þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Blogg-Tilvistarkreppa
Já trúlega mín fyrsta síðan ég byrjaði´, næstum 2 ár búinn að vera að þessu rugli, og maður hefur oft og mörgum sinnum spurt sjáfan sig.. af hverju í ósköpunum er ég að þessu... en svo heldur maður bara áfram að bulla.. En svona vegna anna í skólanum og spurningar hvort ég á að vera nenna þessu lengur er ég ekkert búinn að sakna þess að blogga.. ég ákvað nú að gera það núna vegna þess að ég sé að fólk kannski pirrast eða skilur ekki af hverju ekkert kemur hér..
en svona er þetta.. kannski maður hætti þessu væli og byrji aftur .. en allavega smá pása þangað til
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
eyða tímanum
Maður hugsar aldrei nógu mikið hvað maður sé að eyða tímanum í mikið rugl.. ég er til dæmis 8736 daga gamall.. og pældí því að maður skuli kannski vera eyða heilum degi í það að liggja þunnur upp i rúmi.. hvað er það?? og kannski 2 dögum ef það er stór helgi.. ég myndi kalla það tímasóun þó það sé nú gaman daginn áður.. kannski að það vegi upp á móti þess að liggja þunnur hvað það var gaman að djamma.. hehehe
svo er annað ég er 209664 klst gamall.. og þegar maður spáir í þvi .. þá er það ekkert offsalega mikið.. sérstaklega ef maður pælir í því hvað maður eyðir miklum tíma í sjónvarpsgláp... þetta er kannski 2-4 klst á dag... það er nebblega helvíti mikið þetta er kannski þetta 1200-1400 tímar á ári.. sem nær þá að mínum aldri kannski þetta 25 þús klst... sem er nú bara helvíti mikið....
en jæja.. voðalegt bull blogg er í dag....
Öfund eða aðdáun??
Já meira um þetta málefni þar sem mér finnst þetta skemmtilegt umræðuefni.. sko held að málið sé að ég öfundi kannski ekki alveg alla þessa hópa.. en ég dáist að þeim og það er sko ekki annað hægt.. Var að horfa á Omega áðan sem er súper sjónvarpsefni.. og liðið er gjörsamlega að tapa sér yfir því hvað það er gott að trúa á Guð.. það er mjög merkilegt finnst mér.. og ég er kannski aðallega að tala um þessa geðveiki sem mig vantar í lífið.. ég einhvernveginn trúi ekki nógu almennilega á neitt til að tapa mér svona mikið sko... meina til dæmis eins og í fótboltaleik og Íbv skorar þá er gaman.. en samt get ég aldrei gjörsamlega tapað mér úr gleði þannig ég viti bara ekki hvað tímanum líður eða neitt þannig...
En þetta ómega lið er frábært.. en ég er rosalega sammála einu í About a boy.. það er eitthvað verulega skrítið að sjá fólk syngja með innlifun með augun lokuð... ég hef allavega ekki fundið þetta... hey ætli ég sé ekki bara svona týpa eins og í about a boy? meina ég er eyja.. þó enginn sé eyland.. þá er ég allavega eyja.. bara ekki búinn að ákveða mig hvaða eyja ég er...
jæja.. kominn með nógu mikla steikingu í dag....
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
Segjið svo að netið geti ekki verið menningarlegt
 Sko maður finnur bara fullt af menningu... hérna til dæmis er menning og hérna er menning og hérna líka nei annars... meinti hérna
Svo er nokkur Rembrandt hérna... 1 2 3 Og eitt weird shit hérna
Jæja.. þá er menningu á netinu lokið í dag.. og við getum farið í að skoða brjóst, bíla og grín ... yöö
Breytingar
Jæja.. þá hef ég breytt einhverju og það sem meira er.. ég gerði það alveg einn... þvílík tölvuhetja!!!!! ég ætti að sæma mig heiðursorðu tölvunörda fyrir þetta framlag mitt til tölvuheimsins.... yes..!!
en allavega nú getiði (vona ég) loksins lesið gamalt stuff eftir mig... það eru nú bara forréttindi!!
En þó er einhver vinna eftir... veit til dæmis ekki af hverju ég er með 2 kassa með linkum í hérna vinstra megin.. ég ætti kannski að taka til þar líka.. og henda út óþarfa rusl linkum og setja inn eitthvað nýtt..... all in good time sko..
svo væri kannski ráð að setja teljaran undir Old stuff... kjánalegt að sjá hann þarna á milli..
en eins og glöggir lesendur hafa líka tekið eftir að þá tók ég út könnunina.. aðallega vegna þess að hún passaði engan veginn inn á síðuna mína.. og mér fannst það ljótt.. ef einhver kann að laga það helvíti þá er ég alveg game um að halda áfram að vera með slíka skemmtun...
úrslitin voru samt þannig í síðustu könnun að flestir voru eikkað óvissir með spurninguna þannig er nú það.. það voru þó einhverjir nokkrir sem enn pissa í sig..
Nesti og nýja skó
ok.. kannski ekki nýja skó.. en í morgunn gerði ég nesti til að fara með í skólann.. fékk mér brauð með osti og setti í sona nestisbox eins og í gamla daga og 2 kókómjólk.. Svo núna í hádeginu fékk ég mér þetta nesti og ég sá öfundina í augunum á öllum í kringum mig... ohh.. gott nesti
Öfund?
