Bloggið GSM Bloggið Ljóðahornið göfuglega Myndirnar góðu! Boggi í nærmynd Skrifaðu í gestabókina
Linkar
ANIMA
APA
Atferlisfræði
B2
Bakkaflug
Bankaviðskipti
Barnaskólinn
Dalurinn
Féló
FÍV
Fyrir Aula
Fyrir konur
Fyrir menn
Fyrir Perra
Garðarnir
Hamarskólinn
Hrappur
Hoffman
Hvar.is
Izzard
Íslenskir stafir
Leikfélag Kópavogs
LRC
OBM
Sal.is
Setur.is
SHÍ
Skipasíðan
TenaciousD
Vestmannaeyjar
Vísindavefur
VKB
Þorsteinn

Málefnalegur vettvangur fyrir misvelgefið fólk

Daglegt flakk
Arthúr
Deiglan
Eyjafréttir
Eyjar.net
explosm

KESHAM
Leikjanet
Leitin Mikla
MBL
Myspace
pbfcomics
TPFD Comics
Vaka
wulffmorgenthaler
Kvótið
fimmtudagur, mars 29, 2007

Fáránlegt?? 
Vísindamenn hafa komist að því að áfengi er afar óhollt líkama okkar og neysla þess getur leitt til alls kyns kvilla bæði líkamlega og andlega eins og til dæmis alkahólisma en að sögn Landlæknis eru mjög margir sem þjást af þessum kvillum. Þess vegna hefur stuðningshópur hér á landi farið svo fram á að banna verði bjórinn aftur.. en ekki allan bjór samt, bara erlendan bjór.. Stuðningsmenn þessa hóps hafa réttilega bennt á að íþróttamenn um allt land sjást með þekkta þýska og danska bjóra með sér í hönd á allskonar skemmtunum og þykir þetta vera slæm fyrirmynd. Von er á að bráðlega verði bannað að flytja inn og selja erlendan bjór hér á landi en áfram verði leyft sterkt áfengi og íslenskur bjór!

Ég hef áður skrifað pistil um fáránleika þess að banna innfluttning og sölu á sænsku tóbaki hér á landi og hugsa ég um þetta af og til enda pirrar þetta mig óneitanlega mikið! Ég myndi sjálfur ekki kaupa mér sænskt tóbak vegna þess að mér þykir það íslenska mun betra en það eru margir hinsvegar sem eru ekki á sama máli og ég. Í gervifréttinni minni hér að ofan geri ég aðeins grín af þessu banni og þegar það er orðin vara sem miklu fleiri neyta finnst allt í einu fáránleikinn í þessu öllu saman. Ég reyndar gef áfenginu vísindin sem stuðningsmenn bannsins á sænka snusinu voru ekki með sér.. eins fyrri færsla hjá mér kemur að... það er nóg að athuga málið og skoða tölurnar æji ætla ekki í þennan pakka lesið frekar hina færsluna fyrir það!

Hugsið ykkur aðeins fáránleikan sem er hér á ferðinni!


Seinni tónleikarnir 
Minni á að seinni Ljóslifandi tónleikarnir eru í kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík og byrja þeir kl:20:00. Þar spila Múm, Pétur Ben og Ólög Ragnars.
Miðaverð er 1200 krónur

Sjá auglýsingu hér


Bloggari ársins 
Borgþór Ásgeirsson, betur þekktur sem Boggi sigraði í kosningu um besta bloggara ársins á veftímaritinu Slinger.tk. Borgþór sagði í viðtali nú fyrir stuttu að hann væri afar hræður yfir þessum úrslitum en Borgþór fékk 34% atkvæða, Andri Hugo fylgdi fast á eftir með 26% atkvæða og Hjördís í því þriðja með um 10% atkvæða. Borgþór þakkaði mótherjum sínum fyrir drengilega og harða keppni þegar hann hélt sigurræðu sína á Nordica hótelinu, einnig þakkaði hann kosningastjórunum sínum tveim, þeim Hannesi og Reyni fyrir að vera bestu smalahundar fyrr og síðar! Eftir ræðuna var svo haldinn stærðarinnar dansleikur þar sem mátti sjá flest fyrirmenni Íslands samankomin til að fagna með kappanum!

