mánudagur, desember 24, 2007
Kæru lesendur nær og fjær. Ég vil óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakka kærlega fyrir það liðna.

sunnudagur, desember 23, 2007
mánudagur, desember 10, 2007
Kvikmyndagetraunin - Jólagetraunin
Jæja þá er loksins komið að því... afsakið biðina en ég ákvað að henda nokkrum myndum og finna aðrar á lokasprettinum í gær... En jæja þá hefst loka kvikmyndagetraun ársins og það aldeilis með breyttu sniði. Lesið leikreglur vandlega... smá breyting
Núna er um að ræða tvær keppnir því það virðast vera bæði kvikmyndamógúlantar miklir sem hingað koma og aðrir sérfróðir en þó ekki eins klikkaðir spekúlanatar og hinir. Svo til þess að allir geti verið með sem vilja þá er hér um að ræða tvöfalda keppni! - Keppni 1 er fyrir hinn almenna kvikmyndaáhugamann. Þarft ekkert að vita hver vann óskarinn 1965 né hvaða tala er tilgangur lífsins. Hér þarftu bara að gera eins aðrar keppnir hingað til hafa verið, nefna myndina sem koma hér að neðan. Sá sem er með flestar myndir á hreinu - vinnur. Ef það koma inn tveir með sama myndafjölda réttan vinnur sá sem sendir á undan.
ATH BREYTTAR REGLUR AÐ NÚNA MÁ AÐEINS SENDA EINU SINNI INN Í KEPPNINA! SVO VANDA VALIÐ VEL ÁÐUR EN ÞIÐ SENDIÐ
- Keppni 2 er nýja keppnin fyrir lengra komna. Það gildir það sama að nefna myndina en einnig fæst bónus stig fyrir að nefna þá leikara sem koma fyrir á hverri mynd. þannig er hægt að enda með gríðarlega mörg stig. ATH að bónusstigin gilda aðeins í keppni tvö!! og hér gildir það sama og í keppni 1. Aðeins má senda inn einu sinni og sá vinnur sem er með flest stig. Ef það er jafntefli vinnur sá sem sendi á undan.
ÉG ÍTREKA FYRRI SKRIF AÐ FÓLK SENDI EKKI Í KOMMENTKERFIÐ HELDUR Á PÓSTFANGIÐ borgthor@gmail.com
Merkið í titil annaðhvort keppni 1 eða keppni 2 fólki er auðvitað frjálst að taka þátt í báðum keppnum en það verður þá að senda tvisvar sinnum inn. Fínt að dunda sér í að ráða í hvaða leikarar þetta eru eftir að maður er búinn að brjóta heilann um myndina.
LOKASKILADAGUR ER HÁDEGI 31.DESEMBER 2007 OG SIGURVEGARI KRÝNDUR Á NÝJU ÁRI. EIN KIPPA AF ÓDÝRASTA BJÓR SEM HÆGT ER AÐ FÁ Í RÍKINU ER Í VERÐLAUN.
01
 02
 03  04  05  06
 07  08  09  10  11  12  13  14  15  16
 17  18  19  20
 21
 22
 23
 24  25  26  27  28  29
 30  31  32
 33
 34
 35
 Þá er það komið!! Samtals 35 myndir og sendið svör merkt annaðhvort Keppni 1 eða keppni 2 á borgthor@gmail.com fyrir 31.desember. Aðeins má taka einu sinni þátt í hvorri keppni!! Ef einhver sendir inn tvisvar þá gildir fyrri póstur. Gangi ykkur vel og gleðilegan jólaundirbúning
fimmtudagur, desember 06, 2007
 Sá í Fréttablaðinu i dag að markaðssvið RÚV hafi reynt að selja fyrirtækjum landsins auglýsingarpláss í áramótaskaupinu en ekki hafi verið áhugi fyrir því, aðallega vegna þess að ráðgert var að hafa eitt auglýsingarhlé og að það myndi kosta 3 milljónir og því dýrasta auglýsingarhlé í sjónvarpssögu Íslands. Þetta er náttúrulega afar sérstakt að fyrirtæki hafi ekki gripið gæsina þarna, vegna þess að þú finnur ekki neinn sjónvarpsþátt neinsstaðar í heiminum með jafn mikið hlutfallslegt áhorf en Áramótaskaupið... Ef maður vill ná til fjöldans þá er þetta þátturinn með um 95% áhorf!!! þetta eru náttúrulega rugl tölur... Eitt mesta áhorf í USA er Ofurskálin eða Superbowl sem er úrslitaleikurinn í Amerískum fótbolta... margir eru að horfa á leikinn en mikil fjölgun hefur orðið á áhorfendum vegna þess að í hálfleik eru frumsýndar skemmtilegustu og fyndnustu auglýsingar sem gerðar eru á árinu... Það er eins og menn nenni þessu ekki allt árið en þegar kemur að þessum leik þá sýni menn metnað í framleiðslu á auglýsingum og sýni þær þarna... Einskonar sýningarpallur þar sem menn keppast til að vera fyndnari, stærri, dýrari, með lengri auglýsingartíma osfrv. Það er kannski spurning hvort að þarna sé þá kominn grundvöllur fyrir svipað dæmi á íslandi? Metnaður í íslenskum auglýsingum er ekki mjög mikill.. það er aðallega bankafyrirtæki sem reyna fyrir sér í húmornum og já eða bjórfyrirtæki og svo eru nokkrir sem gera vel gerðar auglýsingar eins og umferðarstofa og fleiri.... Kannski ef það væri auglýsingarhlé þarna og það dýrt myndu menn keppast við að gera fyndar auglýsingar og jafnvæ bæta þá upp slappt áramótaskaup sem vill oft gerast... Meina þá væri líka kannski hægt að eyða auglýsingarhagnaðnum í það að semja við þessa leikara svo það sé hægt að gefa út þessi skaup á DVD... bara hugmynd já eða nýjan bíl handa Palla
 Fréttablaðið ættu að senda starfsmenn sína á smá Excel námskeið
þriðjudagur, desember 04, 2007
Loka getraun ársins hefst sunnudaginn 9 desember næstkomandi. Sigurvegarinn hlýtur eina kippu af ódýrasta mjög í ríkinu hverju sinni... Keppnin verður aðeins öðruvísi í þetta skiptið en hægt verður að mörg stig fyrir eina mynd eftir því hversu miklar upplýsingar fylgja myndinni... en leikreglur verða útskýrðar með getrauninni á sunnudaginn... Lokaskiladagur er 31.desember svo fólk ætti að geta dúllað sér í prófunum, yfir messunni á jóladag og í letinni milli jóla og nýárs í þessari stórkostlegu getraun.
laugardagur, desember 01, 2007
Þessi skötuhjú eiga 33 ára brúðkaupsafmæli.. mæli með að fólk hringi í síma 481-2640 og óski þeim til hamingju með daginn
|