Jæja þá er loksins komið að því að ég geri eitthvað að viti... Það er komið að Kvikmyndagetraun ársins 2008! Ég veit að menn hafa beðið spenntir síðan á síðasta ári eftir að fá nýja getraun inn og tilvalið að skella inn einni núna rétt fyrir jólin svo að fólk geti dundað sér við eitthvað eftir ofát og ofdrykkju!
Þið þekkir reglurnar vonandi.. nefnið bara bíómyndina sem hér koma að neðan.. útbúið lista og sendið mér á póstinn borgthor@gmail.com.. alls ekki setja svörin hérna í komment kerfið því það skemmir fyrir öðrum sem vilja spreyta sig! Höfum bara frestinn til 27.desember svo að hægt sé að krýna kvikmyndamógúl ársins 2008 fyrir áramót!
Já og ef það eru einhverjir jafnir á stigum er það sá sem sendir svör á undan sem hefur vinninginn..
En on with the butter.. ég ákvað að hafa þetta svona sem fjölbreytilegast.. gamalt og nýtt og jafnvel eina teiknimynd svona upp á skemmtanagildið... ég held samt að flestir eigi nú að ráða auðveldlega með þetta en gæti þó verið ein og ein sem valdi einhverjum heilabrotum..eða ég vona það