Ég vildi bara óska vinum og vandamönnum og lesendum nær og fjær Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og takk kærlega fyrir þetta skemmtilega ár sem er að líða!
Svo þýðir ekkert annað en að hafa tvö jólalög með kveðjunni... Þessi tvö eru nú alger klassík
Nýlega bárust mér fréttir af Helga Ólafs forseta VKB en heimildarmaður minn í Vestmannaeyjum segist hafa fengið fjöldann allan af bréfum þar sem hadið er fram að Helgi hafi stundað ólöglegt samráð í forsetakosningum s.l vor. Eins og flestir vita þá bauð Sigurður Björn Oddgeirsson sig fram óaðvitandi sem forseta félagsins og sögur segja að Sigurður og Helgi hafi talast mikið við á þessum tíma og skipst á upplýsingum og tölvupóstum þrátt fyrir stórlega tölvufötlun Sigurðar. Helgi kom með yfirlýsingu í Fréttablaðinu í dag um málið og sagði meðal annars þetta:
"Ástæðan fyrir þessum grunsemdum er sú að á þessum tíma þótti eðlilegt að menn töluðu saman, auðvitað töluðu við Sigurður saman og helst til kannski of frjálslega saman en okkur óraði ekki að þetta myndi leiða til svona hitamáls í samfélaginu"
Fulltrúi minnihlutans Zindri Freyr Ragnarsson hefur óskað eftir að skipuð verði nefnd til að fara yfir málin og að eyða skuli að minnsta kosti 1-3 mánuðum í að ræða málin. Helgi hefur vísað málinu frá og sagði að zindri ætti að snúa sér að öðrum málin en að draga upp drauga fortíðar.
Annars er bara síðasta próf á morgun í Hugfræði sem ég hef haft ótrúlega tæpan tíma til að lesa undir.. svo maður verður bara sjá til með árangur í því... Svo er bara komið jólafrí
Fór til Vestmannaeyja með flugi í gærkveldi til að fara í jarðarför Ömmu Boggu sem var í dag. Þetta var afar friðsæl og falleg athöfn ef svo má segja og veðrið var afar friðsælt. Hún hvílir nú í friði með Afa Tolla en þau voru yndilega skemmtileg hjón eins og kannski flestir vita sem þekktu þau eitthvað... Við bræðurnir notum ennþá þessa skemmtilegu línu "Sigurborg" ef við erum að kalla á eftir einhverjum að flýta sér en afi átti það til að vera svolítið að flýta sér alltaf, t.d þegar þau bjuggu í Hafnarfirðinum og voru að koma heimsækja okkur út í eyjar var hann alltaf mættur í Þorlákshöfn 1-2 tímum fyrir brottför...
Eftir jarðarförina var svo fjölskyldan samankomin niðrí Oddfellow í kaffi þar sem voru fjöldinn allur af myndaalbúmum sem var æðislegt að skoða, þau áttu svo sannarlega viðburðaríka ævi og margt fólk sem var í kringum þau, maður vonar bara að maður fái að upplifa amk helminginn af þeirri hamingju og gleði sem umkringdi þau meðan þau voru meðal oss.
Maður lærði heilmikið af þeim sem eflaust mun nýtast manni vel í framtíðinni en jæja ég ætla nú ekki að hafa þetta mikið lengra. Hvíl í friði amma mín
Enn og aftur er kominn sá tími sem að fjölmiðlar birta tölur um hver sé mestáberandií ræðustól á Alþingi.. Þetta er nú (að ég held) yfirleitt sýnt svona til gamans enda eru viðmiðin mjög fáránleg... Hver talaði mest?? Hverskonar kjánaskapur er þetta? Ef það er til sú persóna hér á landi sem finnst það merkilegt að einhver skuli tala mest á Alþingi er sá hinn sami einfaldlega kjáni! Er sá aðili sem talar mest þá bestur í að vera þingmaður?
