fimmtudagur, júlí 29, 2004
Þjóðhátíðin er byrjuð
Vá... hvar á ég að byrja?? sko í fyrsta lagi var hleypt fólki af stað að planta sér fyrir með hústjöldin sólarhring áður en venjulegt er... ÍBV vann KA 4-0 þar sem Gunni skoraði 3 mörk með stæl og auk þess sem hann fletti upp treyjunni til að sýna VKB bolinn... enda er drengurinn snillingur!!!!!!
Á lundanum voru tonn af liði sko þetta var eins og bissíast laugardagur og einn orðaði það að þetta væri eins og metallica tónleikarnir sökum þrengslis og hita... en allavega var geggjað stuð og greinipegt að þjóðhátíð er farin að startast á miðvikudegi
en nettur
miðvikudagur, júlí 28, 2004
Einkamál
hvað er líkamlegt/platónískt samband?
Bjórinn kominn í hús
Jæja.. áðan fengum við að sjá 86 kassa af bjór.. það var nett
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Með rómantík og reyktan lunda...
Fréttir af gangi mála
Já ekki nema 2 dagar í herlegheitin.. og við blásum nú á þessar veðurfréttir, það verður fínasta veður hérna á suðrænu paradísinni...
En bekkjabílarnir eru farnir að birtast hérna á götunum og fyrsti slattinn af fólki kemur á morgunn en þá kemur um 1000 manns með jólfinum... fínt fyrir leikinn
Dalurinn er að verða klár, en það hefur gengið hægt í ár en skilst að illa hefur gengið að fólk til að mæta en þetta reddast!! Risa græjurnar voru að koma á eyjuna en það er einmitt sama og var notað á Deep purple tónleikunum hérna fyrr í sumar og það var víst rosalegt!!!
Brennan er orðin klár og er nokkuð flott..
en jæja VKB fundur... heyrumst
Like a hot Lumm
Já salan gengur vel og byrjað að auglýsa okkur á Gufunni Fm 104,7 eins og á FM 95.7 og svo eru þeir peyjarnir hjá 70 mín að fara trúlega auglýsa þetta fyrir okkur í kvöld eða annaðkvöld svo jámm ég er sáttur.. það rauk út fyrsta settið sem ég tók að mér og þurfti að fara til Helga forseta aftur í dag til að fylla á birgðirnar...
En annars ef þú hefur áhuga áður en þetta selst upp þá er síminn 663-3493 hjá mér og þið bara pantið tímanlega...
Hey það er bara fara koma Þjóðhátíð
Breyting
Já er nú búinn að breyta einum linknum eina ferðina enn.. því kauði er alltaf að breyta um slóðina á heimasíðunni sinni... undarlegt nokk.. kannski hann sé að skrifa svo vafasama pistla að hann færir sig mánaðarlega til að komast undan löggunni...
hver veit.. en Hvíta vonin er komin aftur
Styðja réttu mennina
Á Eyjafréttum er nú könnunn í gangi um hvað sé flottast í Dalnum og ég hvet alla til að fara og kjósa vitann því eins og hvert mannsbarn veit þá er það lang fallegasta mannvirkið í Dalnum....
Áfram vitinn!!
mánudagur, júlí 26, 2004
Mánudagur
Jámm stressið byrjaði í dag.. það var farið í lokaundirbúninginn að dósum og bolum og blaði og ég veit ekki hvað... En þetta er þó allt að smella saman og hægt er að panta núna hjá mér í síma 663-3493 einnig getiði líka séð hvernig herlegheitin líta út hérna. Í dag fórum ég Forsetinn og varaforsetinn félagsins til þeirra hjá Fréttum í viðtal sem mun trúlega birtast í næstu Fréttum... svo allt er að gerast hjá félaginu þetta árið...
En annars í kvöld erum við að fara líma miðanna á dósirnar svo já... heyrumst bara
Kvót
Dear Mr. President, There are too many states nowadays. Please eliminate three. P.S. I am not a crackpot.
Snilld kíkiði á þessa síðu
sunnudagur, júlí 25, 2004
Fínasta kvöld
Jæja jæja.. það var tekið smá forskot á sæluna í gær.. Lundaveisla með familíunni þar sem þau eru öll að fara til danmörku.. svo var haldið í bjórdrykkju til Viggó og testað talstöðvarnar sem var snilld!!! fékk líka að sjá þjóðhátíðarhefti VKB í gær og það er nokkuð flott er mjöööög sáttur!!!
