendingar að missa tungumálið vegna þess að kvikmyndaplaköt eru á ensku? Þetta er einum of kjánaleg umræða og er ég hræddur um að baráttan sé háð á vitlausum enda, ef tungumálið er að fara til fjandans er það ekki vegna þess að það vantar íslenska þýðingu á titlum kvikmynda í bíóhúsum!
En engu að síður er það alveg sniðug hugmynd að hafa þýinguna með! Það getur oft skemmt manni mikið að sjá kjánalega þýðingu en að sleppa enska heitinu eins og hið heilaga RÚV gerir oft er það bjánalegast sem til er... Hvernig í ósköpunum á maður að vita hvaða mynd sé "allt á hvolfi í ánni"? Það hefur oft komið fyrir (þótt ótrúlegt sé) að maður vilji glápa á góða mynd í sjónvarpinu um helgar. Rúv á sína góðu daga varðandi kvikmyndasýningar um helgar en þegar maður lítur yfir dagskránna og sér bara heiti á kvikmyndum á borð við "Í morðhug" eða "köld eru kvennaráð" án enska heitisins og jafnvel enga lýsingu á helvítis kvikmyndinni, þá stekkur maður nú frekar út á leigu...
Er að fara til Eyja á morgun (vonandi) þurfti náttúrulega að koma kolruglað veður þegar ég ákveð að fara til Eyja... vonandi að Herjólfir fari á morgun bara En sökum þess að ég fer til Eyja þá er stemmningin tvöföld í dag svo fólk þið fáið tvöfaldan skammt af Föstudagsfílingnum! Ekki beint hress lög, annað lagið er úr þeirri stórgóðu cult klassík Rocky Horror og viðeigandi nafn Double feature picture show sem hentar ákaflega þemanu í dag... Hitt lagið er eftir sniðuga sænska hljómsveit Peter Bjorn & John og lagið Young folks alger snilld og myndbandið er frábært!
Góðan dag og gleðilega nýja vinnuviku! ég nefndi hér fjölmiðla um daginn varðandi slæman fréttafluttning frá landsbyggðinni sem er algengt... En það sem verra er það er að mér finnst æsifréttamennskan vera orðin aðeins of mikil eða hvað? Af hverju telur fólk til dæmis að það sé nú mun hættulegra að ferðast um miðborgina í RVK en áður? er það vegna þess að glæpum hafa fjölgað þar? Nei það er mjög einfalt að sjá afbrotatölfræði á síðu ríkislögreglustjóra og glæpir hafa í flestum flokkum minnkað, það er frekar stöðugt hvað varðar líkamsárásir og líkamsmeiðingar en yfirleitt er það að minnka.. Fíkniefnabrot er eini flokkurinn sem eykst dramatískt milli ára frá árinu 2000 það þarf ekkert að vera svo slæmt og eða að fíkniefni séu fleiri á Íslandi það gæti einfaldlega þýtt að lögreglan og tollayfirvöld séu duglegri í þessum málaflokki en áður...
Þetta er svo skrítið.. glæpir hafa ekki aukist, það eru ekkert fleiri útlendingar að lemja íslendinga en áður, það er ennþá hættulegast að keyra bíl frekar en að skemmta sér í miðborginni... Af hverju er fólk þá alveg sannfært um það að allt í dag sé að verða svo hættulegt? Þurfum að vígbúa lögregluna og ekki horfa í augun á þessum glæpamönnum annars drepa þeir þig... það er ekkert sem bendir til þess að svo sé...
þetta er undarlegt... kannski bara kannski er fréttafluttningur af svona málum að aukast? hugsanleg skýring!
Váááá shit Þessi leikur er geðveikt ávanabindandi!! við vorum nokkrir saman í harðri baráttu við að klára þetta.. en maður verður að játa sig sigraðan í dag að minnsta kosti!
Það virðist vera sem að fréttir hér á landi séu ekki lengur fréttir nema eitthvað svakalegt sé að gerast og eitthvað slappt og lélegt.. meina hver vill lesa um eitthvað sem gengur vel? Þetta er leiðinlegt til dæmis fer almenningur að halda það að miðbærinn sé eitthvað sérstaklega hættulegri í dag en áður og að Ísland sé á kafi í eiturlyfjum þó það séu ekki beinlínus til tölur um það að það hafi orðið einhver dramatísk aukning á ofbeldi í miðbænum eða eiturlyfjum á Íslandi... en þetta er smá útúrdúr og kem því að máli dagsins.. Framan á Vaktinni í dag er forsíðumyndin af Herjólfi þegar hann kom inn í höfn í Eyjum í stórsjó, alls höfðu um 10 þúsund manns skoðað þessa mynd á netinu áður en Vaktin fór í prentun! þetta varð vinsæll fréttamatur eins og svo margar fréttir frá Eyjum um flótta fólks og alltaf voðalega dapurlegar fréttir.. einnig er svipað með fréttir af landsbyggðinni það virðist ekki komast neitt skemmtilegt í fréttirnar ef það kemur af landsbyggðinni!! Eins og með þessa mynd af Herjólfi, er eitthvað skrítið að fólk forðist að ferðast með ferjunni til Eyja og fólk hugsi með hryllingi að ferðast til Eyja ef það þarf að fara með Herjólfi? Af hverju þykir það ekki frétt ef Herjólfur kemur inn í höfn í svona blíðu eins og meðfylgjandi mynd sínir hér að ofan? Það er miklu algengara heldur en að hann lendi í svona kolrugluðu veðri!! þetta er skrítinn heimur!
Kannski þetta sé okkur sjálfum að kenna, við erum kannski ekki nógu dugleg að skrifa í blöðin um hvað er gott að búa í Eyjum o.s.frv.
Annað.. Myndir frá Stymma Gísla eru komnar á netið.. fara bara í albúmið hérna hjá mér... Annars er ekkert meira í fréttum.. nema jú ég og Lára vorum að klára Bónusverslunina á Smáratorgi áðan.. haha