Það kemur samt ekkert á óvart þarna.. stjórnarandstaðan talar meira en stjórnarliðar, þetta er jú aðallega fyrir stjórnarandstöðu til að mótmæla hinu og þessu og krefjast svara frá stjórnarliðum...
Jæja.. nenni ekki að blaðra mikið meira um þetta...
Já Men at work er bara eðall og tilvalið til að koma manni í fílinginn... fínt þegar maður er að mygla yfir bókunum að hugsa til þess að bráðum kemur betri tíð... Á morgunn tekur við vika í ruglinu hjá mér 4 próf, 18 einingar á 8 dögum!! það verður lítið sofið!
Annars er fín akústik útgáfa af laginu hérna þar sem Colin Hay tekur þetta í Scrubs þætti... nokkuð gott
Jæja við erum alveg hætt að fá Fréttablaðið! Fengum Fréttablaðið einu sinni í viku svona í um það bil 2 vikur (af hverju einu sinni í viku er ofar mínum skilningi). Núna er það bara ekkert.. nothing, Nada... osfrv. Ég veit ekki kannski varð blaðburðargaurinn hærddur við þessi skilaboð sem ég setti út í glugga... Of mikil pressa sem hann náði ekki að standa undir.. gæti verið! Ástæðan af hverju þessi skilaboð eru út í hurð er sú að ef það er ekki koma 8 tonn af rusli inn um lúguna sem ég hef akkúrat ekkert við að gera... Ég vil samt fá Fréttablaðið.. svo maður fái einhverjar fréttir, ég missi orðið alltaf af fréttum á RÚV vegna próflesturs en Fréttablaðið það er heilagt.. maður vill borða morgunmatinn sinn og lesa helvítis Fréttablaðið... (finnst ykkur ekki pirrandi að ég geti ekki stytt og skrifað blaðið, þá fer fólk að misskilja alveg)
Ég er kominn með lausn á þessu máli samt... Ég hringdi í síma 550-5000 þar sem ég gat ýtt á eitthvað númer fyrir dreifingu og þar kom gaur sem sagði mér að lesa inn nafn, heimilisfang og skilaboð ef ég hafiekki fengið Fréttablaðið í dag... sem ég gerði og ætla mér að gera á hverjum degi þangað til að ég fæ blaðið! Nei ég meina Fréttablaðið...
jæja þá er tími bóka byrjaður enn á ný, ekki jólabóka heldur skólabóka... maður situr sveittur út í Odda eða hérna heima að reyna koma eins miklu efni í hausinn á sér og mögulega er hægt.. sem er ekki mikið.. haha djók ég er geðveikt klár! En svona inn á milli lærdóms finnst mér fínt að kíkja á video google að kíkja á heimildarmyndir.. finnst gaman að horfa á slíkt.. reyndar er eina stöðin sem ég væri til í að vera með af öllu þessum útlensku stöðvum er Discovery, já eða National geographic... en á video google er ótrúlegt magn af heimildarmyndum í fullri lengd svo ég mæli með að kíkja á það!
Rakst á eina nokkuð magnaða um daginn, A documentary and discovery of God þetta er gaur sem var í kristnum skóla þegar hann var ungur drengur en var ekki á þá áttina að verða trúaður svo hann gerði þessa heimildarmynd til að segja frá sinni reynslu og trú á kristinni trú... Það er eitt dæmi sem hann tekur fyrir sem er nokkuð magnað og ég hafði svosem ekkert spáð í hingað til það varðar fyrirgefningu... það stendur í Biblíunni að það er hægt að fá fyrirgefningu Krists fyrir nánast allt, morð, þjófnað og jafnvel klám á netinu eins og hann orðaði það pent. Biðja jesú um fyrirgefningu og þú færð hana...
ALLT.. nema eitt.. það er til ein synd sem er ekki er hægt að fyrirgefa og það er að efast eða neita hinum heilaga anda! Hann sýnir að það kemur fyrir í Lúkasarguðspjalli 12:10 og í Markúsarguðspjalli 3:29.