Svo var farið á lundann og tjúttað og jámm en annars bara eru ekki allir sáttir??
The Goosskin is here
Nettur.... trúði því varla að ég væri segja þetta en í gærkveldi þegar ég er að hlusta á þjóðhátíðarlagið í ár þá kemur þessi svakaleg gæsahúð... og þar með er lagið í ár búið að gera sitt hlutverk fullkomið!!!!!!!!!!!!!!! SNILLD
þessi vika verður GEÐVEIK ef þú ert ekki kominn með miða ennþá... endilega láttu kíkja á hausinn á þér
Shit... ef eitthvað er erfitt þá er það að reyna útskýra fyriri ako þjóðhátíð... kannski svipað og reyn útskýra jóladag fyrir harðkjarna gyðings....!!
En jæja maður hefur fundinn sin stað og útvapi Gufan 104,7 er komin í loftið sem gerir allt súper extra flott og frábært!!!
Fyrir utan djammið hjá mömmu Sigga Svíja en hún var að bjóða mér í að vera fjölskylda víst mín sé að fara til danmörku :D svo ég er mjög sáttur!!!!
Eitt kom mér mjög á óvart!!!!
GÆSAHÚÐ ég er farinn að fá gæsahúð yfir þjóhátíðarlaginu í ´´´´´´´´´´ár sem er aleger snild by the way næsta post
laugardagur, júlí 24, 2004
Bæjarferð
Já fór bara í borgina í gær.. og það var bara mjög fínt, keypti mér föt og talstöðvar (svo ég og Siggi getum farið í talstöðvaleik á þjóðhátíðinni) svo var maður aðeins að þvælast m.a skoða íbúðina hjá Gróu og Daða og þetta er bara hin fínasta íbúð.. maður á eftir að fara í partý þar í vetur...
Svo var farið í klippingu sem þörf var á þar sem ég var ekki búinn að fara í klippingu síðan í apríl
En svo var hugað að djamminu og ég hringdi í bróðir minn og félaga Daða Death sem var sterkur leikur... ´það var byrjað í íbúðinni hans og prófað talstöðvarnar af sjálfsögðu og það fyndna var að um leið og ég kveikti lenntum við á spjalli við einhvern 19 ára gaur sem var einnig í talstöðvaleik... very undarlegt
En allavega eftir að við höfðum drukkið mikinn bjór, horft á vídjó frá færeyjaferð fyrirmyndabílstjórafélaginu var haldið á glaumbar á Árna Johnsen sem var SNILLD!!!!!! eftir Árna var farið á pöbbarölt með 2 ungum og laglegum stúlkum og var fyrirkomulagið þannig að allir fengu að velja sér bar sem við þurftum að fara inn á og drekka amk einn bjór á.... það virkaði fínt þar sem maður var orðinn mjög temmilegur... síðan klikkaði planið alveg í lokinn þar sem Daði vildi skutla stúlkunum heim eftir djammið í leigubíl og reyna fá þær heim til hans.. en það klikkaði eitthvað.. jæja... cant win them all
Jæja...
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Panta dós
Já það er komið verð á allt saman:
Þjóðhátíðarloft í dós er á 1000 kr þjóðhátíðarbolurinn í ár er á 1500 kr en það er líka hægt að kaupa þetta saman í pakka + þjóðhátíðarblað á litlar 2000 krónur geri aðrir betur....
pöntunarnúmer 697-8392
7 DAGAR og 18 TÍMAR!!!!
Kallinn talar
Já það er eitthvað það fyndnasta sem er hægt að hlusta á út á sjó, það eru þessir blessuðu skipstjórar í stöðinni..þetta styttir manni stundir og maður þarf sko ekkert útvarp þegar þeir eru að blaðra sem mest í stöðina... hérna er dæmigert spjall:
Sigurður: Antares - Sigurður
Antares: Já hvað segiru bóbi?
S: ekki neitt... alls ekki neitt.. hvernig kastaðiru á þetta?
A: heyrðu, Norð austur.. en hún fer ekkert niður, það er alltof mikill straumur hérna.. náði ekki nema á 25-30 faðma.. er eitthvað að sjá þarna ?