Það er eiginlega ekkert sem er innilega heitt málefni hjá mér... meina ég er ekki svo trúaður að allt mitt líf snúist um Guð og Jesú og þannig að ég geti bara öskrað yfir mig af trú... eins með þegar ég fór í þá vitleysu að selja Nu-skin og það dót.. þá gat ég sjálfur ekki trúað á þetta eins og allt fólkið sem var í þessu.. kannski það hafi orðið mér að falli?? hver veit.. en allavega þegar maður var að tala við þetta lið í þessu, talaði það eingöngu um viðskiptin og hvað þetta væri frábært.. maður gat aldrei talað um eitthvað annað eins og góð bíómynd í gær.. nei allt þeirra líf var áhugamálið þeirra sem var Nu-skin.. og hef ég komist að því að ég á ekkert sona áhugamál sem er brennheitt fyrir mér.. ég er ekki hluti af neinum svona trúarflokk.. þ.e.a.s Network marketing hópnum, Guð-hópurinn, AA-hópurinn, Skóla-hópurinn, íþrótta-hópurinn, tölvunörda-hópurinn... held að það sé eilla ekki til meira af þessum ákveðnu hópum... kannski maður ætti að fara finna sér svona brenn heitt áhugamál svo allt manns líf geti snúist um það... ef ég ætti að velja eitthvað akkúrat núna myndi ég velja skóla-hópinn.. kemst maður ekki lengst á því???
en jæja.. tilheyrið þið einhverjum hóp af brennheitum aðdáendum einhvers??
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Allt að gerast í Eyjum
Helvíti gott.. það er búið að bæta við loðnukvóta sem ætti að auka fjármagn til Eyja.. og svo á að fara byggja flustöð á Bakka sem lengi er búið að bíða eftir og mun ferðamannastraumur trúlega aukast mjög með þessari viðbót.. svo náttlega mun vegurinn verða bættur að Bakka svo allt aðgengi er til fyrirmynda... nú væri fínt að lækka verðið þarna á milli svo hægt sé að skreppa upp á land meira í sumar...
mér hlakkar til sko
5 to go
Já í lok ársins verða farsímanotendur orðnir um það bil einn milljarður í heiminum samkvæmt þessari frétt í mogganum í dag.. Hva þá er bara 5 milljarðar eftir... ekki slæmt á tæpum 10 árum
Nýtt nýtt nýtt
Alltaf eitthvað nýtt já.. núna er maður búinn að henda út letibloggurum og setja inn nýja og ferska sem Bogginn mælir með.. tja nú veit ég að ég á eftir að fá nokkur skot.. en maður verður bara taka því eins og maður..
ég lagaði linkinn hjá Nonnanum sem ég kýs þó að kalla Hvítu vonina eins og hann var nú nefndur hér í den.. og þess má til gamans geta að hann er Feldskeri að mennt og vinnur sem slíkur og að númerið hans er 481-bjór
Einnig er ég búinn að setja inn nýja bloggara og veit ég að margir hafa gaman af.. það eru Hanna Guðný fyrverandi markvörður Íbv sem einhverntíman var kölluð Rauða ljónið minnir mig.. en hún er nú ljóshærð í dag þannig lítið vit í því...
Svo skellti ég inn honum Einir sem mér skilst að sé fínn peyji.. kannski maður fari að lesa bloggið hans in my bissy schedule.... þó finnst mér skrítið að heita Einir.. en hamborgarnir eru fínir þar.. ekki þó eins góðir og hjá Stimma bumbu á kránni.. en það er liðin tíð.. ahh those were the days.... en allavega skemmtiði ykkur ég er farinn í tíma...
Orðaleikir
eru trúlega það fyndnasta sem hefur verið fundið upp.. mikið er notað þessi húmor í mínum vinahóp... ætla nú ekki að byrja að tala um hana.. og þó.. meinar sástu hana í fréttablaðinu í gær? hóhó
en svo var kastljósið í gær og þar var gaur að segja frá mynd sem hann geðri og hún fjallaði um mann sem tók gísla um borð í litlum báti.. sem er bara sick.. hélt að klám væri bannað á Íslandi....
Svo auðvitað einn hérna sem Helgi sagði mér í gær að hann og Þórir höfðu verið að pæla í í Herjólfsferðinni.. en hvar er Bakaríið á mönnum??? það er alltaf verið að tala um að taka menn í bakaríið..
vóóóóóóóóóóóó
USSSS.... þessi er nastý
man allt í einu eftir þessu,.. og hann er frekar nastý, en það var kona sem sagði mér hann svo þetta hlýtur að gilda jafnt á báða bóga..eða hvað er seinna orðið í þessu máltæki?? bófa kannski? ekki vel að mér í þessu...
En þeir sem eru gjarnir á að röfla þegar þeir heyra nastý brandara skulu ekki lesa áfram...
Vitiði af hverju kallinn er alltaf sendur að sjóða vatn við fæðingu??
Ef eitthvað klikkar þá er alltaf hægt að gera súpu...
hóhóhó
Þriðjudagur
Í dag er þriðjudagur, þeir eru oftast leiðinlegri en mánudagar því að þeir eru ekki byrjun á vikunni og ekki komin mið vika.. heldur svona millibilsástand, og af einhverri furðulegri ástæðu þá finnst skólayfirvöldum og kennurum best að hafa mikinn skóla á þessum dögum, bara síðan ég man eftir mér hefur alltaf verið mest af tímum á þriðjudögum.. hugsiði til baka og þið munuð sjá að ég hef rétt fyrir mér... það er spurning um að kæfa þetta í fæðingu og láta nemendur í kennaraháskólanum vita af þessu óréttlæti....
