Jæja þá er komið að því enn á ný 5. formlegi aðalfundur VKB verður haldinn um helgina. Þetta er alltaf stórkostleg skemmtun og gaman að hitta alla bræður sína svona saman þennan eina dag. Þetta er nefnilega mikil hátíð og menn bera mikla virðingu fyrir sínu félagi og fundi. Á þessum fundi verður kosið um 3 nýliða og nokkrar reglubreytingar auk þess sem það verður aðeins karpað um sumarið og skipulagt þau stóru verkefni framundan. Það sem hlakkar í mér er aðallega það að á laugardaginn má búast við hitamáli en það er orðið langt síðan að mikið var rifist á aðalfundi... allavega svona eins og stefnir í á laugardaginn... Það á nefnilega freist þess að taka út reglu sem er barns síns tíma, reglu sem var sett vegna þess að hún þótti svo rosalega hlægileg á sínum tíma en margir innan VKB yfirleitt ekki fundist hún vera neitt sniðug svona á seinni tímum... Já það er reglan um samkynhneigð innan VKB, ég er fluttningsmaður fyrir því að afnema þessa reglu, er það ekkert hitamál hjá mér heldur finnst mér hún bara ekkert eiga heima lengur þarna.
VKB er nefnilega mjög skemmtilegur hópur þarna innan eru hópar sem takast gríðarlega á og sérstaklega á aðalfundi... En það besta við þetta allt saman er það að eftir að menn hafa rifist eins og hundar og kettir þá er kosið og lýðræðið vinnur og eftir fund fara menn að grilla og drekka bjór og allir bestu vinir og það er það sem er svo frábært við þennan hóp.
Ekkert mótframboð hefur komið á móti Helga Forseta, skil það vel finnst það líka mikilvægt að Helgi kallinn sé forseti á okkar yndislega 10 ára afmælisári á næsta ári. Þó það sé ekkert mótframboð eru þó 3 nýliðar sem óksa eftir inngöngu og finnst mér það frábært mál. Mér finnst æðislegt að 9 ára gamalt félag með okkar sögu skuli enn vera svona eftirsóknavert, þetta þýðir að við séum að gera eitthvað rétt. Ég er meðmælandi með einum þeirra og er ég stoltur af því, ég hef ávallt hvatt fólk að sækja um og geri það enn þó tíminn fyrir að sækja um í ár sé naumur. Þó svo að kosningar séu leynilegar ætla ég að gera grein fyrir atkvæðu mínu á fundinum sem er nýtt held ég... það er augljóst að ég segi já við minn nýliða en hvað það verður með hina tvo er spurning.. kemur í ljós á laugardag.
En jæja.. ég ætlaði nu ekki að hafa þetta svona langt en þegar maður byrjar að tala um sitt ástkæra félag þá getur maður ekki annað en blaðrað út í nóttina.
Ég segi því bara góða skemmtun um helgina góðir lesendur og Gleðilega hátíð bræður kærir.
Hey já ég gleymdi einu.. þar sem að bloggið mitt á 5 ára afmæli þá ætlaði ég að splæsa á allra fyrstu bloggfærsluna mína. Gjöriði svo vel:
"æji fokk helvítis djöfull.. ég sagði að ég kynni ekkert á tölvur..var búinn að skrifa þessu flottu byrjun en hvað?? nei allt strokaðist út.. hmm og ég ýtti á POST... hvaða helvíti er það??"
Margir dansa til að gleyma eins og bróðir minn og félagi Zindri Freyr en það gerir þessi maður afturámóti ekki... Hann Matthew Harding er töluvert nettur og fær hann hrós mánaðarins frá mér fyrir einstaklega vel útfærðan dans.
Nei nei maður er ekkert hættur að blogga sko.. þetta er bara svona stundum að maður dettur í blogglægð... En það er nú gaman að segja frá því að bloggið mitt er 5 ára í gær (28.maí) þetta er langur tími.. einum of langur en óneitanlega mikill tímasparnaður fyrir sjálfsævisögu seinna meir.
