Jæja það var andskotans mikið... ég ákvað að eyða smá tíma í gærkveldi og í nótt að henda inn myndum frá Ameríkuferð okkar Birkis síðan í Maí. Þetta eru agalega miklar túristamyndir í bland við einkahúmor... en ef þú hefur áhuga á að kíkja á þær geturu skoðað þær á myndasíðunni minni hérna
Ég ákvað að skipta þessu í þrennt... fyrst New York Síðan Roadtrip en þá fórum við með lest frá NY til DC og keyrðum þaðan niður til Florida. Og síðan útskrift Gumma en það er blanda af myndum frá útskriftinni hans, ferðinni til eyjunnar St.George með þeim Gumma, G.B, Lellu, Óla og David og konunni hans... síðan var stoppað stutt hjá Eyjólfi föður Guðmundar sem bauð upp á grillveislu og öl, haldið til Miami, Orlando og svo flogið til Boston, aðeins skoðað sig um þar áður en flogið var heim til Íslands...