En á svona dögum langar mig bara vera vinna.. mig langar að vera vinna verkamannavinnu núna með hamar í svona belti og drekka kaffi og spjalla... farinn að hlakka svolítið til sumarsins og vona að ég fái jafn þægilega vinnu og ég var með síðasta sumar.. þó fóru peningarnir meira í rugl við að fá ekki borgað nema svona stundum og stundum... en lífið var súper, þegar var vinna var gott veður og sól, þegar það var ekki hægt að vinna, var rigning og þá var maður bara heima hjá sér og lék sér í tölvunni eða eitthvað álíka gáfulegt...
Já súper sko
mánudagur, febrúar 16, 2004
haha
Kom inn þessi skrítni gaur í tölvistofuna og settist fremst við kennaratölvuna... það sem gaurinn fattaði svo ekki að það var ennþá kveikt á myndvarpanum þannig að allir í tölvustofunni eru búnir að geta fylgst með hans netnotkun... pæli í því ef gaurinn færi að skoða klám... Blimey hehehe
Frystihólfið er að springa
Það er ísskápur heima.. og hvað með það segiði kannski.. það er líka ísskápur heima hjá mér.... En.. okkar er þannig að frystihólfið er að springa í tætlur vegna þess að það er ekki búið að afþýða hann svo lengi.. og við ættum eilla að fara gera það þar sem mér skilst að þetta fari ekkert vel með ísskápa. Við ætluðum að fara í að gera það um daginn þegar það var ekki hægt að loka ísskápnum, en þá bráðnaði eitthvað af ísnum þannig að það var hægt að loka honum aftur og við þurftum ekkert að gera.. kannski maður geri þetta um helgina þar sem maður er komin í djamm pásu.. þá er um að gera finna sér nýtt hobbý.. og þetta gæti vel komið inn í staðinn fyrir djamm..
p.s okkur vantar meðleigjanda...
sunnudagur, febrúar 15, 2004
Sumarið nálgast
Geggjað það er búið að vera súper veður í dag.. og núna er klukkan tíu mínútur í 6 og það er ennþá bjart úti :) yessss mar.. þetta er allt að koma.. samt verður trúlega erfiðara að reyna lesa inni þegar sólin fer að hækka... en jæja bara harkan sex þá.. en allavega hef ákveðið gefa hugmynd af lagi dagsins sem er alltaf sumarlegt.. það er lagið she's so high með everclear.. nokkuð nett sko.. svo sá ég líka myndband um daginn með norska gaurnum úr world idol og þar var hann að syngja þetta lag..
laugardagur, febrúar 14, 2004
Mystery...
 Ein mesta ráðgáta heims er trúlega sú.. af hverju heldur Andrés Önd handklæðinu fyrir neðri part líkamans þegar hann kemur úr sturtu???
Heyja ný könnun
Kannski kominn tími til... en niðurstöður úr því hvor myndi vinna í slag kom kannski ekki á óvart, það veðjuðu flestir á gamla naglann Robin Williams með 66% atvkæða en Robbie kallinn fær ekki nema 34% atkvæða.. alls kusu 38.. sem er bara nokkuð nett..
nýja könnunin hljóðar svo.. pissar þú undir??
Plön
Já.. plön fyrir laugardaginn.. ég held ég taki bara til í dag.. heima.. kannski seti í vél.. aldrei að vita sko.. og í kvöld er það nefndarpartý hjá Animu sem er alveg súper gaman sko!! ætli þetta verði ekki síðasta djammið í bili.. maður verður að fórna því fyrir lærdóminn sem er búinn að sitja svolítið á hakanum.. og bíddu sagði ég ekki að þessi önn væri helmingi erfiðara???hehehe... og bara rúmur mánuður eftir í flestum fögum hjá mér.. stuð stuð.. Er ennþá að pæla í þessu stúdentaskiptum.. það er víst eikkað mál að gera þetta þar sem ég er í sálfræði og hún er kennd allt öðruvísi hérna en annarsstaðar eða eikkað crap!! hvað er málið með það?? En kannski maður reyni að koma þessu að í stefnumál Vöku að laga þetta.. sálfræðinemar eiga hafa alveg eins mikinn rétt að geta farið út í heim og leikið sér í nýjum skóla.. eða mér finnst það allavega
pís át
Laugardagur til lukku
Það voru góðir þættir mar... eða mig minnir það.. allavega sat maður fastur við sjónvarpið hérna í den.. þó held ég að maður hafi bara fagnað öllu íslensku sjónvarpsefni þegar maður var lítill... náttlega ekki skjár einn þá.. já já krakkarnir mínir.. í gamla daga þá var enginn skjár einn eða popp tíví.. hehe
En talandi um þætti... þá byrjaði nýji þáttur Hálfdáns ekki vel.. það mætti segja að hann hafi verið sona hálf dán.. hahaha.. oki hættur í þessum bröndurum í bili.. En veit ekki sniðugt hugmynd sko.. en það var eitthvað ekki að virka þarna í gær.. maður vonar bara að þetta sé svona byrjenda mistök og allt verði í lagi svo.. kannski maður ætti að gefa honum séns og ekki dæam strax.. ok ?? dæmi þáttinn eftir 2 í viðbót..
En það er greinilegt að samkeppni er orðin á sjónvarpsmarkaðnum.. besta dæmið eru föstudagar í tv.. um leið og Idolið og svínasúpan kom á stöð 2 dó allt í einu djúpa laugin... i wonder why....
föstudagur, febrúar 13, 2004
Góður dagur
Í gær var góður dagur og ég þakka stuðninginn hjá öllum þeim sem kusu Vöku... Vaka fékk 1523 atkvæði, eða 48,8 % sem er mjög gott miðað við aðstæður, en takmarkinu var náð að fá 5 menn inn.