S: nei.. þetta er allt niðri þetta helvíti, smá augu bara.. og svo bara ryk í yfirborðinu... þetta er agalegt helvítis helvíti... held að maður leggi sig bara fram að háddegi og reyni þá...
A: já en hefuru heyrt um einhvern árangur hjá hinum? ég veit að Ísleifur fékk gott...
S: já hann fékk gott... en annars eru allir að dóla hérna norð austur með línunni.. það er allt eins þetta helvíti.. allt niðri bara... ég er ekki búinn að sjá neina hvali eða fugl...
o.s.frv.. hehe já svona geta þeir haldið áfram í marga marga klukkutíma
Frí
Jæja þá er maður kominn í frí, þetta tók aðeins lengur en ég átti von á eða um 6 tíma.. alveg er það furðulegt hvað það getur tekið langan tíma að klára svona einfalda hluti... en jæja jæja er að spá í að kíkja í jólfinn á morgunn og skutlast aðeins í borgina, kíkja á íbúðina hjá Írisi Dögg, fara í klippingu og svona skrepperí... Spurning um að fá kaggann hjá föður mínum honum Geira Moore en hann er einmitt bróðir hans Rogers Moore (gaman af því)
En já heftið okkar bræra er trúlega í prentun as we speak og dósirnar með þjóðhátíðarloftinu eru að klárast líka svo koma víst bolirnir á mánudaginn... fólk getur nú farið að panta þetta strax og er nánar um það hérna
en annars er lítið að frétta sko.. bara að koma þjóðhátíð vúhú
Bátablogg
 Jámm bara svona víst maður er í gírnum ennþá og ennþá með þennan svakalega hýung ennþá á smettinu þá er best að segja bátasögur, eða reyndar meira svona bátastaðreyndir.. Sigurður Ve-15 var byggður 1960 er 1228 brúttólestir og hefur alltaf verið í eign Ísfélagsins, þetta var síðutogari fyrst og var svo breytt fljótlega í nótaveiðiskip. Í dag er þetta talið vera mjög gamalt skip en það er samt eitt aflahæsta skip flotans og er einnig hægt að státa sig af því að vera með stærstu loðnunót í heimi, hún er um 400 faðmar á lengd og 120 faðmar á breidd eða frá blýjatein að korki en þar væri hægt að koma fyrir 3 Hallgrímskirkjum inní.. sem er nokkuð stórt.. enda ræður kraftblökkin oft ekki við nótina...
Einnig er ég nokkuð viss um að það er stærsta dæla á Íslandi þarna líka... Þeir mældu magnið sem hún dældi fyrst þegar hún kom um borð og hún dældi um það bil 900 tonnum á 50 mínútum, forlestin tekur um 150 tonn og voru þeir 5 mín að fylla þar heheheh alveg fáránlegar tölur..
En jæja.. núna er ég að fara niðurá bryggju að taka nótina frá borði, salta hana og binda... svo er ég bara formlega búinn á loðnuvertíðinni 2004... Nettur
3602 Tonn
Af loðnu búin að veiðast í sumar á Sigurði Ve-15... alevg skítsæmilegt svosem...En annars er vertíðin búin og ég er kominn í sumarfrí, vorum að klára að þrífa bátinn og nótin verður tekin frá borði um 9 leytið, svo ég nenni eiginlega ekki að fara að sofa í millitíðinni...maður er hvort sem er á snarvitlausu róli með svefninn.. Svo tekur bara við vinna fyrir Bræðrafélagið VKB því mikið er að gerast hjá okkur í ár eins og flestir hafa séð á öldum ljósvakans.. En annars fyrst var ég að spá í að kíkja í borgina kannski um helgina og ef til vill að maður fái sér í glas því ég er ekki búinn að djamma síðan á sjómannadaginn... pæliði í því!!!
