
Þá er ekki nema tæp vika í að maður komi á klakann aftur... Það er sko nóg búið að ferðast hérna í landi feita mannsins og þægilegheitanna... Hef spurt sjálfan mig mörgum sinnum þennan tíma af hverju í ósköpunum er ég fyrst núna að koma hingað... og eða af hverju bý ég ekki hérna? íslendingar mega alveg læra mikið af kananum það er eitt víst.. og kurteisi er alveg í fyrsta sæti!
En jæja ... ferðin so far má sjá á
þessu korti ... Eða svona lauslega,. Við erum búnir með 10 fylki amk og eigum eitt eftir þegar við fljúgum til Íslands frá Boston eftir viku!
Um helgina útskrifaðist Gummi sem lögfræðingur og það var magnað að sjá ameríska útksrift... Og í tilefni þess er verið að fara á
eyjuna St. George í dag og þar verður stuðið í nokkra daga.. svo er spurning hvað við gerum eftir það.. kannski Tampa, kannski Miami... En allavega endum við í Orlando þar sem við eigum flug til Boston þaðan eftir viku!
en jæja held að ég sé orðinn góður núna... við sjáumst