Gærkveldið var rosalegt... maður var fyrir það fyrsta alveg dead eftir 2 daga kosningu og eina sem ég vildi gera var að fara sofa... maður rann við niður á kosningaskrifstofu og fékk sér bjór og pizzu og svo var komið sér í djammgallan og á Pravda... þar var fengið sér bjór með hnút í maganum og svo kom loks að því... það var slökkt á tónlistinni og ég hleyp niður og heyri að VAKA hafi unnið.. og það trylltist allt í húsinu... þvílík fagnaðalæti hef ég bara sjaldan séð.. hvort það var bara ekki í undanúrslitunum í bikarnum á móti fylki hérna í den... en geggjað stuð.... ég hef nú unnið við 2 kosningabaráttur áður og við unnum þær nú beinlínis ekki og það var sárt og leiðinlegt.. en gærkvöldið lagaði allt saman.. það er ótrúlegt að vera búinn að leggja svo mikla vinnu í eitthvað og sjá svo árangurinn... frábært og ég persónulega þakka öllum þeim sem kusu Vöku
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Eitthvað fyrir Hannes
Ég frétti fyrir stuttu af Klúbbi hér á landi sem heitir því ágæta nafni Herraklúbburinn Hannes og beini ég því að Hannesi að athuga það nánar... nettur
Málefni Háskólans
Þeir sem hafa áhuga á málefnum Háskólans eiga bókstaflega lesa þetta.... þetta varar okkur öll, og þetta er gott framtak sem er strax farið að sýna árangur
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
Nammi
Maður er búinn að vera lifa á namminu sem er búið að vera í boði á Vöku borðunum og sem betur fer er því nú lokið hehe.. það er nebblega ekki svo sniðugt að verða saddur af nammi, kaffi eða snakki.... heyrðu svo fer ég útúrtroðinn af nammi í vinnuna áðan og það voru 2 gamlar konur sem gáfu mér nammi.... og maður verður nú að sýna þá kurteisi um að þiggja það... hehe
Púkinn snúinn aftur
 Árni kallinn Johnsen er snúinn attur en nú sem listamaður og er fyrsta sýningin hans úr grjótinu á Laugardaginn 14.febrúar klukkan 15:00 í Gryfjunni, Duushúsum í Reykjanesbæ. En sýning stendur svo til 14.mars og er opin alla virka daga frá 13-18.. Þannig um að gera að skoða þetta.. allavega það sem ég sá í sjónvarpinu var mjög töff...
Svo er bara spurning um hvenær maðurinn snúi sér að pólitík.. held það sé bara tímaspursmál... og það verður gaman að sjá hvernig það á eftir að ganga hjá kallinum.. og hvernig hann og hvort hann nái trausti sinna kjósenda attur..
hehe ég annars mæli með að klikka á myndina til að sjá hana betur.. bara fyndið
I got a song stuck on my head
Reyndar ekkert leiðinlegt lag.. en samt böggandi að hafa eikkað hringlandi þarna í hausnum á sér... lagið mæli ég með að ná í bara og hlusta á.. en það er personal jesus með Depeche Mode
mánudagur, febrúar 09, 2004
Loksins
Já loksins loksins er þetta hvíta drasl að fara af götunum...
Pæliði í því að ef snjór væri svartur þá myndi þetta trúlega nálgast það að vera kynþáttafordómar.. weird man..
Einn nastý
Það var ung stúlka sem sendi mér þennan brandara í pósti og ég barasta varð að skella honum hérna inn... svo enjoy...
Kona nokkur var að versla í Bónus-verslun í hverfinu Hún var búin að setja 3 lítra af létt mjólk í körfuna ásamt 1 eggjabakka með 10 eggjum, 1/2 lítra af appelsínusafa, 1 höfuð kínakál, kaffipakka og bréfi af beikoni. Ölvaður maður fyrir aftan hana í röðinni fylgdist með þegar hún raðaði þessum hlutum á færibandið við kassann. Þegar kassadaman tók til að lesa strikamerkin inn sagði drukkni maðurinn hæglátlega: "Þú ert örugglega einhleip"! Konunni gramdist þessi ummæli drukkna mannsins en jafnframt fannst henni athugasemdin skondin þar sem það var vissulega rétt, hún var einhleip. Hún virti fyrir sér þessa sex hluti á bandinu og furðaði sig á hvernig í ósköpunum hann gæti komið með svona fullyrðingu af þessum ósköp venjulegu innkaupum. Forvitnin varð henni um megn svo hún sagði: " Þetta er vissulega hárrétt hjá þér. Hvernig í ósköpunum geturðu séð það??" . . . og drukkni maðurinn svaraði: " Af því að þú ert ljót!"
KALT
Fór að bera út kosningablað VÖKU í gær..og meeeeen hvað það var kalt úti.. maður er náttlega svo mikill hálfviti að maður gleymir að fá sér hanska svo ég get svarið það að ég hélt að hendurnar væru að detta af mér sko... ógeð!! en samt þetta er ekki það versta samt sem hélt manni við efnið í gær.. ég gleymi aldrei einu skipti hérna þegar ég var á Guðmundi VE 29 í febrúar að veiða loðnu í sjóblautum vettlingum og ákvað að harka af mér eitt kast í viðbót áður en ég færi inn og næði í nýja hanska... það var án efa ein versta ákvörðun sem ég hef tekið ( rétt á eftir því að kaupa bíl ) En maður getur varla trúað því að það sé hægt að framkalla svo mikinn sársauka á svo litlu svæði á líkamanum með sjó og kulda... þetta var svona eins og það væri verið að skrapa af mér hendurnar með sandpappír... það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu.. og ég get varla ýmindað mér hverni það sé þá að detta í sjóinn og vera með allan líkamann í þessu ástandi.. úff.. ég myndi deyja á svona 10 sek..