Búinn að fá út úr prófinu, tók eitt próf semsagt og fékk 8.5 fyrir persónuleikasálfræði sem ég er nú bara nokkuð sáttur við, þá er það bara sumarpróf í Hugfræði og klára BA ritgerðina og allt komið þá... scary
Hafiði ekki heyrt þegar fólk segir að ef maður hefur ekki orðið veikur lengi þá muni það koma í full blast næsta skiptið... Tja já ég fékk svo sannarlega að finna fyrir því. Ég held ég hafi ekki verið veikur síðan ég var í grunnskóla sko og fannst það líka undarlegt hversu mikill vanlíðan ég var að finna síðasta föstudag... kom í ljós að ég fékk einhverja iðrakveisu eða whatever.. sem er ekki svo skemmtileg upplifun vegna þess að ég var vakandi í rúmlega 24 klst ælandi og spúandi... undir laugardagsmorgun var ég farinn að vera með það mikinn vökvaskort að ég var að fá krampa í lappirnar og magan auk þess sem ég var með afar mikinn varaþurrk og fáránlega þyrstur... enda var her vatnssopi sá besti sem ég hef smakkað í þessu ástandi.. leiðinlegt hvað þessir dropar náu ekki að endst lengi í líkamanum á mér.
Þetta er hrikalegt og vona ég að enginn verði fyrir þessum viðbjóði að bráð... í óráði mínu þarna undir lokin var ég að reyna hugsa mér eitthvað til að líkja þessu við.. og fann fína samlíkingu.. svona svipað og að vera sjóveikur í Herjólfi í kolbrjáluðu veðri í 24 klst...
Núna er ég þó að lagast, hitinn sem kom í gær farinn að lækka.. ég er líka farinn að geta borðað smá, búinn að éta tvo skammta af kjúklingasúpu í dag sem er það mesta sem ég er búinn að borða síðan í hádeginu á föstudaginn...
En jæja.. hættur þessu væli í bili fannst ég varð að tjá mig um þessa stórskemmtilegu helgi hjá mér
Sála, blað sálfræðinema við Háskóla Íslands kom út í dag.. bara nokkrum dögum of seint hehe.. nei svona í alvöru þá var þetta mikið maus og mikil vinna fyrir 3 drengi sem voru allir í BA stússi þannig að ég tel okkur nokkuð góða! Sála kemur líka út á frábærum tíma fyrir nemendur þar sem að allir eru komnir með ógeð á skólabókum og kosningablöðum og þurfa virkilega að lesa eitthvað annað, aðeins til að slaka á...
Vinnan að blaðinu byrjaði ófromlega í lok janúar þegar við fórum að hittast og spjalla um efnivið og svona.. og frá þeim degi hefur mjög lítið breyst hugmyndin að blaðinu... Reyndar héldum við að blaðið yrði svona 16 síður og eingöngu myndasögur sem ég eyddi nú heilli kvöldstund á google að finna... en í lokin varð það svo að við þurftum að stækka við okkur úr 24 síðum í 28 síðum vegna þess að efnið var orðið svo rosalega mikið og gott að erfitt var að henda einhverju!!
En jæja.. blaðið getið þið nálgast upp í skóla en ef þið getið ekki beðið þá er hægt að klikka á myndina til að skoða blaðið á pdf formi eða klikka hér
Konur, börn og kalla... söng skáldið.. hver það var er spurningin.. svör óskist í kommentkerfið!
En jæja prófið er búið, svaraði tveimur stórskemmtilegum spurningum um Roger og einkamálsrökin og Freud og óvitundina... Prófið var reyndar í gær.. en ég er búinn að vera á fullu síðan þá... er nefnilega að vesenast með það að koma út Sálu sem er blað sálfræðinema... Það kemur út á morgun (vonandi) Vefútgáfa af Sálu kemur á morgun!, eftir það er það vinna í BA ritgerðinni og kosningabarátta.. Það eru jú kosningar eftir 4 daga!! Svo er nú Eurovision á fimmtudaginn svo þá er örugglega eitthvað um bjórinn...
Þessi myndasaga mín varð vinsæl.. allavega linkuð á B2 og á 69.is svo núna er fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt að skoða síðuna mína.. djöfulsins dónaskapur hehe
Já í dag er 1.maí sem er merkilegur dagur og ekki bara vegna þess að þá þrammar lýðurinn út á götu að heimta betri kjör heldur einnig vegna þess að þá á hún móðir mín afmæli. Guðfinna Sveinsdóttir á afmæli í dag. Ég ætla ætla óska þess að allir sem lesa þetta annaðhvort hringi í hana móðir mína og óski henni til hamingju með daginn eða þeir sem hitta hana á förnum vegi, gefi henni stórt knús! Ég ætla svo að sjálfsögðu að gerast svo kræfur að óska henni til hamingju með afmælið frá ÖLLUM lesendum þessa bloggs... og svo fær hún extra afmæliskveðju frá mér.