Tekið af mbl.is

En annars bara þakka ég öllum sem studdu mig og kusu og auðvitað öllum þeim sem nenna lesa þessi ósköp ennþá eftir 5 ára dvöl á internetinu.

miðvikudagur, mars 28, 2007

Ze Frank 
Ertu að grínast? nei
Þessi gaur er ógeðslega fyndinn, mæli með að kíkja á nokkur vídjó ef þér leiðist.. gott að byrja á Scrabble




"Sometimes, just by doing the same thing a lot, you can wind up with a collection without really intending to...

Like if you eat tuna every day, you could wind up with a mercury collection."


Ljóslifandi 
Vildi bara minna á tónleikana á Nasa í kvöld! Herlegheitin byrja Kl:20:00 og það kostar 1200 krónur inn!! Stuðningur ykkar skiptir miklu máli því að ef þið mætið og kaupið ykkur miða á þessa tónleika eru þið í raun strax búin að tvöfalda upphæðina sem rennur til Ljóssins því að Glitnir ætlar að tvöfalda þá upphæð sem safnast í miðasölunni!!. Ég held að allir ættu nú að geta skemmt sér vel á þessum tónleikum það er orðið töluvert langt síðan maður sá Dr.Spock og einnig Benny Crespo's Gang !!

Hver ætlar að kíkja?

mánudagur, mars 26, 2007

Málþing um málefni Háskóla Íslands 
Málþing Vöku, 29. mars 2007

laugardagur, mars 24, 2007

málefnalegt 
Helvítis aumingjar eru þetta!!
Ég er kannski svolítið seinn í þessari umræðu en það er ekkert gaman að blogga þegar allir eru að blogga um sama mál hehe...

En andskotinn hvað ég er að verða pirraður á þessari forræðishyggju sem ríkir hérna á landinu varðandi áfengi! bæði í einokunarsölu og háu verði.. þetta er fáránlegt.. Alþingismenn forðast að kjósa um málið á þingi sem er enn verra.. hvað er málið? vilja menn ekki sýna hversu hallir þeir eru undir forræðishyggjuna eða hvað?

En já núna er frekar auðvelt að dæma.. Boggi er bara fáviti sem vill að börn byrji að drekka sem allra fyrst.. þetta eru ógeðslegustu mótrök vinstri öfgamanna sem ég veit um! Það er selt áfengi nánast um allan heim í verslunum og á MUN minna verði ... er allt farið til fjandans þar? NEI.. það er nefnilega málið að í hverri könnun kemur í ljós að börn byrja mjög ung að drekka á Íslandi miðað við samanburðarlönd.. hmmm hér á nefnilega að vera svo góð stefna í áfengismálum.. skrítið! Eigum við ekki bara banna allt áfengi?

Hættum þessu helvítis aumingjaskap! að áfengi yrði selt í verslunum og það ódýrara myndi ekki leiða til þess að allir enda í strætinu... og þó ef svo myndi kannski enda þannig.. hver á að taka þá ákvörðun... ríkið eða ég sjálfur?

föstudagur, mars 23, 2007

Ljóslifandi 


Vildi bara minna á Ljóslifandi tónleikana sem verða í næstu viku! Á Nasa þann 28.mars spila: Dr.Spock, Benny Crespo's gang, Rass og Innvortis..
Það kostar bara 1200 krónur og ætlar Glitnir að tvöfalda upphæðina sem safnast á þessum styrktartónleikum!