Auglýsingaherferð
Djöfull vissi ég þetta.. en fyrir um það bil 2 vikum sagði ég við Helga Forseta meðleigjanda minn að Megavika Dómínós væri að koma og reyndar spáði ég fyrir um að hún myndi verða í lok febrúar.. og hann spurði af hverju helduru það.. og þá sagði ég, vegna þess að dómínós eru byrjaðir að auglýsa mun meira en þeir gera venjulega og þetta er aðferð sem þeir nota.. þeir auka allar sínar auglýsingar um það bil 1-2 vikum fyrir Megaviku þannig að allir eru með á hreinu hvað sé í gangi þegar loksins vikan byrjar.. þetta er obboslega nett aðferð því hún svínvirkar held ég... þetta sýnir það að Íslendingar eru byrjaðir að pæla meira í auglýsingaherferðum og sjá kostina í þeim.. KB banki notar til dæmis snilldar aðferð, en um leið og eitthvað kemur um þá í fréttunum þá koma þeir með slatta af auglýsingum í kjölfarið.. það horfa allir á fréttir og sama þótt það sé góð eða slæm frétt um KB banka þá ná þeir athygli fólks og breyta því í góða umfjöllun með því að troða inn bönns af auglýsinum um sig strax á eftir....
En Íslendingar eiga þó langt í land ennþá.. það er til dæmis hægt að sjá á eini auglýsingartímariti sem gefur út DVD disk í hverjum mánuði um bestu auglýsingarna hvers mánaðar og er það frá öllum löndum.. að meðaltali er Noregur og Bretar og Hollendingar að mig minnir með þetta 3-4 auglýsingar í mánuði en Íslendingar hafa einu sinni... jamm bara einu sinni fengið auglýsingu þarna inn.. samt gæti verið að það sé komið meira núna en ég efast um það.. en það er Island best í heimi auglýsingin.. og mönnum þotti hún sko ekki við hæfi fyrst þegar hún var sýnd.. verið að gera grín af íslendingum.. hvernig á það að selja bjór?? en svona er þetta bara.. við verðum að þora taka áhættur.. en við einmitt þorum því ekki.. allavega ekki í auglýsingagerð.. svona líkt og þegar hljómsveitir gefa út myndbönd fyrst.. þá standa allir meðlimir hljómsveitarinnar og spila bara alveg eins og maður myndi sjá þá á balli eða tónleikum.. ég bara spyr hver nennir að glápa á það í 4-5 mín??
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Sko
Svona til að vera leiðinlegur þá langar mig bara minna fólk á að það er um það bil 50 dagar eftir af skólanum.... hóhó :) ekki að maður verði að fara taka sig á ... heldur kannski að maður fari að byrja að læra.. hvernig væri það?
En sumarið nálgast óðum og bráðum fer maður að geta bara lært út í sólinni.. hvernig væri það? ekta plebbismi.. með kaffi og bók út á austuvelli... haha
Heilsufólk sem les...
Auðvitað maður.. það er eingöngu heilsufólk sem les þessa síðu samkvæmt könnun minni.. en ekki nema 18% lesenda reykir á meðan 82% reykir ekki sem er bara súper... en ný könnun en hugmynd af henni fæddist í gær út frá pælingu Helga Forseta...
Hvor myndi vinna í slag? Robin Williams eða Robbie Williams?
Talandi um bíla
Hey já.. var að spá í einu... sko ætli fyrsta stefnuljósið hafi verið bara svona fast ljós? þ.e.a.s ekki blikkandi? og svo þegar menn sáu að það virkaði betur, ætli fólk hafi þurft að láta ljósin blikka með handafli.. ??? athyglisverð pæling
Rúnturinn
Sko... Ef það er eitthvað sem fólki á höfuðborgarsvæðinu finnst skemmtilegt að þá er það að gera grín af landsbyggðapakkinu og rúntinum þeirra... sem er kannski skiljanlegt, meina oft á tíðum er þetta ein gata með hringtorgi, eða 700 metra hringur í bænum.... En málið er að þetta lið það hefur bara gaman af því að keyra sem kann að hljóma undarlega í eyrum borgarbúa þar sem þeirra bílferðir eru mjög leiðinlegar.. og meina ég hefði aldrei nennt að rúnta eins og ég gerði hérna í den í Eyjum hefði ég búið hérna í borginni.. þegar fólk keyrir í Reykjavík er maður bara svona dauður að innan.. maður bara fylgir straumnum og er að fara frá stað A til stað B en í litlum plássum sem er hægt að labba allt.. þá er það stuð að fara keyra, þá fer maður upp í bílinn til að losna frá einhverju, keyra hratt eða hægt eftir því hvernig týpa þú ert.. en aðal málið fólk nýtur þess að keyra.. ég mæli með að allir sem búa hérna í borginni.. fari og prófi þetta hehe
laugardagur, febrúar 07, 2004
Lessutónleikar
Við Helgi fórum á 11 um klukkan tíu eða svo í gærkveldi og Helgi sagði að við ættum að fara upp og finna sæti og svo fara kaupa okkur áfengi... svo gerðum við það og þegar við komum upp þá voru þarna 2 stelpur að spila á gítar og syngja og það þagnaði allt þegar við komum upp og það horfðu allir á okkur.. við spurðum hvort það mætti ekki fá sér sæti og jú jú.. 2 trukkalessur stóðu upp og skelltu upp borði og 2 stólum fyrir okkur... við settumst niður og það var haldið áfram að spila... við fórum að líta í kringum okkur og sáum þá greinilega að staðurinn var fullur af kvennfólki margar hverjar myndarlegar stúlkur en flestar í eldri kantinum og þéttar og ein sem var með sítt að aftan og vorum við Helgi ekki alveg vissir hvors kyns hún væri.. en allavega þarna var á ferðinni einhversskonarr partý fyrir samkynhneigðar konur.. og við sátum þarna og þorðum ekki að fara fá okkur bjór fyrr en í pásu því þá myndi það líta út fyrir að við værum að gefa skít í þær eða eikkað... allavega við sátum þarna og ég verð nú bara segja.. snilldar tónleikar við skemmtum okkur bara þræl vel og það var spilað til 12 og þá fékk ég númerið hjá einni lessunni.. ekki slæmur árangur
Ertu með skilríki
Stundum er fyndið að spurja eldra fólk um skilríki og oft getur það bara verið hrós og lífgar upp á daginn.. en við Helgi urðum vitni af furðulegu í gær, það var Kona stoppuð sem var augljóslega um fertugt á hverfisbarnum og hún spurð um skilríki.. hún hló nú smá og ætlaði að halda áfram en dyravörðurinn stoppaði hana og bað um að sjá skilríkin.. hún sagði þá bíddu hvað er aldurstakmarkið hérna? hann sagði 20 ára.. og hún sagði og heldur þú að ég sé undir tvítugt... en maðurinn gaf sig ekki og fékk loks að sjá skírteinið hennar... mjög furðulegur maður...