jæja
miðvikudagur, júlí 14, 2004
Loðna
 Já maður var búinn að gefa upp alla von síðasta föstudag eftir að vera búinn að leita í c.a 2 daga af loðnu um að það yrði ekkert úr þessari vertíð, en svo fann kallinn hana og var sko nettur á því, fylltum í 5 köstum og lönduðum á akureyri á sunnudaginn og svo fórum við út,fundum þetta strax aftur og fylltum í 6 köstum.. svo það eru komin tæp 3000 tonn á einni viku, en þessir yndislegu stjórnunarhættir hjá Ísfélaginu eru stundum svo furðulegir, því að þeir senda okkur til að landa í Eyjum, í snarvitlausu veðri í 40 tíma til Eyja í stað 9 tíma inn á Akureyri... Og þar með erum við að missa trúlega af endasprettinum á sumarloðnunni.. en maður lifir í voninni og vonandi að við náum 1 - 2 túrum í viðbót...þ.e.a.s ef við fáum að fara inn á akureyri aftur.. það myndi þýða önnur 3000 í viðbót og kannski 500-600 kall í júlí.. það myndi alveg redda þessu annars vonlausu fiskveiðisumri..
En jæja.. er ekki réttast að drulla sér út í sólina?
miðvikudagur, júlí 07, 2004
Hey já
TMS sagði mér að hann væri að verða geðveikur á því þegar ég skil eftir leiðinlega færslu áður en ég fer á sjó.. svo þetta ætti nú að kæta hann þessi mynd er nú svo fyndin að hún ætti að endast mánuð allavega...
En það er helst í fréttum
Að það kemur nú ein pásan í viðbót hérna þar sem búið er að ræsa.. taka nótina klukkan 4 og trúlega farið út í kvöld á loðnu...
Svo mætir maður bara trúlega korter fyrir þjóðhátíð.. þó vonandi fyrr
Skemmtið ykkur!!!
Bakslag
Verð nú að lýsa yfir áhyggjum mínum.. Finnst þjóðhátíðarlagið í ár arfaslappt.. jafnvel hægt að fara segja að það sé '98 keimur af því sko og þó varla er það einum of kannski...
En allavega vantar allan svona drifkraft í þetta og einnig finnst mér líka soldið varasamt að láta ekki einhverja af "stórhljómsveitunum" taka þetta því að það skapar oftast vinsældir þótt lagið sé shit!
En jæja.. vonum bara að það rætisti úr þessu.. og meina lagið er nú ekki öll hátíðin... ef það klikkar eigum við alltaf vináttu sem varamannalag...
akkru ekki skipper?
Held að það sé eitt af mínum draumajobbum sem ekkert verður úr.. það væri gaman að vera skipstjóri.. þó að það væri ekki nema bara á trillu.. eiga skipstjórahatt og pípu og trilluskyrtu og drekka úr kaffibollanum sínum og fara á sjó snemma á morgnanna og fjör.. já það væri gaman
Eða já vera á nótaskipi.. ekki verra að vera á 3.1 hlut í stað þess að vera á einum hlut eins og hásetaræfill hehe.. já pæliði í því !!! stúlkur þið ættuð að leita eftir þessum gaurum.. á meðan háseti fær 200 þús fyrir túrinn fær skipstjóri rúmlega 600 þúsund kall hehe
hásetahluturinn á hólmaborginni var eina vetrarvertíðina um 10 milljónir.. og reikniði nú....
segi nú ekki meira um það... úff!!!
Kominn kvóti
100 þúsund tonn komin og það eru um 13 þúsund tonn fyrir Ísfélagið svo það þýðir kannski 4-5 túrar fyrir okkur á Sigurði og vona að það þetta taki ekki langan tíma svo maður fái bara gott sumarfrí á þessu.. en þetta er nú betra en ekki neitt eins og búið var að spá fyrir um að myndi verða.. svo spurning um að loðnan geti nú reddað fyrir manni sumrinu....
En já gaman gleymdi að segja frá ævintýrinum með 800 tonna kastið á síldinni sem var einmitt síðasta kastið okkar... við fylltum okkur og Sighvat Bjarna með því kasti og gáfum líka Vilhelm Þorsteins um 200 tonn í vinnslu sem gerir eitthvað um 3 millur í aflaverðmæti fyrir þá en þeir máttu ekki kaupa það af okkur svo við létum þá bara fá þetta.. og í staðinn fengum við vídjóspólu með leikjum úr evrópukeppninni þannig að það má eilla segja að við höfum fengið 3 miljóna króna vídjóspólu... hehe
þriðjudagur, júlí 06, 2004
New Phone
Kominn með leið á helvítis dralsinu sem ég var með enda var hann orðinn soldið lúinn greyið svo ég keypti mér nýjan síma bara.. og fyrir valinu varð Sony Ericsson þar sem ég held enn að Nokia sé drasl.. og það varð náttlega að vera soldið flottur sími svo þessi varð fyrir valinu.. og hafði hann svartann..