Nánari upplýsingar má finna á myspace síðunni


Jahá 


Það er soldið síðan að ég bloggaði um þetta myndband. Ég held að allir muni eftir þessu.. afar merkilegt myndband þar sem þarna eru birtar myndir af börnum sem hafa týnst og ég spái mjög oft í því hvort þetta hafi í raun virkað, hvort eitthvað af börnunum hafi skilað sér og þá ef svo er af hverju ekki að reyna þetta aftur? Mér datt í hug núna áðan að tjékka á þessu og hvað er betra en að athuga wikipedia þegar maður er að pæla í hlutunum og þar kom fram:
The video was very successful in reuniting many of the missing children with their families. Some of the children had even seen themself pictured in the video and returned home. In 2006, guitarist Dan Murphy stated in an interview with Pasadena Weekly that some of children who were found were not returned to the best of conditions: "Some weren’t the best scenarios. I met a fireman on the East Coast whose daughter was in the end of the video, and he’d been in a bitter custody battle with his wife over her,” Murphy said. “It turned out the girl hadn’t run away, but was killed and buried in her backyard by her mother. Then on tour, another girl told us laughingly ‘You ruined my life’ because she saw herself on the video at her boyfriend’s house and it led her being forced back into a bad home situation.”


Nokkuð merkilegt.. þetta semsagt virkaði.. en þó ekki alveg til hins betra, afar óhuggulegt að lesa um stelpuna þarna í lokin, svo er bara spurning hversu áreiðanlegt wikipedia er... en kannski er það þess vegna að þetta var ekki endurtekið...

miðvikudagur, mars 21, 2007

Röfl 
Sá í Fréttablaðinu í dag athyglisverða frétt þar sem kom fram að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um rúm 20% fyrstu tvo mánuði ársins! Og það sem meira er að mikil aukning er frá Bretlandi en þar hefur nú komið fram mikil andstaða við hvalveiðum okkar... Maður spyr sig því hvað hafa menn fyrir sér í því að segja að hvalveiðar Íslendinga skaði ferðaþjónustu þegar sífellt fleiri ferðamenn koma hingað? Er það ekki frekar undarleg túlkun á tölum að segja að allt fari til fjandans í ferðaþjónustu þegar sífellt fleiri vilja sækja landið heim? Ég bara skil þetta ekki?

Það getur einhver vonandi útskýrt þetta fyrir mig hérna í komment kerfinu

Svo er annað.. góðar fréttir en stærsta uppsjávarfiskveiðiskip Íslands mun haldast hér á landi eftir alltsaman en HB Grandi var nú í vikunni að selja Samherja, risaskipið Engey sem eru frábærar fréttir en stefnan var að flagga skipinu út í eitthvað dótturfyrirtæki sem þeir Grandamenn ætluðu að stofna út í Hollandi! Núna þurfa bara fleiri að fara í að kaupa svona stórglæsileg fiskiskip.. Það væri nú gaman að sjá ísélagið eða Vinnslustöðina kaupa svona risa

þriðjudagur, mars 20, 2007

Orðið gróft þegar tölvan heimtar blogg 


27 
Jæja þá er maður orðinn 27 ára gamall!

Ekkert svo sem hægt að segja meira um það

- Lélegasta afmælisfærsla ársins!


Nokkuð smellið 

mánudagur, mars 19, 2007

300 í gær 
Skellti mér í bíó í gær á hina geysivinsælu bíómynd 300.. en viðsemsagt byrjuðum í Álfabakka en þar var uppselt á myndina sem ég hef bara ekki lennt í mjööög lengi! Skelltum okkur því yfir í Kringlubíó og náðum þar miða! Það var alveg stappað í bió!

Myndin byrjaði svo og það var nokkuð mikið hlegið.. af hverju? jú mongólítarnir gleymdu að slökkva á myndvarpanum með auglýsingunum... ég var reyndar að spá hvort þetta væri ný innkomuleið hjá bíóhúsunum þar sem þau hljóta tapa svo gríðalega miklum peningum að það kostar orðið 900 krónur í bíó!! En já þetta var fyndið í smá stund en það tók þá alveg 10 mín að fatta að það væri ennþá kveikt á myndvarpanum og þá var djókið löngu hætt að vera fyndið!