Erfiður dagur
Úff ég er bara búinn að liggja í allan dag uppí rúmi.. erfitt að vera djammari og skólapeyji og nettur í framboði.. kannski mar fái sér svona djammara hjá Íslandsbanka.. eða sækir um að vera djammari þar.. aldrei að vita..
Dagurinn byrjaði svosem ágætlega, ég vaknaði klukkan 11 og skellti mér í sturtu, eftir sturtuna fór ég aðeins upp í rúm og þegar ég vaknaði aftur þá var klukkan 17:00!!!!!! hvað er málið með það???
föstudagur, febrúar 06, 2004
HAHAHAHA
Þetta er alveg magnað... núna áðan var ég að heyra þá sögusögn að Vaka ætlar að bjóða upp á bollu í kvöld í boði sjálfstæðisflokksins... maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að bregðast vi ðþegar fólk er að spurja mann út í svona.. persónulega fannst mér þetta afar fyndið... en svona til að laga allan misskilning þá er sjálfstæðisflokkurinn ekki að kaupa handa Vöku áfengi.. allt áfengi sem vaka gefur er sem auglýsingarstyrkur frá Egils að ég held... og ég held að frambjóðendur Vöku myndi ekki taka það í mál að þiggja veitingar af sjálfstæðisflokknum þar sem 3 af 6 efstu sætunum eru ekki einu sinni í þeim flokki...
en jæja.. ég bíð spenntur eftir næsta slúðri..
Heimsókn??
 Já var að lesa það hjá bróðir mínum og félaga Guðmundi Kr. Eyjólfssyni að hann væri ef til vill að koma á landið kalda því hann hafi verið að apa eftir bróðir sínum og félaga honum Sigga með að brjóta í sér frammtönn... og það er verið að athuga hvort sé ódýrara að laga það hér á landi eða í landi feita mannsins... ef svo er að hann kemur til íslands verður það í næstu viku.. og spurning Gummi að þú stundir þetta bara þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast hérna á landinu sem þú missir af.. bara látir flakka í kjaftinn á þér??
skemmtilegt..
Helgin komin enn á ný
Jæja föstudagurinn kominn með sól á lofti og ógeðis hvítu blautu efni á jörðu.. en líður að sumri og bráðum fer þetta drasl og hlýna í veðri..
En núna um helgina verður nú ekki hlýtt heldur snjór og djamm er það ekki fínt bara? Í kvöld er það vísindaferð með Animu og svo verður haldið á Pravda þar sem Vaka heldur sitt ammlis/kosningapartý og allir eru þar velkomnir og þeir sem mæta með merki eða í gulu fá víst frítt að drekka... ekki slæmt ekki slæmt..
Svo er þessi helgi annars bara læri helgi eða á að verða það.. og við sjáum til hvernig það á eftir að ganga.. En þeir sem eru að fara jamma í kvöld.. við sjáumst bara hress er þaggi?
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Ný könnun
Jæja komin ný könnun.. en greinilegt á fyrri könnun að margir þurfi að fara taka sig á í skólanum..um helmingur kjósenda er að kúka á sig... 10% plebba eru á undan öllum og meira segja kennaranum (greinilega fara ekki í vísindaferðir hehe) 5% vilja fá prófin núna!! og 35% eru bara á réttu róli og geta því haldið áfram sínu sukki í bland við skólann....
Nýja könnunin er einföld.. Reykiru???
Munurinn?
Fólk er stöðugt að spurja mig hver sé munurinn á Vöku og Röskvu og hvort það skipti einhverju máli hvort sé kosið... Í dag sést aðal munurinn á þessum tveim fylkingum og dæmi hver út frá því.... Í dag ætlar Röskva að efna til mótmælafundar fyrir framan aðalbygginguna og æpa og öskra og grenja um hvað háskólinn og stúdentar eiga bágt... þetta eru þeirra aðferðir og svosem ekkert að því. Vaka eyðir ekki tíma sínum í slíkt, við reynum frekar að finna lausn á vandarmálinu eins og sést í Stúdentablaðinu í dag sem var dreift með Fréttablaðinu þar sem Davíð Gunnarsson formaður stúdentaráðs afhendir menntamálaráherra greinagerð varðandi málefni og stöðu Háskóla Íslands. Við teljum að þetta hafi til lengri tíma mikið meiri áhirf og geri gagn.. Mótmælafundir hypa upp vandarmálin og vekja mikla eftirtekt í stuttan tíma og gera lítið annað en að benda á vandarmálið í stað lausnar.. svo þetta er að mér finnst bara aðferð Röskvu til að næla sér í atkvæði á síðasta sprettinum...
