Jæja örvæntið ei.. fallegasta mannvirkið í dalnum er komið upp!! Já rétt getið... Vitinn er tilbúinn, eða amk kominn upp, það á eftir að klára tengja rafmagnið og svona... en við lofum nú að hann verði klár fyrir vígsluhátíðina miklu á fimmtudaginn þar sem mikill fjöldi fólks verður samankomin til að fagna með okkur... Ég tók að sjálfsögðu margar myndir af þessu glæsta afreki okkar... við þurftum að laga allt upp á nýtt og þetta tók svolítið langan tíma en það er líka skemmtilegra...við VKB menn viljum finna upp hjólið á hverju ári, það fylgir því einhvernveginn meiri stemmning! En jámms, myndir af operation lighthouse má finna á myndasíðunni minni auk nokkra mynda úr dalnum í kvöld.
Á morgun kemur svo Þroskahefti version 3,0 til íbúa Vestmannaeyja... við munum semsagt bera út blaðið í öll hús í eyjum og væntum við þess að sjálfsögðu að fólk taki okkur fagnandi með öl eða samloku eða eitthvað! hehe Að lokum er hérna karókí útgáfa af opus laginu netta live is life ... muniði eftir þessu á einhverri þjóðhátíðinni?
Kl:18:39 fæddist drengur á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, 17 merkur og 57 cm. Já Svenni bróðir og Sigrún voru að stækka fjölskylduna og eru þau nú orðin 3 börnin... þess má til gamans geta að þau eiga nú þegar eitt þjóðhátíðarbarn fyrir, hana Guðfinnu Dís sem fæddist 1.ágúst 2001 og þá kom nú aldeilis veðurblíða þá þjóðhátíð svo þetta hlýtur að vera góður fyrirboði hehe :)
En til hamingju Svenni og Sigrún, Guðfinna Dís og Gunnar Bjarki með nýja fjölskyldumeðliminn...
Í tilefni þess að forsetinn hafi verið að blogga um ameríska morgunmatinn um daginn (einhverntíman) fór ég enn og aftur að velta því fyrir mér hvort þetta sé ekki gott á bragðið... meina þú sérð varla ameríska kvikmynd án þess að einhver sé að fá sér pönnukökur með sírópi í morgunmat...
Ég ákvað að slá til í hádeginu, enda óðs manns æði að fara gera þetta sem morgunmat! fann fína uppskrift á netinu og þetta tók mig ekki lengri tíma en 15 min að gera 2 stk pönnukökur, smá beikon með og eina pylsu. Svo setti ég nú síróp á pönnsuna til að hafa þetta ekta, prófaði svo smjör á hina. Þetta var nú alveg þrælfínt en að fara borða þetta í morgunmat eða oft í viku er bara bilun! maður er pakksaddur eftir þetta! En afar sniðugt að prófa til að gera sér glaðan dag...
Eftir viku og 50 mín verður brennan á Fjósakletti tendruð og ekki hægt annað en að skella inn hressum föstudagsfíling þótt ekki sé mikið eftir af föstudeginum... En það mætti eiginlega segja það að vikan fyrir Þjóðhátíð sé eins og einn langur föstudagur....
Jæja þá eru aðeins 8 dagar í að Þjóðhátíð Vestmannaeyja hefst... og alveg ljóst að stemmningin er farin að verða nokkuð mikil! Það er eins og fyrri ár nóg að gera hjá okkur í VKB... Við erum í þann mund að klára þriðja Þroskaheftið og verður það stærra og flottara en síðastliðin tvö til samans og það er nú mikið sagt! Stefnan er að klára í kvöld og eiga Eyjamenn von á sjóðheitu blaði inn um lúguna hjá sér í næstu viku!
Einnig erum við búnir að panta Bóndabrugg frá Viking og er von á honum í næstu viku.. Vitinn mun rísa um helgina Þrufum að þrífa tjaldið okkar um helgina Svo er nú bara allt að verða klárt annars... held að næsta vika verði með skemmtilegra móti... og hefst fjörið með útburði Þroskaheftis á miðvikudagskvöldinu svo Vita - og tjald vígslu á fimmtudagskvöldi og svo er það bara blessuð Þjóðhátíðin!
Hvernig væri nú að fólk myndi tilkynna sig á Þjóðhátíð í kommentkerfið!
Mikið sakna ég þess þegar eitthvað nýtt kom á borðið fór fram ábyrg og vitsmunaleg umræða um málið... Í dag fer allt fram á moggablogginu og öðrum álíka vefum þar sem menn keppast um að hrauna yfir sem flesta á sem skemmstum tíma... Nýjasta æðið er að hrauna yfir eyjamenn og alla þá sem hafa lýst áhuga á göngum til eyja! þetta þykir ekki kúl fyrir 101 rotturnar því eyjamenn eiga bara halda kjafti og vera ekki með þessa endalausu frekju! án gríns þá er þetta svona það helsta sem kemur fram með því að lesa örfáar greinar á moggablogginu þessa stundina...