En myndin! já ágætis afþreying.. margir eru að misskilja og halda að þetta sé eitthvað sögulega rétt mynd en í raun er þetta bíómynd sem er byggð á myndasögum sem er byggð á þannig séð sögulegum atburðum.. svo fólk var að pirra sig yfir ýktum atriðum og ýmsum furðuverum í myndinni... Fara frekar í bíó á réttum forsendum! Fólk er orðið svo miklir rýnendur... Hafa frekar gaman af lífinu og leyfa myndunum koma sér á óvart... ég komst að því að þetta er mun skemmtilegri leið til að fara í bíó

Jæja.. hættur þessum fyrirlestri!


Takk fyrir mig 
Ætla bara byrja á því að þakka öllum fyrir frábært partý á laugardaginn! Og auðvitað fyrir alla þessa pakka! Þetta var frábært... Ég fékk frekar mikið í ammlisgjöf, peysu, rauðvín, hvítvín, viský, bjór, Jagermaster, nærbuxur, kerti, páskaegg, mjólk, bók, vasahníf og auðvitað humpudúkkuna Fatty Patty sem vakti mikla lukku í partýinu! Einnig var samið handa mér lag og Víkingur gaf mér hluta af plötusafninu sínu, þar á meðal áritaða plötu!omu

Þetta byrjaði nú allt frekar rólega.. Ég, Nonni og stúlkurnar á neðri hæðinni þær Berglind og Sara voru í mat fyrir partýið.. Steinasteik með humar og öllu tilheyrandi! Síðan fór nú bara liðið að mæta og það var bolla og bjór í boði, snakk og almenn gleði.. held að þegar mest hafi verið þá hafi fjöldinn farið upp í 25-30 manns.. sem er nokkuð gott miðað við skókassann sem þessi íbúð er! hehe

En jæja.. þakka fyrir mig og það eru nokkrar myndir hérna

föstudagur, mars 16, 2007

Föstudagsfílingurinn 
Svolítið öðruvísi föstudagsfílingur í þetta skiptið.. en í staðinn fyrir eitt vídjó af youtube er nokkuð mörg lög í þessu myndbandi sem var frumsýnt á árshátíð VKB fyrir tveimur árum... Ég var alveg búinn að gleyma hvað þetta er fáránlega fyndið vídjó!

þriðjudagur, mars 13, 2007

Ég er hættur við að hætta vera jólasveinn 
"What comes before part B?... Part-AY!!!!"
Jæja ég er hættur við Eyjaferð núna um helgina og fresta henni þar til þarnæstu helgi þar sem það verður miklu meira að gerast þá.. og þar sem það er svo ógeðslega gaman að ferðast með Herjólfi vil ég síður skemma þá ánægju með að fara of oft með honum! Um næstu helgi ætla ég afturámóti að halda smá teiti! Af hverju? jú af því að eftir nákvæmlega viku hefði Burrhus Frederic Skinner orðið 103 ára.. Og svo á ég líka afmæli þá!

Ég er að færast yfir á hættulega aldurinn 27 ára!! Andra tókst það spurning hvort maður nær því ekki líka? Allavega þá ætla ég að halda smá teiti hérna á görðunum! Ég ætla senda út bara rafrænan bréf þess efnis að vera boðskort og ég veit að ég gleymi einhverjum og má þá sá hinn sami öskra á mig eða benda mér á villuna í gegnum síma eða msn! Ekkert mál

Allavega teiti á laugardaginn! Er það ekki málið?

mánudagur, mars 12, 2007

Bloggari ársins? 


Nýtt fólk á mánudegi 
Ég er búinn að henda inn fjöldanum öllum af bloggurum inn á blogglistann minn enda mikið komið af svokölluðum Moggabloggurum og er það bara fínt vegna þess að það virðist sem fólk sé duglegra að blogga á þessu dæmi þar sem það er að blogga um allt sem gerist á mbl.is... Venjan er nú að tilkynna nýja bloggara líka í færslu en ég bara nenni ekki að telja upp þetta lið svo þið verðið bara skoða!