Svo núna er þetta þitt val.. hvort villtu stúdentaráð sem beytir sér fyrir því að finna lausnir á vandarmálunum eða stúdentaráð sem stendur úti í kuldanum og öskrar hvað það eigi bágt....??? þitt er valið :)
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Úglanda
Búinn að vera skoða stúdentaskiptin og það allt saman.. og meina af hverju ekki að kíkja?? gæti verið soldið vel heppnað.. ég hef nú alveg tíma til 15.mars til að skila inn umsókn.. þá er bara spurningin USA eða Evrópa?... allavega ætla ég að tékka á þessu..
Hvernig er það??
Á maður eikkað að vera fara djamma um helgina? er það ekki bara rugl? það er reyndar vísó til sjálfstæðisflokksins á föstudaginn með Animu, og þeir gefa nú ekkert lítið af veigum... og svo er ammlis/kosningarpartý hjá Vöku líka á föstudaginn á en Vaka á einmitt 69 ára (hehe 69) ammli í dag.. og það verður teiti á Pravda og hefst gamanið klukkan 21:00 að mig minnir... og allir fá frían bjór sem mæta í Gulu....
Hey já... ég var að spá í að hafa Blogg/nörda partýið á laugardeginum 21.febrúar... hvernig er fólk stemmt í það? endilega hafa samband til að láta mig vita hverjir eru geim...
Bloggara partý??
 Hey.. ég fékk nú þá snilldar hugmynd að það væri gaman að halda bloggara partý eða nördapartý eins og margir myndu kalla það.. og spurning að hafa þetta partý í Eyjamiðstöðinni að Kaplaskjólsvegi... og bara um miðjan þennan mánuð eða byrjun mars einhverntíman.. spurning um að fólk sendi mér e-mail bara um hvenær það vilji hafa þetta og hvort af sjálfsögðu það vilji vera með....
sendið mér póst á borgthor@hi.is
Göng
 Já þá er fundurinn búinn og ég fékk nú ekki mikið meira en tíma í hagfræði út úr honum, en samt gaman að fylgjast með framvindu af svona hlutum, endalegt svar úr þessari skýrslu kemur svo um mánaðarmótin og þá loksins ætti maður að fá eitthvað svar. En mér fannst þetta bara jákvætt, var þarna slatti af eyjamönnum og svo allskyns fræðimenn og verkfræðingar með pælingur hingað og þangað.. það sem mestu máli skiptir held ég er að hafa sem mest af svona löguðum ráðstefnum og fundum því að það eykur jákvæðni fólks gagnvart þessum göngum og auk þess sem að fólk fer meira að trúa því að þetta sé í raun hægt, ég man nú bara að það er ekki meira en 1-2 ár síðan að hörðustu gangaaðdáendur í dag voru fullir svartsýni á þetta.. það hefur mikið breyst og mun koma til með að breytast mikið....
mitt kalda mat eins og er að ég vill sjá þetta sem einkafyrirtækis framtak en ekki að stjórnvöld komi nálægt þessu því að með að treysta á stjórnvöld erum við jafnvel að fresta þessu um einhver 10 ár í viðbót.. eins og þenslan er í dag sjáum við fram á að hafist verði til framkvæmda í fyrsta lagi um 2010-2015 vegna annara stórframkvæmda hjá stjórnvöldum... Einkaaðilar gætu hafist handa um leið og allar skýrslur segja til um að þetta sé möguleiki og göng ætu opnað 2010 eins og þeir hjá ægisdyrum hafa vonast til. þó myndi ég vilja hafa það 11.nóv 2011.. bara upp á dagsettninguna sem yrði kúl.. 11.11.11
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Birta
Angel.. nei nei engann fíblaskap... en rosalega er farið að birta mikið.. ég var ekkert að stressa mig áðan að keyra út það var ennþá svo bjart úti en svo leit ég á klukkuna og þá var hún barasta hálf sex... það verður komið sumar in no time og þá fer að lifna yfir manni, getur maður þá loksins farið að labba eitthvað í þessari borg.. :P
Góð partýsaga
Næst þegar einhver er að stela þrumunni ykkar í partý þá er um að gera segja þessa sögu sem kom fyrir mig í dag þegar ég var að keyra út pillum, en í götunni þar sem kennó og american style og allt það er þá keyrði Siggi Sveins aftan á apóteksbílinn.. ég reyndar hélt að ég hefði hrokkið úr gír því þetta var nú ekki fast högg..en keyrði út í kant og setti upp reiða svipinn minn.. en þegar ég leit á bílinn fyrir aftan þá fannst mér þetta bara fyndið að svipurinn fór.. ég tjékkaði á bílnum og sá ekki neinar skemmdir.. hefur bara verið stuðara bömp, og labbaði að Sigga sem brosti bara og sagði ég rétt fór í þig.. og ég sagði já ég veit... bara tékka á þessu kallinn.. svo baðst hann afsökunar og ég kvaddi..
sko þið eigið eftir að meika það feitt með þessari sögu... og þó..