Nettur
Helvítis danir bara
 Manstu fyrir langa löngu? Við sátum saman í skólastofu, ég þráði þig en þú tókst ekki eftir mér, ekki frekar en ég væri krækiber...
Já og talandi um það.. flottasta mark mótsins átti jon dahl á móti svíjunum... djöfull var það flott mark..
en bara smá nætur flipp hér
mánudagur, júlí 05, 2004
Mokveiði
Eða nei ekki alveg.. það var frekar dræm veiði niðrá bryggju í áðan.. Ég Svenni bró og litla skvísan fórum að reyna dorga en ekkert kom... en það skipti Guffu engu máli og fannst þetta brjálað fjör... vildi bara láta öngulinn koma upp.. svo fór hún að leika sér í bílnum og náði að starta kvikindinu.. já hún er prakkari þessi grislíngur...
En jæja.. grillmatur já feitalíusi
25 Dagar
Já ekki nema 25 dagar í herlegheitin.. og farið að votta smá af spennu og eftirvæntingu fyrir þessa stórkostlegustu helgi ársins... Fólk verður að fara gera sig reddý ef það er með eitthvað planað því að lítill tími er til stefnu og ekkert má klúðrast fyrir þessa helgi.. Jóhann er búinn að vera duglegur fyrir okkur bræðurna að redda okkur áfengi og alls konar herlegheitum og já það má víst fara tilkynna það núna að við munum gefa út okkar eigið Þjóðhátíðarblað sem verður hið glæsilegasta..
Já krakkar mínir.. spurning um að fara skella þjóðhátíðardisknum í og fara skrifa tossalista fyrir helgina miklu..
Loðna?
Búið að ræsa menn á Gullberginu.. kannski að Eyjólfur lopaskalli viti eitthvað meira en við hin.. maður bíður bara og bíður eftir fréttum...
Ekki heimilislaus
Kallinn bara kominn með íbúð í vetur.. Var að fá frá stúdentagörðunum að ég og frænka mín knáa hún Lára Dögg værum kominn með þessa fínu íbúð á Eggertsgötu.. svo það er snilld.. verð víst að valda þeim vonbriogðum að lítið verður um partý stand þar enda kemst ekki mikið fyrir af fólki þarna.. en Peyjarnir verða nú flestir í borginni í vetur.. spurning um að einhver annar taki að sér félagsheimili brottfluttra eyjamanna í vetur.. etv Sigurður Svíji eða Sigurður í Álftamýri eins og hann er þekktur sem í ghettóinu...
Merkilegt
 Takið eftir því að í brandaríksum bíómyndum þá eru vasaljósin alltaf algert drasl... Hvernig er það er ekki hægt að kaupa almennileg vasaljós þarna??
Undantekningarlaust þá ef einhver dregur upp vasaljós í bíómynd þá bilar það og persónan lemur svona í ljósið...
en já gaman að því
Já Góðan og blessaðan daginn
Long time no see.. eða reyndar búið að vera nóg af sjó hjá mér hóhó.. já alltaf gott að brjóta ísinn með brandara það er mitt mottó
En þetta er búið að vera shitty mánuður á síldveiðum, náðum bara 2 fullfermistúrum tja mínus þau tæp 100 tonn sem er stolið í hverri löndun, og ekki þykir mér það nú góður árangur á mánuði, en það spilaði svolítið inn í að það þurfti að sigla alla leiðina til Svalbarða til að veiða helvítis kvikindin eða pöddurnar eins og menn vilja kalla þessar elskur... náði samt aldrei að sjá Eyjuna sjálfa en maður sá Jan Mayen þó nokkrum sinnum og ætluðum meira segja að fara þangað ef við hefðum náð að fylla í þessum síðasta túr.. leiðinlegt að ná því ekki...
En jámm, það sem nú tekur við er að sjá hvort og hvað mikið er gefið út af loðnu á morgunn, við fáum þá 2 daga frí og það verður haldið á loðnuna á miðvikudagskvöld, vonandi að það sé bara hægt að redda þessu sumri með loðnunni...
|