ég hef ávallt verið mikill stuðningsmaður ganga, aðallega vegna þess að með því er komin varanleg lausn á samgöngum milli lands og eyja.. núna er komið mat á þeim skýrslum sem hafa þegar verið unnar og ljóst er að núna þurfa ráðamenn og ráðgjafar þeirra bara skoða málið og taka ákvörðun! Að sjálfsögðu þætti mér gaman ef þeir myndu nú ákveða að klára lokarannsóknirnar sem til þarf að sjá nákvæmt verð á göngum (nei 50-80 milljarðar eru ekki verð, það er ágiskun).
Núna ætti að far skýrast hvað tekur við hjá okkur í eyjum og ég held að það sé það sem flestir vilja sjá... lausn í málinu! ég þakka guði að þetta moggabloggslið hafi ekki vitund áhrif á umræðuna! leyfum fólkinu sem hefur vit á þessu taka ákvörðun
Ég var að henda inn nokkrum myndum frá framkvæmdunum niðri dal áðan... skellti inn einni færslu þess eðlis á dalurinn.is og myndirnar hingað.. gjöriði svo vel
Svo rakst ég á sniðugt á tonlist.is en það er hægt að horfa á íslensk myndbönd frítt þar.. sem er ánægjulegt því það er alltaf gaman að skoða gömul myndbönd
Að lokum einn Föstudagsfílingur!! þetta er nú helvíti nett, hljómsveitin Pilot.. nú mætti einhver spekingur segja mér/okkur eitthvað frekar um þessa hljómsveit í komment kerfið
Það kom frétt á mbl í dag um það að vísindamönnum Decode í samstarfi við háskóla í Atlanta hefðu fundið erfiðabreytileika sem tengis fótaóeirð... Hversu mikið þetta segir manni er nú annað mál! Mér finnst afar varasamt að kalla allt sjúkdóma enda þarf mikið til að eitthvað fái að festast í sessi sem raunverulegur sjúkdómur... Það er nefnilega þannig að eitthvað sem erfitt er að útskýra og andleg vandkvæði fá ekki eins mikið vægi í samfélaginu í dag.. það þykir eðliegt að maður sem fær hjartaáfall sé með sjúkdóm það sést greinilega á honum og við höfum öll séð það í bíómynd... Bakveiki er svona á gráu svæði... menn segja hvaða aumingjaskapur er þetta í þér?
Hvað er svo með geðræn vandamál? maðurinn er bara eðlilegur.. hvað er þá að? hann getur alveg unnið er það ekki? Þetta er nefnilega vandamálið... það er oft bara erfitt að skilja hvað gengur á hjá fólki sem á við slík vandamál að stríða fyrr en fólk lendir í því sjálft... það upplifa flestir einhverntíman á lífsleiðinni vott af þunglyndi... ýmindið ykkur þá hvernig fólki líður sem er með þunglyndi alltaf.. eitthvað sem fer ekki eins og hjá flestum... það þykir okkur undarlegt, hva ég hætti þessari sjálfsvorkun bara og ég varð fínn... Tengist ekkert boðefnum í heila eða neitt sko...
En ég ætlaði nú ekki að fara út þessa sálma of mikið, heldur að tala um tískubóluna fótaóeirð! Fólk vill almennt ekki samþykkja það að eitthvað sé til sem heitir fótaóeirð... maður er bara stressaður, ofvirkur eða trommari... Held að flestir sem þjást af þessum leiðindum er nákvæmlega sama hvort það heitir sjúkdómur eða ekki.. flestir vilja bara hætta þessu og fá einhverja lækningu ... meina hver vill þurfa lifa við þetta? Og trúið mér ef það væri nóg að segja bara HÆTTU ÞESSU þá væri heimurinn mun einfaldari í dag... Geðlæknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar os.frv færu þá bara í einn kúrs.. læra öskra nógu hátt HÆTTU ÞESSU eða HÆTTU ÞESSU VÆLI! og málið leyst
Nei veistu þetta er ekkert svona einfalt og held að það þurfi bara smá umburðarlyndi gagnvart fólki, það er ekkert mál að spurja aðila sem er að hrista allan heiminn hvort hann sé til i að hætta þessu en óþarfi er að pirra sig á þessu því oft tekur aðilinn ekki eftir því að hann sé að gera þetta.. því að hrista löppina leysir um ákveðinn pirring, óþægindi óútskýranlega verk sem er í löppunum... svona svipað og fólk myndi ekki halda áfram að sitja í stellingu sem veldur því að löppin á manni "sofnar" það kannast flestir við hversu óþægilegt það er.