ATH Tilkynning
Á morgunn miðvikudaginn í Odda, stofu 101 kl 12.15 verður talað um arðsemi vestmannaeyjaganga.. og mæli ég með að ALLIR sem geta séð sig fært um að mæta komi og fylgist með...
Hvenær er barn orðið barn?
Þetta er eitt af svona heitustu málum sem hægt er að nefna og allir hafa skoðun af sjálfsögðu, enda skiptir þetta alla máli því ef dómstólar fara ákveða eitthvað varðandi þetta málefni þá snertir það alla.
Stór hluti samfélagsins vill banna fóstureyðingu alfarið því að það sé hreint og beint morð, en svo eru mótrökin ávallt sterk þ.e.a.s hvað ef konu hefur verið nauðgað og verður ófrísk.. hvert er siðferðisleg afstaðan þá?
Já þetta er viðkvæmt mál, en athyglisvert er þó eitt sem ég sá í sjónvarpsþætti á sunnudaginn sem ég hef áður ekki pælt í en það er að konur af sjálfsöðu tala um sama hvenær það er á þessu 9 mánaða tímabili um barn innan í sér en ekki fóstur eða neitt álíka... það segir enginn að það sé ok fruma að vaxa inn í sér eða ófullgert fóstur.. það er einfaldlega barn og er lifandi í þeirra augum.
En ég hef nú eins og flestir alltaf haft mínar skoðanir á þessu í málefnalegum umræðum.. og ég hef alltaf verið á móti fóstureyðingu.. að því að mér finnst það eins barnalegt og það kann að hljóma ekki okkar val að fá að ákveða hvort einhver lifi eða deyji.. og já þá er ég líka á móti dauðarefsingu því það er sú mesta hræsni sem ég veit um..
En jæja.. þá er best að opna fyrir málefnalega umræðu um þetta... og ég veit að það eru nokkrir og nokkrar sem hafa eitthvað um þetta að segja...
vessgú..
mánudagur, febrúar 02, 2004
Talandi um það
 Fríða Hrönn minntist á GSM síma í kommentinu hér fyrir neðan.. og ég fór þá einmitt að spá hvenær ég fékk síma.. og það var sumarið 1998 þegar ég var sem kokkur á Gullfaxa Ve sem var gamla Gullbergið.. og fyrir Sjómannadaginn þá, keypti ég mér þennan síma sem mynd er af hérna.. Ericsson T18 eikkað minnir mig.. og það kostaði litlar 40 þús krónur.. og það fyndna var að ég þurfti í raun og hafði ekkert við gsm síma að gera.. eina ástæðan af hverju ég keypti mér hann var sú að þetta var fyrir tíð Hallarinnar og það voru haldin matarboð um allan bæ, svenni bróðir var nirrí alþýðuhúsi og Helgi var á Lanterna minnir mig o.s.frv. og ég var upp í Týsheimili og af sjálfsögðu vildi mar geta hitt á þá seinna um kvöldið á djamminu.. og þess vegna var keypt sér síma.. síðan þá hefur maður varla verið heill maður án þess að vera með þetta drasl á sér... hey svo man ég að ég týndi símanum náttlega sama dag og ég keypti hann.. en það kom í ljós að deitið mitt það kvöld hafði geymt símann í veskinu sínu.. svo það reddaðist
Hvenær fengu þið síma og hvernig???
Fyrir 14 árum síðan
Fyrir 14 árum var ekki hægt að fá sér McDonalds á Íslandi
Fyrir 14 árum kostaði bensínið undir 70 krónum (held ég hehe)
Fyrir 14 árum voru Bandaríkin í stríði
Fyrir 14 árum var maður rúmlega 3 klukkutíma að sigla milli lands og eyja
Fyrir 14 árum voru Týr og Þór til
Fyrir 14 árum var ekkert internet til...
En hvað lífið er nú helvíti magnað...
Innsýn
The entire nervous system - brain, spinal cord, crainial and spinal nerves, and peripheral ganglia - is covered by tough connective tissue. The protective sheaths around the brain and spinal cord are reffered to as the meninges. The meninges consist of three layers. The outer layer is thick, tough and flexible but unstretchable; its name, Dura matter, means "hard mother". The middle layer of the meninges, the arachnoid membrane, gets its name from the weblike appearance of the arachnoid trabeculae that protrude from it....
Já.. þetta er reyndar skemmtilegasta fagið finnst mér... en erfið lesning og endalaust af nýjum orðum... maður verður örugglega ofur klár eftir þetta mar...
Fólkið hefur talað
Greinilegt að fólki finnst gaman af svona könnunum.. allavega var um 72% sem svöruðu vildu að ég héldi áfram að hafa slíkt á síðunni.. svo ég skal gera það svona í bili.. sjáum til hversu lengi ég nenni að gera slíkt...
Svo hérna kemur ný könnun.. kannski í anda þess sem er að gerast
Life goes on
Jæja enn önnur helgin á enda.. og vika byrjuð á ný... Þetta er fáránlegt hvað tíminn líður hratt hérna.. enda þegar líf manns er samansett úr einingum þá eru hlutirnir fljótir að líða.. maður þarf bara að fara skipuleggja sig betur.. ég væri samt mun frekar til í að eyða tímanum mínum eins og dúddinn í about a boy.. horfa á tv 2 einingar hehe..
En maður er aðeins á eftir á í skólanum.. eina sem er gott við það er að það er um 90% samnemenda líka... svo þetta er frekar eðlilegt.. það er aðallega Greining og mótun hegðunar sem maður er eftir á í enda er það mjög erfitt fag... og leiðinlegt!! en svona er þetta.. pína fólk til að hætta svo það verði ekki of margir á 2.ári.. það er hugmyndin svo ég er farinn að læra
|