Nokkrir hressir drengir í þeim ágæta félagsskap VKB gerðust útivistalegir í dag og fóru í göngu út í Ræningjatanga sem þótti afar viðeigandi þar sem ræningi hefur gengið laus í borg óttans... Við vorum hátt í tvo klukkutíma að þvælast um svæðið, taka myndir, spjalla og leysa þar með heimsmálin auk þess að fá sér murtu og njóta útsýnisins á þessum annars ágætis degi í Vestmannaeyjum. Myndir frá gönguferðinni er hægt að skoða hérna.
Jæja orðinn 28 ára og slapp fyrir horn með hinn alræmda 27 ára aldur... Er reyndar ekki fræg rokkstjarna svo ég var ekki mjög stressaður... En 20 mars er skemmtilegur dagur venjulega er þetta 79. dagur ársins en þar sem það er hlaupaár er þetta 80. dagur ársins... magnað finnst ykkur ekki
fleiri eiga afmæli í dag Hef nefnt það oft áður en B.F Skinner á afmæli í dag hefði orðið 104 ára Carl Reiner Pat Riley William Hurt Spike Lee Holly Hunter Sting, samt ekki sá sem þið hafið í huga Svo auðvitað Ari Tómasson
Er ekki viðbúið að enda þetta á Youtube myndbandi? Lagið í 1.sæti á Billboard listanum 20.mars 1980
Wasted time er lag sem eflaust margir sem lesa þetta blogg amk muna eftir... Þó var þetta nú hljómsveit sem margir töldu vera of hommalega svo strákar máttu eiginlega ekki fíla hana... Þeir eiga þó marga fína nostalgíuslagara og þar á meðal þetta fína lag Wasted time. Það kom út á annarri plötu þeirra Skidrow drengja "slave to the Grind" sem kom út árið 1991. Það voru þeir Sebastian Bach, Rachel Bolan og Dave "the Snake" Sabo sem sömdu lagið. Sebastian Bach sagði að lagið hafi verið samið um semi íslendinginn Steven Adler, sem var trommuleikarinn í Guns N' Roses