En jamm ég fer nu að enda þessa ritgerð mína... efast um að einhver hafi nennt að lesa alla leið hingað... En að lokum þá tel ég mig vera með eitthvað afbrigði af þessu fótaóeirðadæmi og er því hluti af tískunni í dag, ég get alveg sagt ykkur það að ég hef minnstu löngun til þess að vera hrista lappirnar á mér sífellt en núna t.d vinn ég þannig vinnu að ég sit lengi og því hefur þessi viðbjóður ágerst mikið.. og óska ég þess ekki upp á neinn að þurfa þola þessa óþægindatillfinningu sem fylgir þessu... ég sem betur fer er hættur að finna fyrir þessu á nóttunni sem hélt mér vöku lengi vel... Ég hef athugað hjá lækni hvað sé til ráða og það var nú ekki neitt annað en bara fyrir þá sem vilja reyna sofa fyrir þessu, eitthvað sterkt drasl, trúlega svefnlyf bara... en ég hef ekkert við það að gera á daginn...
Maður gleymdi nú alveg að birta myndir frá stórsigri VKB á Reimleikunum... en móðir mín tók nokkrar fínar myndir frá þessum ágæta viðburði... og held ég að það sé nokkuð ljóst að þetta verður endurtekið að ári... við kannski veljum okkur verðugri andstæðinga sem þora mæta í allar keppnisgreinar... Svo kom reyndar upp sú hugmynd að opna mótið fyrir Grúbbunum í eyjum og ég held að það sé mjög sniðugt enda lítið gert til að koma þessum hópum saman í einskonar uppskeruhátíð...
sjáum hvernig til tekst að ári...
en myndirnar má finna hérna og svo erum við búnir að skella inn vídjói á youtube líka
Í dag er merkilegur dagur og nei ég ætla ekki að fara rifja upp sögu Tyrkjaránsins þó að sá hörmulegi atburður hafi gerst þessa dagsetningu fyrir 380 árum.. Nei því í dag er einnig gleðidagur vegna þess að faðir minn hann Ásgeir Þorvaldsson, betur þekktur sem Geiri múr á afmæli...
Ég fann þessa mynd af hálfvitunum (Bigga, Ævari og Pabba) hjá honum Ævari og fékk hana lánaða... Pabbi er semsagt hálfvitinn lengst til hægri. Þetta var tekið á þeim tíma sem það þótti í tísku að nota munnþurrku sem slaufu.. trúlega einhverntíman stuttu fyrir aldarmótin síðustu
Einn mikill aðdáandi föstudagsfílingsins hefur aldrei fengið lag tileinkað sér hérna... ég veit að hún kann vel að meta þetta þessi elska hehe..
En annars alltaf þegar ég heyri þetta minnir mig nú bara á partý í skúrnum hjá Æba rokk... hvernig er það á ekkert að fara halda partý fyrir okkur í vitagenginu Ævar?
Jæja lagið er komið á netið og núna var textinn að koma inn á dalurinn.is um að gera að fylgjast vel með þið þarna uppálandi pakk... hehe lagið er hér og textinn :
Er með stutt viðtal við Atla Bolla úr Sprengjuhöllinni á Dalurinn.is... maður verður að reyna vera duglegri að skrifa þar.. Fæ annars eintómar skammir frá Tryggva... Maður getur nú líka farið að mynda uppbygginguna í Dalnum eins og undanfarin ár... það vekur alltaf jafn mikla lukku hjá fólkinu sem býr erlendis (þar með talið fólkið á Norðurey)
Hvað segiði annars? það er einhver lágdeyða yfir kommentunum og Gestabókinni... megið nú alveg láta í ykkur heyra af og til... Hvernig finnst ykkur þjóðhátíðarlagið annars?
Mikið hefur verið rætt um undanfarið að það vanti alveg aðstöðu fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára hérna í Vestmannaeyjum og núna virðist vera lausn í sjónmáli. Menningarmiðstöð unga fólksins sem enn þarf nafn verður standsett í Vosbúðinni, Strandvegi 65, n.h (þar sem Miðstöðin var til húsa). Þarna verður öll aðstaða fyrir ungt fólk. Stefnt er að því að þarna verði aðstaða, þar sem gestir geta komið sest niður og lesið blöð eða tímarit og sopið á kaffi eða djús. Einnig eru hugmyndir um að hafa þarna t.d. netsamband fyrir tölvur, snóker eða poolborð, borðtennisborð, píluspjöld og breiðtjald með þægilegri aðstöðu til áhorfs. Í raun er það algerlega undir unga fólkinu komið hvers konar starfsemi verður í húsinu. Markmiðið með þessu húsi og starfsemi þess er að bjóða ungu fólki í Vestmanneyjum upp á þann kost að geta skemmt sér án áfengis – eða vímuefna auk þess að styðja bak við ungt fólk í Eyjum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Fyrirmynd menningarmiðstöðvarinnar er fengin frá Reykjanesbæ þar sem lengi hefur verið starfandi svokallað 88 hús með góðum árangri. Stefnan er að hafa traust starfsfólk sem styður við og aðstoðar, en það er alfarið undir unga fólkinu komið hvernig til tekst og til þess verður stofnað svokallað húsráð sem er núna verið að auglýsa eftir og biðjum við alla þá sem sýna þessu áhuga að hafa samband.