Annars er bara komin ný vika og helgin nálgast hehe... En já það er nú líka að styttast í afmæli og ég var að gæla við það að fara heim til Eyja um helgina og jafnvel að maður gæti haldið smá teiti...
kemur allt í ljós

föstudagur, mars 09, 2007

Úrslit og Föstudagsfílingur 
Skemmtileg mynd finnst ykkur ekki? hehe En jæja þá er víst komið að úrslitum í kvikmyndagetrauninni, það voru nú ekki mjög margir sem sendu inn svar og aðeins ein stúlka sem náttúrulega gengur ekki! En áður en ég sýni hvaða mynd var hvað ætla ég bara byrja á að tilkynna hver sé kvikmyndamógúlantinn (það er s.s sá sem svaraði flestum rétt sem fyrst) en það var litli feiti dvergurinn með 11 rétt svo er Einar bara aðeins of seinn að senda inn sitt svar en kemur þar á eftir í 2.sæti. Úrslitin enduðu svona í vinningsröð:

  1. Zindri Freyr = 11 rétt af 13
  2. Hlölli = 11 rétt af 13
  3. Gummi Lú = 10 rétt af 13
  4. Gummi Míla = 10 rétt af 13
  5. Ástþór = 9 rétt af 12 (Fyrstur til að senda, og sá þar að leiðandi ekki nema 12 myndir)
  6. Andri = 8 rétt af 13
  7. Heiða María = 5 rétt af 13


Svörin koma svo hérna með myndunum:

Þetta er myndin Dick Tracy en flest allir voru með það rétt
Punch Drunk Love, ég hélt ég myndi ná að gabba fólk en það gekk illa
The Abyss, nánast allir með þetta
Soldið skemmtileg þessi, Deep Blue sea og nánast allir með þetta rétt líka
Þessi var ekki til vandræða heldur, mikið af aðdáendum Big Lebowski þarna úti
Aðeins einn maður gat þess og það var mílan sjálf.. þetta er nefnilega myndin Super troopers!
Nokkrir klikkuðu á þessari en þetta er myndin Contact
Fannst þessi klippa skemmtilegustu, Back to the Future 2
Trainspotting ekki spurning allir með þessa minnir mig
Look who's talking too, mynd númer tvö en ég gaf rétt fyrir að segja bara look whos talking, enda báðar hrikalega leiðinlegar!
Þá er það mynd sem enginn gat nema einn og það var Einar, en þetta var nefnilega smá kvikyndislegt hjá mér því ég leitaði vel að mynd sem fáir muna eða kannast við með Hanks og skellti inn broti hehe.. verður að vera smá leiðindi með... Myndin er Nothing in common
The talented mr. ripley, var ekki mikið til vandræða!
Svo að lokum er það Red Heat!

Jæja.. þá er þessu lokið í bili kannski að maður skelli inn kvikmyndagetraun aftur í lok mánaðarins... Og já ég skulda þér víst pulsu Zindri!

Föstudagsfílingur
Sá þessa hljómsveit hjá Jay Leno og fannst þetta magnað! náði í plötuna náttúrulega og hún er ágæt sko, hef ekki náð að hlusta mikið en það eru nokkur lög þarna sem virka fínt á mig! Kannski að Gummi Míla upplýsi okkur eitthvað um það en þessi hljómsveit er víst að gera allt vitlaust í feita landinu!
Hljómsveitin Hellogoodbye með lagið Here (in your arms) af plötunni ZOMBIES! ALIENS! VAMPIRES! DINOSAURS!




Þá er lokið trúlega lengstu bloggfærslu allra tíma

fimmtudagur, mars 08, 2007

Fimmtudagur 
Góðan daginn, það er kominn fimmtudagur... asnalegt hvað tíminn flýgur! Við Kalli erum komnir í 3 viku í BA rannsókninni svo þetta gengur nokkuð hratt fyrir sig, það gengur allt mjög vel ennþá sem er skrítið því þetta á ekkert að ganga svona vel.. hvenær koma hnökrarnir? það hlýtur að fara koma að því...

Svo er maður kominn með vinnu með skólanum, í mötuneytinu í Vöruhótelinu, bara nett rólegt sko, aðra hverja viku og ekki nema 3 tíma í senn.. afar þægileg vinna og frítt að borða sem skemmir ekki! svo fær maður einhvern 50 þús kall á mánuði fyrir þetta.. svo ég gæti ekki verið sáttari!