"en þeim sem lastmælir gegn heilögum anda, verður ekki fyrirgefið" Lúk 12:10 "En sá sem lastmælir gegn heilögum anda, fær eigi fyrigefningu um aldur, hann er sekur um eilífa synd." Mark 3:29
Ef maður gerir það er maður að eilífu fordæmdur og eina leiðin þaðan af er helvíti! Þetta er nokkuð athyglisvert, ef maður lastmælir heilögum anda getur maður aldrei, aldrei farið neitt annað en helvíti!
Svo fer hann út í það sem er athyglisverðast, að heilagi andinn er það einfaldasta til að efast um. Guð, já það er bara ekki hægt að efast um Guð, hvar ætlaru að byrja á því? Svo er það Jesú, hann var uppi fyrir 2000 árum... en heilagi andinn hann er hérna meðal okkar alltaf og við eigum að finna fyrir honum meðal okkar. Við getum ekki efast um hann í hugsunum okkar því að Jesú er í huga okkar og ef maður fer að efast, t.d að það séu ekki til neinar sannanir um einhvern heilagan anda ekki frekar en einhyrningar..getiði hvað maður er þá búinn að gera??
Hann endar þetta með því að segja að mesti glæpurinn í Kristni er að hugsa! því þú ert að dæma þig í eilífa glötun með því!
já nokkuð magnað.... svona getur maður fundið sér margt sniðugra að gera en að læra
Jæja 1.des kominn og jólin nálgast sem segir manni að jú jólaprófin nálgast líka.. uss þá byrjar þessi skemmtilegi próflestur með öllu sínu stressi, lestri, handónýtu svefnmynstri og óhóflegrar kaffidrykkju. Einnig er þetta nú merkilegur dagur þar sem að við Íslendingar eigum 88 ára Fullveldi svo til hamingju með það allir saman.. vei og svo eiga mamma og pabbi einnig 32 ára brúðkaupsafmæli í dag svo ég óska þeim líka til hamingju með það! Nokkuð góður árangur það...
Svo er það einnig í dag sem að ný reglugerð tekur gildi varðandi sektir og viðurlög við umferðarlagabrotum. Einstaka umferðarlagabrot hækka um allt að 60% það má deila um það hvort það sé eitthvað betra, það er spurning... kannski að menn finni sér meiri þörf til að reyna stinga af núna vegna tilvonandi hárra sekta.. spurning.. kannski bætt umferðarmenning.. efast samt um það! Svo er annað sem er að ég tel verra með nýju reglugerðinni, það er að vikmörk varðandi hámarkshraða hafa verið lækkuð.
Vikmörk varðandi hámarkshraða hafa einnig verið lækkuð. Áður voru þau miðuð við 10 km/klst. yfir hámarkshraða án þess að fá sekt en með nýju reglugerðinni hafa mörkin verði lækkuð niður í 5 km/klst.
Þetta er ekki sniðugt! Ég var einmitt að lesa færslu hjá honum Ásgrími það sem hann hafði um málið að segja og ég er alveg sammála honum þarna.. þetta er bara kjánalegt og örugglega ekki verið hugsað út í þetta almennilega! Hver er nákvæmlega skekkjan í hraðamælingarbúnaði hjá Lögreglunni? það eitt er bara nægilega góður punktur til að stansa aðeins við og hugsa þetta upp á nýtt, held að skekkja sé það nálægt 5km/klst til að hægt sé að véfengja sektina!
Svo dagurinn í dag er orðinn merkilegur fyrir einn merkishlutinn í viðbót! Skekkjumarkardagurinn
Föstudagsfílingurinn er soldið öðruvísi núna, Youtube enn eina ferðina en það er sérstakt myndband sem var gert í tilefni þess að nýja serían með Scrubs byrjaði í gær á NBC! Turk and JD's gayest moments... Þeir settu víst þættina á móti keppinautunum í Grey's Anatomy sem ætti að verða athyglisvert, hvort ætli fái betra áhorf?