Húsráðið er hópur ungmenna sem mun vinna með starfsmönnum Menningarmiðstöðvarinnar að því markmiði að gera starfið í húsinu sem fjölbreyttast og skemmtilegast. Húsráð starfar ekki ósvipað nemendaráðum í skólum og hittist einu sinni í viku til að skpuleggja starfið í húsinu og fjalla um málefni sem tengjast því. Auk þess sem ráðið starfar með starfsmönnum bæjarins, starfar það einnig um helgar og ber þá ábyrgð á starfinu i launaðri vinnu en sú vinna miðast við að fólk hafi náð 18 ára aldri.
Núna standa yfir framkvæmdir á húsinu, laga þarf klósettaðstöðu og tryggja aðgengi fyrir alla. Stefnan er svo að húsráðið og aðrir sjálfboðaliðar komi saman og máli og geri húsið klárt svo hægt sé að opna þar sem allra fyrst. Ennþá vantar nafn og jafnvel merki fyrir Menningarmiðstöðina svo það er nóg af skemmtilegum verkefnum framundan fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Ef þið hafið áhuga á að starfa með skemmtilegum hópi fólks til að koma upp aðstöðu fyrir ungt fólk þá er um að gera að sækja um og taka þátt. Jafnvel ef einhverjar spurningar vakna má endilega hafa samband í síma 481-1980
Núna er tækifærið fyrir ungt fólk í Eyjum að taka sig saman og koma af stað menningarhúsi... en það verður að taka þátt... Umsóknir sendist á felovm@simnet.is
Fékk póst frá Háskóla Íslands í dag þar sem ég fékk þær upplýsingar að útskrift er ekki 20.okt heldur 27 okt auk þess fékk að vita ýmsum mikilvægum dagsetningum sem tengjast því að útskrifast... skila þarf eyðublöðum um að maður sé að fara útskrifast þann 5.sept og já skila þarf ritgerðinni 21.september sem er mun seinna en ég átti von á en engu að síður fáránlega stutt í þetta... sérstaklega þar sem maður hefur ekki verið beint sá duglegasti í sumar að skrifa... Ég er þó kominn með nánast allar heimildir sem ég þarf og það tekur nú lengstan tímann af þessu... og að lesa það svo þetta er alltsaman í vinnslu...
Ég fer svo í eitt sumarpróf og er það sett 23.ágúst svo ég held að ágústmánuður og hluti af september verði frekar mikið settur undir lærdóm... sem er nú allt í lagi þar sem ég ætla taka mér heilt ár í pásu frá skóla... stefni semsagt að því að fara í framhaldsnám haust 2008... Hvað það verður er svo annað mál sem þarfnast meiri íhugunar.
Auk þess sem ég er að skrifa BA ritgerð og læra undir Hugfræði sem er yndislegt fag... þá þarf ég að
a)Flytja út og skila af mér íbúðinni á stúdentagörðunum fyrir 1.sept b)Finna aðra íbúð, helst miðsvæðis eða þar í kring enda líkar mér best að búa á þessu svæði og hef ég prófað alveg nokkur svæði á rvk-svæðinu. c)Finna mér vinnu... það gæti verið athyglisvert...
En jamm semsagt nóg að gera hjá manni... ekki mikið hægt að kvarta um að ekkert gerist í lífinu hjá manni hehe... Það sem er núna beint framundan er að sjálfsögðu goslokahelgin með öllu því tilheyrandi... Reimleikar á föstudaginn, úteyjaferð Eyverja á laugard. Þórir Ólafsson á svo afmæli á laugardaginn og Íris frænka á föstudaginn... held að þær systur ætli að láta sjá sig svo líka um helgina... svo það er nóg að gera...
Auk þess er svo Þroskahefti Þjóðhátíðarundirbúningur VKB bjór Nýtt frá VKB sem verður kynnt á föstud og í Fréttum. heyrði nú af bústaðaferð veit ekkert hvernig þau mála standa svo auðvitað Þjóðhátíð