Annars er ég núna með því að vera í BA og einum tíma í skólanum að leyta mér að vinnu.. fyrir sumarið og já áfram þar sem ég fer ekki í skóla næsta haust.. skrítið.. mjög skrítið að hugsa til þess! Þarf því líka að fara finna mér íbúð hérna í rvk og þá hækkar leigan úr 20 þús á mán með húsaleigubótum í milljón á mánuði með húsaleigubótum... já það er fáránlegt hvað leiguverð er hátt hérna... Annars var Hjördís Yo að benda mér á eitt sem ég ætla skoða vel áður en lengra er haldið.

Á morgun kem ég með svörin við Kvikmyndagetrauninni, ekkert nema karlmenn búnir að svara!! Hvernig er það eru ekki til neinar stelpur sem eru kvikmyndamógúlar? Allavega, kíkið á myndirnar og sendið svörin á meilið! svör á morgun!

Tek einnig eftir því að ég þarf að fara uppfæra linkasafnið enn og aftur!! ótrúlegt hvað komu margir bloggarar með þessu Moggabloggi... Ætla nú samt ekki alveg að gera það strax, það hefur nú sýnt sig að menn nenna þessu oft ekki lengur en mánuð.. ég hef verið að þessu síðan 2002.. LÚÐI! spurning um að fara gefast upp?

Að lokum vildi ég benda á þetta myndband með hljómsveitinni Band of Horses og lagið The Funeral. Sá trailer úr myndinni Penelope áðan þar sem þetta lag glumdi yfir og ég bara varð að finna það.. svo ég náði í plötuna á Torrent og kíkti á myndbandið á Youtube... Netið er yndislegt! Fín plata, mæli með henni

miðvikudagur, mars 07, 2007

Gríðarlega sáttur 
Var að fá fyrri ritgerðina mína og einkunn með í persónuleikasálfræði núna rétt áðan. og ég verð nú bara að viðurkenna að ég er alveg hreint gríðarlega sáttur við minn hlut. Fékk 9 fyrir ritgerðina og komment um að ritgerðin hefði verið mjög skemmtileg og vel unnin. ritgerðin fjallaði um hinn umdeilda póstmódernisma í vísindum og það var nú ekkert sérlega erfitt að velja sér stöðu og gagnrýna pómóa! En það er alltaf gaman þegar vel gengur og ég vona bara að seinni ritgerðin eigi eftir að ganga jafn vel

þriðjudagur, mars 06, 2007

Trúiru Öllu sem þér er sagt? 

mánudagur, mars 05, 2007

Kvikmyndagetraun 
Nenni ekki að blogga svo ég skelli bara inn kvikmyndagetraun í staðinn.. enda er alltaf gaman að taka þátt í getraun því þá getur fólk sýnt hvað það er klárt! Leikurinn er einfaldur, margir búnir að gera svipað! Hérna fyrir neðan koma 13 brot úr kvikmyndum og það þarf bara nefna úr hvaða mynd þessi brot eru.

Svör sendist á borgthor@gmail.com EKKI SVARA Í KOMMENTKERFINU... það er bara leiðindi..

Verðlaun? Tja.. spurning vissi að Siggi var afar óhress með að fá ekkert fyrir Europopp leikinn! Eigum við ekki að segja að í verðlaun sé pulsa með öllu og eplasvali!
sá sem vinnur er sá sem kemur með allar rétt fyrstur að sjálfsögðu...
Jæja myndirnar eru:
UPPFÆRT













fimmtudagur, mars 01, 2007

Eyjan Okkar 
Jæja þá er komið að því, á laugardaginn næsta verður stórhátíð í Smáralindinni þar sem Eyjamenn ætla skemmta landanum með hátíðinni Eyjan okkar. Ég ætla bara minna fólk á að kíkja þarna við því að við félagarnir í Bræðrafélaginu VKB verðum með Risatjaldið okkar þar sem verður stemmning frá kl:13-18... Það verður þarna inni gítarspil og þþjóðhátíðarlög í algleymingi auk þess sem það er myndasýning og ágrip af sögu VKB. Svo endilega kíkiði við í tjaldið, takið smá forskot á sælunni og djammið með okkur!

Sjáumst hress á laugardaginn


1.SÆTIР
Jæja þá er bara komið að þessu.. 1.mars kominn (Afmæli bjórsins) og úrslitin tilkynnt í leiknum giskaðu á 1.sætið! En áður væri gaman að sjá hvað fólk giskaði á:

  1. Andri Hugo - Run away train með soul asylum var fyrsta gisk, síðan giskaði hann á kókaínshóruna Whitney Houston og að lokum til að klóra í bakkan þá kom giskið Can't help falling in love með UB40 -- Nokkrar afar góðar tilraunir en engin rétt því miður
  2. Daði Guðjóns giskaði bara einu sinni og var það Under the bridge með RHCP, gott lag en ekki er það rétt...
  3. Doddi giskaði einnig bara einu sinni á Proclaimers með lagið I'm gonna be sem er bara alls ekki rétt!
  4. Heiða María kom með tvö gisk, fyrra var snillingurinn Snow (uppáhaldið hans Sindra) með lagið Informer og seinna giskið er held ég Inner circle með A la la la la long lagið... hvorugt er rétt ágiskun.
  5. Erna Ósk giskaði á Hooked on a feeling, hún tilgreindi engan flytjanda svo ég giska á að hún hafi meint átrúnaðargoðið sitt David Hasselhoff en er þó ekki rétt svar.
  6. Tóta kom með tvær ágiskani, sú fyrri var einmitt kókaínshóran líka eins og Andri en var ekki rétt... En seinni er nálægt því hún giskar á rétt á flytjandan en mundi ekki hvað lagið heitir. Svo hún Tóta fær auðvitað rétt en er samt ekki sigurvegari, fær 2.sætið.
  7. Sá sem sigrar þetta var ekki lengi að spranga fram svari með réttum flytjanda og lagi, það var auðvitað Táningsstúlkan Sigurður Björn Oddgeirsson, hann giskaði á Paul McCartney og lagið Hope of Deliverance. sem er auðvitað bara rétt hjá stúlkunni.



Þá er bara hlusta á gamla kallinn sem hennti kókaínshórunni af stallinum sínum! Svo er hægt að sjá listann allan í heild sinni hérna. Og ef þið eruð í einhverjum nostalgíu fíling eru allir 90's listarnir hérna

Bloggarar
Amazeen
Andri Hugo
Andri Hæ
Andri Ómars
Árni Klettur
Ásgrímur
Ástþór
Begga Bögg
Birgit
Brokechicks
Daði Bróðir
Didi Pulsa
Djonn
Doddi
Drottningin
Dröbn
Egils 1
Egils 2
Einar Hlö
Einar Örn
Einar Örn
Einir
Ella
Elli mono
Elliði
Erla Ósk
Ester Helga
Fosterinn
Gaui
Gestur
Grettir
Guðfinna Alda
Guðfinna Dís
Gummi Leikari
Gummi Typpi
Gunnar Bjarki
Gunnhildur
Haffi Bróðir
Heiðdís
Helga Lára
HJó
Hr.Forseti
Huld
Hvíta vonin
Ingibjörg
Íris Dögg
Jóhann Alfreð
Karl Gauti
Kjallararottur
Kjartan Vídó
Krissi
Kristbjörg Unnur
Kristín María
Lára Dögg
Lilja Skutla
Lilja Skvísa
MajaE
María
Njalli Ragg
Pabbi
Perla
Pysjurnar
Reynir
Rósa Gunn
Sigrún Alda
Sindri
Sleggjan
Slinger
Soffía Theódóra
Sólrún
Sunna Kristín
Sæunn
Thelma Ýr
Tómas
Tóta
Tótla
Ungfrú Sigrún
YO
Æbi Rokk
Gamalt & Gott

Free JavaScript from
Rainbow Arch